Tíminn - 25.09.1987, Blaðsíða 14

Tíminn - 25.09.1987, Blaðsíða 14
14 Tíminn Föstudagur 25. september 1987 FÓLK Michael Jackson hefur hrcytt útliti sínu og afmáð einkenni kynferðis, aldurs og kynþáttar eftir bestu getu. Fellur boðskapur hans í skuggann fyrir sérkennilegu útliti og fasi? - Michael Jackson, söluhæsti poppari fyrr og síðar hefur gefíð út nýja hljómplötu. Hann hefur líka fengið nýtt útlit Persóna hans hefur valdið mörgum heilabrotum og sumir hafa líkt honum við Peter Pan, strákinn af öðrum heimi sem aldrei varð fullorðinn. Hér á eftir fara hugleiðingar poppskríbents í New York Times fyrir skömmu. Dókka hliðin á Pétri Pan Á einum mánuði hafa Amerík- anar hylll tvær stærstu stjörnur sín- ar í poppheiminum svo að eftir hef- ur verið tekið. Þessi tvö skurðgoð, hvort um sig ráðgáta venjulegu fölki, hafa valclið miklum boðaföll- um í bandarískum fjölmiðlum og eiga sitthvað sameiginlegt, þó að erfitt sé að henda reiður á því. í ágústmánuði minntust eilíflega tryggir aðdáendur Elvis Presley þess að 10 ár voru liðin frá dauða hans, mannsins sem olli tímamót- um í bandarískri dægurlagasögu með því að setja þar óbeislaðan og áleitinn kynþokka í hásæti. I minn- ingu aðdáenda hans er Itann eins konar bandarískur einvaldur, hinn eini og sanni „kóngur" í skemmt- anaheiminum, sem varð að láta í minni pokann fyrir taumlausu hóg- lífi og dó líkamsdauða langt fyrir aldur fram. Veikbyggða og kynlausa, fullorðna barnið sem tæp- ast er af þessum heimi Minningarhátíðahöldunum um Elvis hafði varla linnt þegar fram kom aftur á sjónarsviðið við lúðra- blástur og söng sjálfur Michael Jackson, veikbyggða og kynlausa, fullorðna barnið, sem hefurskapað sér þá dularfullu mynd að hann sé tæpast af þessum heimi, a.m.k. ekki líkamlega. Sé Elvis hinn tákn- ræni „kóngur" poppheimsins má allt eins kalla Michael Jackson hinn táknræna „frelsara" hans, þennan meinlætafulla englaanda, sem virö- ist líta á Elizabeth Taylor, E.T. og Jesú sem álíka guðdómlegar fyrir- myndir. Boðberi frelsunar fullur ofsóknarbrjálæðis og sjálfsdýrkunar Eftir fimm ára hlé hefur verið gefið út nýtt plötualbúm með Mic- hael Jackson. „Bad" kom í plötu- verslanir í Bandaríkjunum sama daginn og CBS sendi út á besta sjónvarpstíma hálftíma auglýs- ingaþátt undir nafninu „Michael Jackson - töfrarnir aftur". Þar var sýnt myndband af titillagi plötunn- ar, sem kvikmyndaleikstjórinn Martin Scorsese stjórnaði. Þetta20 mínútna langa myndband eraðeins eitt af mörgum, sem gerð hafa ver- ið við plötualbúmið, en þar kemur glöggt fram hvaða augum stjarnan lítur á sjálfan sig og hlutverk sitt. Þar hafnar hann, eins og sá scm valdið hefur, þeirri dýrkun á hegð- un svartra unglinga í myrkviðum stórborganna, sem er utan við lög og rétt. Myndin er að mestu tekin í svart/hvítu og textinn, eftir Ric- hard Price, er á mergjuðu götu- máli. Allur andi yfir myndbandinu, scm eins og áður er sagt er gcrt undir stjórn Martins Scorsese, er frá „vondu götunni" og ber yfir- bragð hinnar óróavekjandi blöndu stjörnunnar af því að þykjast boð- beri frelsunar, ofsóknarbrjálæði hans og