Tíminn - 25.09.1987, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.09.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 25. september 1987 Áfram spretta hótel upp: 20 herbergja hótel byggt í Bolungavík Ekkert lát ætlar að vera á hótelbyggingum víðs vegar um landið. Nú er í undirbúningi bygging 20 herbergja hótels á Bolungarvík og gera aðstandend- ur þess ráð fyrir að hótelið taki til starfa strax í vor. Teikningar að hótelinu liggja fyrir og er gert ráð fyrir að hótelið verði í tengslum við félagsheimilið í bænum. Sam- kvæmt teikningum er gert ráð fyrir að hótclið verði 900 fermetr- ar að stærð og á einni hæð. Áhugi Bolvíkinga á þessu máli mun vera nokkuð víðtækur og eru flestir athafnamenn staðarins bendlaðir við hótelið. Undirbún- ingsfundur að stofnun hlutafélags er fyrirhugaður á næstunni og hugmyndir eru á lofti um að bæjarstjórn taki þátt í hótelbygg- ingunni á einhvern máta, t.d. með því að gatnagerðargjöld verði grcidd í formi hlutafjáreign- ar bæjarins. Rekstur félagsheimilisins á Bolungarvík hefur ekki gengið sem skyldi og eru hugmyndir um að nýting þess verði mun betri eftir að hótel taki til starfa þar sem um yrði að ræða hagkvæma samnýtingu á húsnæði. Undirbúningsnefnd vegna fyrirhugaðrar hótelbyggingar er skipuð þeim Jóni Friðgeir Einars- syni og Stefáni Veturliðasyni verkfræðingum, Jóni Guðbjarts- syni bæjarfulltrúa, Einari Jóna- tanssyni skrifstofustjóra og Sól- berg Jónssyni sparisjóðsstjóra. - HlVi Tónleikar á Sauðárkróki: Hamraborg á Sauðárkróki Helstu perlur söngbókmenntanna verða færðar til Safnahússins á Sauð- árkróki á sunnudaginn kemur mcð tónleikum Kristins Signtundssonar og Jónasar Ingimundarsonar. Tón- leikarnir hefjast klukkan 16:00. íslensk sönglög hafa ætíð skipað háan sess í lagavali Kristins og svo er einnig nú, þótt víðar verði leitað fanga. Flutt verður “Hamraborgin“ eftir Sigvalda Kaldalóns, „Vor hinsti dagur er hniginn" eftir Þórarin Guðmundsson og „Litla kvæðið um litlu hjónin" eftir Pál ísólfsson. Auk þess verða flutt lög úr bandarískum söngleikjum og ítölsk sönglög. Síðast en ekki síst syngur Kristinn við undirleik Jónasar ljóðaflokkana „Don Quichote á Dulcinée" eftir Maurice Ravel og Dichterlicbe eftir Robert Schumann. Þj Jean-Claude Paye framkvæmdastjóri OECD: 1981. Með tímanum hefði hinsvegar orðið mikil breyting á efnahagsstefn- unni þar sem áhersla væri lögð á að draga sem mest úr opinberum af- skiptum. Það sem hcfði ýtt undir aðhaldssemi í hinum ýmsu OECD ríkjum væri yfirleitt miklar erlendar skuldir og vaxandi meðvitund skatt- greiðenda um hvað peningunum væri eytt í. Framkvæmdastjórinn sagði að stofnun sín væri ckki eingöngu ráð- gefandi heldur væri hún líka vett- vangur fyrir ríkisstjórnir aðildarríkj- anna að ráða ráðum sínum, miðla af reynslu sinni á hinum ýmsu sviðum og samræma efnahagsstefnur sínar. Það væri gert í hinum ýmsu málefna- nefndum OECD. Þá væri stofnunin vettvangur fyrir ráðamenn ríkjanna til að skoða sameiginleg vandamál sín. Taldi Jean-Claude Paye árangur- inn af starfi stofnunarinnar einkum endurspeglast í löggjöf cinstakra ríkja og nefndi í því sambandi að aðgeröir til að nema á brott viðskipt- ahömlur ættu rætur að rekja til starfsemi OECD. Þær niðurstöður sem hinar ýmsu nefndir stofnunarinnar. s.s. efna- hagsmálanefnd. vísinda- og tækni- nefnd, fiskimálanefnd, menntamála- nefnd og vegarannsóknarnefnd svo eitthvað sé nefnt, skila af sér eru gjarnan grundvallarinnlegg í ákvarð- anatöku einstakra OECD ríkja. Hann minnti á að OECD væri ekki stofnun sem veitti fjármagni til einstakra ríkja eða verka, heldur staður þar sem málin væru rædd og leiðirtil framkvæmda væru fundnar. Jean-Claude Paye sagðist ekki sjá fyrir miklar breytingar á starfsemi OECD á komandi árum. Vissulega hefðu komið upp efasemdir um starf stofnunnar, sérstaklega varðandi vinnu þess á sviði efnahagsstefnu. Hefðu fundir helstu leiðtoga iðn- ríkja ýtt undir þær efasemdir. Hann hafnaði slíkum staðhæfingum og sagði að slíkir leiðtogafundir hefðu þvert á móti aukið gildi þeirrar samhæfingar sem fer fram milli að- ildarríkjanna á efnahagssviðinu. Gestgjafi framkvæmdastjórans, Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra tók undir þetta og sagði að ef eitthvað væri, þá hefði mikilvægi OECD aukist og þá sérstaklega fyrir hin smærri ríki. sem hefðu þar vettvang til að láta