Tíminn - 25.09.1987, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.09.1987, Blaðsíða 3
Föstudagur 25. september 1987 Tíminn 3 Flugleiðir í Politiken: ÍSLAND AUGLÝST SEM GLBNLAND í síðustu viku birtist auglýsing frá Flugleiðum í danska blaðinu Politiken. Þrjár Ijóshærðar stúlkur allar í sömu lopapcysunni, að því er virðist einni fata, brosa tælandi framan í væntanlega viðskiptavini Flugleiða. Er engu líkara en verið sé að auglýsa heimsins mesta gleðiland þar sem ísland og Reykjavík eru annarsvegar. t texta auglýsingarinnar segir að Reykjavík sé þessa stundina „heit- asti“ helgarstaðurinn. Suðupunkt- ur ferðarinnar á að vera síðla kvölds og er sérstaklega minnst á Broadway í því sambandi. „Lopap- eysuauglýsingar" hafa sést áður og hlotist af mikil gagnrýni sem flest- um er kunnugt. Gleðilífsauglýsing Flugleiða var hönnuð í Stokkhólmi, höfuðstað Svía. Að sjálfsögðu hafa Flugleiðir lokaorð um birtingu auglýsing- anna. Sigurður Helgason forstjóri var ekki við í gær en þess í stað varð Sigfús Erlingsson framkvæmda- stjóri markaðssviðs fyrir svörum, þegar við spurðum hvort það væri ætlun Flugleiða að halda áfram að auglýsa ísland sem eitt allsherjar gleðihús. „Þetta finnst mér nú heldur skammsýn spurning. Við höfum auglýst og munum auglýsa ísland með ákaflega mörgum aðferðum. Það að ísland sé sæmilegur skemm- tistaður er liður í því,“ sagði Sigfús. - Við sjáum nú ekki betur en að þessi auglýsing útleggist sem svo að ísland sé einn besti hórukassi í Evrópu og því skuli menn skella sér með Flugleiðum í helgarferð á „heitasta" staðinn? „Ég held nú að ég verði að vísa þessu til þeirra sem túlka þetta á þennan hátt. Við komum ekki auga á þessa túlkun," sagði Sigfús. Gleðihússauglýsingin mun vera liður í auglýsingabirtingum Flug- leiða um þessar mundir, þar sem vikið er að ýmsum þáttum sem geta gert ísland forvitnilegt í aug- um Skandinava. Víst hefur þessi auglýsing vakið athygli víða og skemmst að minnast þess þegar heilu rúturnar af ölvuðum Svíum komu á Hótel Loftleiðir eftir svip- aðar gleðihúsaauglýsingar fyrir nokkrum árum. Eitt var það sem Svíum þessum var efst í huga. Það voru lausgirtar stúlkurnar hér heima á íslandi. Fjöldi manns þekkir slíkar sögur og bera fjölmiðlar í Danmörku vott um þá tilhneigingu að kynna íslenskar stúlkur sem heimsins mestu lauslætisdrósir. Þykir mörg- um nægilegt að fá þær greinar af og til þó stórfyrirtæki íslensk séu ekki að ýta undir þessar hugmyndir. Nægir hér að minna á tvær greinar sem nýlega hafa verið til umfjöllun- ar. „Ber stúlka bak við hvert tré“ var fyrirsögn á grein sem birtist nýlega í einu af „dönsku gleðilífs- bíöðunum". Þá er ekki langt síðan svipuð frásögn var í „sænskum gleðiblöðum". Ef við lítum til annarra flugfé- laga og tökum t.d. Finnair. Myndu þeir auglýsa „Á suðupunkti í sauna“ með myndum af nöktum eða hálfnöktum finnskum stúlkum? Myndi SAS auglýsa „Fleira er flesk í skandinavíu en svfnaflesk", og Lufthansa „Suðu- punktur á Zillertal“ komið í gleði- lífið í HerbertstraBe. Ljóst er að flugfélög sem gæta virðingar sinnar og láta ekki auglýsingamál í hendur á rugluðum auglýsingastofum aug- lýsa ekki eins og Flugleiðir. Þau gæta virðingar sinnar. Hér vísa Flugleiðir á saurugar hugsanir les- enda og hvítþvo sig í gríð og erg. Þess má að lokum geta að að öllum líkindum verður þessi aug- lýsing ekki birt í bráð í nafni Flugleiða, því eins og Sigfús Erl- Þess má að lokum geta að að öllum líkindum verður þessi aug- lýsing ekki birt í bráð í nafni Flugleiða, því eins og Sigfús Er- lingsson orðaði það. „Við erum blankir og getum því ekki margbirt hverja auglýsingu þó við gjarnan vildurn." -ES Búnaðarbankinn eflir útflutningsstarfsemi: HANDBÓK GEFIN ÚT UM ÚTFLUTNING Búnaðarbanki íslands hefur nú um nokkurt skeið unnið að því að þróa nýjan þátt í starfsemi sinni, sem miðar að því að greiða fyrir og efla vaxandi útflutningsviðskipti í landinu, bæði í nýjum og eldri greinum útflutnings. Segir í tilkynn- ingu frá bankanum