Tíminn - 25.09.1987, Blaðsíða 12

Tíminn - 25.09.1987, Blaðsíða 12
12 Tíminn Föstudagur 25. september 1987 FRÉTTAYFIRLIT OSLÓ — Carrington lávarö- ur, framkvæmdastjóri NATO, lýsti yfir ánægju sinni meö möguleikana á aö risaveldin semji innan tíðar um eyðingu allra meöaldrægra og skamm- drægra kjarnorkuflauga. Hann bætti þó við aö Vesturveldin yröu enn um sinn aö treysta á kjarnorkuvarnir. SIDON, Líbanon - Byssu- menn skutu franskan jesúíta- prest til bana og virtist sem moröiö væri framiö í mótmæla- skyni viö frönsk áhrif í Líbanon. PARÍS — Amadou Mahtar M'Bow, hinn umdeildi fram- kvæmdastjóri UNESCO, ætlar aö bjóöa sig fram sem yfir- mann þessarar mennta-, vís- inda og menningarstofnunar SÞ í þriðja sinn. Nafn M'Bows er á opinberum lista yfir fram- bjóöendur. MANILA — Yfirmenn hersins á Filippseyjum sögöu hermenn hafa veriö flutta meö flgvélum til Bicolhéraös til aö berjast gegn skæruliðum kommún- ista. Skæruliöarnir hafa sprengt upp fimm brýr í þessu héraöi og nánast skorið á allar samgönguleiðir á landi til höf- uðborgarinnar Manilu. TOKYO — Hirohito Japans- keisari, sem nú er aö ná sér eftir uppskurö, horföi á jap- anska glímu í sjónvarpi í gær og fyrir utan keisarahöllina höfðu tvö þúsund manns safn- ast saman til aö votta honum viröingu sína og óska honum velfarnaöar. LÚSAKA — Stjómvöld í Chad og Líbýu gerðu bæöi tilkall til Aouzou landsvæöisins við landamæri Hkjanna tveggja en féllust þó á aö taka þátt í • könnun hlutlausra aðila á deilu ríkjanna. MOSKVA — Sovétmenn sendu á loft uþp ómannaö geimfar meö birgðir ætlaöar þeim sem nú dvelja i geimstöö- inni Mir. SYDNEY — Ástralskur dómstóll neitaöi að veröa viö kröfu breskra stjórnvalda og banna útgáfu á hinni umdeildu bók „Njósnaveiðaranum“ en gaf bresku stjórninni þó fjög- urra daga frest til aö áfrýja málinu til hæstarétts landsins. UTLÖND Boris Pyadyshev talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins: Veit ekki um beiðni um annan Reykjavíkurfund Boris Pyadyshev talsmaöur sov- éska utanríkisráðuneytisins sagöi á blaðamannafundi austur í Moskvu í gær aö hann vissi ekkert um neina bciöni frá sovéska sendiráöinu um að íslendingar tækju aö sér aö halda annan fund á milli leiðtoga stórveldanna, þeirra Mikhail Gor- batsjovs hins sovéska og Rónalds Reagans liins bandaríska. „Eg veit ekkert um neina beiðni frá sovéska sendiráðinu í Reykja- vík en ég cr næstum viss um að þetta gerðist ckki,“ sagði Pyadys- hcv þegar erlendir fréttamenn spurðu hann hvort Moskvustjórnin hefði rætt viö íslcnsk stjórnvöld um möguleikann á að halda þriðja leiðtogafund Gorbatsjovs og Reag- ans á íslandi. Leiðtogarnir tveir hittust í Genf í nóvember árið 1985 og í Reykja- vík á síðasta ári eins og frægt er orðið. Pað var á fundinum í Genf sem komist var að grunnsamkomu- lagi um að halda næsta l'und í Washington. fsland var engu að síður fyrir valinu og í gær ncitaði Pyadyshev að staðfesta að leið- togafundurinn væntanlegi yrði í Washington. Allt bendir til að leiðtogarnir tveir hittist síðar á þessu ári til að skrifa undir samkomulag um eyð- ingu meðaldrægra og skammdræg- ra kjarnorkuflauga. Sovéski talsmaðurinn sagði að utanríkisráðherrar ríkjanna tveggja, þeir George Shultz og Eduard Shevardnadze, hefðu ekki gengið endanlega frá því í viðræð- um sínum í síðustu viku að fundur Gorbatsjovs og Reagans yrði í Washington. „Þetta mál verður að leysa," sagði Pyadyshev og átti þar við fundarstaðinn. Það virðist því scni ákvöröun um fundarstaðinn hafi ekki verið tekin enn og ísland hefur borið mjög svo á góma í tengslum við þetta mál. Reuter/hb Mathias Rust: Dæmdur til fjögurra ára vinnubúðavistar en fer fram á náðun Sovétríkin: Flugkapp- inn Rust fer fram á náðun Mathias Rust, Vestur-Þjóðverjinn sem flaug ólöglega inn í sovéska lofthelgi og lenti á Rauða torginu í Moskvu, hefur farið fram á náðun. Hæstiréttur í Sovétríkjunum dæmdi hann fyrr í þessum mánuði til fjög- urra ára vistar í vinnubúðum