Tíminn - 03.10.1987, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.10.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 3. október 1987 Helstu hindranir vöruþróunar og nýrrar tækni aö mati iðnrekenda: Dani vantar hæfa menn - íslendinga meiri peninga Athygiivert er hve íslenskir og danskir iðnrekendur telja sig hafa við mismunandi hindranir og vanda að glíma við vöruþróun, innleiðingu og fjárfestingu í nýrri tækni, samkvæmt víðtækri könnun meðal þeirra, sem skýrt er frá í nýju fréttabréfi FÍI. Ein höfuðhindrunin sem dönsku iðnrekendurnir telja sig hafa við að glíma er skortur á hæfum starfsmönnum. Fjármögnunarvandamálin eru hins vegar yfirleitt lang efst á blaði íslenskra iðnrekenda. Þá er athyglivert að allmargir Dananna töldu opinberar reglugerðir til hindrunar en á slíkt var tæpast minnst af íslenskum iðnrekendum. % 80 —| 70- Hindranir fyrir fjárfestingu í nýrri tækni 60 - 50 - 40 - 30 - 20 - 10 — Danmörk Skortur á hslum starfsmönnum Stærö fyrir- tækisog möguleikar á að nýta tæknina á arAhæran hátt Opinberar reglugeröir I Fjármögnunar- vandamál í könnuninni sem gerð var í júní sl. kom m.a. í ljós að um 75% íslensku iðnrekendanna sem tóku þátt í könnuninni fjárfestu í tækja- búnaði, nýjum framleiðsluaðferðum eða framleiðslustýringu á síðasta ári, fyrir að meðaltali um 5% af veltu fyrirtækjanna. Afþeim dönsku stóðu 50% í nýjum fjárfestingum. Um þriðjungur þessara Dana taldi sig lenda í óvæntum erfiðleikum en aðeins um 6. hluti íslendinganna. Algengasta óvænta vandamálið hjá báðum voru tæknileg vandamál við uppsetningu og notkun. Aðlögun fyrirtækisins að tækninni var hins vegar tvöfalt meira vandamál hjá dönsku fyrirtækjunum og sömuleiðis skortur á starfsmönnum. Þá er at- hyglivert að danskir kvörtuðu tífalt meira um tafir frá seljendum tækni- búnaðarins. Tæplega helmingur íslensku fyrir- tækjanna og um 40% þeirra dönsku telja hindranir í veginum fyrir nýrri Brunabótafélag íslands og verka- lýðsfélagið í Borgarnesi hafa undir- ritað tryggingasamning fyrir hönd á sjötta hundrað félagsmanna Verka- lýðsfélags Borgarness 70 ára og yngri. Þetta er fyrsti tryggingasamn- ingurinn sinnar tegundar hér á landi. Tryggingin felur í sér dagpeninga- greiðslur þremur mánuðum eftir slys eða sjúkdómslegu og gildir í 9 mán- uði. Launþeginn á venjulega rétt á launagreiðslum í þrjá mánuði frá vinnuveitendum sínum en að því loknu taka almannatryggingar við. Trygging Brunabótafélagsins að upphæð 21.500 krónur bætist nú við tryggingagreiðslur Tryggingastofn- unar á hverjum mánuði þannig að félagsmaður verkalýðsfélagsins í Borgarnesi myndi fá rúmlega 30 þúsund krónur á mánuði í 9 mánuði beri slys eða sjúkdóma að höndum og vari lengur en þrjá mánuði. Ekki skiptir máli á hvaða tíma sólarhrings slys verður upp á dagpeningagreiðsl- ur þessar að gera. tækni. Hjá þeim íslensku er fjár- mögnunarvandinn, að vanda, talinn lang stærsta hindrunin auk stærðar fyrirtækjanna og möguleika á að nýta tæknina á arðbæran hátt. Hjá dönsku fyrirtækjunum var fjár- mögnunarvandinn hverfandi, en 57% þeirra töldu skort á hæfu starfs- fólki standa sér í vegi. Svipað var uppi á teningnum þeg- ar spurt var um hindranir sem stæðu í vegi fyrir vöruþróun og þróun nýrra framleiðsluaðferða. Nær 3 af hverjum 4 dösnkum töldu skort á hæfum starfsmönnum til hindrunar, sem var tvöfalt hærra hlutfall en hér á landi. Fjármögnunarvandamálið var hins vegar til trafala hjá um helmingi íslendinganna en innan við fjórðungi Dananna. Hinn stóri fjármögnunarvandi ís- lenskra fyrirtækja kemur sjálfsagt fáum á óvart. En að kortur á hæfum starfsmönnum skuldi vera margfalt stærra vandamál í Danmörku, þar Sjúkrasjóðir