Tíminn - 25.09.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Föstudagur 25. september 1987
Titninn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Kristinn Finnbogason
Indriöi G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGislason
Aðstoöarritstjóri: OddurÓlafsson
Fréttastjórar: BirgirGuömundsson
Eggert Skúlason
Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason
Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306,
íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild
Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild)
og 686306 (ritstjórn).
Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550,-
Keyrt undir drep
íslenskir fjármögnunarstjórar hafa rekið upp
ramakvein út af fyrirhuguðum takmörkunum á
innstreymi kaupleigufjár til landsins. Morgunblað-
ið spyr í örvæntingu hvort orðið hafi grundvallar
stefnubreyting hjá sjálfstæðismönnum, trútt þeirri
varðstöðu sinni að siða flokkinn.
Talið er að gerðir hafi verið kaupleigusamningar
upp á fjóra milljarða, og er efst á blaði kaupleigu-
fyrirtækiö Glitnir hf. með tvo milljarða. Nú hefur
ríkisstjórnin tekið þetta mál til meðferðar, m.a.
vegna þess að erfitt er að hafa stjórn á efnahagsmál-
um með fjögurra milljarða innstreymi erlends fjár
eftir bakleiðum kaupleigunnar. Jón Baldvin
Hannibalsson, fjármálaráðherra, hefur gerst tals-
maður þess að draga kaupleiguna saman um
helming.
Um leið spretta upp menn sem vilja sökkva
þjóðinni í kaupleigu, og halda því fram að hún sé
að vísu óvenju mikil í byrjun, en þetta eigi eftir að
jafna sig. Það verður væntanlega ekki fyrr en
kemur að gjalddögum hjá þeim, sem halda að
stærðargráðan ísland geti lagt undir sig erlenda
markaði í stórum stíl, og hér þurfi ekkert nema
erlenda peninga til að hrinda því í framkvæmd.
Morgunblaðið staðhæfir að verði dregið úr kaup-
leigu „muni samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja,
bæði hér á landi og á erlendum mörkuðum,
versna“.
Ekki verður í fljótu bragði séð um hvaða
samkeppnisstöðu er verið að tala. Við flytjum út
fisk, eins og við höfum gert. Eru kannski jafngildi
nýrra „fiskimiða“ í uppsiglingu. Vegna kaupleigu-
peninga viröist allt í einu orðin þörf fyrir tvö
þúsund erlenda verkamenn til að manna þensluna
í fyrirtækjum sem fást við afganginn af útflutningi
okkar að fiskiútflutningi slepptum. Ekkert liggur
fyrir um, að framleiðsla þessara fyrirtækja muni
skila sér í auknum erlendum gjaldeyri. Vöxtur og
viðgangur þeirra mun þurfa að byggja á innlendri
neyslu að mestum hluta. Er þá ekki komið að því
að þurfa að flytja inn um tvö hundruð þúsund
neytendur?
Einn milljarður frá kaupleigufyrirtækjum hefur
farið til. bílakaupa. Nú segir formaður íslenskra
iðnrekenda að engin erlend lán hafi verið tekin til
fjármögnunar á fólksbílum. Framkvæmdastjóri
Glitnis segir hins vegar að kaupleigurnar hafi
heimild til að leigja bíla til atvinnurekstrar, en það
sé fjármagnað með innlendu lánsfé. „Auðvitað
vitum við að það er misnotað að einhverju marki,
en við getum ekki komið í veg fyrir það.“ Það mun
vera út af þessum og öðrum ámóta yfirlýsingum,
sem Morgunblaðið heldur því fram að rök ríkis-
stjórnarinnar gegn kaupleigufárinu séu fallin. Sé
óheft kaupleiga partur af frjálshyggjunni, þá er
alveg ljóst að íslenska þjóðfélagið hefur ekki
mæniása af nægum gildleika til að bera hana uppi.
GARRI
Að halda fólki
Þcgur Garri flcltir lilöðunum
þessa dagana fer honum líkt og
fleirum að hann stansar gjarnan
við skrif þeirra um fjármögnunar-
leigu. Svo er að sjá að það aukna
frelsi, sem fyrirtækjum hel'ur verið
veitt til að kaupa vélar og tæki
erlendis frá með kaupleigukjörum,
hafi leitt til þess að á þessu ári hafl
þjóðin aukið erlendar skuldir sínar
urn litla tvo miljarða.
Ákaflcga heint liggur við að
kenna þessu um þá stórauknu eftir-
spurn eftir vinnuafli hér innanlands
sem nú gætir út um allt. Svo er að
sjá að fyrirtækin hafl notað þetta
tækifæri til að auka vélbúnað sinn,
og þar mcð til að auka framleiðsl-
una einnig, en til þess þurfl nú fleiri
hendur til starfa en fyrirflnnist í
landinu.
