Tíminn - 25.09.1987, Blaðsíða 19

Tíminn - 25.09.1987, Blaðsíða 19
Föstudagur 25. september 1987 Tíminn 19 SPEGILL Arabískir hryðjuverkamenn munu ræna Sylvester Stallone... Joan Collins og Victoria Principal slást um Harry Glassman, eiginmann Victoriu... Fergie verður ólétt að tvíburum... Oliver North verður frægur sjónvarpsmaður með eigin þátt ... o.s.frv. Þetta er aðeins smásýnishorn af spádóntum bandarísku spá- konunnar Florence Vaty, sem býr í Kaliforníu. Þaðan sendir hún frá sér einu sinni á ári spádómspistla um frægt fólk. Þetta er mikið lesið, en ekki höfum við neinar fréttir um áreið- anleika spásagnanna. gamm- inn geysa Söngvarinn Boy George fer í kyn- skipta-aðgerð. Joan og Victoria fara í hörkuslag út af Harry Glassman, eigin- manni Victoriu. Kaliforníu Fergie gengur með tvíbura, - segir spákonan! Það helsta sem fram kom í nýjustu pistlum Vaty spákonu var m.a. : - Michael Jackson og Eddie Murphy munu leika saman í söngleik eða söng- og danskvik- mynd, sem eykur enn á vinsældir þeirra. - Joan Collins og Victoria Principal leika saman í kvikmynd og þá kemur til mikilla átaka milli þeirra, því Victoria ásakar Joan fyrir að hún sé að reyna við eiginmann sinn, Harry Glassntan. Joan bregst reið við og neitar og úr þessu verða áflog milli fegurðardísanna! - Fergie, eiginkona Andrews prins, tilkynnir að hún gangi með tvíbura, en það munu þá, ef rétt reynist, fyrstu tvíburarnir í bresku konungsfjölskyldunni. - Boy George mun gangast undir skurðaðgerð til kynbreyt- ingar, svo hann geti löglega gifst síðasta kærastanum sínum. - Sly Stallone verður fyrir því, við upptöku í ísrael á enn einni Rambo-mynd, að arabískir ntannræningjar taka hann höndum. Björgunarlciðangri - í Rambóstíl -sem kostaður verður af Elton John poppsöngvara, tekst að bjarga Stallone. Margt Áeira er í þessum spá- dómum, svo sem að Stephanie Mónakó-prinsessa falli næst fyrir öldruðum leikara í Hollywood, sem einu sinni var ástfanginn af Grace móður hennar. - ... og Burt Reynolds og Loni Anderson munu loks láta verða af því að gifta sig og verður það „brúðkaup ársins". Kvikmyndahátíðin í Laugarásbíói She’sGottaHavelt Hún veröur aö fá’ða Bandaríkin 1986 Leikstjóri: Spike Lee. Handrit: Spike Lee. Kvikmyndataka: Ernest Dickerson. Hijóö: Barry Alexander Brown. Tónlist: Bill Lee. Lengd: 84 mín. Aðalhlutverk: Tracy Camilla Johns, Tommy Redmond Hicks, John Canada Terrell, Spike Lee. Raye Dowell. Framleið- andi: Forty Acres and a Mule Filmworks. Dreifingaraðili: Island Pictures. Hátíðir: Cannes, Edinburgh o.fl. She’s Gotta Have It kom á óvart í Cannes 1986, varð vinsæl af orðspori vann Prix de Jeunnesse og gagnrýnendur kölluðu Spike Lee „hinn svarta Woody Allen“. Á kvikmyndahátíðinni í San Fran- cisco stóðu áhorfendur upp og klöppuðu myndinni lof í lófa. „Og þessir áhorfendur", segir Spike Lee, „voru ekki einu sinni úr minni fjölskyldu". Með þessu á Lee við, að honunt hafi tekist að gera mynd, sem lýsir lífi og tilfinningum svert- ingja, með öðrum hætti en almennt er gert á hvíta tjaldinu. Mynd, sem bæði hvítir og svartir vilja sjá. Nola Darling er miðpunktur myndarinnar. Um hana snúast karlmennirnir þrír, sem deila með henni rúmi, - eftir því sem hún ákveður. Jamie er sá rómantíski, sem lítur á Nolu sem sinn eina sanna lífsförunaut; Greer er hinn sjálfselski líkamsræktarmaður, þar sem útlitið skiptir öllu („þegar við göngum saman á götu, snúast hausar") og Mars, litli fyndni maðurinn (leikinn af Spike Lee) fær Nolu til að hlæja. Nola getur ekki með nokkru móti gert það upp við sig, hvern ■þeirra hún elskar mest, en þar sem þeir vita allir hver af öðrum, reyna þeir að fá hana til að taka ákvörð- un, en í augunt Nolu mynda þeir eina heild, svo það er erfitt að velja og hafna. She’s Gotta Have It er frískleg mynd um líf og lífsviðhorf ungra svertingja í Brooklyn, gerð af litl- um efnum á 12 dögum í júní 1985. „í bandarískum kvikmyndum hafa svertingjar alltof oft orðið að horfa upp á Hollywood segja sína sögu“, segir Spike Lee. „Ég er ákveðinn í að breyta því, þó það verði í litlum mæli. Við eigum ekki það þurfa að leita til Spielbergs og félaga til að skýrgreina okkar líf. Svertingjar eiga að framleiða sínar eigin kvikmyndii;Punktur.