Tíminn - 03.10.1987, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.10.1987, Blaðsíða 7
Laugardagur 3. október 1987 Tíminn 7 Sláturhús Arnfirðinga á Bíldudal: „Vatnssýnið orðið að óskemmtilegum farsa“ Héraðsdýralæknirinn í Stykkis- hólmi tók út sláturhús Arnfirðinga á Bíldudal í annað sinn sl. laugardag eftir breytingar sem sláturfélagið á staðnum lét gera á húsinu. Hann tók einnig vatnssýni en þar sem vatns- sýnið var orðið of gamalt þegar það var komið suður til Reykjavíkur þarf að taka annað sýni. „Þetta vatnssýnismál er nú orðið óskemmtilegur farsi. Héraðsdýra- læknir í Stykkishólmi tók vatnssýni á Patreksfirði á föstudagskvöld og hér á Bíldudal um hádegi á laugar- dag. Síðan voru þau að sögn send með Arnarflugi til Reykjavíkur og þá er yngra sýnið orðið a.m.k. sólarhringsgamalt. Hinsvegar var nokkuð vitað mál að sýnið yrði ekki skoðað fyrr en á mánudag. Dýra- læknirinn sem tók sýnin vissi mæta- vel að vatnssýnin væru vart marktæk þegar þau væru orðin tólf klukku- tíma gömul. Við hér skiljum þetta ekki og finnst þetta broslegt í aðra röndina og grátlegt í hina. Mér vitanlega hefur ekki verið tekið annað sýni og á meðan bíður land- búnaðarráðuneytið eftir umsögn dýralækna. í seinni úttekt gerði dýralæknir skýrslu um allt sem við höfum gert og þar var athugasemd við húsið sem var réttmæt og við erum reyndar búnir að lagfæra þá núna. Nú bíðum við og vitum ekki meir“, sagði Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri sláturfélagsins og bætti við að hann væri farinn að halda að fleira væri gruggugt í mál- inu heldur en vatnið á Bíldudal. Sláturfélag Arnfirðinga er þegar farið að tapa fé á þeim drætti sem orðinn er á því að slátrun hefjist. Búið var að ganga frá samningum við fólk að koma til starfa í sláturhús- inu frá og með miðvikudeginum. „Við slátruðum öllu sauðfé á þessu svæði í fyrra og þá var ekki farið fram á neinar endurbætur í húsinu þannig að við töldum víst að með þeim endurbótum sem við erum nú búin að gera myndum við fá undanþágu fyrir slátrun allt að helm- ingi færra fjár en slátrað var hér í fyrra. Við sáum fram á hvenær við myndum ljúka undirbúningi og réð- um því fólk. Nú bíður fólk sem hætt er í annarri vinnu,“ sagði Guðbjart- ur Ingi Bjarnason sláturhússtjóri á Bíldudal. Rúnar Gíslason héraðsdýralæknir í Stykkishólmi sagðist aðspurður ekki hafa farið á Bíldudal til að taka annað vatnssýni og það stæði ekki til enda hefði hann enga möguleika á því þar sem hann væri í fullu starfi í öðrum landshluta. Um gagnrýni Bílddælinga á sýnatökutímanum sagði Rúnar að hann hefði engan annan tíma haft til að taka sýnið og skoða húsið. Ef sýni mættu ekki verða eldri en tólf tíma gömul væri ekki hægt að taka við sýnum af landsbyggðinni. Mál þetta væri hins vegar alfarið í höndum yfirdýralækn- is og landbúnaðarráðuneytisins héð- an í frá. ABS Mannaráðningar á Vesturlandi: Davíð starfsmaður kjördæmissambands Davíð Aðalsteinsson, fyrrver- andi alþingismaður Framsóknar- flokksins, hefur verið ráðin starfs- maður kjördæmissambands Fram- sóknarflokksins á Vesturlandi. Auk þess mun hann ritstýra kjör- dæmisblaðinu Magna. Aðalaðsetur Davíðs verður í Borgarnesi, nánar tiltekið á Brák- arbraut 5, og síminn þar er 7633. Hans aðalstarf verður að styrkja félagsstarfið og efla tengsl flokks- félaga innbyrðis sem og að efla flokkinn í heild sinni. Þetta er í fyrsta sinn sem kjör- dæmissambandið hefur á sínum snærum launaðan starfsmann, þannig að þetta eru merk tímamót fyrir sambandið,og sýnir kannski best þá sókn sem flokkurinn er í á Vesturlandi. Magni mun í framhaldi af þess- um breytingum koma út mánaðar- lega og næsta blað er væntanlegt um næstu mánaðamót. - SÓL Guðrún Jóhannesdóttir, formaður kjördæmissambands Framsóknar- flokksins á Vesturlandi, Alexander Stefánsson, alþingismaður og Davíð Aðalsteinsson, nýráðinn starfsmaður kjördæmissambandsins og ritstjóri Magna. Nýkomið, allskonar fatnaður og skór. Frábært verð Peysurábörn og fullorðna frá kr. 390,- Skólapeysur frá kr. 490,- Skólabuxur frá kr. 590,- Nærfatnaður, mikið úrval. Nærbuxur kvenna frá kr. 39,- Nærbuxur karla frá kr. 75,- Opið mánud. til fimmtud. kl. 9-18:30 föstudagakl. 9-20:00 laugardaga kl. 10-16:00 Vatteraðar úlpur á börn og fullorðna. Fullorðinsstærðir frá kr. 1.690,- Regngallar barna frá kr. 800,- Regngallar fullorðinna frá kr. 900,- ST0RMARKAÐUR Barnastígvél frá kr. 390,- Barnagallar frá kr. 1.290,- Jogginggallar. Nylonsloppar kvenna, mjög ódýrt. Skemmuvegi 4 a

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.