Tíminn - 17.09.1987, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.09.1987, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 17. september 1987 Tíminn 11 SAMVINNUMAL Ljós með þrefalda endingu Hreinlæti er okkar fag Við verðum með bás C6 á sjá va rú tvegssý n i ng u nn i. Hikaðu ekki við að hafa samband til að fá nánari upplýsingar um hreinsiefni okkar og þjónustu. USmHF Jámhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk. Pósthólf 10180 (Tímamynd BREIN.) Önnur nýjung frá Luma eru svo litlar Ijósröraperur, sem meö ein- földu millistykki eru til þess ætlaðar að skrúfast í venjuleg perustæði. Hann var greinilega dálítið stoltur af þessari nýju framleiðslu, sem hann sagði geta sparað mikið rafmagn. Til dæmis sagði hann að 13 vatta slík Ijósrörapera, sem entist í 6000 klukkustundir, gæfi sama ljósmagn og 75 kerta pera af gömlu gerðinni, sem vitaskuld sparar mikið rafmagn. Þessar nýju perur sagði hann að hefðu verið seldar í Noregi og Finn- landi í um það bil eitt ár, og verið væri að byrja að selja þær í Þýska- landi og vonandi einnig hér. Kvikasilfur í rafhlöðum Hann gat þess einnig í samtalinu að nú væru að taka gildi ný lög í Sví- þjóð varðandi svo nefndar alkalískar rafhlöður sem við þekkjum vel hér heima. í þeim mun vera margfalt magn af kvikasilfri á við það sem ger- ist í hefðbundnum rafhlöðum, og samkvæmt nýju lögunum á nú að skila öllum alkalískum rafhlöðum aftur inn til eyðingar eftir notkun. Þetta byggist á því að kvikasilfur mun ekki eyðast í náttúrunni og vegna umhverfisverndarsjónarmiða eru menn uggandi út af þessu. Að því er hann sagði hefur Luma brugðist við þessu með því að selja svo nefndar umhverfishollar raf- hlöður sem innihalda aðeins örlítið brot af því kvikasilfri sem er í hinum. Þetta gerir Luma í samstarfi við WWF (World Wildlife Fund) og undir pandabjarnarmerki þeirra sem margir þekkja. Sem góður sölumað- ur gat hann þess að alkalískar raf- hlöður væru tvöfalt dýrari en panda- bjarnarrafhlöður þeirra, en líftíminn væri þó aðeins 20% lengri. Þessar rafhlöður hafa þó ekki verið seldar hingað til lands, hvað sem verður. Baristvið einokun Annars er Luma elsta iðnfyrirtæki sænskra samvinnumanna og eitt af þeim öflugari. Það er nú rekið af dótturfyrirtækinu KF industri, en undir það heyra ein níu stór iðnfyrir- tæki samvinnumanna i Svíþjóð. Verksmiðjan Luma var stofnsett árið 1930 og átti sér í byrjun litríka sögu. Á þeim tíma var rafvæðing í Svíþjóð að hefjast, en öll framleiðsla á ljósaperum í landinu var hins vegar í höndum einokunarhrings sem gætti þess vandlega að halda verðinu uppi. ( byrjun kostaði það sænsku sam- vinnufélögin því harða baráttu að út- vega sér hráefni til að hcfja fram- leiðslu á ljósaperum, sem væru það ódýrar að almenningur hefði ráð á að kaupa þær. í dag selur Luma mikið í heildsölu til verslana, en þó er fyrirtækið ekki síður virkt í sölu til iðnfyrirtækja og opinberra aðila. Mikið af fram- leiðslu þess er flutt út, fyrst og fremst til Norðurlanda og Mið-Evrópu. -esig Þar sem ítrasta hreinlætis er krafist í hartnær sex áratugi hefur Sápugeröin Frigg framleitt hreinsi- og sótthreinsiefni fyrir fiskvinnslu og sjávarútveg, kjötiönaö, mjólkuriönaö og allan annan matvælaiönaö. Á þessum áratugum hafa efnaverkfræöingar okkar lagt mikla áherslu á aö þróa nýjar tegundir hreinsi- og sótthreinsiefna til notkunar í þessum atvinnugreinum. Hjá fyrirtækinu starfa tveir reyndir efnaverkfræðingar. Það hefur kostaö mikla vinnu og hugvit, því miklar kröfur eru geröar til fullkomins hreinlætis í þessari framleiöslu. Þessum kröfum höfum viö mætt með stööugri vöruþróun í fullkominni rannsóknarstofu, ásamt nánu samstarfi við