Tíminn - 25.09.1987, Blaðsíða 15
Föstudagur 25. september 1987
Tíminn 15
lllllllllHllllilll FÓLK IIIHI.. .illllllll. ... ... .I. .. .. ... .lillllll^ .. .iMIIIIIIIII!-" ..Illlllll
Argentínumenn dansa
nú aftur tangó
Við háskólann í Buenos Aires er nú tekin upp kennsla í tangó og komast færri nemendur að en vilja.
Tangóinn, þessi suðræni róman-
tíski dans frá Argentínu sem heill-
aði hinn vestræna heim á milli-
stríðsárunum, hefur í mörg ár
verið gleymdur og grafinn. En nú
hefur áhuginn vaknað á ný og má
nefna að í Kramhúsinu í Rcykjavík
hafa verið haldin tangónámskeið
að undanförnu við frábærar undir-
tektir. Argentínumenn sjálfir hafa
líka vaknað til meðvitundar um að
þarna eiga þeir þjóðararfleifð sem
alls ekki má týnast og vinna nú
kappsamlega að því að endurlífga
tangóinn í heimalandinu. Nýlega
birtist í bandaríska vikuritinu Time
skemmtileg lýsing á tangóæðinu
sem nú er að grípa um sig í
Argentínu og íylgir hún hér á cftir.
Færri komast að en viija
á tangónámskeið
Á hverjum laugardegi má sjá um
300 manns, karla og konur sniglast
upp hrörlega tréstigana í menning-
armiðstöðinni í háskólanum í Bu-
enos Aires. Þeir eru að gera sér
vonir um að geta innritað sig á
námskeið sem kennsla er nýhafin
á. Skilyrði eru um klæðnað, og þau
eru ófrávíkjanleg: konur eru í
svörtum víðum pilsum og á háhæl-
uðum skóm. síðbuxur eru alger-
lega bannaðar. Karlmennirnir eru
í skóm með leðursólum og dökkum
buxum. víðum í mittið.
Þessir tilvonandi nemendur
keppa um pláss á einstæðu nánt-
skeiði, það er í fyrsta skipti í
sögunni sem háskólinn hefur á
námskránni kennslu í tangódansi,
sem er mikilvægur þáttur í menn-
ingararfleifð Argentínumanna en
virtist á undanförnum áratugum á
góðri leið með að falla í gleymsku
og dá. Kennarinn, Juan Andino,
horfir á eftirvæntingarfull andlit
umsækjendanna, honum finnst
leiðinlegt að geta ekki tekið við
nema 70 nemendum, það er ekkj
pláss fyrir fleiri. Samt sem áður
getur hann ekki annað en glaðst
yfir þeim mikla áhuga sem Argen-
tínumenn eru aftur farnir að sýna
þessum dansi sínum, og það þó að
sumir komi með pönkklippingu og
í nfðþröngum buxum. „Sjáið þið
bara, hérersönnunin. Tangóinn er
aftur kominn til Argentínu," segir
Juan Andino ánægður.
Rokkið útrýmdi öllum
öðrum dansi
Strangt til tekið hvarf tangóinn
aldrei alveg, en vinsældir dansins
hafa minnkað geysilega frá því þær
risu sem hæst á þriðja og fjórða tug
aldarinnar. Undanfarin 3 ár hefur
Andino, 46 ára gamall atvinnu-
dansari, verið önnum kafinn að
kenna fólki tangó, sem skyndilega
áttaði sig á því að „það kunni ekki
dansinn sem foreldrar þess höfðu
lært af foreldrum sínum“. Endur-
vakningin nú er víðtækari en þeir
þorðu að vona sem fylgdust með
því hvernig rokkið útrýmdi öllum
öðrum dansi á árunum eftir 1960.
Það var ekki fyrr en tangóinn
hafði á ný vakið hrifningu í öðrum
löndum að Argentínumenn vökn-
uðu sjálfir upp af dvala. Lista-
mennirnir Claudio Segovia og
Hector Orezzoli settu upp sýningu
undir nafninu Tango Argentino í
Evrópu og á Broadway í New
York fyrir tveim árum og vöktu
feikna athygli og aðdáun. t>á vildu
Argentínumenn sjálfir fá að sjá
þessa margrómuðu sýningu og þar
með rúllaði boltinn af stað.
