Tíminn - 25.09.1987, Blaðsíða 9
Föstudagur 25. september 1987
Tíminn 9
VETTVANGUR
Þriðja bindi ritverksins Sókn og sigrar:
Árin 1957-1976 erueittsögu-
legasta tímabil íslandssögunnar
I næsta mánuði kcmur út þriðja
bindi, sem jafnframt verður loka-
bindi, ritverks Þórarins Þórarins-
sonar, Sókn og sigrar, sem er saga
Framsóknarflokksins á tímabilinu
1916-1976.
Fyrsta bindið náði til áranna
1916-1937, þegar ný flokkaskipan
var að ryðja sértil rúms, íslending-
ar fengu fullt sjálfstæði og urðu að
reyna það á tímum heimskrepp-
unnar miklu að ekki er minni vandi
að gæta sjálfstæðis en að afla þess.
Annað bindið nær til áranna
1937-1956, þegar heimsstyrjöldin
síðari og afleiðingar hennar
breyttu þjóðarhögum og þjóðlífi
íslendinga á margvíslegan hátt.
Þriðja bindið nær til áranna
1957-1976. Þetta árabil er með
hinum viðburðaríkari í sögu ís-
lands vegna þess að þá var fisk-
veiðilandhelgin færð úr 4 í 200
mílur, og því fylgdi söguleg barátta
smáþjóðar við ofurefli.
Þriðja bindinu er skipt 1 fimm
kafla. Sá fyrsti segir m.a. frá bréfa-
skiptum Bulganins og Hermanns
Jónassonar, ræðu Hermanns á leið-
togafundinum í París 1957. hafrétt-
arráðstefnunni í Genf vorið 1958,
útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 12
mílur haustið 1958, og upphafi
fyrsta þorskastríðsins við Breta,
falli vinstri stjórnarinnar í árslok
1958, kjördæmabreytingunni vorið
1959, og myndun nýsköpunar-
stjórnarinnar svonefndu í fram-
haldi af henni.
Annar kafli segir frá stefnu og
störfum nýsköpunarstjórnarinnar
fram til 1963, viðræðum Ólafs
Thors og Macmillans, landhelgis-
samningnum við Breta 1961 og
andstöðu Framsóknarflokksins
gegn honum, mikilvægri breytingu
á hlutverki herstöðvarinnar í
Keflavík, bæjar- og sveitarstjórn-
akosningunum 1962, þegar Fram-
sóknarflokkurinn varð annar
stærsti flokkurinn í kaupstöðun-
um, hörðum deilurn um hugsan-
lega aðild að Efnahagsbandalag-
inu. misheppnuðu kosningabanda-
lagi Þjóðvarnarflokksins og Al-
þýðubandalagsins, þingkosningun-
um 1963, afleiðingaríkum úrskurði
kjaradóms. sem leiddi til stórfellds
verkfalls í desember sama ár, er
varð til þess, að upphafleg stefna
nýsköpunarstjórnarinnar beið
endanlegt skipbrot. deilunni um
kafbátastöð í Hvalfirði og sjón-
varpsstöð varnarliðsins.
Þriðji kaflinn segir frá júnísam-
komulaginu 1964, sem leiddi af
verkfallinu haustið 1963, deilum
um álbræðslusamninginn. þing-
kosningunum 1967, formanns-
skiptum í Framsóknarflokknum,
forsetakjöri 1968, klofningi Al-
þýðubandalagsins, viðræðum við
Hannibal Valdimarsson og Björn
Jónsson um hugsanlegt kosninga-
bandalag þeirra og Framsóknar-
flokksins og stofnun Samtaka
frjálslyndra og vinstri manna, og
viðræðum Bjarna Benediktssonar
um myndun nýrrar stjórnar á
breiðum grundvelli, þegar efna-
Bjarni Benediktsson
hagsástandið versnaði 1967 og
1968.
Fjórði kaflinn segir frá sam-
komulagi stjórnarandstæðinga l'yr-
ir kosningarnar 1971 um nýja út-
færslu á fiskveiðilögsögunni,
Möðruvallahreyfingunni og sam-
eiginlegu framboði hennar, Al-
þýðuflokksins og Samtaka frjáls-
lyndra og vinstri manna í bæjar-
stjórnakosningunum 1974,upphafi
að samkeppni þeirra Geirs Hall-
grímssonar og Gunnars Thor-
oddsen, þingkosningunum 1971 og
myndun vinstri stjórnar undir for-
ustu Ólafs Jóhannessonar. útfærslu
Ólafur Jóhannesson
fiskveiðilandhelginnar í 50 rnílur,
algeru samkomulagi milli þing-
flokkanna um landhelgismálið á
Alþingi 1972, nýju þorskastríði og
fundi forsætisráðherranna Ólafs
Thors og Edwards Heath, sem
lciddi til samkomulags.
