Tíminn - 17.09.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Fimmtudagur 17. september 1987
Tíniinn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Kristinn Finnbogason
Indriöi G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
Aöstoöarritstjóri: OddurÓlafsson
Fréttastjórar: BirgirGuömundsson
EggertSkúlason
Auglýsingastjóri: SteingrimurGíslason
Skrifstófur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306,
iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild
Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild)
og 686306 (ritstjórn).
Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550,-
Hagstæð lausn
á hvaladeilu
Náðst hefur mikilvægt samkomulag í hvalveiðideilu
íslendinga og Bandaríkjamanna. íslendingar hafa að
undanförnu haldið uppi hvalveiðum í vísindaskyni eftir
að ákveðið var að hætta hvalveiðum sem eiginlegum
atvinnuvegi, enda hafa íslensk stjórnvöld talið ótvírætt
að veiðar í vísindaskyni séu heimilar samkvæmt reglum
Alþjóðahvalveiðiráðsins. Sterk andstaða hefur komið
fram hjá öfgasinnuðum hvalfriðunarsamtökum gegn
þessum veiðum íslendinga, og hafa þau haft í frammi
mikla áróðursherferð í Bandaríkjunum.
Þessi áróður hvalfriðunarmanna hefur haft áhrif á
stefnu og viðhorf stjórnvalda í Bandaríkjunum og það
svo að Bandaríkjastjórn hafði öðlast lagaheimildir til að
beita þjóðir, sem ekki mökkuðu rétt í hvalamálinu eftir
spilareglum hryðjuverkamanna, viðskiptanauðung, sem
hefði getað komið fram í því að íslendingum væri
bannað að flytja út fisk og fiskafurðir til Bandaríkjanna
og bandarískum kaupsýslumönnum þá einnig bannað
að hafa íslenskan fisk til sölu á Bandaríkjamarkaði.
Þessi bandarísku bannlög gagnvart íslenskum fiski m.a.
er mál út af fyrir sig, og nær óskiljanlegt hvernig
þjóðþing forystuþjóðar fyrir lýðræði og réttlæti, eins og
Bandaríkjamenn telja sig vera, lætur sér til hugar koma
að samþykkja slíka löggjöf og álíta að hún sé í samræmi
við anda stjórnarskrárinnar.
Ekki er að efa að innan bandarísku ríkisstjórnarinnar
hafa ætíð verið til menn sem blöskrað hefur þetta
hvalaofstæki, sem jafnvel tókst að leggja undir sig
þjóðþingið í Washington. Hin hófsömu öfl hafa nú
ráðið ferðinni í samningum við íslendinga, og árangur-
inn er samkomulag það sem gekk í gildi í fyrradag milli
ríkisstjórna íslands og Bandaríkjanna. Síst skal það
undan dregið að þetta er íslenskur sigur, sem yfirgnæf-
andi meirihluti þjóðarinnar fagnar, en þetta er líka sigur
fyrir hófsömu öflin í bandarísku ríkisstjórninni, sem
gera sér fulla grein fyrir þeirri alvöru sem í því felst að
beita vinsamlega bandalags- og viðskiptaþjóð á borð við
íslendinga viðskiptaþvingunum út af pjattmáli.
Árangurinn af þessu samkomulagi hefur fyrst og
fremst náðst fyrir einbeitni tveggja ráðherra í íslensku
ríkisstjórninni, Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegs-
ráðherra og Steingríms Hermannssonar utanríkisráð-
herra. Peir hafa lagt sig fram um að skýra málstað
íslendinga með augljósum rökum og festu, m.a. lagt
áherslu á að hvalamálið sé ekki einangrað mál og
utanlægt við önnur og mikilvægari samskipti íslendinga
og Bandaríkjamanna. Þetta skilja hófsamir forystu-
menn Bandaríkjanna og þeir hafa einnig lagt sig fram
um það að deilan mætti leysast farsællega.
Halldór Ásgrímsson sagði í viðtali við fréttamenn,
þegar hann kynnti niðurstöðu þessara samninga milli
ríkisstjórna íslands og Bandaríkjanna, að hér væri um
stefnubreytingu að ræða af hálfu Bandaríkjamanna.
Benti ráðherrann á að nú yrði það ekki allsherjarfundur
Alþjóðahvalveiðiráðsins sem skæri úr um réttmæti
vísindaveiða íslendinga heldur vísindanefnd ráðsins og
væri það sú stefna, sem íslendingar hefðu alltaf talið
hina réttu, enda hefðu íslendingar aldrei viljað fram-
kvæma neitt gegn vilja vísindanefndarinnar, þótt þeir
vilji ekki lúta niðurstöðum öfgasinna, sem áhrif hafa í
Alþjóðahvalveiðiráðinu.
