Tíminn - 03.10.1987, Blaðsíða 11

Tíminn - 03.10.1987, Blaðsíða 11
Laugardagur 3. október 1987 Tíminn 11 Hnignun þjóðar eða þjóðfélags er ögrandi sögulegt viðfangsefni. Hnignun Rómaríkis er tengd ytri þrýstingi barbaranna og getuleysi landbúnaðarhéraðanna í útjaðri heimsveldisins til að veita öfluga mótspyrnu. í ævafornu grísku borgunum í Litlu Asíu má rekja hnignunina til þess að hafnir fyllt- ust og veittu þar með ekki aðgang að hafinu. í heimsveldi Azteka í Mexíkó var það innrás grimmra Evrópumanna. í Kína er það hins vegar löng saga. I Bandaríkjunum, hver veit ástæðuna þar? Það er þó víst að á mörgum sviðum kennir maður hnignandi siðferðis. Ríkisstjórnin er vanhæf, embættismennirnir okkar sýna getuleysi við að hrinda stjórnarstefnu í framkvæmd svo að gagn sé að eða innan laganna. Svo virðist sem sjálft stjórnkerfið sem mótar stefnuna, sé orðið óvirkt, þar sem samskipti yfirmanna í framkvæmdahluta ríkisstjórnar- innar eru orðin að merkingarlaus- um skýringarmyndum af skilgrein- ingu og táknum um mögulegar lausnir. Slíkt samhengisleysi og óreiða í stefnumótun og fram- kvæmd hennar er á hinn bóginn afleiðing af því hvað almenningur er reiðubúinn að meðtaka ímynd fremur en innihald í vali sínu á stjórnarstarfsmönnum, án minnstu umhugsunar. Vanhæfi er fylgihnöttur hnignunar Vanhæfi er fylgihnöttur hnign- unar vegna þess að hnignun hefur ekkert markmið. Þegar fólki er sama um framvinduna og hefur ekkert markmið í augsýn leggur það sig ekki allt fram. Það verður makrátt og sættir sig við ósigur. Það heldur áfram að eignast af- kvæmi í heimi sem er að drukkna í offjölgun mannkyns, en fólk vill ekki hafa stjórn á eitrun lofts og vatns til að viðhalda heilbrigði þjóðarinnar. Einn nefndarmanna íþingnefnd- inni, sem rannsakaði íran-kontra- málið, fullyrti að aðalatriðið í því sem fram kom í yfirheyrslunum væri „vanhæfi ríkisstjórnarinnar". Ég er honum innilega sammála og hafði reyndar sjálf verið að hugsa um þetta sama. Ég skilgreini „van- hæfi“ sem hroðvirknislega og tæti- ngslega frammistöðu sem skilar að lokum óæskilegum árangri. Hæfi, andstæðan, er hæfileikinn til að skila starfi af sérfræðikunnáttu, snyrtilega og hárrétt án þess að gera kjánaleg mistök. Vanhæfi getur verið af tveim gerðum. Annars vegar léleg frammi- staða, vanhæfið til að skila af sér ákveðnu verkefni án þess að gera úr því hreina vitleysu, eins og t.d. sá sem þvær upp og skilar af sér diskunum fitugum. Hins vegar er það léleg hugsun - líka þekkt sem heimska- þegar maður rígheldur ósveigjanlega í fyrirfram ákveðnar hugmyndir og kemur þess vegna ekki auga á þýðingarmikil einkenni í staðreyndum eða kringumstæð- um, sem blasa við, og þar af leiðandi er ekki brugðist við þeim af skynsemi. Það var þessi tegund vanhæfis sem Neville Chamberlain tók með sér, ásamt regnhlífinni. á fund Hitlers í Múnchen. Báðar þessar tegundir vanhæfis eru fyrir hendi í hnignandi þjóðfélagi. Og gríðarlegt vanhæfi, af báðum Bandaríski sagnfræðingurinn og tvöfaldi Pulitzerverðlaunahafinn Barbara Tuchman hefur nú þungar áhyggjur af hnignandi siðferði þjóðar sinnar þar sem vanhæfi og vangeta geti haft í för með sér að þjóðin komist ekki af. Nýlega skrifaði hún fróðlega grein um þessar hugleiðingar sínar í The New Y ork Times Magazine og er hér á eftir sagt frá henni. tegundum, er augljóst í máli frei- gátunnar Stark. Þrátt fyrir aðvörun tókst áhöfninni á skipinu ekki (og ástæðurnar fyrir því eru enn óút- skýrðar) að skjóta niður óvinveitta flugvél, sem nálgaðist skipið í árás- ar skyni. Skipstjórinn var ekki einu sinni í brúnni þegar árásin var gerð og gagneldflaugavarnarbúnaður- inn var ekki einu sinni virkur. Þetta er dæmi um líkamlegt van- hæfi hjá yfirmönnum Starks. En það stafaði af andlegu vanhæfi starfsfólks varnarmálaráðuneytis- ins í Washington, sem sendi til Persaflóa freigátu, sem ekki var ætluð til að berjast á eigin spýtur, á svæði þar sem búast mátti við að mæta virkri sjálfsvörn, heldur sem hluti af flutningalest. Því var Stark ófær um að verjast eða gerði það a.m.k. ekki. Smánarlegasta vanhæfistilfeilið í fran-kontramálinu, smánarleg- asta