Tíminn - 25.09.1987, Blaðsíða 20

Tíminn - 25.09.1987, Blaðsíða 20
n alp3^ Auglýsíngadeild hannar auglýsinguna fyrir þig Okeypis þjónusta * i ' 4 2 í 11 É 2JF*w t* KIÍÚ Bggga»aBA» 9 # ® Vt ? w * “ stv f f %'8 SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. HRESSA KÆTA . . 1/. Ttminn iiuiniaimmi— W Þórður Friðjónsson um Alafoss og Iðnaðardeild SlS: „Sameining fyrirtækjanna eini rökrétti kosturinn" „Það vcrður tekin ákvörðun um þctta alveg á næstu dngum, en það sem mér finnst um málið er það citt, að það eru yfirgnæfandi rök sem mæla með því að fyrirtækin verði sameinuð,“ sagði Þórður Friðjónsson stjórnarfor- maður Framkvæmdasjóðs sem er aðaleigandi Álafoss. Samkvæmt þessu ganga núver- andi áform mun lengra en rætt var um áður, þcgar einungis var rætt um sameiginlegan ullarþvott. Nú er rætt um sameiningu fyrirtækj- anna. „Frá ntínum bæjardyrum séð er það lítið áhorfsmál að þetta er eini rökrétti kosturinn sem menn hafa til þess að reka ullariðnað hér áfram. Með því að sameina fyrirtækin er talið að hægt sé að minnka kostnað um rúmlega hundrað milljónir og með því að hagræða rekstrinum á annan hátt væri hægt að spara um hundrað milljónir til viðbótar og ég tel að menn hafi ekki efni á að reka ullariðnað með 200 milljónum krónum meira en þarf á ári,“ sagði Friðjón. „Það væri mikill ávinningur að því að hagræða í sjálfri framleiðsl- unni og það fælist í því að samræma yfirbygginguna hjá fyrirtækjunum. Þessi grein er í meiri samkeppni við erlend fyrirtæki bæði hér heima og erlendis en svo að hún þoli það að vera rekin með þetta meiri her- kostnaði en þörf er á. Menn eru að vinna sig fram úr tölunum og setja sæmilega skipu- lega upp fyrir sér svo hægt sé að taka skynsamlega ákvörðun um málið. Það er tæknileg vinna sem þarf að vinna áður en málinu verð- ur lokið." Menn eru þá búnir að koma sér saman um öll megin atriði? „Mér sýnist að svo sé já.“ Líka um staðsetningu verk- smiðjanna? „Það vil ég nú ekkert tala um að svo stöddu. Það er uppgjörsatriði sem menn verða bara að ganga frá um leið og öðru.“ Niðurstöður þær sem Friðjón vitnar í er skýrsla sem unnin var af Boston Consulting Group í Banda- ríkjunum og var ætlað að sýna með hvaða hætti hægt væri að ná meiri hagkvæmni í rekstri og framleiðslu ullarvara á íslandi með tilliti til út- flutnings. Skýrslunni varskilað 10. september og niðurstaða hennar er í grófum dráttum sú að ullariðnað- ur geti átt framtíð fyrir sér á íslandi ef farið verður út í umtalsverðar skipulagsbreytingar á greininni. Með því að samcina fyrirtækin væri eftir sem áður hægt að ná sömu gæðum í framleiðslunni, sömu af- köstum, en jafnframt meiri hag- ræðingu í rekstri. ABS . Myllan kaupir upp Völund hf. Éigendur Brauðs hf. (Myllunnar) í Skeifunni gengu í gær frá kaupum á Timburversluninni Völundi hf. sem verið hefur í eigu sömu fjöl- skyldunnar í langan tíma. Fyrirhönd Völundar hf. gckk Sveinn Sveinsson forstjóri frá kaupunum, en fyrir hönd Brauðs hf. gcngu þeir bræð- urnir Jón Albert og Kolbeinn Krist- insson, frá sínum hluta. Trésmíðafélagið Völundur