Tíminn - 17.09.1987, Blaðsíða 20

Tíminn - 17.09.1987, Blaðsíða 20
SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Auslýsingadeild hannar auglýsinguna fyrir þig Ókeypis þiónusta 1917 1987 > ■ 1 /. IVIAKi Tímirm wmmsmsmmmm ítarleg stefnuskrá LFH: Vilja með f iskeldið í sjávarútvegsráðuneyti Landssamband fiskeldis- og haf- beitarstöðva hefur kynnt þremur ráðherrum ríkisstjórnarinnar stefnu Landssambandsins, þarsem tekin er afgerandi afstaða til flestra málaflokka er varða fiskeldi sem stóra atvinnugrein á íslandi. Friðrik Sigurðsson framkvæmda- stjóri LFH gekk í gærmorgun á fund forsætisráðherra og kynnti honum stefnuskrána sem sam- þykkt var á fjölmennum fundi LFH, ekki alls fyrir löngu. Málefni fiskeldis í landinu bar á góma þegar gengið var frá stjórnar- sáttmálanum við myndun ríkis- stjórnarinnar. Það erskoðun Friðr- iks að þessi málaflokkur hafi þar verið látinn sitja á hakanum „sem oft áður“. Viljaí sjávarútvegsráðuneytið „Sjávarútvegsráðuneytið fer meðyfirstjórn fiskeldismála. Kom- ið verði á laggirnar eigin fiskeldis- deild innan ráðuneytisins er fari með málefni fiskeldisins," segir orðrétt í stefnuskránni. Með þessu hafa fiskeldismenn flykkt sér um þá skoðun að yfirstjórn skuli vera í sjávarútvegsráðuneytinu en ekki í landbúnaðarráðuneytinu eins og ráðið hefur verið af lögum um lax- og silungsveiðar. LFH bendir á að afurðir fiskeldisins séu útflutnings- vara og þurfi þeir að ná til sömu markaða og aðrir sjávarútvegsaðil- ar. Landbúnaðarráðuneytið aftur á móti sé ekki útflutningsráðuneyti að sama skapi. Fjármögnun fisk- eldis sé líkust því sem gerist al- mennt í sjávarútvegi og benda þeir máli sínu til stuðnings á ábyrgð þá sem Fiskveiðasjóður hefur axlað fyrir fiskeldið. í þriðja lagi er bent á að framtíð fiskeldis liggi í hafinu, bæði hvað varðar eldisaðferðir og brautryðjendastarf, þar sem horfa verður til sjávarins með nýjar teg- undir í huga í eldi. Reglugerðar- atvinnugrein Meðal þess sem Friðrik Sigurðs- son hefur rætt við ráðherra er að lagafrumvarp verði samið um fisk- eldið, og að það verði stutt og skýrt, en reglugerðir taki til sér- hæfðari mála innan fiskeldisins. Ástæða þess að LFH hvetur til reglugerðarsetningar í stað viða- mikils lagabálks segja þeir vera að mjög ör þróun eigi sér stað í atvinnugreininni og hafi það komið í Ijós á síðustu árum. Sem dæmi nefndi Friðrik í samtali við Tímann að í upphafi hafi menn hópast í seiðaeldi en nú sé aftur vaxandi áhugi fyrir matfiskéldi. Hvoru- tveggja fylgja sérhæfð vandamál sem leysa þarf og oft með tilliti til reglugerðar. Óskilgetinn hvítvoðungur LFH-menn kalla sig gjarnan í gríni óskilgetna hvítvoðunginn. Gríninu sleppir þó fljótlega þegar farið er að skoða hver meiningin er með þessu. Það er almenn skoðun þeirra og verður að teljast á rökum reist að lög þau sem fella atvinnu- greinina undir landbúnaðarráðu- neytið séu lög um lax- og silungs- veiðar, um tuttugu ára gömul. Þar er aðeins vikið að fiskirækt en á engan hátt í jafn stórum stíl og fiskcldið er orðið í dag. Áform eru uppi um byggingu fjölda eldis- stöðva og er því brýnt að gera eitthvað sem fyrst. „Það vilja allir kannast við okkur en þegar á brattann sækir kemur í ljós að enginn vill gangast við hvítvoð- ungnum og má því segja að fiskeld- ið sé enn óskilgetið. Kannski að Halldóri Ásgrímssyni takist að ætt- leiða okkur en það er þó háð útkomu ríkisstjórnarumræðu,“ sagði Friðrik. Samhæfð sala Á fjölmörgu er tæpt í stefnu- skránni. Meðal annars rætt um „Sölu og markaðsmál" og „Gæða- staðla og eftirlit". Segir í stefnu- skránni að útflytjendur skuli hafa í höndum sölu- og markaðsmál í samvinnu við LFH og með því samhæfa