í Ijós skoðanir sínar við stóru iðnríkin. - ÞÆÓ Þessa dagana er staddur hér á landi Jean-Claude Paye frant- kvæmdastjóri Efnahags- og fram- farastofnunarinnar (OECD) í París. Heimsókn lians cr liður í kynnisferð til aðildarríkjanna 24, cn hann cr nýtckinn við stjórn stofnunarinnar. ísland hefur verið aðili að Efnahags- og framfarastofnuninni síðan 1961, þegar stofnunin tók til starfa í núver- andi mynd. ísland hafði vcrið aðila að forvera hennar Efnahagssam- vinnustofnun Evrópu frá upphafi eða 1948. Á blaðamannafundi kynnti hann starfsemi stofnunarinnar og ræddi efnahagsmálin í heiminum. Ástandi mála hér á landi sagðist framkvæmdastjórinn ekki vera mjög kunnugur, en hann taldi hina miklu þenslu í atvinnulífinu með umfram- eftirspurn cftir vinnuafli og öfug- þróun verðlags leiða til þess að mun erfiðara væri fyrir Islendinga en önnur ríki í samtökunum að móta efnahagsstcfnu sem stöðvaði verð- bólguþróun. Hins vegar væri nauð- synlegt fyrir ísland að falla ekki í verðbólgugryfjuna á ný. Ýmis ríki OECD hafa að undan- förnu lagt fram aðhaldssöm fjárlög og var framkvæmdastjórinn spurður um það hvort það benti til kreppu- ástands í aðildarríkjunum. Hann sagði að allt benti í þveröfuga átt, hins vegar hefur opinberi geiri efna- hagslífsins vaxið mjög undanfarin ár. Mörg ríki væru nú að endurskoða þennan þátt mjög náið og aðhalds- semina í ýmsum ríkjum mætti rckja til þessarar breyttu áherslu. Nefndi hann Frakkland sem dæmi um þetta, en þar hefði vinstri stjórn Mitter- rands aukið þjóðnýtingu og opinber afskipti þegar hún tók við völdum Jean-Claude Paye frainkvæmdastjóri OECD og Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra. Sláturhúsiö á Bíldudal: Biður um undanþágu í kjölfar endurbóta Tuttugu og sjö sláturhús cru rekin á undanþágu þctta haustið. Síðastliðið haust voru húsin 29 en í haust hefur einu húsi verið synjað um undanþágu, sláturhúsi M;it- kaups í Vík í Mýrdal ogsláturhúsið á Bíldudal hefur enn ekki fcngið afgreidda undanþágu frá landbún- aðarráðuneytinu vegna þess að dýralæknir á eftir að taka það út eftir endurbætur sem nú er verið að vinna að. Leyfi eru fyrst og fremst veitt samkvæmt umsögnum viðkomandi héraðsdýralækna og yfirdýralækn- is. Hins vegar má minna á skýrslu um framtíðarrekstur sláturhúsa á landinu sem landbúnaðarráðu- ncytið lét vinna og þar er lagt til að þegar í ár verði sláturhús SS við Laxá, sláturhúsið í Stykkishólmi, Bíldudal, Flateyri, Þórshöfn, Djúpavogi, Grindavík, ísafirði, Minni Borg og sláturhúsinu Vík í Vík í Mýrdal lögð niður. Guðbjartur Ingi Bjarnason slát- urhússtjóri á Bíldudal sagði í sam- tali við Tímann að óskað yrði eftir úttekt dýralæknis á sláturhúsinu eftir breytingarnar sem nú er að ljúka. Sláturfélagið hefur áætlað að Ijúka framkvæmdum á öllurn breytingum sem dýralæknir hcfur óskað eftir á næstu tveimur árum, þar af eru kostnaðarsömustu fram- kvæmdirnar breytingar á færi- bandakerfi hússins. Ekki er hægt að ljúka þeint framkvæmdunt fyrr en næsta haust því teikningar eru ekki tilbúnar og samþykktar, cn það cr forscnda þeirra breytinga. Guðbjartur sagði að sér vitan- lega hefðu höfundar sláturhúsa- skýrslunnar ekki skoðað húsið á Bíldudal og vissi þvf ekki hvernig þeir hefðu fundið út þær 10 milljón- ir sem sagt er að kosti að lagfæra hús og búnað sláturhússins á Bíldu- dal. Guðbjartur sagðist ekki vita nákvæmlega hve háar fjárhæðir hefðu verið lagðar í lagfæringarnar núna en þær hefðu allar verið kostaðar af sláturfélaginu og bændum. Ekki hefði verið fengin ein einasta króna frá lánastofnun- um eða sjóðum landlnlnaðarins. í sláturhúsaskýrslunni er ráðgert að fé því scm slátrað hefur vei;ið á Bíldudal verði slátrað á Patreks- firði. I haust er áætlað að slátra um 3 þúsund fjár á Bíldudal og ráðgert er að hefja slátrun á mánudag ef leyfi fæst, en Guðbjartur sagði, að ef í framtíðinni fengist ekki leyfi fyrir sláturhúsi á Bíldudal væri sauðfjárbúskap í kringum Bíldudal sjálfhætt. Ekki yrði farið með fé til Patreksfjarðar nema til þess að „drepa allt niður því afkoma bænda sem lagt hefðu inn í slátur- húsið á Patreksíirði væri slík að ég get ekki ímyndað mér að nokkur hér búi við það“. ABS Aukin aðhaldssemi í opinberum rekstri í aðildarríkjunum Jónas Ingimundarson og Kristinn Sigmundsson halda tónieika á Sauðárkróki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.