Tíminn - 25.09.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Föstudagur 25. september 1987
ALMENNINGSNÖF.
,SICL UFJ ÖRÐUR
HOFfíl
HOFS'O'.
SLFITUBJARNAS TAfílR
Holavegur fra Siglufjarðarvegi að
Dalsmynm Logð verður tvoföld
klæðing a kaflann, sem er 3.3 km
lanqur. Verktaki er Hagvirki hf.
MIKl IHAH
ANASTAfílH
Skagavegur fra Fossa að Laxar-
dalsheiði Vegunnn hefur verið
styrktur Verktaki var F|orður sf
GOÐfíALIH
Vegaframkvæmdir á Norðurlandi vestra:
Ný brú byggð
yfir Hofsána
í þriðja sinn er litið yfir vegafram-
kvæmdir Vegagerðar ríkisins í
Norðurlandsumdæmi vestra. Við
höfum tvisvar áður birt kort yfir
framkvæmdir Vegagerðarinnar á á-
kveðnum stöðum, með misjöfnum
árangri. En allt er þegar þrennt er og
enn skal reynt, og nú skal það takast!
Við lítum á nokkra framkvæmda-
staði í þetta sinn. Við hefjum förina
á Skagavegi, frá Fossá að Laxárdals-
heiði, þá á Skagafjarðarveg frá
Daufá að Reykjavöllum, um Hóla-
veg frá Siglufjarðarvegi að Dals-
mynni, lítum á brúarbyggingu yfir
Hofsá við Hofsós, um Höfðastrand-
arveg frá Enni að Engihlíð, um
Austurdalsveg um Byrgisskarð,
Siglufjarðarvcg frá Reykjarhóli um
Ketilás að Reykjaá, Siglufjarðarveg
um Mánárskriður, frá Strákagöng-
um að Siglufirði, og loks Flugvallar-
veg í Siglufirði.
Þar með er framkvæmdum Vega-
gerðarinnar í Norðurlandsumdæmi
vestra loks lokið. Jónas Snæbjörns-
son, umdæmisverkfræðingur á lof
skilið fyrir skilvirka vinnu við korta-
gerð. Við höfum þá farið yfir Vestur-
land, Vestfirði, Austurland og nú
Norðurland vestra. -SÓL
Öryggismál á vinnustöðum
Námskeið í Iðntæknistofnun:
sem standa að námskeiðinu í sam-
vinnu við danska Vinnuumhverfis-
sjóðinn.
Markmið námskeiðsins er að auka
færni þátttakenda í að vinna að
þessum málum á sínum vinnustöð-
um og veita þeim tækifæri til að bera
saman reynslu sína. Viðfangsefni
námskeiðsins eru m.a. skipulagning
öryggismála og að starfa að þeim,
áhrif vinnuumhverfis á heilsu og
líðan, hönnun vinnuaðstöðu, loft-
ræsting og hitastig, tæknileg hjálp-
argögn og greining á orsökum slysa.
Námskeiðið er skipulagt af danska
Vinnuumhverfissjóðnum og stuðst
við víðtæka reynslu Dana á þessu
sviði. Leiðbeinendur eru danskir
sérfræðingar og íslenskir, sem fjalla
um íslenskar aðstæður sérstaklega.
Kennt verður í húsi Iðntæknistofn-
unar að Keldnaholti, þar sem fást
nánari upplýsingar.
Smyglaöi 300 gr. af hassi:
Dani má dúsa í
Leikhúslíf á Akureyri:
„Er það einleikið“
aftur á fjölunum
Leikstjóri er Þórhildur Þorlcifsdóttir, Jón Þórisson hannar leikmynd
og Ingvar Bjömsson lýsingu. Sem sagt endurfrumsýning hjá Þráni
Karlssyni laugardaginn 27. september. HIA-Akureyri
Stjórnendum, öryggisfulltrúum,
verkstjórum og þeim er annast inn-
kaup og skipulágningu í fyrirtækjum
og stofnunum cr gefinn kostur á
grunnnámskeiði í öryggismálum á
vinnustöðum dagana 30. september
og 1. október. Það er Vinnueftirlit
ríkisins og Iðntæknistofnun íslands
Siglufjarðarvegur um Manár-
skriður. Lokið var afrettmgu vegar-
ms um Mánárskriður og lagt mal-
arslitlaq á hann.