GARRI
illllill
Máttlausir heildsalar
Frétt Tímans ■ fyrradag uni mátt-
luysi íslcnskra heildsala til aft
brjóta sig úr viðjum danskrar ný-
lendukúgunar hefur að vonum vak-
ið athygli. Þó er hér ekki nýtt mál
á ferðinni, licldur vandamál sem
alltaf af og til hefur verið að koma
upp á yfírborðið á liðnum árum.
Kjarni málsins er hins vegar sá
að í þessu eru íslenskir neytendur
að borga kostnaðinn við það frjáls-
hyggjuskipulag sem hér ríkir á
stórum hluta innflutnings til
landsins. Lögmál þessa skipulags
er að í innflutningi eigi að ríkja
frjáls samkeppni, og boðskapurinn
er að sá heildsali, sem nær að
kaupa ódýrastar vörur, njóti þess í
mestri sölu, og þar með sé neytend-
um tryggt lágt vöruverð.
Kcynslan sýnir hins vegar aö
þessi kenning heldur alls ekki þeg-
ar til á að taka. Þvert á móti
reynast hinir mörgu og smáu hcild-
salar allt of vanmáttugir þegar til
þess kemur að setja þarf hnefann í
borðið í viðskiptum við erlenda
seljendur. Þá standa þeir varnar-
lausir gcgn því fyrirkomulagi ým-
issa seljcnda í fjarlægum heims-
hlutum að hafa umboösmenn í
Danmörku, sem hirða kannski 20-
50% umboðslaun af allri sölu til
íslands. Litlir kallar reynast þá
ekki nægilegir bógar til að megna
að fara beint í toppana í fyrirtækj-
unum og setja þeim stólinn fyrir
dyrnar: annað hvort engin
umboðslaun eða engin viðskipti.
Máttur hinna mörgu
Þetta leiðir hugann að því sem
samvinnuhreyfíngin hér á landi
hefur verið að gera á liðnum árum,
og er, þegar betur er að gáð,
einmitt markviss viðleitni til að
leiða þjóðina út úr þeirri klemmu
sem smæð og fjöldi heildsalanna i
einkageiranum myndi ella skapa
hcnni. Samvinnuhreyfíngin er aðili
að innkaupasambandi samvinnu-
manna á öllum Norðurlöndum, og
í gegnum það samstarf er hún í
aðstöðu til að gera bein innkaup
frá framleiðendum í fjarlægum
heimshlutum í gegnum sérstakar
innkaupaskrifstofursem þcssi sam-
tök reka. Þar koma fulltrúar millj-
óna norrænna neytenda fram sein
einn aðili, fullnýta samtakamáttinn
og tryggja sér lægsta mögulegt
verð með milliliðalausum magn-
innkaupum, fyrst og fremst á mat-
vörum.
Sömulciöis hcfur íslenska sam-
vinnuhreyfingin tekið þátt í svo
nefndum samkaupum norrænna og
evrópskra samvinnusambanda á
einstökum vörutegundum, ekki
síst í sportvörum og margs konar
tómstundavörum, svo og gjafavör-
um. Þar er sameiginlegur inn-
kaupamáttur sömuleiðis nýttur til
hins ýtrasta, og árangurinn ersá að
íslenskir neytendur hafa margoft
átt þess kost að kaupa góðar vörur
á hagstæðu verði í kjölfar þessara
innkaupa.
Styrkur stærðarinnar
Reynslan sýnir að íslenska hcild-
salakerfíð hefur í sér þann inn-
byggða vcikleika að þar vilja fyrir-
tæki vera lítil í byrjun og hafa
tilhneigingu til að vera það áfram.
Hvernig sem á því stendur er ekki
að sjá að hér hafi vaxið upp í
neinum umtalsverðum mæli einka-
fyrirtæki í heildverslun sem hafí
náð þeirri stærð að hægt sé að telja
þau mikið meira en hæfileg fjöl-
skyldufyrirtæki.
Af þessu leiðir svo hitt að í
einkageiranum er ckki hægt að
segja að hér á landi séu til innflutn-
ingsfyrirtæki sem nýtt geti mátt
stærðarinnar. Þetta er alvarlegur
galli á innflutningsverslun þjóðar-
innar.
í innflutningsverslun gildir það
sama og hvarvetna annars staðar í
viðskiptalífínu að máttur fyrirtækis
vex í réttu hlutfalli við stærð þess.
Lítill töskuheildsali er kannski háð-
ur einu eða tveimur umboðum og
stendur og fellur með því að hér á
landi seljist það vörumerki sem
hann hefur umboð fyrir. Stór heild-
sali með mikil umsvif er fyrst og
fremst háður því að geta flutt inn
ákvcðnar vörutcgundir, en reynist
einn framleiðandi illa er hann nógu
burðugur til að geta beint kaupum
sínum til annars, jafnvel þótt það
kosti að hann verði að leggja í
kostnað við að auglýsa upp nýtt
vörumerki í stað hins gamla.
