Tíminn - 17.09.1987, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.09.1987, Blaðsíða 9
Fimmtudágúr T7.' septeitibér 1987 Tíminn 9 Tíðindi frá Danagrund Anker Jörgensen lætur af forystu hjá dönskum sósíaldemókrötum Ankcr Jörgensen. Áróðursspjöldin eru enn uppi þó að vika sé liöin frá kosningun- um; flest eru farin að láta á sjá eftir rigninguna undanfarna daga. Spjöld stóru flokkanna eru meira áberandi en önnur, ekki síst þess stærsta, flokks sósíaldemókrata. Og oftar en ekki er minnst á Anker. „Jafnvel veðrið var betra þegar Anker stjórnaði" stóð á einu þeirra. Á öðru veggspjaldi birtist Anker sem James Bond en hélt á rauðri rós í stað byssu. Og senni- lega hefur nafn þessa óskeikula njósnara sjaldan borið oftar á góma í Danaveldi en dagana fyrir kosningar. Áhrifamikill leiðtogi Afsögn Ankers Jörgensens sem formanns flokks sósíaldemókrata vakti ekki minni athygli en kosn- ingaúrslitin og myndun nýrrar stjórnar. Hann hafði verið flokks- leiðtogi í 15 ár og vafalaust einn áhrifamesti leiðtogi sósíaldemó- krata á Norðurlöndum, með Olof Palme, á síðari hluta þessarar aldar. Anker er af verkafólki kom- inn og gekk í flokk sósíaldemó- krata tvítugur að aldri. Skólaganga var stutt, hann starfaði sem verka- maður og var fljótlega valinn til ábyrgðarstarfa í verkalýðshreyf- ingunni og í Sósíaldemókrata- flokknunt. Árið 1960 var hann kjörinn í borgarstjórn Kaup- mannahafnar. 12 árum stðar varð hann forsætisráðherra fyrir tilstuðl- an þáverandi leiðtoga sósíaldcm- ókrata, Jens Otto Krag. Og ári síðar formaður Sósíaldemókrata- flokksins. Vinstra megin við miðju Formannsferill Ankers var lit- ríkur - og erfiður. Hann hefur verið ástsæll leiðtogi en stundum Pað væri íslenskur ósiður, ef ég drægi að svara bréfi þínu til mín, sem birtist í Morgunblaðinu 12. þ.m. í þeirri grcin minni, sem þú vitnar til, lagði ég áherslu á, að íslendingar eigi að sýna festu og einbeitni í skiptum við aðrar þjóðir. Ég vil nefna dæmi til að skýra þctta sjónarmið mitt betur, cn það er ráðherrafundurinn í London í janúar 1976, þegar þú varst forustumaður okkar í ís- lensku sendinefndinni. Við áttum þá yfir höfði okkar hótun um vaxandi hernaðarlegan yfirgang á íslandsmiðum, ef samningar tækj- ust ekki. Þú talaðir máli þjóðar þinnar af festu og einbeitni. Mér féll mjög vel málflutningur þinn. Við létum ekki undan. Festa og cinbeitni okkar á þessum fundi átti ríkan þátt í því, að fullur sigur vannst í landhelgismálinu fyrr en nokkurn grunaði í janúar 1976. Mér finnst að slíka festu og einbeitni hafi oft skort í sambandi við varnarmálin. einkum þó hin síðari ár. Þú virðist draga þá álykt- un af grein rninni, að ég telji þig aðalsökudólginn og svo ef til vill þá Ólaf Jóhannesson og Steingrím Hermannsson. Þetta er misskiln- ingur. Ég nefni ekki neinn sérstak- lega í grein minni, en ég tel sökina margra og í surnum tilfellum tel ég sjálfan migekki undanskilinn. Ást- æðan er sú. að við höfum oft verið andvaralausir um of, þótt mest brögð hafi verið að því síðustu árin. Ég átti minn þátt í því, að við gengum í Nató á sínum tíma og er enn fylgjandi þeirri þátttöku. Ég álít samstarf okkar innan samtaka vestrænna þjóða eðlilegt af land- fræðilegum, sögulegum og hug- sjónalegum ástæðum, en þótt þetta samstarf sé eðlilegt, verðum við að gæta þess, að láta það ekki leiða okkur til talhlýðni og undirgefni. þótt erfiður í sambúð. Aðstæður voru honum á margan hátt and- snúnar. Hann tók við embætti á miklum upplausnartímum en tókst að leiða Sósíaldemókrataflokkinn án þess að hann klofnaði, sem ekki tókst alls