sölur og veita aðstoð við þær. Varðandi gæðastaðla og eftir- lit vill LFH setja reglur um gæða- Frá Pólariaxi. LFH hefur nú flykkt sér um þá skoðun að yfírstjórn þeirra mála skuli vera í sjávarútvegsráðuneytinu. flokkun bæði lifandi og fullunninna afurða og skal það vera í höndum framleiðenda og seljenda eftir staðli LFH. Ástæða þessa er m.a. sú að eitthvað hefur verið um að hráefni sem ekki telst fyrsta flokks hafi verið sent út. Hefur þar verið um að ræða snemm-kynþroska hænga sem hafa útlitsleg lýti, þ.e.a.s. fiskurinn er brúnleitur í stað hins bleik-rauða litar. Atvinnulausir akademíkarar „Komið verði á Samhæfingar- ráði fiskeldisrannsókna," segir í stefnuskránni. Um þennan lið sagði Friðrik framkvæmdastjóri að flest allar stofnanir sem á annað borð annast rannsóknarstarf fyrir sjávarútveginn væru með eitthvað í gangi en hann hefði á tilfinning- unni að sum verkefnin væru frekar til þess fallin að skapa atvinnu handa atvinnulausum akademíker- um heldur en að hafðir væru að leiðarljósi hagsmunir atvinnu- greinarinnar. „Síðan segja menn að svo og svo miklum peningum hafi verið veitt til rannsókna en árangurinn sé ekki meiri en þetta,“ sagði Friðrik. Til þess að koma í veg fyrir að peningum sé eytt í tilgangslitlar rannsóknir verði sett á laggirnar sameiginlegt ráð, þar sem allar stofnanir sem nú annast rannsóknir ættu fulltrúa. Um er að ræða rannsóknarstofnanirnar, Hafrann- sóknarstofnun, Rannsóknarstofn- un fiskiðnaðarins, Veiðimáiastofn- un, Rannsóknarstofnun landbún- aðarins, Tilraunastöðvar Háskól- ans í meinafræðum, Líffræðistofn- un Háskóla Islands og Orkustofn- un ásamt fleiri aðilum sem stunda rannsóknir í tengslum við fiskeldi. LFH hefur gagnrýnt að þau verkefni sem til rannsóknar eru hverju sinni skuli ekki vera ákveðin í samráði við þá. Því setja þeir fram nokkurskonar óskalista, þar sem tæpt er á forgangsverkefnum á rannsóknarsviðinu. Fjöldinn allur af málum er reif- aður í stefnuskránni og ekki tök á að gera þeim öllum skil hér. -ES Handar* brotnaði í beygingarvél Sautján ára drengur fór með hend- urnar í beygingarvél í vélsmiðju í Hafnarfirðinum um hádegisbil í gær. Var hann að beygja járn í vélinni, þegar slysið átti sér stað og brotnaði hann illa á báðum höndum, er m.a. handarbaksbrotinn á annarri hendi. Hann var strax fluttur á slysadeild Borgarspítalans. - SÓL VSÍ og ASÍ: SAMNINGAFUNDUR FÓR ÚT UM ÞÚFUR Fundur ASÍ, VSÍ og VMS, í gær, þar sem ræddar voru tillögur Vinnuveitendasambandsins og Vinnumálasambandsins að kjara- samningi fór út um þúfur. Forystu- menn ASÍ og landssamtaka þess höfnuðu alfarið tillögunum sem umræðugrundvelli og var ekki boð- að til nýs fundar. Að mati forystumanna VSÍ kall- ar 7,23% hækkun þann 1. október, samkvæmt ákvörðun launanefndar ASÍ og VSÍ, á að fella þurfi gengið og óðaverðbólgu. Forystumenn VSÍ segja tillögur sínar rniða að því að verja hátt kaupmáttarstig hér á landi og að þær hygli aðeins hinum lægst launuðu. Talsmenn ASÍ sögðu það ekki skikkanleg vinnubrögð að VSÍ, í samvinnu við ríkisvaldið hótaði almennri óáran, verði ekki farið að tillögum þeirra og töldu tillögunum flest til foráttu. - phh Grunaöir um hassinnflutning: Tveirígæslu Tveir menn, íslendingur og Dani, hafa verið úrskurðaðir í 10 daga gæsluvarðhald, grunaðir um inn- flutning á hassi. Ásamt þeim voru nokkrir aðrir handteknir á föstudaginn af fíkni- efnalögreglunni, ýmist í Reykjavík, eða á Keflavíkurflugvelli. Húsleitir voru gerðar á föstudegi og laugar- degi og fannst þar lítið magn af amfetamíni og hassi. Öllum aðilum sem handteknir voru var sleppt, nema þeim tveimur ofantöldu. -SÓL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.