Fimmti kaflinn segir frá viðræð-
um um varnarmálin samkvæmt
fyrirætlun vinstri stjórnarinnar um
brottför hersins, stjórnarslitum,
þingrofi og kosningunum 1974,
myndun samstjórnar Framsóknar-
tlokksins og Sjálfstæðisflokks und-
ir forustu Geirs Hallgrímssonar,
miklum efnahagsvanda vegna
hækkunar á olíuverði, útfærslu
fiskveiðilögsögunnar 1975 í 200
mílur, nýju þorskastríði, viðræð-
um Geirs Hallgrímssonar og Har-
olds Wilson, slitum stjórnmála-
sambands við Bretland, hótunum
um brottför úr Nató, synjun
Bandaríkjastjórnar á beiðni um
leigu á varðskipum og loks fundin-
um í Osló vorið 1976, þegar fullur
sigur vannst í landhelgismálinu.
Á þessu tímabili féllu frá fjórir
stjórnmálaforingjar, sem höfðu
komið mikið við sögu eða þeir
Ólafur Thors, Jónas Jónsson,
Bjarni Benediktsson og Hermann
Jónasson. Allra þeirra er sérstak-
lega getið. Þá er getið sérstaklega
Vigfúsar Guðmundssonar, sem oft
var nefndur samviska Framsóknar-
flokksins, Gísla Guðmundssonar,
sem nánustu samstarfsmenn köll-
uðu oft Njál Framsóknarflokksins
og Sigurjón Guðmundsson, sem
stjórnaði fjármálum Framsóknar-
flokksins um langt skeið.
Ef nefna ætti tvo stjórnmála-
menn, sem mest koma við sögu á
þcssu tímabili, verða það Bjarni
Benediktsson á fyrri hluta þess og
Ólafur Jóhannesson á síðari hluta
þess. Af öðrum stjórnmálamönn-
um, sem scttu mikinn svip á þetta
tímabil, má fyrst nefna frændurna
Eystein Jónsson og Lúðvík Jósefs-
son, og svo Gylfa Þ. Gíslason og
Hannibal Valdimarsson.
Þeir. sem vilja gerast áskrifendur
að þriðja bindinu, geta snúið sér til
Magdalenu Thoroddsen á skrif-
stofu Framsóknarflokksins.
FRÍMERKI 'lí' JilHlllttlillll LESENDUR SKRIFA lllllllllllllttttllllllllttllllllUlllllllttlllllttlllllllll
Betri ull -
verðmætara
hráefni
Nýju frímerkjaverðlistarnir fyrir
árið 1988 eru sem óðast að koma út
þessa dagana og á markað. íslensk
frímerki er rétt að hlaupa af stokk-
unum og er í lit eins og á síðastliðnu
ári. AFA og Facit eru nýkomnir til
landsins og verður aðeins rætt um þá
hér að þessu sinni.
A.F.A. Skandinavien 1987-88 er
að þessu sinni 348 síður og 13 leið-
réttingarsíður. Prentun svart hvít.
Útgefandi er Aarhus Frimærke-
handel í Árósum.
Svo leiðinlega hefir viljað til að
EDB kerfi það sem notað er við setn-
ingu listans hefir hlaupið út undan
sér að þessu sinni og lenda myndir
ofan í texta auk þess sem fjölda
mynda vantar á sinn stað í textanum.
Því eru svo margar leiðréttingarsíð-
uraftast íverðlistanum. Síðustu tvær
síðurnar eru íslensk þjónustufrí-
merki. Eyðilagðist hluti prógramma
þess sem notað er við prentun
listans, af óskiljanlegum ástæðum,
eins og segir á eftir formála.
Þá segir einnig að mönnum kunni
að finnast verðið vera orðið „stagn-
erað“. Þar sem það er þekkt stað-
reynd að um öll Norðurlönd eru verð
í þessum lista notuð meðal safnara á
fullu verði sem skiptigrundvöllur, en
aðeins á helmingi verðs sé um sölu að
ræða, mætti kyrrstaða í verðlagningu
verða lengur.