“ Liangjia funu Stúlka af góöu fólki Kína 1985 Leikstjóri: Huang Jianhong. Handrit: Li Kuand- ing. Kvikmyndataka: Yun Wenyao. Lengd: 110 min. Enskur texti. Aðalhlutverk: Cong Shan, Zhang Weixin, Wang Jiayi, Liang Yan, Zhang Jian, Ji Peijie. Framleiðandi: Beijing Film Studio. Dreifingaraðili: China Film Export and Import Corp. Hátíðir: Rotterdam, Edin- borg, Montreal, London. Kínversk kvikmyndagerð hefur í gegnum árin þurft að þóknast duttlungum stjórnmálamanna. Eins og flestir vita hefur menning- arstefna stjórnvalda verið mikið á reiki undanfarin ár. Það sem þótti rétt í gær gat verið rangt á morgun. Það má því nærri geta að það hefur verið miklum erfiðleikum bundið að stunda frjálsa kvikmyndagerð í Kína. Hugmyndir vesturlandabúa um kínverskar kvikmyndir eru byltingaróperur í undurfurðuleg- um litum. Nú er öldin önnur, kínversk kvikmyndagerð hefur getið sér gott orð á allra síðustu árum. Ný kyn- slóð kvikmyndagerðarmanna er komin til sögunnar sem leggur niinni á áherslu á pólitískan boð- skap mynda sinna. Viðfangsefni sín sækja þeir gjarnan í skáldsögur eða fjalla um utangarðshópa í kínversku samfélagi. Sú mynd sem kvikmyndahátíð kynni fjallar um stöðu konunnar. Sögusvið myndarinnar er lítið fjallaþorp í Kína á jólunum 1949. Átján ára stúlka er látin giftast sex ára dreng. Kringum hið einangraða þorp geisar borgarastyrjöldin en hún er aðeins undirtónn til þess að leggja áherslu á einangrun stúlk- unnar. Þessu óvenjulega sambandi er lýst á næman hátt með fallegum Ijóðrænum stemmningum þar sem sögupersónum er stillt á móti hrjóstrugu landslaginu uppfullu af kynferðislegu táknmáli. Hljóðrás- in er að miklu leyti fallegur söngur sem undirstrikar vel einfaldleikann og fegurðina. Þetta er hæg og falleg mynd sem hrífur þá sem gefa sig henni á vald. Come and See Komiö og sjáið Sovétríkin 1985 Leikstjóri: Elem Klimov. Handrit: Alexander Addamovich og Elem Klimov. Kvikmyndataka: Alexei Rodionov. Tónlist: Oleg Yanchenko. Lengd: 145 mín. Enskur texti. Aöalhlutverk: Alexei Kravchenko, Olga Mironova. Framleið- andi: Belarusfilm, Mosfilm Studios. Dreifingar- aðili: Sovexportfilm. Hátíðir: Moskva gullverð- laun 1985. Sögusvið myndarinnar er síðari heimsstyrjöldin. Nasistar flæða inn í Rússland. Heilu þorpin eru máð út af landakortinu. Myndin fjallar um eitt slíkt þorp. Aðalpersónan er drengur sem finnur riffil og hyggst ganga í lið með andspyrnu- hreyfingunni. Hryllingur stríðsins Föstudagur 25. september Salur A Kl. 15.00 Hún verður að fá'ða Kl. 17.00 Hún verður aö fá'ða Kl. 19.00 Hún verður að fá'ða Kl. 21.00 Yndislegur elskhugi Kl.23.00 Komið og sjáið er síðan séður gegnum barnsaugu líkt og hjá Tarkovsky í Æsku ívans. Það sem drengurinn upplifir er eitt logandi helvíti á jörðu. Meðal ódæðisverka nasista sem hann upplifir er þegar þorpsbúum er smalað inn í kirkju og síðan er kveikt í. Af þessum lýsingum ætti fólki að vera ljóst að myndin er ekki fyrir viðkvæmar sálir en við- bjóðurinn er líklega sá, að því miður eru flest atriðin sannsögu- leg. Enda hefur myndinni verið líkt við ódauðlegan minnisvarða yfir gröfum fórnarlambanna. Eitt er víst að myndin er ein magnað- asta lýsing á stríði sem gerð hefur verið. Amerískar stríðsmyndir á borð við Platoon verða að sápuóp- erum í samanburði við þessa mynd. Áhorfandinn er negldur niður í sætið á meðan þessi 145 mínútna Salur B Kl. 15.00 Genesis Kl. 17.00 Ár hinnar kyrru sólar Kl. 19.00 "Frosni hlébarðinn Kl. 21.00 "Genesis Kl. 23.00 Matador hryllingssinfónía hellist yfir hann. Leikstjórinn Elem Klimov var áður þekktur fyrir gamanmyndir sínar en eftir að eiginkona hans, leikstjórinn Larisa Shepitko, lést í bílslysi ásamt nánustu samstarfs- mönnum hefur hann tekist á við alvarlegri hluti. Larisa var að taka kvikmynd sem hét Vertu sæl Mat- iora þegar hún lést. Klimov lauk þeirri mynd sem gerð er eftir skáldsögu Valentin Rasputin. Síð- an gerði hann myndina Larisa sem er tileinkuð minningu eiginkon- unnar. Þess má geta að meistara- verk Larisu, Seigla, var sýnt hér á fyrstu kvikmyndahátíðinni 1978. Elem Klimov er nú formaður í félagi kvikmyndagerðarmanna og hefur því mikilvægu hlutverki að gegna í þcirri þíðu sem skapast hefur í sovéskri kvikmyndagerð. SalurC Kl. 15.00 Stúlka af góðu fólki Kl. 17.10 Hnifurinn í vatninu Kl. 19.00 "Stúlka af góðu fólki Kl. 21.10 Hinn sjötti dagur Kl. 23.00 Hasarmynd (Comic Magazine) * = leikstjórar viðstaddir ’*=síðasta sýning DAGSKRÁIN í DAG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.