Pólitísk fórn
Argentínumanna undir
stjórn Perons
- neituðuaðdansatangó!
Það kom fljótlega í ljós að það
voru ekki margir Argentínumenn
undir 35 ára aldri sem höfðu
tangóinn á valdi sínu, hins vegar
vaknaði löngunin til þess að læra
þennan glæsilega dans, sem er
„ungu fólki ný reynsla, lostafullt
tjáningarform. Tangóinn er faðm-
lög og það þarf tvo til að faðmast,"
segir einn aðdáandi tangósins.
Sumir Argentínumenn nefna þá
skýringu á því að tangódansinn féll
í gleymsku um tíma, að á valda-
tíma Perons hafi tangótónlist
hljómað sí og æ á skóladansleikj-
um, en þeir sem voru andsnúnir
stjórnvöldum hafi sýnt mótþróa
sinn í því að taka ekki þátt í
dansinum þó að tónlistin hafi heill-
að þá. Þar með hafi sú kynslóð
farið á mis við þá göfugu list að
dansa tangó.
Uppruni tangósins eins
blandaður og
þjóðarinnar sjálfrar
Uppruni tangósins er eins
blandaður og argentínsku þjóðar-
innar. Ævafornt afríkanskt
hljómfall, sem þrælar fluttu með
sér, blandast ýmsu framlagi sem
Spánverjarnir fluttu með sér frá
Andalúsíu. Síðan kom til sögunnar
skáldskapur og sönglög kúrekanna
á sléttunum og ívaf af “habanera",
sem kúbanskir sjómenn lögðu af
mörkum. Að síðustu eru svo áhrif
frá evrópskum innflytjendum,
einkum ítölskum. Það sem tangó-
inn fjallar um er tilfinning, söknuð-
ur og þrá - eftir glataðri ást, óláni
á lífsleiðinni, eftirlætisgötuhorni í
Buenos Aires.
í fyrstu voru það karlarnir einir
sem dönsuðu tangó, sem varð til í
vændishúsum og knæpum Buenos
Aires, og það var ekki fyrr en
dansinn hafði sigrað hjörtu kaffi-
húsafólksins í París í kringum 1910
sem miðstéttin í Argentínu tók
hann upp á sína arma. í kjölfarið
fylgdu gullaldartímar tangósins á
árunum upp úr 1920 fram að seinna
stríði, þegar tangóinn fór sigurför
um heiminn.
Dæmigerður tangódans-
leikur fer eftir
ákveðnum leikreglum
Núna á tangóinn sér aðalbæki-
stöðvar í danssölum í Argentínu,
en í Buenos Aires eru þeir um 30
og hafa opið á kvöldin frá fimmtu-
degi til sunnudags. Sumir þeirra
eru hefðbundnir danssalir en aðrir
eru í íþróttamiðstöðvum þar sem
hundruð mánna sveigja sig og
beygja og snúast eftir hljóðfalli af
segulbandi eða hljómplötum. Alls
staðar er stemmningin sú sama,
enda segja aðdáendur dansins að
ekki þurfi annan útbúnað til að
dansa tangó en „skó, föt, bindi -
og kunnáttuna". Auðvitað á síðast-
nefnda atriðið líka við um konur.
En það er fylgt ákveðnum leikregl-
um á tangódansleikjum.
Á dæmigerðum tangódansleik í
kjallarasal eins fínasta hótelsins í
Buenos Aires fer athöfnin fram á
eftirfarandi hátt, samkvæmt lýsing-
um sjónarvotts: Hópur miðaldra
karla heldur sig nærri inngangin-
um. Þeir gefa konunum auga þegar
þær streyma inn, nýgreiddar og vel
snyrtar. Þeir renna hárgreiðunum
í gegnum hárið, laga til tvíhnepptu
jakkafötin sín, reykja og bíða
átekta þar til þeim finnst stemmn-
ingin inni í salnum vera komin á
rétt stig. Þar verða 1000 manns að
láta sér koma saman um plássið á
dansgólfinu. Tónlistin berst úr
hljómflutningstækjum og tóbaks-
reykur liggur í loftinu. Við smá-
borð sitja sums staðar pör en
annars staðar hópar af konum.