staðar. Miklar deilur voru innan flokksins um aðild að Efnahagsbandalaginu og sömu- leiðis um utanríkis- og varnarmál. í hvorugu tilviki leiddi ágreiningur til upplausnar. í stjórnartíð Ankers leitaði flokkurinn tvímælalaust til vinstri, ekki síst í utanríkismálum. Fylgispekt við Bandaríkin vék smám saman fyrir sífellt harðari afstöðu í þeirra garð. Anker beitti sér m.a. af krafti í baráttunni gegn stríðsrekstri Bandaríkjanna íVíet- nam og andstaða hans við baráttu fyrir kjarnorkuvopnalausum Norðurlöndum breyttist í stuðning; Anker beitti sér fyrir víðtækri samstöðu um þessi mál meðal Norðurlandaþjóðanna. Það er einmitt þetta mál sem Anker kveðst ætla að sinna sérstaklega í störfum sínum á danska þinginu á næstunni. Áföll og fylgistap Þó að Anker væri á margan hátt hæfur flokksleiðtogi varð flokkur- inn þó fyrir meiri áföllum í stjórn- artíð hans en dæmi voru um áður. í fyrstu kosningununt sem hann leiddi flokkinn, árið 1973, fékk hann færri atkvæði hlutfallslega en nokkru sinni síðar 1906. Og þó að flokkurinn ætti eftir að endur- heimta töluvert af fylgi sínu á nýjan leik, náði hann ekki, á stjórnardögum Ankers, sama styrk og stöðu og hann hafði áður haft. Margt kom til. Áður hefur verið bcnt á pólitíska upplausn á árunum eftir 1970. Hún snerti líka flokk Þess gættum við í landhelgismál- inu. Þessa hefur ekki verið gætt nægi- lega í varnarmálum síðustu árin eða eftir að hin nýja flotastefna kom til sögunnar á fyrra kjörtíma- bili Reagans forseta. Þessi nýja stcfna er m.a. fólgin í því að færa hina svonefndu norður- víglínu frá siglingaleiðum milli Grænlands, íslands og Skotlands, norður fyrir ísland og byggja þar upp flotastyrk, sem sé fær um að gera árásir á Kolaskagann og fleiri staði í Sovétríkjunum og fylgja þeim eftir mcð beinni innrás, ef þurfa þykir. Þessi flotastyrkur, sem aðallega byggist á flugmóðurskip- um. nægir þó ekki, nema hann njóti stuðnings frá flugvöllum. höfnum, ratsjárstöðvum og birgða- geymslum á íslandi, Noregi, Skot- landi og Danmörku (Grænland). Þessi nýja flotastefna hefur leitt og mun leiða til aukins þrýstings á ísland. Síðan hafist var handa um framkvæmd hennar hefur olíu- birgðastöðin í Helguvík verið stór- aukin frá því, sem fyrst var gert ráð fyrir, hafist handa um byggingu tveggja langdrægra ratsjárstöðva og loks lögð áhersla á að komið verði upp svokölluðum varaflug- velli, með fjárstyrk frá Nató, sem ekki er kunnugt um að boðið hafi verið áður, enda er þessum varafl- ugvelli ætlað að breytast í algeran herflugvöll á átakatímum. sósíaldemókrata þó að flokkurinn klofnaði ekki. í þessári upplausn birtist flokkur Mogens Glistrups, Framfaraflokkurinn. Anker átti eftir að eyða meiri orku en flestir aðrir stjórnmálaleiðtogar í Dan- mörku í að draga úr áhrifum hans. Þórarinn Þórarinsson Vafalaust mun fleira fylgja á eftir. Sá galli er á þessari flotastefnu, að hún byggir á þeirri barnalegu óskhyggju, að Rússar taki þessu þegjandi og aðgerðalaust. Slíkt er vitanlega fullkominn misskilning- ur. Þeir keppast nú við að auka vígbúnað sinn til að mæta þessum fyrirætlunum. Norður-Atlantshaf- ið er því að verða það svæði, þar sem nú fer fram mesta vígbúnaðar- kapphlaupið í heiminum og bæði risaveldin búa sig þar undir stór- kostlegustu átökin, ef til stríðs Olíukreppa og efnahagsráðstafanir Ytri aðstæður áttu mestan þátt í erfiðleikum Ankers og sósíaldem- ókrata. Olíukreppa og miklir efna- hagsörðugleikar í kjölfar hennar áttu þardrýgstan hlut. Anker varð. Geir Hallgrímsson. kæmi, sem á tækniöld getur hafist hvenær sem er vegna svokallaðra