Tíminn - 25.09.1987, Blaðsíða 11
Föstudagur 25. september 1987
Tíminn 11
lailllllliii'iiW IÞRÓTTIR ...................................................... ........... ............................................................................................................................................................„............................................
Souness í banni
næstu fimm leiki
Reuter
Ben Johnson er
farinn að lýiast
Rcuter
Graeme Souness, framkvænida-
stjóri og leikmaður með Glasgow
Rangers, var í gær dæmdur í fimm
leikja bann frá skosku knattspyrn-
unni. Souness var rekinn af leikvelli í
leik erkiféndanna Rangers og Celtics
fyrr í haust. Hann sendi dómaranum
einnig nokkur vel valin orð eftir leik-
inn.
Souness kom fyrir 7 manna aga-
nefnd í gær en eftir fundinn stormaði
hann út og neitaði að tjá sig við
blaðamenn. Hann slapp við fjársekt
en var varaður við að láta atvikið
endurtaka sig.
Vægasti dómur fyrir brot Souness
er 2 leikja bann en hann fékk 3 til
viðbótar út á fyrri „frægð".
Souness fékk þrjá leiki út á fyrri
frægð.
Ben Johnson frá Kanada, heims-
methafinn í 100 m hlaupi, er farinn
að þreytast rnjög eltir langt og
strangt keppnistímabil. Hann náði
þó að sigra í 100 m hlaupi á alþjóð-
legu frjálsíþróttamóti í Tokyo á
miðvikudagskvöldið. Japanarnir
Hiroki Fuwa og Tomohiro Ozawa
vcittu honum harða keppni en
Johnson kom þó fyrstur í mark á
10,29 sek. „Þetta var ekki eitt af
mínum bestu störtum," sagði John-
son við fréttamann Reuters eftir
hlaupið. Hann sagðist hafa hlaupið
46 hlaup á árinu en ætlaði ekki að
slaka á. „Ég ætla að halda áfram á
fullri ferð fram til 1989, þá fer ég
að slappa af" sagði Ben Johnson.
Patrik Sjöberg vann besta afrek-
ið á mótinu, stökk 2,31 m í há-
stökkinu. Sovétmaðurinn Igor
Paklin varð annar með 2,25 m.
Orð í Tíma töluð... Orð í Tíma töluð.
Orð í Tíma töluð... Orð í Tíma töluð...
Haust hinna góðu sigra
íslensku landsliðsmennirnir í
knattspyrnu hafa unnið frábæra
sigra nú á haustmánuði, Ólympíu-
landsliðið reið á vaðið með sigri á
Austur- Þjóðverjum 2-0 í byrjun
mánaðarins og nú á síðustu dögum
hafa Norðmenn verið lagðirtvíveg-
is, fyrst á Laugardalsvelli 2-1 og í
vikunni var sviðið Ullevál leik-
vangurinn í Osló. Þar mættum við
til leiks án margra okkarþekktustu
leikmanna og 1-0 sigurinn var því
enn sætari fyrir vikið.
Já, haustið hefur verið góð ver-
tíð hjá íslensku landsliðsmönnun-
um og 6-0 tapið gegn Austur-Þjóð-
verjum í vor er gleymt og grafið.
íslenskt knattspyrnulandslið hefur
aldrei áður unnið leik í Evrópu-
keppni á útivelli, aldrei áöur leikið
þrjá sigurleiki í röð og þetta tímabil
minnir hclst á framgöngu okkar
manna sumarið 1975 þegar sigrar
unnust á A-Þjóðverjum og Færey-
ingum og jafntefli voru gerð gegn
Frökkum og Norðmönnum
þ.e.a.s. fjórir leikir í röð án taps.
Hverju ber að þakka árangurinn
nú? Var þetta hcppni? Nei, hcppni
er varla til í knattspyrnu og sé hún
til fylgir hún bara þeim duglegu.