Karlarnir standa á gólfinu og snúa
baki að vegg. Yfirleitt er ekki litið
á tangódansstaði sem sérstaka
veiðistaði í kynferðislegu tilliti,
hér snýst allt um að finna heppileg-
an dansfélaga. Og þar gilda
ákveðnar reglur.
Þeir sem koma í leit að dansfé-
laga gefa gott auga dansfærni
þeirra sem eru á gólfinu. Síðan
nálgast herrann þá dömu sem hann
hefur útvalið sér og hún játar eða
neitar með einföldu augnamerkja-
máli. Það gildir engin ákveðin
dansforskrift í tangó, hreyfingarn-
ar fara eftir tónlistinni og merkja-
máli sem gefið er með hendinni.
Karlmaðurinn stjórnar alltaf og
gefur til kynna með því að þrýsta
á bak konunnar hvað eigi að gera
næst. Tangódansarar segja að ný-
liði þarfnist a.m.k. 6 kennslust-
unda áður en hann geti hætt sér út
á dansgólfið á almcnningsstað - og
jafnvel þá eigi hann á hættu að afla
sér óvinsælda ef hann hefur ekki
vit á því að velja sér dansfélaga á
svipuðu kunnáttustigi og hann er
sjálfur. Á milli dansa sleppa dans-
félagarnir tökum hvor á öðrum og
spjalla saman þar til næsti dans
hefst. Aðalreglan er sú að dansfél-
agarnir segja ekki til nafns, þó að
auðvitað velji sumir að gera undan-
tekningu þar á.
Undanfarin 7 ár hafa borgaryfir-
völd í Buenos Aires rekið 28
manna tangóhljómsveit sem spilar
ókeypis tvisvar í viku og við sérstök
tækifæri í leikhúsi Alvears forseta,
og í árslok verður tangó tekinn upp
í námsefni um þjóðhætti, sem
kennt er einu sinni í viku í 500
barnaskólum borgarinnar. Það er
þess vegna ekki hægt að segja að
tangóhreyfingin eigi ekki sterka
að.
Irma Ruiz er 49 ára gömul og
starfar við argentínsku tónlistar-
stofnunina. Hún lærði að dansa
tangó á æskuárunum og vinnur nú
að því að skrifa þriggja binda rit
um sögu tangósins. Hún segir: Ég
held að ein ástæða þess að dansinn
glataði vinsældum sínum sé hvað
hann er erfiður. Til að dansa tangó
vel þarf fólk að einbeita sér og það
er vissulega ekki hægt að tala
saman á meðan er verið að dansa
tangó. Aftur á móti er svo einfalt
að dansa rokk og tvist. Og textarnir
við tangóana, þar sem konur eru
níddar niður og litið aftur til fortíð-
arinnar, þeir eiga sér enga svörun
nú á dögum.“
En þeir sem nú aðhyllast endur-
lífgun tangósins halda því einmitt
fram að tengsl hans við fortíðina sé
aðalástæðan til þess að þeir vilji
læra hann. Rúmlega þrítugur há-
skólamenntaður maður, sem hefur
lært tangó í meira en ár, segir: „Ég
rétt missti af því þegar kennt var
að dansa tangó innan fjölskyldunn-
ar og þegar ég fór að fara út að
skemmta mér voru Bítlalögin alls-
ráðandi. En þegar fólk komst að
því, þegar ég stundaði nám erlend-
is, að Argentínumaður kunni ekki
að dansa tangó, fannst mér ég
alger asni. Ég skammaðist mín
ofan í tær. í augum unga fólksins
var tangó eins og hvert annað
leiðindarusl úr fortíðinni en nú
hefur hann fengið uppreisn æru.“
TÖLVUNOTENDUR
Við f Prentsmiðjunni Eddu
hönnum, setjum og prentum
allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu.
Við höfum einnig úrval af tölvupappír á Iager.
Reynið víðskíptin.
Smiðjuvegi 3,
200 Kópavogur.
Sími 45000
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu
Halldóru J. Kjerúlf
Akri, Reykholtsdal
Andrés Kjerúlf
Þórunn Kjerúlf
Guðmundur Kjerúlf Ingibjörg Helgadóttir
Jónas Kjerúlf Brynja Kjerúlf
og barnabörn