Tíminn - 25.09.1987, Blaðsíða 7
Föstudagur 25. september 1987
Tíminn 7
Kristján Jóhannsson til Scala í Mílanó:
sömu fjölum og
þeir allra fremstu
Kristján Jóhannsson tenórs-
öngvari hefur verið ráðinn í tvo
mánuði til frægasta óperuhúss í
heimi, La Scala óperunnar í Míl-
anó á ftalíu. Kristján mun syngja
undir stjórn aðalstjórnanda
hússins, Riccardo Muti, hlutverk
í Hollendingnum fljúgandi eftir
Richard Wagner. Petta verður í
fyrsta sinn sem Kristján spreytirsig
á Wagner-hlutverki.
Kristján segist vera alsæll og er
hvergi banginn við að koma fram
fyrir óvægnustu óperuáheyrendur
í heimi. Það hefur staðið til að
undanförnu að Kristjáni yrði boðið
að syngja við La Scala, en tilkynn-
inguna fékk hann á miðvikudag.
Riccardo Muti heyrði til Kristjáns
við æfingar, þar sem þeir voru að
störfum í sama húsi, og ákvað upp
úr því að fá Kristján til að taka
hlutverkið að sér. Muti er einn
frægustu óperustjórnenda heims.
í Scala eru allar óperur settar
upp á frummálinu og þess vegna
verður Kristján að sökkva sér niður
í þýskuna, en hann hefur sérhæft
sig í ítölskum óperum. Af þessum
sökum taka við sleitulausar æfing-
ar, ekki aðeins með undirleikara
heldur og með tungumálakennara.
Ekki er enn fyllilega Ijóst hverjir
aðrir syngja með Kristjáni í þessari
uppsetningu.
Pessa stundina er Kristján Jó-
hannsson staddur í Bilbao á Spáni
að syngja í „Grímudansleik" eftir
Verdi, en næst á dagskrá er „La
Bohéme" í Tenerife, þar sem hann
syngur á móti Katia Ricciarelli
undir stjórn Maurizio Barbacini,
sem er íslenskum óperuáhuga-
mönnum að góðu kunnur.
Frumsýning á Hollendingnum
fljúgandi er áætluð 20. febrúar og
er Kristján ráðinn til 20. apríl.
Með því að Kristján er ráðinn til
þessa húss má hann búast við fleiri
svipuðum tilboðum. í stuttu máli
hefur Kristján haft fótinn í dyra-
stafnum um talsvert skeið en er nú
kominn inn fyrir þröskuldinn.
Venjulega telja tenórar það loka-
skeið í klifi sínu upp metorðastig-
ann að verða ráðnir við eitthvert
þessara frægustu húsa. þj
Eitt slys í bænum í gær:
Keyrtá
konu fyrir
utan
Lögreglu-
stöðina
Keyrt var á konu á gangbrautinni
fyrir utan Lögreglustöðina á Hverfis-
götu rétt um klukkan 15 í gær. Hún
var samstundis flutt á slysadeild, og
er líðan hennar eftir atvikum. Hún
mun eitthvað brákuð og illa marin.
Lögreglan í Reykjavík hefur hins
vegar alls ekki setið auðum höndum,
því frá klukkan 6 í gærmorgun til
13.30 urðu 13árekstraráhöfuðborg-
arsvæðinu, auk þess sem Iögreglan
var dugleg við að klippa númer af
bílum og taka ökumenn fyrir of
hraðan akstur, t.d. var einn tekinn á
110 kílómetra hraða við Elliðavog
(6.000 kr.).
Lögreglan hefur það sem af er
árinu klippt númerin af hundruðum
bíla og hefur skýrslufjöldinn aldrei
verið meiri en í ár.
Auk þess ferðast um bæinn krana-
bílar og fjarlægja bíla sem leggja
ólöglega.
Hvað önnur óhöpp varðar, þá
varð bílvelta utan við Akureyri um
hádegi í gær, en engin meiðsli urðu
á fólki, þó bíllinn hafi skemmst.
-SÓL
Viðbyggingin verður að hálfu leyti niðurgrafin og mun hún rísa að austanverðu við núverandi bíóhús. Tímamynd brein
Háskólabíó úr einum í fjóra
Háskólabíó er nú að stækka um
þrjá sali og verða þeir notaðir jöfn-
um höndum fyrir bíósýningar, ráð-
stefnurog kennslu. Eruþeirhannað-
ir frá grunni með þetta þrennt fyrir
augum. Stóri salurinn verður áfram
óbreyttur en anddyri verður breytt í
samræmi við fjölgun salanna. Við-
byggingin mun rísa á svæði sem er
austur af aðalbyggingu Háskólabíós
og mun byggingin tengjast henni
með sérstakri álmu. Nýbyggingin
verður að hálfu leyti niðurgrafin til
þess m.a. að skyggja ekki á núver-
andi hús. Gert er ráð fyrir því að
vinnu við grunninn verði lokið í
haust en uppsteypu og frágangi að
utan á næsta ári.
Ekki er alveg ljóst hvenær salirnir
verða teknir í notkun né heldur
hvort allir verði teknir í gagnið í einu
eða einn og einn. Sagðist Friðbert
Pálsson framkvæmdastjóri Háskóla-
bíós halda að það færi mjög eftir því
hversu mikil þörf verður fyrir aukið
kennslurými fyrir Háskóla íslands,
hvernig staðið verður að þeim fram-
kvæmdaþætti. Sagði hann jafnframt
að frágangi á hverjum sal fyrir sig
verði ekki lokið fyrr en öllum frá-
gangi að utan sé lokið og einnig
sameiginlegri tengiálmu. „Fyrsti sal-
urinn verður vonandi kominn í gagn-
ið undir áramótin 1989,“ sagði hann
að lokum. KB
Samband fiskvinnslustöðva
ályktar:
Vilja frjálst
fiskverð
til áramóta
Samband fiskvinnslustöðvanna
hélt nýverið stjórnarfund og ályktaði
þá m.a.:
„Stjórn Sambands fiskvinnslu-
stöðvanna átelur harðlega aðgerðir
sjómanna á Eskifirði þar sem ólögleg
vinnustöðvun á sér stað á einum
togara Eskfirðinga."
Ennfremur segir að stjórn SF
styðji áframhald tilraunar með
frjálst fiskverð til áramóta, en for-
senda þess sé að vinnufriður ríki á
flotanum.
Ljóst er, segir í ályktun SF, að
frjálst fiskverð hefur skilað sjó-
mönnum verulegum kjarabótum á
undanförnum mánuðum.
„Nauðsynleg samstaða verður
hins vegar að vera fyrir hendi, ef
halda á áfram á sömu braut,“ segir
að lokum. -SOL
Loðnan gefur sig
ekki auðveldlega:
Tveir í höfn
einn á miðin
Örn KE landaði sem kunnugt
er fyrsta loðnufarminum í
Krossanesverksmiðjunni í Eyja-
firði nýverið og Jón Kjartansson
SU sigldi með sinn afla til Eski-
fjarðar til löndunar, enda hans
heimahöfn og eigandi bátsins eig-
andi loðnubræðslunnar.
Þrír bátar eru því enn á miðun-
um, því einn bátur bættist við á
miðin í fyrrinótt. Það var Börkur
NK 122 frá Neskaupstað. Lítil
loðnuveiði hefur verið síðustu
daga, en bátarnir halda sig enn
úti og halda í vonina.
Fleiri loðnubátar bíða nú
átekta eftir að veður skáni.
-SÓL