Er það Sigi Held? Að vissu leyti
hefur Held gert góða hluti síöan
hann tók við stjórn landsliðsins og
árangurinn talar sínu máli. Held
lagði á það áhcrslu að okkar mcnn
liéldu boltanum meir heldur en
þekktist þegar Tony Knapp barði
upp kjarkinn í strákana. „Við fáum
ekki á okkur mark þegar við erum
með boltann", er viðkvæðið hjá
Held og í þessum þremur leikjum
hafa landsíiðsstrákarnir farið eftir
þessari reglu betur en oftast áður.
Held, eða öllu heldur knatt-
spyrnusambandið, má þógagnrýna
fyrir margt t.d. þann tíma sem
landsliðsþjálfarinn eyðir hér á
landi. Hér þarf að vcröa breyting á
enda hafa það verið áhuga-
tncnnirnir hér heima sem hafa að
mestu staðið í eldlínunni í undan-
förnum leíkjum og með þeint þarf
aö fylgjast. veita aðhald, og velja
þá bestu hverju sinni.
Sumir segja að Held eyði mest-
um tímanum í að skjóta á mark-
verðina þegar landsliðið kemur
saman til undirbúnings, sé það satt
er það óneitanlega skrýtið og
skondið en engu að síður vcrður að
hrósa knattspyrnusambandinu fyr-
ir að hafa ráöið Held, Þjóðverjinn
er mcð knattspyrnuvit í kollinum.
Þeir sem mest hrós eiga skilið
eru þó leikmennirnir, alls hefur 21
leikmaður spreytt sig í þcssum
þremur leikjum. Samt sem áður
vantaði okkar helstu leikmenn í
viðureignirnar, menn á borð við
Ásgeir Sigurvinsson og Arnór
Guðjohnsen. Ef þeir ásamt nokkr-
um öðrum bætast við hóp sterkustu
leikmanna íslands, þá er kominn
um 25 manna landsliðshópur, allt
góðir knattspyrnumenn sem eru
komnir með reynslu og hægt er að
velja til að takast á við stórverkeíni
það sem landsleikur í knattspyrnu
er.
Hér cr það besta sem fram hefur
kornið á hausti hinna góðu sigra,
nefnilega að íslenskt landslið er
hægt að velja úr tuttugu til þrjátíu
manna hópi og hvort sem viðkom-
andi er atvinnumaður eða ckki á
enginn fast sæti í ellefu manna
liðinu. Hér eru breyttar aðstæður,
hingað til hefur það verið verkefni
landsliðsþjálfara að velja eins
marga atvinnumcnn okkar og hægt
hefur verið á hverjum tíma og fylla
síðan upp með áhugamönnunum
hér heima.
Þessu þarf aö breyta. Enginn
efast um að þeir lcikmcnn sem
spila erlendis cru í hópi okkar
bestu knattspyrnumanna en of
mikill munur hefur verið geröur á
„áhugamennskunni" hcrá landi og
„atvinnumennskunni" í löndum á
borð viö Sviss og Noreg svo dæmi
séu tckin. Sigi Held landsliðsþjálf-
ari þarf að fylgjast vel með öllum
þeim lcikmönnum sem koma til
greina í landsliðið og velja síðan þá
leikmenn sem eru í hvað bestri
æfingu og tillninir til að gefa sig að
fullu í leikinn. Þá gætu fylgt ckki
einungis flciri haust hinna góðu
sigra, heldur einnig vetur, vor og
sumar.
Heimir Bergsson
MEIRAPROFSIMÁMSKEIÐ
Námskeið til undirbúnings
meiraprófí verða haldin í
Reykjavík og annars staðar á
landinu þar sem næg þátttaka
fæst.
Umsóknir berist bifreiðaeftir-
litinu fyrir 2. október nk.
BIFREIÐAEFTIRLIT RÍKISINS
bifireiðastjóranámskeiðin.