Tíminn - 25.09.1987, Blaðsíða 10

Tíminn - 25.09.1987, Blaðsíða 10
10 Tíminn Föstudagur 25. september 1987 llillilllll LEIKHUSi Vængjatak mikils skáldskapar Eiginkona höfuðsmannsins er leikin af Ragnheiði Elfu Arnardóttur. Leikfélag Reykjavíkur: FAÐIRINN eftir August Strindberg. Þýðandi: Þórarinn Eldjárn. Leikmynd og búningar: Stein- unn Þórarinsdóttir. Lýsing: Árni Bald- vinsson. Leikstjórn: Sveinn Einars- son. í Iönó er ýtt úr vör með glæsibrag á nýju leikári. Frumsýningin á Föö- urnum á þriöjudagskvöldið var að flestu leyti einkar ánægjuleg. Mcð sýningu eins og þcssari er Leikfclag- ið ekki einungis að rækja þá menn- ingarskyldu að sýna klassík annað slagið. Faðirinn er í senn gagn- vönduð og fersk sýning sem enginn leikhúsunnandi mun verða svikinn af. Faðirinn er líklega einna frægasta verk Strindbergs, ásamt Fröken Júl- íu hátindur natúralíska skeiðsins í leikritaskáldskap hins sænska meist- ara. Frægast er leikritið fyrir hið magnaða kvenhatur sem þar er látið uppi. Hér er lýst valdabaráttu kynj- anna þar sem engin málamiðlun kemst að, hcldur hlýtur veikari aðil- inn að falla. Á vorum dögum er réttur að manni svo fleytifullur bikar kven- frelsisiboðskapar og jafnréttisáróð- urs að búast má við að mörgum einfeldningum þyki Strindberg karl- inn bara ósköp gamaldags og úrelt- ur. Einhliða áhersla á andúðina scm að konum leiksins beinist myndi trúlega fjarlægja leikinn verulcga hugmyndahring samtímans. En ekki nóg nteð þaö: slík meðferð myndi svipta leikinn spcnnivídd sinni að ntiklu lcyti, slæva þær dramatfsku eggjar sem Strindberg brcgður hér á loft af svo mikilli íþrótt. Mér er ckki grunlaust um að einhvcrjum muni þykja sú túlkun sem þcssi sýning býður vera svipminni, hófsamari og jafnvcl dauflegri en cldri túlkanir. Hcf ég þá í huga rómaða sviösctn- ingu Lárusar Pálssonar í Þjóð- leikhúsinu með Val Gíslason í aðal- hlutverki. Pá sýningu sá ég að vísu ekki en hef hlustað gaumgæfilega á útvarpsflutning hennar. Mér dettur ekki í hug að bera þessar túlkanir saman, enda hefur slíkt aðeins leik- sögulega þýðingu. Aðeins vil ég segja að það sem nýju sýninguna kann að skorta í krafti á við hina, bætir hún fyllilega upp í næmleika og blæbrigðaauðgi. Sveinn Einarsson sagði íeinhverju blaðaviðtali þegar hann var þýfgaður um kvenhatrið í Föðurnum, að slíkt væri ekki lykill að verkinu, heldur skilningur. Samkvæmt því hefur leikstjórinn lesið verkið ofan í kjöl- inn ogdregið fram drætti persónulýs- inga, hinn mannlega þátt, innsæi og húmanisma sem hér er fólgið. Og val í hlutverk er nákvæmt og vel heppnað í flestum greinum. Olít- inn þátt í áhrifum sýningarinnar á leikmyndin, einföld og stílhrein sem skiptir litum eftir andblæ sviðsins, - og lýsinguna er sérstök ástæða til að nefna, hún er markvissari en ég hef séð um langt skeið. Hér leggja allir sem að sýningunni standa fram góðan skerf til að skapa þá heildar- mynd sem áhorfandinn meðtekur. En fyrst og t'remst er sýningin sigur Sveins Einarssonar, áreiðanlega hans besta leikstjórnarverk um langt skeið, - og Siguröar Karlssonar í hlutverki höfuðsmannsins. Faðirinn fjallar unt hjónabands- helvíti. Höfuðsmaðurinn stendur einn gegn kvennaliði sem Lára kona hans stýrir af djöfullegri slægð. Þ;fu takast á um forsjá dóttur sinnar. Lára læðir þeirri hugmynd að höfuðs- manninum að hann eigi ef til vill ekki barn þeirra, - og smám saman sviptir hugmyndin höfuðsmann vit- inu. Hann er þá einnig sviptur sjálfs- forræði og gömul fóstra hans vélar hann í spcnnitreyju, - hann deyr úr hjartaslagi við brjóst hennar. Höfuðsmaðurinn er djúpnæm mannlýsing: gáfaður, mcnntaður, trúlaus, einþykkur, veiklundaður, tortrygginn. Allt