Tíminn - 25.09.1987, Blaðsíða 13
Tíminn 13
Föstudagur 25. september 1987
AÐ UTAN
llllllllllillllllllllllllllll
Lágur blóðsykur
Oft hefur veriö talað um lágan
hlóðsykur í fólki, sem finnur til
magnleysis í dagsins önn en þykir
þá mikil bót að demba í sig sykri
eða sætindum. Nú hefur danskur
lyflæknir, H. Toft lýst því yfir að
hann hafi aldrei á 20 ára starfsferli
mælt lágan blóðsykur hjá nokkrum
sjúklingi. En þjóðsagan um að
lágur blóðsykur valdi fjölda fólks
þreytu og sálrænum vandamálum
virðist einkar lífseig og erfitt að
uppræta hana. Rætt var við H.
Toft í Berlingske Tidende fyrir
skömmu og segjum við hér frá því
sem þar kom fram.
„Lágur blóðsykur - hálf niilljón
Dana á við hann að stríða" var
fyrir nokkru yfirskrift á grein í
vikublaði. Greinin fjallaði um einn
af þeim mörgu náttúrulæknum,
sem halda því frant að mögnuð
þreyta og margvísleg óþægindi af
geðrænum toga stafi af lágum blóð-
sykri, og að mögulegt sé að vinna
bug á þessum lasleika með því að
taka króm, með vissu mataræði og
ýmislegri meðferð annarri.
H. Toft lyflæknir fær oft til sín
sjúklinga sem halda að blóðsykur-
inn sé lágur og sé þar að finna
ástæðuna til að þeint líður ekki vel,
hvorki líkamlega né andlega.
„Þetta er þjóðsaga sem við lækn-
arnir höfum átt í mesta basli með
að kveða niður," scgir hann, „og
það gerir málið ekki einfaldara að
mörgum sjúklingunt, sem eru ekki
í sálrænu jafnvægi, finnst þcir hafa
fengið bót eftir að hafa ráðfært sig
við einhvern sem beitir öðrum
aðferðum. Sú bót er þó
skammvinn. En raunverulega er
sjúkdómurinn „lágur blóðsykur1-
afar sjaldgæfur. Ég hef aldrei rekist
á hann, og ekki heldur þeir starfs-
bræður mínir scm ég þekki. í þau
20 ár sem ég hcf unnið sem sér-
fræðingur, hef ég aldrei mælt lágan
blóðsykur, þ.e. að blóðsykurinn
hafi verið undir 2.5 millimol pr.
lítra."
Prófanirnar
Læknirinn Iteldur áfrant: „Árum
santan fóru mælingar frani með
svokallaðri sykurþolsprófun, sem
náttúrulæknarnir styðjast nú oft
við. Þá var fastandi maður látinn
neyta 75-100 gramma af sykri og
síðan var blóðsykurinn mældur á
hálftíma fresti í 4-5 klst. Það kom
í Ijós að u.þ.b. fjórði hver þeirra,
sem álitið var að hefði „tilhneig-
ingu til lágs blóðsykurs" mældist
allt niður undir 2.5 millimol pr.
lítra. En þegar þeir, sem ekki
höfðu minnstu „tilhneigingu til lágs
blóðsykurs" gengust undir sams
konar mælingu, reyndist líka fjórð-
ungur mælast á því stigi.
„Lágum blóðsykri" er kennt um
margs konar óþægindi, þreytu,
höfuðverk, svefnleysi, slen, offitu
og alkóhólisma. Hugtakið er notað
um það sem oft hendir fyrri hluta
dags, það á sérstaklega við um
margar yngri konur, að þær. finna
til hungurs og eru titrandi og
máttfarnar. f langflestum tilfellum
er ekkert athugavert að finna við
sykurefnaskiptin hjá þessum
konur, en það er augljóst að þeim
líður betur um stund ef þær borða
eitthvað."
Köstin
Og enn heldur læknirinn áfram:
„Köstin, sem þessar konur fá,
minna mikið á raunveruleg köst
vegna lágs blóðsykurs, sem flestir
sykursýkisjúklingar sem fá insúlín,
kahnast við, svo að það er auð-
skiljanlegt að konurnartrúi þessari
skýringu. Sykursýkisjúklingur,
sem hefur fengið insúlín að morgni
til, en gleymir að borða máltíðina
sína um ntiðjan morgun, getur
auðveldlega átt á hættu að fá kast
vegna lágs blóðsykurs. Það hefur í
- hvað
er
það?
- Enginn sjúkdómur
til sem heitir „lágur
blóðsykur“ segir
danskur læknir
för með sér aukna framleiðslu
hormónsins adrenalin frá nýrna-
hettunum sem gagnviðbrögð til að
hækka blóðsykurinn. Adrenalínið
hefur þessar hliðarverkanir, til-
hneigingu til að svitna, hraðari
hjartslátt, þreytu o.fl. Það finnst
líka aukið magn af adrenalíni í
blóði konu, sem ekki hefur sykur-
sýki en líður illa fyrri hluta dags,
en um leið finnst örlítið hækkaður
blóðsykur vegna adrenalínsaukn-
ingarinnar."
Nútimastreita?