Við þessar brcyttu aðstæður
reynir því enn meir en fyrr á hæfni
stjórncnda til að reka fyrirtæki sín
þannig að allt gangi þar snurðu-
laust. Allir vita að laun skipta
miklu máli um það hvar fólk ræður
sig til starfa, en þó ekki öllu. Atriði
eins og góður andi á vinnustað,
atvinnuöryggi, færi á að vinna
sjálfstætt og sýna frumkvæði í
starfl ræður miklu um val fólks á
atvinnu. Góður stjórnandi fyrir-
tækis í dag er maður sem hefur lag
á að laða fólk til starfa hjá sér,
jafnvel þótt eitthvað megi setja út
á launin.
Hlutur Reykjavíkur-
borgar
Garri ininnist á þetta vegna þess
að hjá Rcykjavíkurborg er nú kom-
in upp sú staða að þar mun vanta
um 400 manns til starfa. Sárast
m
Davíð: Stjómun hans hefur mis
heppnast.
bitnar þetta á dagheimilunum, en
eins og menn vita hel'ur fóstru-
skorturinn valdið því að þau eru
mcira og minna lömuð og lokuð.
Þetta telur Garri vera alvarlegt
mál, og kannski alvarlegra en
inargir vilja vera láta. I.itlu hnokk-
arnir eru framtíð okkar, og um þá
verður að hugsa. Það er löngu liðin
tíð að konur á góðum aldri sætti sig
við að vera lokaðar inni yfir börn-
um sínum sem hciinavcrandi hús-
mæður áratugum saman. Þær vilja
mennta sig og taka þátt í atvinnulíf-
inu á sama hátt og karlarnir. Til
sveitarfélaga í dag eru gerðar þær
kröfur að þau komi til móts við
þessar þarfir með nægilegu fram-
boði dagvistunar.
Að bregðast börnunum
Æðsti verkstjóri Reykjavíkur-
borgar er Davíð Oddsson borgar-
stjóri. Hlutverk hans er fyrst og
fremst að sjá um að stjórna því
fyrirtæki, sem Reykjavíkurborger,
með þeim hætti að allir borgararn-
ir, þcir litlu lika, fái þá þjónustu
sem þeir eiga heimtingu á. Til þess
grciða Reykvíkingar skatta sína og
skyldur til borgarinnar að fá að
notfæra sér í staðinn þjónustu
hennar.
Þegar fóstruskorturinn er orðinn
slíkur að loka þarf deildum og
manna aðrar með ómcnntuðu
starfsfólki þá er hins vegar eitthvaö
meira en lítið að í stjórnuninni.
Það er til mcira en nóg af sér-
mcnntuðu fólki í þessu landi til að
sjá um litlu börnin, en það kemur
bara ekki til starfa hjá Reykjavík-
urborg. Eins og allir vita er uppeldi
ungra barna vandaverk, og vita-
skuld er þjóðinni brýn nauðsyn að
nýta til þeirra verka krafta þess
fólks sem hcfur aflað sér bestrar
sérmenntunar. Ef aðstaðan til
starfa er hins vegar slík að sér-
mcnntaö fólk hrekkur frá, og i
staöinn þarf að manna stofnanirnar
með hverjum þeim sem býðst,
hvar cndar þetta þá?
Hér licl'ur því stjórnunin mis-
heppnast hjá æðsta verkstjóra
borgarinnar, sú stjórnun scm felst
í því að gera vinnustaðina aölað-
andi og eftirsóknarverða. Þetta
keinur í Ijós núna þegar kaupleigan
hcfur spennt upp vinnumarkaðinn
og samkeppnin um fólkið harðnar.
Garri sér ekki betur en að hér verði
Reykvíkingar óhjákvæmilega að
grípa í taumana í næstu kosningum
ef ekki verður bót á. Garri.
VÍTTOG BREITT
Frekja hinna hávaðasjúku
„Sú þjóðlífsmynd sem fjölmiðlar
og ýmsir ferðaútvegsmenn lcitast
við að draga upp fyrir þessu fólki
gefur sannarlega ekki til kynna að
hér búi gömul menningarþjóð með
ríka sagnahefð, miklu fremur ein-
angruð, rótslitin hálfnýlenduþjóð
með vanmáttarkennd." Þessi til-
vitnun er úr grein sem Steingrímur
Gautur Kristjánsson, borgardóm-
ari, skrifar í Morgunblaðið undir
fyrirsögninni Háreysti og hávaða-
sýki. Hér reynir hann að leiðrétta
þann misskilning að erlendir ferða-
menn komi hingað til að hella sér
út í skemmtanalífið og telur að
aðrir staðir séu þeim tiltækari til
þess brúks.
Annars er inntak greinarinnar
ekki um hvernig íslenskt þjóðlíf
komi útlendingum fyrir sjónir,
heldur hvernig það er afskræmt
fyrir landsmönnum sjálfum með
eftiröpun og gengdarlausu trúboði
lágmenningar enskumælandi þjóða
austan hafs og vestan.