viðskiptavini. Sápugerðin Frigg getur nú boðið upp á tugi mismunandi hreinsi- og sótthreinsiefna, sem eru vel til þess fallin aö leysa hin margvíslegustu og sérhæföustu hreinsunar- og sótthreinsunarvandamál nútíma fiskvinnslu og alls annars matvælaiönaöar. Hikaöu ekki viö aö hafa samband viö okkur til að fá nánari uþplýsingar um hreinsiefni okkar og þjónustu. Hreinlæti er okkar fag ......... Lyngás 1, 210 Garðabær, sími 651822 D Hér á landi var staddur á dögunum sænskur maður, Roland Magnusson, sem er sölustjóri hjá fyrirtækinu Luma í Karlskrona í Svíþjóð. Þetta er samvinnufyrirtæki, í eigu sænska samvinnusambandsins KF eða nánar til tekið dótturfyrirtækis þess KF Industri AB. Ég hitti hann að máli og fékk hann til að segja mér örlítið frá starfsemi Luma og nýjungum sem þar eru á ferðinni. Öll þekkjum við ljósaperur, en ekki vissi undirritaður það fyrr en í þessu samtali að venjuleg slík pera hefur líftíma sem svarar eitt þúsund klukkustundum. Nú hefur Luma hins vegar farið út í tilraunir, og ár- angurinn er sá að komin er á mark- aðinn hjá þeim ný gerð af perum sem eiga að geta enst heila 3500 klukku- tíma. Hið sama hafa menn þar einnig gert að því er varðar Ijósrör eða flúr- ósent perur. Venjulegur líftími slíkra tækja er um 9000 stundir, en Roland Magnusson sölustjóri hjá Luma í Svíþjóð. nú er Luma með á boðstólum ljósrör sem endast heilar 27000 stundir. Ég spurði Roland Magnusson hvort það væri ekki óhagkvæmt frá sjónarhóli fyrirtækisins að framleiða svo endingargóða vöru og hvort hún væri þá ekki fljót að metta markað- inn. Hann brosti við og sagði að það gæti svo sem átt við risana í grein- inni, en þeir hjá Luma væru ekki svo stórir að þeir þyrftu að vera hræddir við slíkt. Dýrtað skipta umperur Þessar nýj u perur væru eins og gef- ur að skilja heldur dýrari en hinar, en það sem viðskiptavinurinn hagnaðist á í þessu sambandi væri minni kostn- aður en ella við að skipta um perur. Á venjulegum heimilum væri þetta kannski ekki mikið atriði, en þegar verið væri að tala um stofnanir eins og sjúkrahús og verksmiðjur, þar sem hátt væri til lofts, erfitt að kom- ast að ljósum, eða kannski mikilvægt að losna við að valda sjúklingum ónæði, þá gæti þetta skapað verulegt hagræði. Það er Verslunardeild Sambands- ins sem fer með umboð fyrir Luma hér á landi. Roland Magnusson var hér þeirra erinda að ræða við menn þar um sölu á þessum vörum, og er áhugi þar á því að fara út í kynningu á þeim fyrir stofnanir og fyrirtæki hér á landi á næstunni. „Strandid“ í skólaútgáfu Komin er út hjá Iðnskólaútgáf- unni ný skólaútgáfa á Strandinu eftir Hannes Sigfússon. Eiríkur Brynj- N51fsson, fjölbrautaskólakennari, sá um útgáfuna sem gefin er út í kiljuformi. Strandið segir frá örlagaríkum atburðum þegar erlent oh'uskip strandaði við Reykjanesvita árið 1951. Hinn raunverulegi atburður er þó ekki annað en bakgrunnur sög- unnar. Rithöfundurinn sem gegnir stöðu vitavarðar segir söguna og leggur út af henni og lesandinn kynnist honum og hugðarefnum hans. Höfundur hefur einnig „aðra og geigvænlegri atburði“ í huga. Þessi útgáfa er gerð efir frumút- gáfunni en nokkrar orðalagsbreyt- ingar eru gerðar á textanum í samráði við höfundinn. í formála er gerð grein fyrir sög- unni og höfundinum í stuitu máli. Hannes Sigfússon. Verkefni fylgja en varast er að gefa nemendum of ítarlegar upplýsingar. Sömuleiðis fylgir skrá yfir rit Hann- esar Sigfússonar og um ritdóma og annað sem birtist um strandið í dagblöðum og tímaritum. Tilvalið er fyrir kennara, sérstaklega á Suð- ur- og Vesturlandi, að fara í vett- vangsferðir með nemendur sína á söguslóðir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.