FACITSpecial 1988, er 587 síður í
ár, útgefandi er Frimárkshuset A/B í
Leksand og B. Beskow sér um ís-
lenska hlutann eins og áður.
Sé litið á listann í heild eru þar
50000 verðbreytingar, listinn er
prentaður í svart/hvítu og er eins og
áður ýtarlegasti erlendi listinn yfir ís-
lensk frímerki.
Þá er íslensk frímerki 1988 að
hlaupa af stokkunum. Er hann
prentaður í lit eins og í fyrra.
Loks vildi ég gera hér samanburð
á nokkrum verkum erlendu listanna.
2 sk. ónotað Dkr. 4.500.- Skr.
4.400.-. Hekla 1 kr. Dkr. 650,- Skr.
550,- Þorf. Karlsefni 10 kr. gróft.
Dkr. 380.- Skr. 160.-. AIþingishús25
kr. Dkr. 2.200,- Skr. 1.700.-. Jónas
Hallgrímsson, Dkr. 22.- Skr. 15.-
Hestur, 2,25 notað, Dkr. 3.- Skr. 1.-.
Norðurlönd 1969, Dkr. 8.-, Skr. 4.-.
Ingibjörg Bjarnason og Torfhildur
Hólm Dkr. 3,- & 6.-, Skr. 1.- & 4.-.
Dýr 1980, seinni útgáfan, Dkr. 6.-,
3.- & 4.-, Skr. 5.-, 1,- & 1.-. Þorbjörg
Sveinsdóttir, Dkr. 8.-, Skr. 4.-. Nor-
dia blokkir. Dkr. 50.-, 55,- & 65.-,
Skr. 30,- 34.- & 40.- Dagur frímerk-
isins 1986, Dkr. 11.-, Skr. 11.-.
Ég ætla ekki að hafa þennan
samanburð lengri, en læt lesendum
um að draga ályktanir af honum.
Sigurður H. Þorsteinsson
Sauðfjárræktarfélög hafa starfað í
áratugi um allt land og náð miklum
árangri að því er byggingarlag og
holdasöfnun fjárins varðar.
Öðru máli gegnir um hinn afurða-
þáttinn, ullina. Þar hefur ræktunin
gengið öllu hægar og verðmæta-
myndun ullar farið sílækkandi í
hlutfalli við kindakjötið. Hér er að
nokkru leyti um sjálfskaparvíti að
ræða, sem á rætur sínar að rekja til
þess hugsunarháttar að gæði ullar-
innar skipti engu máli, þar sem hún
sé verðlaus vara.
Þar af leiddi að mcnn hikuðu ekki
við að gefa hrútum fyrstu vcrðlaun,
þótt þeir hefðu forljóta ull.
Við höfum nógu lengi sopið seyðið
af þessari stefnu og ættum nú, þegar
hrútasýningar eru í þann veginn að
hefjast, að snúa algjörlega baki við
henni. Takmarkið þarf að vera:
Stórbætt gæði ísiensku ullarinnar.
Þetta er hægt ef allir leggjast á
eitt, þá mun ullin verða eftirsótt vara
og hagur fjárbænda batna til muna.
Fyrsta skerfið að þessu marki er að
brcyta dómum á hrútasýningu
þannig, að ullin verði metin til jafns
við byggingarlag og hotdasöfnun,
þ.e. 50%.
Þetta ætti að tryggja það, að
enginn hrútur fengi verðlaun nema
hann hefði góða ull, og enginn
hrútur fengi 1. vl. nema hann hefði
frábæra ull. Þessi auðvelda ráðstöf-
un er fljótvirkasta leiðin til þess að
gjörbreyta íslensku ullinni til batn-
aðar.
Ef einhvcrjir ráðunautar og bú-
fjárdómarar teldu sig illa í stakk
búna til að dæma á þessum breyttu
forsendum þá er hægur vandi að
bæta úr því, þar sem við eigum
ágæta ullarsérfræðinga, er líklega
myndu með ánægju taka þá í endur-
hæfingu og kenna þeim að meta
gæði ullarinnar. Og ekki mun standa
á jákvæðum viðbrögðum af hálfu
bænda ef ég þekki þá rétt.
Að lokum: Nú um stundir eru
gerðar kröfur til ríkisins um að
leggja fram stórfé til aukabúgreina.
Það er gott og blessað. En athugum
einnig, að bætt ullargæði kosta ríkið
óverulegar fjárhæðir en getur skilað
meiri arði en margar aukabúgreinar
ef vel tekst til.
Reykjavík 21. september 1987
Torfí Guðbrandsson.