fyrir gjörðir sínar. Boris Pyadyshev talsmaður utan- ríkisráðuneytisins sovéska sagði í samtali við Tass fréttastofuna að sovéska þingið myndi kanna náðun- arbeiðni Rust en þessi nítján ára gamli V-Þjóðverji situr nú í fangelsi í Moskvu. Sovéskir embættismenn sögðu fyrr í þessum mánuði að ólíklegt væri að Rust yrði náðaður í tilcfni hátíðarhaldanna síðar á þessu ári þegar sjötíu ára byltingarafmælisins verður minnst. Þær náðanir eiga víst aðeins að ná yfir þá sem þegar hafa setið inni þriðjung af refsivist sinni. Stjórnin í Kreml getur engu að síður náðað Rust og svo gæti vel farið ef marka má umsögn hins áhrifamikla blaðs, Moskvufrétta, nú nýlcga. Blaðið kallaði Rust einmana strák sem ekki hefði fundið sinn rétta stað í lífinu. Hainaneyja: Þar geta útlendingar keypt landsvæði fyrir rekstur sinn. Kína: Landsala í gróða- skyni Kínverjar hyggjast selja erlendum fyrirtækjum landsvæði á Hainaneyju utan við suöurströnd Kína til að auka fjárfestingar og viðskipti við útlönd. Það var hin opinbera frétta- stofa landsins sem skýrði frá þessu í gær. Hainaneyja á að verða stærsta sérstaka efnahagssvæði Kína og til þess að svo verði ætla stjórnvöld að beina þangað fjármagni í næstu framtíð. Eftir nokkur ár. þegar við- skiptin verða farin að blómstra, er hins vegar gcrt ráð fyrir að stjórn svæðisins sjái algjörlega sjáll' um fjárhag þess. Nú eru fjögur sérstök efnahags- svæði í Kína, þrjú í Guangdonghér- aði og eitt í Fujian. Þau hafa verið sett upp á þessum áratug og er þeim sérstaklega ætlað að laða erlcnd fyrirtæki til að fjárfesta í viðskipta- rekstri í þessu fjölmennasta ríki heims. Yfirvöld hafa boðið öll erlend fyrirtæki velkomin til Hainaneyju til að sctja þar upp skrifstofur og verk- smiðjur. Kínverjar héldu sitt fyrsta landút- boö í Shenzhenborg í Guangdong- héraði í þessum mánuði cn allt land fór þá til kínverskra aðila. Shenzhen var fyrsti staðurinn sem gerður var að sérstöku efnahags- svæði og stjórnvöld tilkynntu nýlega að 322 erlendir aðilar hefðu þegar sett þar upp skrifstofur eða fyrirtæki. Erlent fjármagn er nú 76,8% af því fjármagni sem fer í iðnaðarrekstur í Shenzhen. Pekíng Review/Reuter/hb Frakkland: Le Pen beittur galdraofsóknum? Frakkar gátu skemmt sér yfir einkalífi hins hægrisinnaða forseta- frambjóðanda Jean-Marie Le Pen í sumar. Fyrst var það fyrrverandi kona hans, Pierrette, sem vakti á sér athygli þegar nektarmyndir voru birtar af henni í tímaritinu Playboy. Ekki nóg með það, Le Pen náði ekki að forðast linsur ljósmyndara og myndir birtust af honum í Parísarriti einu þar sem hann afklæddist á strönd í Nýju Kaledóníu. Þessar myndir gleyptu Frakkar í sig og skemmtu sér hið besta, gleymdu nánast skoðunum Le Pens sem kom 55% aðspurðra í skoð- anakönnun, sem gerð var í vor, til að segja að hann væri „hættulegur lýðræðinu". Le Pen kom þó ffestum til að gleyma myndunum þegar hann mætti í viðtal í útvarpi nú á dögun- um. Þar var hann spuröur um afstöðu sína á skoðunum sumra Le Pen: beittur galdraofsóknum? sagnfræðinga að útrýmingarbúðir nasista hefðu í raun aldrei verið til. Le Pen afneitaði ekki þessari sögu- skoðun, sagði tilvist gasklefanna ekki endilega vera algjöran sann- leika. Þessi yfirlýsing, og sérstaklega sú að útrýmingarbúðir nasista hefðu aðeins verið aukaatriði í síðari heimsstyrjöldinni, olli mikilli reiði í herbúðum vinstrimanna. Þá voru margir hægrimenn hneykslað- ir og sumir þeirra sem hafa tengsl við Þjóðernisflokk Le Pens lýstu yfir hneykslun sinni. Þjóðernisflokkur Le Pens nýtur töluverðs fylgis í Frakklandi og fékk reyndar 10% fylgi í síðustu þingkosningunum. Hvort þessi yfirlýsing leiðtoga flokksins auki stuðning við hann eður ei skal ósagt látið en viðbrögð Le Pens þóttu nokkuð einkennandi: Hann kallaði saman blaðamannafund og fordæmdi þar hinn valdamikla „þrýstihóp innflytjenda" fyrir „galdraofsókúir" á hendur honum. Newstveek/hb Reuter/hb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.