var stofnað árið 1904 af 40 smiðum og var árið eftir tekin í notkun ein fullkomnasta vinnustofa sinnar teg- undar á landinu. Það hús og þau önnur sem risu á lóð félagsins við Klapparstíg og Skúlagötu eru nú að mestu að hverfa, þar sem þau voru boðin út til niðurrifs í sumar af -borgaryfirvöldunt. Fyrr á árinu hafði Reykjavíkurborg keypt húsin og lóðina af Völundi hf., enda fer starfscmi félagsins nú að öllu leyti fram í Skeifunni. Aðspuröur sagðist Jón Albcrt Kristinsson ekki vilja greina frá kaupverði Völundar hf., né skuldum, en sagði að eigendur Brauðs hf. hefðu keypt öll hlutabréf Völundar hf. Eigendur Brauðs hf., auk þeirra bræðra, cru systur þeirra og móðir, Dýrleif Albertsdóttir. Samkvæmt óstaðfestum heimildum Tímans eru skuldir Völundax hf. all miklar þrátt fyrir sölu gömlu lóðar- innar og ýmsar breytingar sem gerð- ar hafa verið að undanförnu í rekstri fyrirtækisins. Samkvæmt því ættu greiðslurnar ekki að vera rnjög mikl- ar umfram yfirtöku skulda. Sagði framkvæmdastjórinn Jón Albert að rekstur fyrirtækjanna tveggja ætti skiljanlega litla samleið efnislega og þess vegna yrði daglegur rekstur þeirra talsvert aðgreindur. Búið er að ráða Þorstein Guðnason til að gegna störfum framkvæmda- stjóra við hið nýja fyrirtæki, en hlutafélagsstjórnin verður í höndum eigenda. Sagðist Jón Albert að lok- um búast við því að fljótlega yrði farið út í að breyta rekstrarskipulagi timburverslunarinnar en það yrði allt að koma betur í ljós þegar frá líður. -KB Jón Baldvin um viðskiptahallann: STEFNIR í 2,7 MILIJARDA í ÁR 0G 4,41988 Helgarblaðið Það er Halldór Blöndal, al- þingismaður, sem er í þing- mannaviðtali hjá okkur að þessu sinni. Halldór er ntáður ófeiminn að láta skoðanir á mönnum og málefnum í Ijós, vegur í ýmsar áttir og' kryddar ræðu sína sýnis- hornum af eigin skáldskap, en hann er talsvert handgenginn Ijóðlistargyðjunni, sem kunnugt cr. Engum munu það ný tíðindi að hér fyrr á öldum var íslenski fálkinn í miklum metum meðal erlendra höfðingja. En kannske vita ekki allir hve stórpólitísku hlutverki hann gegndi, en það má lesa um ásamt öðru fróðlegu í samantekt okkar um fálkaveið- arnar á ístandi. Blaðamaður okkar var á ferð austur í Siberíu á dögunum. Jón Baldvin Hannibalsson segir að stóra áhyggjuefnið varðandi láns- fjáráætlunina sé að það stefni í verulega meiri viðskiptahalla á þessu ári en ráð var fyrir gert. Sagði Jón í viðtali við Tímann í gær, að áætlanir um viðskiptahalla í ár hafi verið um 900 milljónir króna, en nú stefni hins vegar í um 2,7 milljarða halla. Og að ekki taki betra við á næsta ári, því að gcfnum forsendum urn kaupmátt- arþróun og neyslustig þá sé kúrsinn tekinn á 4,4 milljarða króna við- skiptahalla. Aðgerðir ríkisstjórnar- innar nú séu tilraun til að stöðva þessa þróun. -phh Turninn frægi á gamla Yölundarhúsinu var fjarlægður fyrir skömmu, en nú er verið að rífa húsið. Turninn mun að öllum líkindum verða áfram í eigu „Völundarfjölskyldunnar“, en fyrirtækið sjálft varselt í gær. Tímamynd:Gunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.