þetta í samfléttan gerir hann slíkan sem hann er, allt er það þáttur í skýringu þess hvernig á því stendur að hann ferst að endingu. Það sálræna drama sem í lýsingu þessa manns er fólgið gerir engar smáræðis kröfur til leikarans. Sigurður Karlsson hafði raunar varla yfir sér frá upphafi þann svip af óveðri sem höfuðsmaðurinn býryfir. Það er líka aðferð leikstjórans, og vel ráðin, að létta upphaf leiksins og gefa hinu skoplega í aðstæðunum undir fótinn. - En hvað um það: eftir því sem á líður og spenna vex, magnast leikur Sigurðar og hann skilar hlutverkinu með miklum sóma. Stígandi sýningarinnar sem leikstjórinn undirbyggir af öryggi nær eðlilegu hámarki og lausn í lokin, án þess að írónían fari for- görðum. Hún er ekki síst fólgin í þeirri trúarbragðastreitu sem alltaf vakir hér að baki. Fulltrúi hins formlega kristindóms fær vissulega háðulega meðferð höfundar. Tvö- feldni og heigulshátt prestsins túlkar Jón Hjartarson léttilega. Hlutverk Láru er ekki síður vand- meðfarið. Þar reynir mest á innsæi leikstjórans. Illska Láru er vissulega mikil, slægð og miskunnarleysi. Þessu þarf að koma til skila, en jafnframt er í mynd hennar og samskiptum hjónanna fólgin sú trag- íska kennd að bæði eru þau fórnar- lömb, leiksoppar eyðandi afla sem þau ráða ekki við. í jafnvægislist samleiks hjónanna er fólgin kvika leiksins. Ragnheiður Elfa Arnardóttir hef- ur margt til að bera í hlutverkið. Hún er upprennandi skapgerðarleik- kona sem fær hér þroskavænlegt verkefni að glíma við. Útlit hennar, fas, limaburður, raddblær: allt fellur þetta vel að mynd Láru. Ef til vill skortir nokkuð á djöfulsskapinn, hún er best á hinum mildari nótum hlutverksins. En í þessari sýningu hefur Ragnheiður náð þeini árangri að vel vcrður fylgst með henni í framtíðinni og gerðar kröfur til hennar að því skapi. Ung leikkona, Guðrún Marinós- dóttir, fer með hlutverk dótturinnar Bertu af þokka og smekkvísi. Jakob Þór Einarsson fer með einfalt hlut- verk læknisins eins og til stendur en ekki framyfir það. Hjálmar Hjálm- arsson er nokkuð svo kómískur Sæli og Valdimar Örn Flygenring skó- sveinn - Þá er aðeins ótalin fóstran sem Guðrún Þ. Stephensen leikur af næmleika, heimakomin í hlutverk- inu sem mest má vera, mild og ströng í senn eins og vera ber. Þýðingin er ný, vel stíluð og lipur, hvorki of uppskrúfuð né nútímaleg. Þórarinn hefur gengið það langt til móts við íslenskar málvenjur að snúa í aðra persónu orðræðu fóstr- unnar við höfuðsmanninn sem er í þriðju persónu í frumtexta að þeirrar tíðar sænskum sið. Glatast þar að vísu ákveðin blæbrigði. Þetta kann að þykja nokkuð ein- hliða lofgerð um sýningu Leikfélags Reykjavíkur á Föðurnum. Auðvitað mætti gera sér í hugarlund annars konar meðferð á þessu öndveg- isverki, eins og alltaf þegar slíkt viðfangsefni er annars vegar. En sýningin í heild veitir áhorfandanum þann blæ af vængjataki mikils skáld- skapar að hann situr undir henni með vakandi áhuga og hrifningu eftir því sem á líður. Slík leikhús- reynsla er ekki of algeng og þeim mun gleðilegra að fá að njóta hennar á þessum haustdögum. Gunnar Stefánsson BÆKUR 111 lllllllll! Handbók um alkóhólismann Undir ahrifum. Goösögnin og raunveruleikinn um alk- óhólisma. James R. Milam, Ph. D. og Katherine Ketcham. Islensk gerð bókarinnar: Örn Bjarnason, Þorgerður Ásdís Jó- hannsdóttir, Þórarinn Tyrfingsson. ísafold 1986. Örn Bjarnason segir í formála að þessi bók sé einhver hin besta sem skrifuð hefur verið til skýringar sjúk- dómnum alkóhólisma. Á bókarkápu segir að bókin sé rituð af læknum og byggð á víðtækum rannsóknum er leitt hafa í Ijós að alkóhólismi sé líkamlegur