mannlegra mistaka. Ég tel mig ekki þurfa að lýsa því, hvaða hætta fylgir þessu vígbúnað- arkapphlaupi fyrir ísland og ís- lensku þjóðina. Þeim fer nú fjölgandi í Banda- ríkjunum, sem eru andvígir þessari flotastefnu. Þeir telja t.d. hina fyrirhuguðu fjölgun flugmóður- skipa meira en hæpna, því að þau geti orðið óvininum auðveld bráð. Þeim fer líka fjölgandi sem vilja ná samkomulagi milli risaveldanna á stjórnarárum sínum frá 1975- 1982, að beita sér fyrir hörðum aðhaldsaðgerðum og mátti horfa upp á sívaxandi atvinnuleysi. Hann lenti þar með í andstöðu við sam- herja sína og samstarfsmenn í verkalýðshreyfingunni, ekki síst eftir myndun samsteypustjórnar með Vinstriflokknum árið 1978. Ekki bætti úr skák að árangur af aðhaldsaðgerðum lét á sér standa. Sífellt meiri halli varð á ríkisbús- skapnum og erlendar skuldir juk- ust hröðum skrefum. Svartsýni breiddist út, óánægja með stjórn- ina var mikil innan flokks sósíald- emókrata og farið var að tala unt hættu á ríkisgjaldþroti. Loks sá Anker ekki aðra kosti en að segja af sér og fara frá. Skömmu síðar fóru ávinningar af efnahagsstefnu stjórnarinnar að koma fram. En Anker naut ekki góðs af því hcldur arftakinn. Anker segir af sér Eftir þetta hafa sósíaldemókrat- ar tvívegis gengið til kosninga, í bæði skiptin í stjórnarandstöðu, en í hvorugt sinnið unnið á. Nú töp- uðu þeir fylgi lítilsháttar, raunar mun minna en búið var að spá. Því sá leiðtogi flokksins ekki annan kost en að fara frá og láta öðrunt eftir að móta stefnuna á næsta kjörtímabili og hafa forystu unt samvinnu við aðra flokka. Eftir öllum sólarmerkjum að dænta eru ekki miklar líkur á að nýmynduð ríkisstjórn eigi langa lífdaga fram- undan og möguleikar virðast á samstarfi sósíaldemókrata, bæði til hægri og vinstri. Anker ákvað að láta öðrum eftir að ákveða hvaða leiðir séu bestar í stöðunni. Sumarliði ísleifsson, fréttaritari Tínians í Danmörku. unt samdrátt vígbúnaðar á Norður- höfum. Sá eðlilegi ótti fer líka vaxandi, að samningur um sam- drátt eldflauga á landi, geti orðið til þess að kjarnorkuvopnum verði fjölgáð í hafinu. íslendingar eiga að snúast til cindregins stuðnings við þá stefnu að samið vcrði um samdrátt víg- búnaðar á Noröurhöfum og beita til þess áhrifum sínum innan Sam- einuöu þjóðanna og Atlantshafs- bandalagsins. Þeir eiga að árétta þetta viöhorf sitt mcð því að hafna öllunt hernaðarframkvæmdum hér á landi, sem ckki hefur þegar verið samið um. Þcir ciga ekki að láta telja sér trú um, að slíkar fram- kvæmdir auki öryggi íslands eða Atlantshafsbandalagsríkjanna, heldur gera sér Ijóst, að þær verða aðcins til að auka og hcrða vígbún- aðarkapphlaupið á Norðurhöfum, sem cr andstætt hagsmunum íslands. Islcndingar eiga ckki aðeins að beita sér fyrir kjarnorkuvopnalaus- um Norðurlöndum, scm getur leitt til þess að kjarnorkuvopnum fjölgi í hafinu, heldur rniklu frekar fyrir kjarnorkuvopnalausu norðurhveli jarðar, enda er það stuðningur við þá stefnu Reagans og Gorbachovs á Reykjavíkurfundinum að útrýma öllum kjarnorkuvopnum fyrir alda- mót. Við eigum að vinna að fram- kvæmd á þeirri tillögu Steingríms Hermannssonar, að á íslandi geti risið miðstöð fyrir friðarviðleitni og fundi stjórnarleiðtoga um friðargerð. Þetta bréf er þegar orðið lengra en ég ætlaði í upphafi. Ég lýk því með þeirri von að við getum átt samleið um framangreind sjónar- mið og að þú fylgir þeim fram með sömu festu og einbeitni og á Lund- únafundinum. Þórarinn Þórarinsson: OPID BRÉF til Geirs Hallgrímssonar fyrrv. utanríkisráöherra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.