sjálfsdýrkunar. Þar cr Michael í hlutverki skólaðs nemanda í fínum skóla í Nýja Englandi sem kemur í frí í gamla fátækrahverfið sitt í New York. Þegar hann kemur að dyrum húshjallsins sem fjölskylda hans býr í sitja gamlir félagar hans í iðju- lcysi á tröppunum. Þeir ögra hon- um til að sanna að hann sé ennþá „bad" (vondur) með því að taka þátt í ráni i neðanjarðarlestinni. En þegar á hólminn er komið snýst hann gegn félögum sínum og hindr- ar að þeir ráðist á gamlan mann. Um leið hrópar hann upp spurning- ar sem ekki krefjast svara um gott og illt og merkingu orðsins „bad". Á meðan á þessari þrumuræðu hans stendur tekur myndin á sig lit og neðanjarðarjárnbrautarstöðin, sem hefur verið mannlaus og yfir- gefin, verður svið stórkostlcgs söng- og dansatriðis í öllum regn- bogans litum, þar sem Michael Jackson gefst tækifæri til að sýna sigri hrósandi margfræga færni sína sem rokkdansari. En þáskyndilega er áhorfandinn aftur kominn að sögulokum í svart/hvíta vítið, þeg- ar Michael stendur augliti til auglit- is við foringja hópsins. Berjast þeir? Nei, það verður ckkert af því. Þeir takast hátíðlega í hendur. Hið góða hefur sigrast á hinu illa. Óhugnanleg og sorglega fáránleg framkoma og sjálfspíningarundirtónn Þessi smábíómynd er tæknilega miklu betur úfærð en „Beat It“, tímamótamyndbandiö frá met- metsöluplötu Michaels „Thriller" 1982 en þar breytti einmitt andleg- ur styrkur og hreyfiorka hans stríði götuhópa í dans. í „Bad" er aftur á móti framkoma Michaels óhugnan- leg og sorglcga fáráníeg. Jafnvel textinn er með sjálfspíningarund- irtóni eins og í orðunum: Ef þér lík- ar ekki það sem ég er að segja, viltu þá ekki löðrunga mig? Dökka hliðin á þeirri Peter Pan ímynd sem sköpuð hefur verið af Michael Jackson, er af utanveltu- manni scm húðstrýkir sjálfan sigog gefur mynd af ólundarlegum písl- arvotti. Á þeim 5 árum sem liðin eru síðan „Thriller" kom út hefur hann látið breyta útliti sínu með skurðaðgerðum. einmitt til að ná þessari ímynd. Hann hefur bætt skrítnu litlu pétursspori á hökuna og varirnar eru þynnri, sem gera andlitsdrætti hans síður holdlega og draga úr kynþáttareinkennun- um. Á nýja ,.Bad"-myndbandinu er húð hans orðin óeðlilcga öskugrá og rausnarleg förðun um augun og sérhannaður klæðnaður úr negldu svörtu leðri gefa til kynna margvísleg og ósamkvæm skila- boð. Til að fullkomna ruglinginn er talröddin, jafnvel þegar hann talar fullum rómi, líkust óánægjuvæli barns. VIII selja 100 milljóniraf „Bad“ En í öllum hamaganginum í kringum nýja albúmið er stóra spurningin scm tónlistarheimurinn er altekinn af sú hvort nýja platan geti virkilega slegið við vinsældum „Thriller" sem er söluhæsta plata sem gefin hefur verið út, 20 millj- ónir eintaka seldust í Bandaríkjun- um og 38 milljónir um allan heim. Því er haldið fram að Michael Jack- son sé allra manna uppteknastur af spurningunni um hvort honum tekst að slá sínu eigin heimsmeti við og hann hafi sett sér það mark- mið að selja 100 milljónir eintaka af „Bad". En nema því aðeins að hið sérk- ennilega útlit og fas Michaels reyn- ist vera ómótstæðilega