sjúkdómur en ekki sálrænn, tilfinningalegur eða menn- ingarlegur. Fyrir nokkrum árum sá ég í árbók þeirri sem Politiken í Kaupmanna- höfn gefur út undir nafninu Hvem, Hvað, Hvor grein þar sem því var haldið fram sem scnnilegri tilgátu að drykkjufýsn yrði sterkari hjá cinuni en öðrum, vegna þess að munur væri á því hvernig lifrin ynni að útrým- ingu vínandans úr líkamanum. Það er öllum sameiginlegt að vínandinn breytist í fyrstu í einskonar morfín- efni scm kallað er acctaldehýð. En svo er misjafnt hve lengi það efni helst í lifrinni. Tilgátan var sú að þar sem niðurbrot vínandans og land- hreinsun lifrarinnar tæki lengri tíma yrði drykkjufíknin mciri og öflugri. Nú er þessi kenning talin fullsönnuð í þessari bók. Sitthvað gott má segja um þetta rit. Því er vel og rétt lýst hvílíka áhættu þeir taka á sig sem venjast 'neyslu áfengis. Þeirri áhættu er svo rétt og rækilega lýst að ætla mætti að fólk væri rækilega varað við slíkri ógætni. Það er þó ekki gert, - heldur sagt berum orðum að enginn fái nokkru um það ráðið hvort hann verði alkóhólisti eða ckki. Að öðrum þræði er það talið bókinni til gildis að hún sé leiðsögn í því að þekkja siakdóminn strax á fyrsta stigi. Hagnýtt gildi þess mun þó oft reynast takmarkað þar sem sjúklingurinn sjálfur verður yfirleitt allra manna síðastur til að viður- kcnna veruleikann. Það þykir mér takmarka gildi þessarar bókar hve hún cinskorðar sig við alkóhólismann. Réttilega er bent á að gagnlegt er að orð hafi ákveðna merkingu svo að Ijóst sé um hvað er vcrið að tala. Svo er reynt aö skýra hvaösé vandamáladrykkju- maður, ofdrykkjumaöur og alkóhól- isti. En þctta er ekki bók um vand- amáladrykkju eða ofdrvkkju, heldur alkóhólisma. Nú er það svo að vandamála- drykkja þeirra sem ekki eru alkóhól- istar er jafnvel enn meira alvörumál og þjóðarböl en alkóhólisminn. Um síðustu helgi segja fréttir að þrír menn hal'i hér á landi verið særðir svo að kalla má til ólífis. þó að tveir þeirra eigi batavon vegna heppni. Það liggur ekkert fyrir um það að þeir scm standa að þessum voða- verkum séu alkóhólistar. En þeir munu vera „vandamáladrykkju- menn". Eitt er það í kenningum þessarar bókar scm ég er tregur að trúa. Frá því er sagt að alkóhólistum aukist þol þegar þeir venjast drykkjunni. Það er alkunnugt aö áhrif efnanna verða oftast minni þegar líkami hefur vanist þeim en fyrst í stað. Það hefur veriö kallað aö líkaminn myndaði einskonai mótefni. Um þetta mun ekki verða deilt. En nú er okkur sagt að vínandinn auki starfs- getu manna: „Þegar dæmigerður maður sem ekki er alkóhólisti drekkur, eykst líkamleg og sálræn starfsemi hans við um það bil hálfa cða eina únsu (31, l g) af alkóhóli. Hann upplifir ánægjutilfiriningu, slökun og vellíð- an. Starfsgeta hanseraöeins betri en venjulega. Einbeitni, minni, athygli og skapandi hugsun, allt cykst þetta viö aö drekka eina únsu eða minna af alkóhóli." Svo er talað um slævandi áhrif vegna viðbótardrykkju sem dragi úr þessum örvandi og orkugefandi á- hrifum lítils áfcngismagns á venju- legt fólk: „Mjög ólíkir hlutir gerast þegar alkóhólisti á frumstigi drekkur. Alk- óhólistar á frum- og aðlögunarstig- um sjúkdómsins sýna einnig aukna starfsgetu þegar alkóhólhlutfallið í blóðinu eykst. - Það er ckki fyrr en alkóhólistinn hættir að drekka og hlutfall alkóhóls í blóðinu dvínar, að starfsgeta hans minnkar.” Ekki fæ ég séð að sá munur scm hér er lýst vcröi skýröur með mis- munandi vinnubrögðum lifrarinnar. Þar veröur að finna aðra lausn. Svo er nú það að ég hygg að ekki sýni allar athuganir að fyrsta únsan, heil eða hálf, hafi þessi góðu og jákvæðu áhrif. Ánægjan og vellíðanin stafar