tilfellinu af vanhæfi sem skildi okkur eftir lömuð af undrun, fór fram sala og afhending vopna til frans án þess að gengið væri eftir því að íranir stæðu við sinn hluta - Fyrsti hluti - samkomulagsins. Skv. vitnisburði Johns M. Poindexter aðmíráls, var hér um hrein vöruskipti að ræða, vopn fyrir gfsla. í fyrstu var einum gísl sleppt, síðan tíndust tveir í viðbót úr fangavistinni. En þá voru 3 í viðbót gripnir og þeir eru enn í haldi. í staðinn fyrir vopnin okkar fengum alls einn gísl látinn lausan. Andlegt vanhæfi hinna sjálfskip- uðu starfsmanna okkar liggur í augum uppi. Þessir sendimenn í leynilegum aðgerðum höfðu skap- að kringumstæðurnar sjálfir, þeir fóru í land þar sem fornir siðir gilda með sama hugarfari og ferða- menn skjótast í land af skemmti- ferðaskipi, án þess að hafa minnstu þekkingu á tungu eða menningu landanna fyrir botni Miðjarðar- hafs. Þeir höfðu engin kynni af hinum fornu hefðbundnu sam- skiptum á basörunum og voru í reynd ekki búnir undir neitt annað en að klúðra málinu. Mér er auð- skilin ósk Reagans forseta um að fá gíslana lausa, og tek undir hana, bæði þeirra vegna og hans. En af hverju fóru umboðsmenn hans ekki fram á að fá einhverja inn- borgun, gísl á borðið, ef svo má að orði komast, eða eitthvað sem sýndi að íranir ætluðu að standa við samkomulagið, áður en þeir afhentu vopnin? Þeir vissu þó hvað forsetanum var mikið í mun að þessi viðskipti færu fram, og þeir vissu líka að milligöngumaður þeirra, Maucher Ghorbanifar, var óáreiðanlegur lygalaupur. Án þess að gera sér grein fyrir því sem fram fór, eða kannski stóð forsetanum á sama, lét hann það góðlátlega viðgangast að þessir ævintýramenn lékju lausum hala og lagði blessun sína yfir gerðir þeirra. Þjóðaröryggisráðið sleppti af sér öllu taumhaldi í stuðningi sínum við kontrana í nafni „föður- landsástar", án þess að nokkur tæki á sig ábyrgðina. Þeir hefðu allt eins getað sprengt í loft upp fóstur- eyðingarstöðvar og kallað það „föðurlandsást" vegna þess að það er vel vitað að forsetinn er andsnú- inn fóstureyðingum. Reagan var yfirmaður ráðsins, en hann sýndi stöðu mála kæru- leysislegan áhuga og hann virðist enga grein hafa gert sér fyrir þeirri ábyrgð sem hvílir á Þjóðaröryggis- ráðinu. Kannski stafar þetta af því hvað hann er aldurhniginn. Þegar fólk nær sjötugs- eða hálfáttræðis- aldri, virðast afleiðingar ekki skipta eins miklu máli, og sá sem þarf að standa undir mikilli ábyrgð hefur tilhneigingu til að láta at- burðina hafa sinn gang, í þeirri þægilegu trú að á endanum lendi þeir á herðum einhvers annars. Niðurstaða skýrslu Tower nefndar- innar þess efnis að Ronald Reagan sé forseti sem ekki vilji vera sjálfur með puttana í öllu, er yfirleitt tekin trúanleg vegna þess að hún passar við það álit sem flestir hafa á honum, og líka vegna athuga- semdar sem George P. Shultz læddi út úr sér við yfirheyrslurnar um að honum hefði tekist að ræða við Reagan þegar „svo vildi til að forsetinn var í Washington". Þessi ummæli eru í mínum huga þau athyglisverðustu þeirra sem fram komu við yfirheyrslurnar. Afstaða Reagans minnir að vissu leyti á þann þægilega máta sem Montezuma, Aztekakeisari, tók innrás Spánverja 1519. Hann færði þeim gjafir og veitti þeim jafnvel móttöku við hirð sína. Ekki leið á löngu þar til hann beið ósigur og dauða af þeirra hendi. Lögbrot oft fylgifiskur vanhæfi Lögbrot eru oft fylgifiskur van- hæfi. Þegar forsetinn gaf leyfi til vopnasölunnar til íran, án þess að gefa þinginu upplýsingar þar um, kann hann að hafa brotið lög um vopnaútflutning. Samkvæmt þeim lögum hefur utanríkisráðuneytið vald til að ákveða hvort ráðlegt sé og hentugt frá pólitísku sjónarmiði að leyfa útflutninginn, þegar við- skiptin fara fram á þann hátt að einkaaðili flytur út vopn.. Ef vopn- in eru orðin hluti af birgðum Bandaríkjanna í eigu varnarmála- ráðuneytisins, eins og ástatt var um TOW eidflaugamar sem lentu í íran, er nauðsynlegt að fá útflutn- ingsleyfi, undirritað af varnarmála- ráðherranum eða háttsettum em- bættismanni í ráðuneyti hans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.