Siglufjarðarvegur frá Stráka-
göngum að Siglufirði. Vegurmn
verður breikkaður á um 700 m
kafla. Verktaki er Arnarfell hf
Siglufjarðarvegur frá Reykjarhóli
um Ketilás að Reykjaá. Vegurinn
hefur verið styrktur. Verktaki var
Möl og sandur hf. Lögð hefur venð
emfold klæðing á kaflann, sem er
16,4 km langur. Efra lagið verður
lagt i haust Verktaki er Hagvirki.
Flugvallarvegur i Siglufiröi. Veg
urinn verður hækkaður og breikk
aður Lengd veganns er 1,1 km
Verktaki er Framtak sf
.APPSS TAfílR
Hofðastrandarvegur frá Enm að
Engihlið. Byggður verður nýr veg-
ur og tengd bru. sem byggð var a
s.l ári. Kaflinn er 2,5 km langur
Verktaki er Framtak sf
Hofsá i Hofsósi. Byggingu nýrrar
bruar yfir Hofsa lykur i haust.
Brúarsmiður er Gisli Gislason.
Austurdalsvegur um Byrgis-
skarð. Vegurinn endurbættur a 1
km kafla Verkstjóri var Alfreð
Jónsson.
VARMAHLIÐ
Skagafjarðarvegur fra Daufa aö
Reykjavollum. Lögð verður tvofold
einbreið klæðing á kaflann. sem er
3 km langur Verktaki er Hagvirki
hf
fimmtíu daga
Ákveðið hefur verið að afmælis-
sýning Þráins Karlssonar „Er það
einleikið?“ verði tekin upp aftur
og flutt í nokkur skipti á Akureyri.
fyrst laugardaginn 27. september.
Auk þess hyggst Þráinn ferðast um
Norðurland og sýna verkið á
nokkrum stöðum.
Fyrir um það bil ári frumsýndi
Þráinn Karlsson leikari á Akureyri
leikritið „Er það einleikið?“. Með
þessari sýningu var Þráinn að halda
upp á 30 ára leikafmæli sitt. Verkið
var sýnt bæði á Akureyri og
Reykjavík við góðar undirtektir.
Nú hefur verkið verið tekið upp
aftur og er fyrsta verkefnið, sem
sýnt verður á Akureyri á þessu
starfsári. Þess ber að geta að fáar
sýningar verða á verkinu á Akur-
eyri.
„Er það einleikið?" saman
stendur af tveimur einþáttungum
eftir Böðvar Guðmundsson. Fyrri
þátturinn er „Varnarræða mann-
kynslausnara" og hin síðari „Gamli
ntaðurinn og kvenmannsleysið".
Að sögn Þráins fjallar „Varnar-
ræða mannkynslausnara" um
mann sem ætlar að frelsa mannkyn-
ið á einkar sérstæðan hátt. Hann cr
hankaður og í varnarræðunni rétt-
lætir hann gjörðir sínar sem hann
álítur hinn stóra sannleik, jafn-
framt því sem hann rifjar upp atvik
úr ævi sinni. „Gamli maðurinn og
kvenmannsleysið“ fjallar um
sveitamann sem á ekkert land
lengur. Hann vinnur á olíuborpalli
á Norðursjónum og hittir af tilvilj-
un gamlan sveitunga. Þeir fara að
rifja upp liðna tíð úr sveitinni
heima. Þátturinn endurspeglar á-
standið í sveitum landsins fyrir um
það bil 30 til 40 árum þegar sumar
sveitir allt að því tæmdust og menn
vöknuðu upp við það að þeir voru
einir eftir og eins og segir í leikrit-
inu „höfðu aldeilis land að erfa“.
í gær var Dani dæmdur í fíkniefna-
dómstólnum til að afplána 50 daga
fangelsi fyrir að bera inn í landið um
300 grömm af hassi fyrir aðra aðila.
Hann hóf þegar afplánun.
Daninn var tekinn höndum um
miðjan þennan mánuð ásamt Islend-
ingi og voru báðir settir í gæsluvarð-
hald. Við húsrannsóknir fannst hass
og einnig amfetamín. Fleiri tengjast
þó málinu en þessir tveir, en aðrir
voru ekki úrskurðaðir í lengra
varðhald.
í fyrstu töldu rannsóknaraðilar að
málið væri ekki umfangsmikið en nú
þegar kurl koma til grafar virðist
sem þeir hafi misreiknað sig. Eins og
venja er var meðferð útlendingsins
hraðað og þáttur hans tekinn fyrir
þegar í gær. Það sem snýr að íslend-
ingnum er enn til rannsóknar, en
búist er við að málið verði allt sent
fíkniefnadómstólnum von bráðar.
Þj