Um hugsanlegar orsakir Itefur
læknirinn eftirfarandi að segja:
„Nú á dögum er álitið að hér kunni
að vera um að ræða streitu, ótta,
leiðindi, einhvcr viðbrögö af hálfu
heilans, sem örvar nýrnahetturnar
til að mynda adrenalín. Það linar
einkennin að standa upp frá skrif-
borðinu og sækja sér eitthvað sætt
að borða, en það léttir líka á
einkennunum að gera svolitla leik-
fimi, drekka vatnsglas eða borða
gulrót eða brauðsneið, svo að hér
er eiginlega frekar á ferðinni sál-
fræðilegt atriði. Morgunninn getur
verið langur, þegar fólk situr um
kyrrt. Á þeim vinnustöðum þar
sem fólk situr stanslaust, ætti að
gera 5-10 mínútna hlé til að gera
ofurlitlar leikfimisæfingar og borða
hálfa rúgbrauðssneið. bæði fyrri og
síðari hluta dags. Iðnaðarmenn
skipta deginum skynsamlegar nið-
ur þegar þeir borða t.d. bæði
morgunmat og máltíð um miðjan
morguninn. Reyndar hefur aldrei
komið til mín erfiðismaður, sem
hefur kvartað undan „lágum blóð-
sykri“.“
Ráðið
Og þá kemur sú ráðlegging sem
læknirinn kann besta: „Besta ráðið
sem ég get gefið væri líklega að
allir ættu að borða eins og sykur-
sýkisjúklingur, sex litlar máltíðir á
dag. Og að meginhluta til á það
sem þeir láta í sig að vera auðugt
að próteini eða hægunnu kolvetni,
eins og í grófu brauði og grænmeti.
Sykur og mjólkursykur eru t.d.
tiltölulega fljótunnir. Þess vegna
er betra að borða brauð en jógúrt
að ntorgni.
Auðvitað á fólk þrátt fyrir ofan-
sagt að leita til læknis þegar það
hefur grun að það líði af „lágum
blóðsykri". Það eru ýmsir sjúk-
dómar, tiltölulega sjaldgæfir, sem
hafa í för nteð sér lágan blóðsykur.
Sá þekktasti er svokallaður „insul-
inom", æxli í brisinu sem oft er
góðkynja. Sjúkdómar í lifur geta
líka verið ástæðan, og vannærður
alkóhólisti getur fengið mjög lágan
blóðsykur, sem hefur í för með sér
meðvitundarleysi. En ég vildi
gjarna taka þátt í að ganga af
dauðri vofunni sem kallast „lágur
blóðsykur" og margir gera mikið
veður út af.“
Algengar fyrirspurnir í
lesendadálkum
dagblaðanna
í sama blaði ereinmitt fyrirspurn
til lækna í lesendadálki frá 44 ára
gamalli konu, sem hættir til að
fitna. Hún finnur til magnleysis
fyrri hluta dags, sem hún segist
geta ráðið bót á með því að stinga
upp í sig súkkulaðibita en hafi þá
miklar áhyggjur af hitaeiningun-
um. Hún segist hafa velt því fyrir
sér að sumt fólk geti unnið mikið
og vel í skorpum og sé svo aðgerða-
lítið inn á milli en aðrir virðist geta
haldið áfram að vinna jafnt og þétt
án þess að þeir þurfi að maula
sætindi inn á milli. Sjálf segist hún
tilheyra fyrrnefnda hópnum og
spyr hvort læknarnir geti gefið
einhverja skýringu á þessu mis-
munandi þreki hjá fólki.
Konan segist fá sér vel að borða
á morgnana, súrmjólk með morg-
unkorni og þykka sneið af grófu
brauði með osti. Að vísu borði hún
sig aldrei sadda af ótta við að fitna.
En allt komi fyrir ekki, hún missi
allan mátt um miðjan morgun.
í svari læknanna segir að of lágur
blóðsykur geti haft í för með sér
margvísleg einkenni, hungurtil-
finningu, ógleði, svima, þreytu,
geyspa, bráðlyndi, skjálfta, tauga-
óstyrk og vanlíðan, jafnvel öngvit.
Og algengt sé að þetta gerist fyrri
hluta dags. Þetta ástand sé helst að
finna meðal kvenna á fertugsaldri.
Þegar ástandið sé mjög slæmt sé
fljótlegast að vinna bug á því með
því að fá sér þrúgusykurtöflu, sem
líkaminn vinni hratt úr. Venjuleg-
ur sykur, súkkulaði og slík sætindi
veiti líka nokkuð fljóta lausn, en
þar fylgi með hitaeiningavandinn.
„Þess vegna er betra - eins og
alltaf-að fyrirbyggja, og það þýðir
í þessu tilfelli að fólk verður að
muna eftir morgunmatnum og að
öðru leyti borða litlar máltíðir og
oft, og taka mið af hitaeininga-
fjöldanum. Fæðan á að vera prót-
einauðug og það á að velja hæg-
unnin kolvetni einsog t.d. í brauði.
Forðast ber reykingar."
Læknarnir svara því líka til að
það sé blóðsykrinum óviðkomandi
hvort fólk viil vinna í skorpum eða
hægt og sígandi. Vinnuaðferðin sé
frekar í samræmi við skaplyndi
viðkomandi.
Svör læknanna til þeirra sem
kenna skyndilegs magnleysis, oft á
vissum tíma dagsins, eru því á einn
veg.