að hann telji það eðlilegt og skylt að verja tíma og fjármagni til þessa verkefnis, ef það mætti verða til þess að auka umsvif, fjölbreytni og árangur í þeirri grein íslensks efnahagslífs, sem hvað mestu máli skiptir. Starfsemi þessi hófst síðla árs 1985, og hefur m.a. verið fólgin í því að bankinn, í samstarfi við erlenda viðskiptabanka og fyrirtæki á þeirra vegum, hefur kannað og kynnt sér nýjar leiðir í útflutningsmálum og kannað stöðuna á hinum ýmsu mörkuðum. Þeim upplýsingum sem aflað hefur verið á þennan hátt hefur síðan verið miðlað til íslenskra út- flytjenda. „Bankinn hefur átt aðild að við- skiptaviðræðum með útflytjendum sem ýmist hafa leitt til viðskipta eða eru enn í athugun og vinnslu. Bank- inn hefur sérstaklega kynnt sér nýja viðskiptahætti í A-Evrópuríkjum, þar sem miklar breytingar eru á ferðinni og fylgst náið með fram- vindu mála á þeim markaði. Þessi starfsemi bankans á við allar íslensk- ar útflutningsvörur auk þess sem sérstaklega hafa verið kannaðir möguleikar á áhuga og hugsanlegum möguleikum varðandi útflutning ýmiss konar þjónustu svo sem tækni- þekkingar á ýmsu sviði. Það er ennfremur sérstakt áhugamál bank- ans að stuðla að sölu á landbúnaðar- afurðum í samstarfi við þá aðila er með þau mál fara. Stuðningur við nýjar og vaxandi atvinnugreinar, svo sem fiskeldi og ferðaþjónustu er hluti af framan- greindri starfsemi bankans, m.a. í samstarfi við ýmsa erlenda aðila" segir m.a. í tilkynningu bankans. Upplýsingastarfsemi um útflutn- ingsmál er mikilvægur þáttur í starf- semi bankans, bæði gagnvart ís- lenskum útflytjendum og þeim aðil- um hér heima sem annast útflutning, svo og þeim aðilum erlendis er kunna að hafa áhuga á viðskiptum við landið. Liður í þeirri viðleitni er útgáfa sérstakrar útflutningshand- bókar, sem hefur að geyma í máli og myndum fjölmargar og gagnlegar leiðbeiningar fyrir hin ýmsu fyrir- tæki, stór og smá, um reglur, aðstoð í útflutningsstarfinu og vinnuaðferð- ir. Bókin hefur þegar komið út og fjallar t.d. um markaðsstörf í út- flutningi, útflutningsskjöl, útflutn- ingsábyrgðir, fjármögnun, gjaldeyr- ismál og minnislista útflytandans. Við undirbúning bókarinnar hefur bankinn haft náið samstarf við fjölda aðila í útflutningi, ráðuneyti og Út- flutningsráð íslands. Útgáfa þessar- ar bókar sýnir vel viðleitni bankans til að efla útflutningsstarfsemi og skilning á mikilvægi hennar fyrir þjóðarbúið og alla atvinnustarfsemi í landinu. Bókin fæst á öllum afgreiðslustöð- um Búnaðarbankans, og annaðist bankinn yfirumsjón útgáfunnar og kostnað, handrit annaðist Hulda Kristinsdóttir og ljósmyndir eru eftir Emil Þór Sigurðsson. Fyrirhugað er að gefa út í vetur sambærilega bók um innflutning- sverslun. SÓL Tímamynd BREIN Frá sjávarútvegssýningunni, Sjávarútvegssýningunni lokið: 15 þúsund gestir og milljóna sala íslensku sjávarútvegssýningunni lauk í fyrrakvöld og hin blómlegu viðskipti sem fóru fram á sýningunni komu þægilega á óvart, því ekki var búist við jafn mörgum pöntunum og sölu eins og raun varð á. Þegar sýningunni lauk voru gestir hennar orðnir um 15 þúsund og salan numið milljónum króna, ef ekki tugmilljórium. Erlendir og inn- lendir sýningaraðilar ná varla upp í nefið á sér af ánægju yfir við- brögðunum, og er búið að panta meginhluta sýningarpláss íslensku sjávarútvegssýningarinnar 1990. Ánægja erlendra sýningaraðila með skipulagningu og viðbrögð við vöru þeirra er mikil og má búast við að framleiðendur og seljendur frá hinum ýmsu löndum muni flykkjast á næstu sjávarútvegssýningu. Sem dæmi um söluna má nefna, að seldir voru lyftarar á sýningunni fyrir rúmar 10 milljónir, 20 pör af toghlerum, tölvufærivindur fyrir 10 milljónir, færibönd fyrir nokkrar milljónir, einhverjar vélasamstæður skiptu um eigendur, og þær kosta milljónir, auk þess sem sala minni tækja var góð. Það er því ljóst að sala á sýningunni hefur farið fram úr björtustu vonum sýningaraðila. SÓL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.