spennandi, virðist ólíklegt að „Bad" nái við- líka útbreiðslu. eða jafnvel komist í hálfkvisti við „Thriller", sem hafði þá sérstöðu að vera eitt ný- jungagjarnasta plötualbúm í popp- menningarsögu Bandaríkjanna þegar tónlistarmyndbönd voru enn ný af nálinni og vísindaskáldskapur og hryllingsmyndir, sem settu mark sitt á myndbandið hans, voru enn í fullu gildi. „Thriller" var andsvar popptón- listarinnar við kvikmyndagoðsögn- um eins og „E.T." og Stjörnu- stríða-þríflokknum, sem veittu börnum á öllum aldri rómantík og hroll. Tcxtarnir á „Bad“-plötunni eru ekkert nýtt, hvorki í stíl né efni. En það verður að segjast eins og er að platan ber þess glögg merki að það kostaði 2 milljónir dollara að framleiða hana. Þar hefur Qu- incy Jones unnið gott verk og ball- öður Michaels eru dásamlega sungnir dagdraumar. En hraðari og harðari lögin bera öll merki harðs- oðins Hollywood drama þar sem söngur Jacksons er í samræmi við dansinn hans. Hann syngur næst- um mcð andköfum vegna þess að honum er svo mikið niðri fyrir, rétt eins og hann beini öllum krafti sín- um að dansinum. ímyndin hálfógnvekjandi - einkenni kyns, aldurs og kynþáttar eru útmáð Michael Jackson hefur skapað sér óróavekjandi ímynd af öðrum heimi, og það er hún sem maður tekur frekar eftir en en friðar- og kærleiksboðskapnum hans. Þar með tekur hann þá áhættu að eins og andrúmsloftið er í poppheimin- um þessa dagana geti persónulegt vald skemmtikrafts með skurð- goðsímynd gefið Ijúfum boðskap hans sama hljómgrunn og um helga bók væri að ræða. En það sem hann gefur til kynna með ímynd sinni er hálfógnvekjandi, þar sem einkenni kyns, aldurs og kynþáttar, þeirra þriggja meginþátta sem poppheim- urinn er upptekinn af, eru útmáð. Fæst andleg frelsun aðeins með því að forð- ast vísvitandi raunveruleik- ann og halda áfram að vera barn? Michael Jackson kemur fram eins og góðviljað, framandi stjörnubarn, sem hefur rekið í strand einhvers staðar milli Disn- eylandsog heimilis „E.T." úti í guf- uhvolfinu og hann virðist bíða þess að sýna fram á að andleg frelsun náist aðeins með því að forðast ví- svitandi raunvcruleikann og halda áfram að vera barn. Það er vægast sagt bölsýnn boðskapur. Því umb- reyting hans sjálfs í fígúru, sem gæti verið úr teiknimynd og hann hefur sjálfur fundið upp, táknar höfnun á mannkyninu sem hann hefur reynt að hjálpa og fræða með söngvum eins og „We Are thc World" og „Bad". Það sem við sitjum uppi með er ákaflega hæfileikaríkt, skelfingu lostið tákn fyrir sameiginlega þrá okkar allra eftir yfirskilvitlegri lausn á þjáningum mannkyns. Á sama hátt og „kóngshlutverk" Elv- is Presleys yfirskyggði frammi- stöðu hans sem skemmtikrafts er Michael Jackson þegar farinn að hverfa inn í hlutverk sitt sem eins konar gervi.,frelsari" poppheims- ins. Hann vill láta okkur halda að ef við eigum fallegar hugsanir og setj- um traust okkar á að beina óskum okkar til stjarnanna komi vel til greina að einhver leikfélagi utan úr geimnum komi til lags við okkur nógu snentma til að bjarga okkur frá glötun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.