stundum af trú á drykkinn, enda þótt hann sé áfengislaus. Jack London skrifaði fræga bók sem á íslensku heitir Bakkus kon- ungur. Þar rekur skáldið drykkju- skaparsögu sína. Tvímælalaust mun hann falla undir þann flokk scm kallaður er alkóhólistar. Hann var vanur að vinna við ritstörf á morgn- ana. En svo kom að hann gat ekkert unnið að sögum sínum í morgunsár- ið fyrr en hann hafði fengið sér áfengisstaup. En þcgar það var drukkið var andríkið heima. London skýrði þetta ekki á þá leið að hann fengi næringu úr vínandan- um umfram aðra menn. Hans skýr- ing var sú að líkaminn heimtaði áfengið svo ákveðið að vit og hugsun yrði ekki fest við annað fyrr en þessari kröfu væri sinnt og þorstan- um svalað. Nú er þess að gæta að menn greinir mjög á um það hvort réttmætt sé að kalla alkóhólisma sjúkdóm. Heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóð- anna er horfin frá því fyrir löngu. Hins vegar má segja að ófrjótt sé að karpa svo um orðalag. Víst verður drykkjufýsnin sjúkleg svo að það er ekki heilbrigt hve menn sækjast eftir áfcngi. „Og það er allt sótt sem sýkir" sagði hún amma mín. En viö þekkjum fleiri fíknicfni en áfengi. Tóbak er fíkniefni þó aðekki sé það vímuefni. Og væntanlega eru það ýmsir fleiri en ég sem hafa reynslu af samvinnu og umgengni við tóbaksmenn sem einhverra hluta vcgna voru án síns munaðar. Sé alkóhólismi sjúkdómur þá er líka til sjúkdómur sem kalla mætti nikótín- isma. Tóbaksmaðurinn er ekki að réttu og heilbrigðu ráði þegar liann vantar sitt fíkniefni. En ekki lield ég að það sé næringin í tóbakinu sem veldur því að hann nær gleði sinni. Og ekki hygg ég því sé almennt trúað að nefdrátturinn sé beinlínis orkugefandi þó að maðurinn verði betur upplagöur þegar hann er fenginn. Ætli það sé ekki svo að við þekkjum flest ýmis dæmi þess af okkur sjálfum að ófullnægðar þarfir og tilhneigingar valda því að við njótum okkar ekki, - gctum ekki einbeitt ökkur. Þarf nánari útlistun á því? Það kemur fram í þcssari bók að höfundum þykir allmjög á það skorta að yfirvöld í Bandaríkjunum hafi réttan skilning á málunum. Það sanna m.a. þessi orð: „Á meðan þjóðarstofnunin trúir því að alkóhólismi sé spurning um geðheilbrigði, mun hún verða ein af aðalhindrunum gegn því að al- menningur og fagmenn viðurkenni verulegt rannsóknarstarf, sent stað- festir eindregið að alkóhólismi er lífeðlisfræðilegur undirstöðusjúk- dómur." Þessi bók er hugsuð sem handbók í baráttunni við alkóhólismann. Þar er miðað við að þekkja sjúkdóminn, finna sjúklingana, koma þeim á hæli og leita þeim bata. Úm ráð til verndar meðfæddri heilbrigði segir fátt. í allri venjulegri baráttu við sjúk- dóma er höfuðáhersla á það lögð að vernda meðfædda og eðlilega heil- brigði, komast hjá þeim kvölum og óhagræði sem sýkingu hlýtur að fylgja. Lækningatilraunir eru sjálf- sagðar og þær má ekki vanrækja, en við megum ekki láta þar við sitja og reyna ekkert til að fækka nýjum sjúklingum. Hvernig heföi gengið að sigrast á berklaveiki, taugaveiki og holdsveiki ef ekki hefði verið sinnt þeirri áhættu sem stafar af sýkilberunum? „íslensk útgáfa þessarar bókar er tileinkuð minningu Hilmars Helga- sonar, fyrsta formanns S.Á.Á., Samtaka áhugafólks um áfeng- isvandamálið." Það fer vel á þessari tileinkun. Það er gagnlegt að rninna á að enn kunnum við engin ráð sem örugg eru til bjargar þegar drykkjufýsnin hefur náð valdi yfir mönnum. Við vitum að þá dugar yfirleitt ekki annað en bindindi en þó að menn séu búnir óvenjulegu atgjörvi og séu miklir áhugamenn dugar það ekki alltaf til þess að bindindið sé haldið. Og þá er voðinn vís. H.Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.