Hávaðamengunin og síbyljan
lætur engan í friði og er dælt yfir
fólk heima og heiman af dæmafárri
frekju og fullkomnu tillitsleysi við
friðhelgi einstaklingsins og rétt
hans til að búa við ótruflaða sálar-
ró.
Vanmáttarkennd
einangrunarinnar
Óhætt mun að fullyrða að hvergi
í veröldinni hafa poppbrjálæðingar
náð öðrunt eins tökurn á þjóðlífi og
á íslandi.
í því felst nesjamennskan og af
því er sú ályktun dregin að hér búi
einangruð, rótslitin hálfnýlendu-
þjóð með vanmáttarkennd.
Gaddavírsmúsik er líka spiluð í
útlöndum, mikil ósköp. Þar er hún
líka í útvörpum og sjónvörpum og
tónleikar eru haldnir. En þjóðlíf
alvöru menningarþjóða er ekki
gegnsýrt af henni. Hún þrífst að-
eins sem lággróöur í fjölbreyttu og
rismeira menningarlífi.
Þegar ríkið sat eitt að rafeinda-
fjölmiðluninni töldu nesja-
mennirnir sem þar réðu ríkjum sér
skylt að taka poppið upp á sinn eyk
og pumpuðu því svo ótæpilega yfir
landslýð að bæta varð við heilli
útvarpsstöð svo að ekki yrði hlé á
garginu þegar lesa þurfti veður-
fréttir og fleira af því tagi.
Síðan hafa bæst við útvörp og
sjónvörp til að undirstrika að ís-
land er hálfnýlenda sem ekki verð-
ur bumbult af að lepja sleitulaust
alla þá lágkúru sem fellur af borð-
um afþreyingariðnaðar þeirra en-
skumælandi.
Ótakmörkuð þolinmæði
íslendingar eru máttvana gegn
yfirþyrmandi frekju hinna hávaða-
sjúku. Bágt er að ímynda sér að
borgarar nokkurs annars ríkis
mundu líða einhverjum kaup-
mannsfábjána að spila daglangt í
gjallarhorn yfir aðaltorg höfuð-
borgar sinnar eins og hér er gert.
Við torgið eru skrifstofur forseta
og forsætisráðherra og fara þeir
sem þangað eiga erindi ekki var-
hluta af þessari andstyggilegu aug-
lýsingamennsku.
Djöfulgangurinn á Lækjartorgi
er ekkert einsdæmi. Útvörpin sjá
svo um að griðastaðir eru fáir.
Víðast hvar virðist vera fólk sem
haldið er hávaðasýki og er ólmt að
breiða hana út. Tillitssemi við
náungann er ekki til í hugarheimi
hinna poppóðu.
Þessi menningarlega vanþróun
birtist í ýmsum myndum. Fjöl-
miðlafólk telur það hlutverk sitt og
skyldu að mæra popparana lofi og
er oft ömurlegt að fylgjast með
þegar útlendir spilamenn og söng-
varar láta svo lítið að koma til
landsins: Undirlægjuháttur og van-
metakennd fjölmiðlaranna senr
stundum eru að burðast við að tala
við þessi goð rennur manni til rifja.
Nýverið boðaði metnaðarfullur
fjölmiðill þau fagnaðartíðindi að
von væri á nokkrum æðislega fræg-
um poppurum til landsins til að
halda tónleika.
Hér er m.a. markaður fyrir stór-
stjörnu, sem kemur fram sem
kona, þótt karlmaður sé, hælir sér
af kynvillu og borist hafa hörmu-
lcgar fréttir af vegna eiturlyfjan-
eyslu og fráfalla náinna vina af
sams konar ofneyslu.
Það er talið mikið happ fyrir
íslenskan æskulýð að fá tækifæri til
að klappa þessu dýrðarfyrirbæri
lof í lófa.
Ljót er sagan sem Steingrímur
Gautur segir af manninum sem
ekki fékk að deyja í friði á opin-
berri heilbrigðisstofnun fyrir þeirri
áráttu hálfnýlenduþjóðarinnar að
dæla poppgarginu látlaust í hvern
krók og kinta.
Eðlilega er ein tegund dægur-
lagatónlistar ekkert óheilbrigðari
en önnur og sá rytmasláttur sem
kenndur er við popp er misjafn að
gæðum og er mörgum til skemm-
tunar. En það sem hér um ræðir er
hve óhóflega öllu þessu er dælt yfir
og að þeim sem ekki hafa smekk
fyrir látlausan hávaða skuli hvergi
eirt.
Það er óþarfi að láta básúnur
poppsins komast upp með að draga
þjóðlífið niður á menningarstig
hálfnýlendunnar. OO