Tíminn - 03.10.1987, Blaðsíða 12

Tíminn - 03.10.1987, Blaðsíða 12
12 Tíminn Laugardagur 3. október 1987 BÓKMENNTIR Ný saga Sögufélagið gefur út nýtt tímarit með nafninu Ný saga. Fyrsti árgang- ur er kominn út, snyrtileg bók og myndum prýdd. Ritstjórn er skipuð 9 mönnum en ábyrgðarmaður er einn, Eggert Þór Bernharðsson. Þetta rit spáir góðu þa'r sem það leiðir í Ijós að sagnfræðingar leita nú heimilda um mál sem ísland varða erlendis meir en áður. Á því er vitanlega mikið að græða. Fyrsta greinin í þessu hefti er reist á slíkum grunni. Hún hefur spenn- andi og reyfarakennda fyrirsögn: írskur svikari ræðismaður á íslandi . Höfundur er Anna Agnarsdóttir. Þessi írski svikari hét Thomas Reyn- olds. Svikari er hann nefndur vegna þess að eftir þátttöku í sjálfstæðis- baráttu þjóðar sinnar gerði hann Bretum kunnugt um uppreisnarhug-1 myndir og samráð við Frakka árið 1798, að sjálfsögðu fyrir góða borgun. Þessi maður var skipaður ræðis- maður fyrir fsland 1817. Hann kom hér sumarið 1818 og gaf stjórn sinni skýrslu um ferðina. En embætti þeirra var lagt niður 1822. Reynolds þessi hafði ekki gott orð á sér. Þessi fyrsti ræðismaður Breta hafði litla eða enga þýðingu fyrir mál íslendinga. Næsta grein er eftir Ragnheiði Mósesdóttur og heitir Gloucester- menri í lúðuleit. Hún hefur kannað vestanhafs samtímaheimildir um sprökuveiðar Gloucestermanna við ísland. Þar með er saga þeirrar útgerðar fyllt en hún var um skeið þáttur í vestfirsku atvinnulífi og setti mjög svip á Þingeyri í nokkur ár. Hér er nefndur John Daygo skip- stjóri á skútunni Concord. Eg held að niðjar hans hér á landi hafi ritað eftirnafn sitt Diego. Ekki er ég allskostar sáttur við myndina sem nefnd er: Doríumenn við vinnu sína. Að vísu sýnir hún að tveir menn eru á bátnum, annar fram í barka og sá dregur línuna og færir bátinn þannig áfram en hinn hringar línuna í skutinn, rotar sprökuna og innbyrðir. Þetta er rétt. En báturinn er ekki doría. Ég sá eina doríu í bernsku. Hún var ekki sjófær en htln hélt lögun sinni. Það sem auðkenndi hana frá öðrum bátum fljótt á litið var eink- um það að hún var með flötum botni og gafli. 1 Þriðji október er haldinn hátíðleg- ur af ungtemplurum um heim allan, og hefur svo verið frá árinu 1954. Dagurinn er haldinn hátíðlegur í minningu dánardægurs John B. Finch sem lést þann dag fyrir 100 árum, aðeins 35 ára gamall. Finch barðist fyrir því að samtök bindindismanna legðu alla menn jafna, óháð kynferði, fjárhag, trúar-’ skoðunum, stjórnmálaskoðunum, hörundslit, kynþætti eða þjóðfélags- stöðu. Þóftur í doríunum voru lausar og þegar þær voru teknar um borð var þóftum kippt úr grópum sínum og þá var hægt að stafla þessum fleyt- um. Þannig fór lítið fyrir þeim. í formálsorðum er vikið að þvf að ritstjórnina dreymir um að þetta rit verði líflegur umræðugrundvöllur sögunnar. Samkvæmt því á Sjónar- hóll að vera fastur liður útgáfunnar þar sem „þekktur fslendingur kynnir viðhorf sín til sögu og sagnfræði". í þessu hefti er það Indriði G. Þor- steinsson. Gunnar Þór Bjarnason skrifar hugleiðingu um viðhorf til dauðans á síðari öldum. Höfundur kemur víða við og rifjar ýmislegt upp. Hann nefnir dæmi um hispursleysi í blaðafréttum á fyrri öld í sambandi við mannskaða. Maður varð úti „var hneigður til öldrykkju en ekki vitum vér með vissu hvort hann var drukk- inn þessa nótt“. Annar „fannst hengdur í lambhúsi eða fjárhúsi sínu“. Ekki veit ég hvort breyttar venjur í frásögum stafa af breyttum viðhorfum til dauðans sjálfs. Höfundur nefnir eftirmæli í blaða- greinum. Þær held ég segi fátt um viðhorf til dauðans. Menn vilja kveðja horfinn samferðamann, minnast hans þegar þátttöku hans í lífinu er lokið. Nógu oft er búið að ræða það að mönnum hafi verið boðað eilíft líf með sérstökum krásum. Það er rakið til þess að Halldór Laxness glæptist til að segja ákveðið sálmvers sprottið af vanfóðrun norrænnar þjóðar en það er ort beinlínis eftir spádómsbók Jesaja. „Kláravín, feiti og mergur með, mun þar til kosta veitt. “ Þetta er bein endursögn á þeirra tíma þýðingu á Jesaja 25. kap. 6.v. „Og drottinn Zebaot mun gjöra öllu fólki upp á þessu fjallinu eitt feitt gestaboð, eitt gestaboð af kláru víni, af feiti, af merg, af dreggj alausu víni.