Og það innifelur að stóra heild-
salanum þýðir ekkert að bjóða
viðskiptahætti af ætt danskrar ný-
lendustefnu. Hann er það háður
verðlaginu hér á neytendamar-
kaðnum að hann myndi einfaldlega
spila sig út af markaðnum með því
að greiða dönskum umboðsmönn-
um stórar upphæðir í „kommi-
sjón“. Það er í þessu sem styrkur
samvinnuformsins liggur í tslenskrí
innflutningsverslun, og jafnframt
veikleiki formsins sem kennt er við
einkareksturínn. Garri.
I: VlTT OG BREITT ... ..III. ... ... ...
Besta og einfaldasta
slysavörnin
Ótrúleg framför hefur orðið á
skömmum tíma hjá þeim aðilum
sem bera ábyrgð á umferðaröryggi
á landi hér. Þeir eru að rísa upp úr
áralöngum doða, þar sem þeir hafa
setið fastir í orðagjálfri um öryggis-
belti og „tillitssemi í umferðinni.“
Áróðursjálkarnir eru allt í einu
farnir að bera sér í munn varnaðar-
orð um of hraðan akstur og að
bílstjórar eigi að fara að umferðar-
lögum.
En það sem einkum glæðir vonir
um lengdar lífslíkur og sæmilegt
heilsufar vegfarenda yfirleitt, er að
lögreglan cr farin að viðurkenna
að það sé í hennar verkahring að
sjá um að umferðarlög séu haldin.
Eöggæslan er sem sagt farin að
fylgjast með umferðarlagabrotum
og meira að segja áminna brotlega
ökumenn og jafnvel draga þá til
ábyrgðar.
Alvara en ekki sport
Þetta er þó gert með hangandi
hendi, eins og ummæli lögreglu-
mannsins um að hann mundi aldrei
mæla ólöglegan hraða ökutækis
nema að níðingurinn sem því
stjórnar viti af mælingunni.
Baráttan við ökuníðingana er
ekkert sport og sjálfir spyrja þeir
ekki um leikreglur þegar þeir
leggja líf og limi samborgara sinna
í hættu.
Lögreglumaðurinn sem viðhafði
þessi ummæli sagði eitthvað á þá
leið, að hraðamælingar með radar
gætu mælst illa fyrir og þeir sem
staðnir væru að verki kvörtuðu yfir
að laumast væri aftan að þeim ef
ekki væri tryggt að sett væru upp
áberandi merki um að radarmæling
stæði yfir. Undir því ámæli vildi
pólitíið ekki liggja. Það væri jafn-
vel von á að kvartað væri í blöðum
um þessar svívirðilegu gildrur lög-
reglunnar.
Það mun vera óhætt fyrir hönd
flestra eða allra fjölmiðla, að hugga
þennan vörð laganna með því að
þeir eru ekki málgögn ökuníðinga
og sýna iðulega vilja sinn i verki að
eiga góða samvinnu við löggæslu-
menn og önnur umferðaryfirvöld
til að leggja sitt af mörkum í
baráttunni gegn umferðarslysun-
um. Af þeirri ástæðu er alveg
óhætt fyrir lögregluna að hafa
hraðamælingum með þeim hætti
sem árangursríkastur er.
Með góðu eða illu
Vel má rétt vera að löggæslan sé
of fáliðuð til að hafa auga með allri
umferð. En það þarf hvorki fjöl-
menni né mikla yfirferð til að
standa bílstjóra að umferðarlaga-
brotum. Þau eiga sér stað nánast
hvar sem er og hvenær sem er þar
sem bílar eru á ferð. Það er því af
nógu að taka ef umferðaryfirvöld
hafa döngun í sér til að minnka
slysahættuna, sem eykst nánast frá
viku til viku.
Tillitssemin er ágæt en of mikið
hefur verið gert úr henni í áróðri
um bætt ökulag. Árangursríkara
væri að koma bílstjórum í skilning
um að umferðarlög eru til í landi
og að þeim ber að þekkja þau og
fara eftir þeim.
Hlutverk löggæslunar er að sjá
um að ökumenn gerist ekki brot-
legir við lög og það er einmitt það
sem hún sýnist vera að átta sig á
þessa dagana.
Talað er um að verið sé að gera
átak í umferðarmálum. Það er gott
og blessað svo langt sem það nær.
En það átak þarf að vera viðvar-
andi, ekki aðeins í nokkrar vikur,
heldur um alla framtíð.
Umferðarslysin og fjárhagstjón-
ið sem af þeim hlýst er alvarlegra
mál en svo að hægt sé að sitja með
hendur í skauti og væla um tillits-
semi í umferðinni og að ekki sé við
neitt ráðið vegna mannfæðar og
dugleysis þegar það liggur ljóst
fyrir að kenna þarf bílstjórum
umferðarlög með góðu eða illu, og
að fara eftir þeim. Þegar til lengdar
lætur verður það besta slysavörnin;