verkalýðsfélaganna geta með þessu móti endurtryggt sig gegn skakkaföllum hjá tryggingafé- laginu og gengur að jöfnum vísitölu- tryggðum iðgjaldagreiðslum til þess ár hvert. Verkalýðsfélagið í Borgarnesi bauð tryggingu þessa út og ákvað síðan að taka tilboði Brunabótafé- lagsins. Verkalýðsfélagið í Borgarnesi er fyrsta félagið sem kaupir frítíma slysatryggingu fyrir félagsmenn sína þannig að segja má að það sé leiðandi í tryggingarvernd félags- manna sinna. Brunabótafélagið hefur auk þessa nú nýlega sent stéttarfélögunum tryggingartilboð sem felur í sér hóp- líftryggingu félagsmanna allan sólar- hringinn en mjög mismunandi er hvernig stéttarfélög tryggja að vinnuveitendur félagsmanna sinna greiði tryggingar. Meðlimir sumra stéttarfélaga eru tryggðir allan sólar- hringinn, meðlimir annarra aðeins í' sem töluvert atvinnuleysi hefur ríkt um áraraðir, heldur en á íslandi þar sem gífurleg þensla er á vinnumark- aðnum sýnist athygliverð niðurst- vinnutíma. Sem dæmi má nefna að öll aðildarfélög innan ASÍ nema félagsmenn Iðju hafa eingöngu aða. Sömuleiðis að opinberar reglu- gerðir skuli þvælast meira fyrir dönskum en íslenskum. tryggingu fyrir félagsmenn sína í vinnutíma starfsmanna. Með frítímatryggingartilboði Fjöldauppsagnir á Orkustofnun: Stjórnarmenn í samkeppni við stofnunina Innan Orkustofnunar ríkir nú stríðsástand, eftir að 18 starfs- mönnum var sagt upp störfum, þar á meðal sumum starfsmönn- um nteð áratuga starfsaldur hjá stofnuninni að baki og er stefnt að því að 10 manns til viðbótar verði strikaðir út af launaskrá og ekki ráðið aftur í þær stöður. Starfsmannaféiag Orkustofn- unar (SOS) hélt fund um málið sama dag og „uppsögnum rigndi yfir fólkið" eins og segir í frétta- tilkynningu frá SOS-urum og var þar samþykkt samhljóða tilmæli tii stjórnar Orkustofnunar um að hún segði tafarlaust af sér. Ástæðuna segir starfsmannafé- lagið vera að stjórninni hafi gcrs- amlega misheppnast að sjá hags- munum stofnunarinnar borgið og verja starfsmenn hennar þeim áföllum sem fjöldauppsagnir vissulegaeru. „Þetta er ráðherra- skipuð stórn sem sinnir meira stundarhagsmunum pólitískra flokka en langtímahag orkuiðn- aðarins. Að auki ríkir það óeðli- lega ástand innan stjómarinnar að tveir af þremur stjórnarmönn- um hafa beinna hagsmuna að gæta innan stofnana og fyrirtækja sem eru samkeppnisaðilar OS‘‘ segir ennfremur í áðurnefndri fréttatilkynningu. Stjórn og starfsfólk Orkustofn- unar hélt síðan með sér fund í gærdag. Þegar Tíminn fór í prent- un lá niðurstaða fundarins hins vegar ekki enn fyrir. - SÓL Brunabótar er boðið upp á tryggingu allan sólarhringinn og dánarbætur af öðrum ástæðum en af slysförum. Einnig hefur verið boðið upp á örorku- og dánartryggingu vegna slysa og slysakostnað á börn félags- manna. Sem dæmi má nefna félagsmann sem á maka og tvö börn sem deyr í vinnuslysi. Hann væri tryggður fyrir 899.500 krónur hjá vinnuveitanda sínum. Ef slys yrði í frítíma hans fengjust engar bætur. Samkvæmt tilboði Brunabótar yrði maðurinn tryggður fyrir um 1200 þúsund allan sólarhringinn. - ABS - HEI Verkalýðsfélag Borgarness kaupir slysa- og örorkutryggingu hjá Brunabót: Félagsmenn fá lágmarkslaun í 9 mánuði séu þeir f rá vinnu Jón Agnar Eggertsson formaður Verkalýðsfélags Borgarness undirritar hér tryggingarsamning við Brunabótafélag íslands. Auk hans eru á myndinni Ingi R. Helgason forstjóri B.í. t.v. og Lára V. Júlíusdóttir (sem var ráðgjaFi verkalýðsfélagsins í samningunum) og stjórn sjúkrasjóðs verkalýðsfélagsins. Mynd: Bjöm Hcnnannsson 3 mín. staðarsímtal að degi til kostar 30 mín. 5taðarsímtal að degi til kostar kr. kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.