“ Már Jónsson skrifar fróðlega grein undir nafninu: Konur fyrirgefa körl- um hór. Lengi vel var hórdómur refsiverður en þegar komin var 19. öld og farið að meta siðferðið öðru- vísi var heimilað að fella niður sekt £f ektamakinn vildi tyrirgefa og biðja brotlegum vægðar. Þá urðu nokkur brögð að því að konur skrifuðu bréf til að biðja bændum Annað meginverkefni ungtem- plara er bindindisstarf. Samfélag sem reiðir sig á og viðurkennir neyslu vímuefna, er samfélag í þröng. Því hefur mistekist að rækta með þegnum sínum hæfileikann til samskipta og upplifunar og að gera veruleikann eftirsóknarverðan. Félagsbundnir ungtemplarar eru nú á aðra milljón, þar af hundrað þúsund á Norðurlöndunum. - SÓL sínum líknar. Höfundi vex það mjög í augum hve oft bændur tóku framhjá konum sínum, oftast með vinnukonum og segir: „Á 19. öld var það líkt og viðtekinn siður.“ Þetta er mikið mælt og eflaust um of, þó að ég viti að eitt vorið muni amtmaður hafa fengið 3 bréf með sama pósti frá konum í Súgandafirði. Þau bréf virðast öll vera skrifuð með einni hendi þar til húsfreyjan ritar nafn sitt undir. Hins vegar er engin líking með texta bréfanna þó að erindið sé alltaf hið sama. Ég held að sóknarpresturinn, séra Eiríkur á Stað hafi skrifað bréfin hvort sem hann hefur samið þau eða ekki. Höfundur segir að þegar giftar konur áttu hórbörn hafi staðið þann- ig á að þær voru ekki í samvistum við eiginmanninn. Það er nú einu sinni svo að þegar barn fæðist er yfirleitt enginn efi um móðernið þó að erfitt sé að sanna faðernið svo að óyggjandi sé. Þannig var minni áhætta hjá eiginkonu en eiginmanni að halda framhjá. Það kom af sjálfu sér að eigna bóndanum barnið enda þótt vinnumaðurinn kynni að eiga það. Mér þykir slæm villa í þessari grein Más. Hann rifjar upp að Jón Þorsteinsson á Reynikeldu hafi verið dæmdur 22. desember 1818 og átt að greiða 11 ríkisdali fyrir brot sitt. Síðan segir: „Þegar dómurinn gekk jafngiltu 9 rd. einni á, loðinni og lembdri í fardögum.“ Ekki veit ég á hverju þetta er byggt. Vorið 1819 18. maí var sýslu- maður Dalasýslu að skipta búi. Þar voru „14 ár í lagi á 3 rd. hver“ og „6 geldar á 2 rd. hver“. Og 1. júní voru í öðru dánarbúi „56 ær á öllum aldri“ á 179 rd. og 6 lambgotur á 14 rd. Jón Þorsteinsson hafði samkvæmt því þurft 3 ær loðnar og lembdar og eina gelda til að borga sekt sína. Ætluninn er sú að láta ræða ein- hver söguleg viðfangsefni í hverju hefti þar sem skoðanir eru skiptar. f þetta sinn er valin sú kenning Guðmundar Hálfdánarsonar að Al- þingi hafi reynt að verjast frelsiskröf- um dönsku stjórnarinnar. Ekki fær sú kenning miklar undirtektir. Það mun mála sannast að litlir árekstrar urðu milli valdastofnana í Dan- mörku og íslandi um frelsi og rétt alþýðu. Togstreitan var um stöðu íslands í sambandinu við Dan- mörku. Ný saga er skemmtilegt rit og ástæða er til að nefna sérstaklega myndirnar og má þá nefna grein Guðjóns Friðrikssonar um heildar- gildi mynda. Vísan þar sem segir að Jón Vídal- ín kunni að dorga vaidsmenn er raunar ekki í Alþingisrímunum en jafngóð fyrir' því. H.Kr. í minningu John B. Finch: HÁTÍDARDAGUR UNGTEMPLARA r'ÆT, » , ’ •" <, i > , -v •< . I barnafatnaður..! Þriðja elsta barnablað Norðurlanda: Bama blaðið Æskan 90ára Fimmta október 1897 var merk- isdagur í sögu útgáfumála á íslandi. Þá kom út í fyrsta sinn barnablaðið Æskan. Útgefandi var stórstúka íslands af IOGT og ritstjóri var Sigurður Júlíus Jóhannesson. Hér verður saga þessa blaðs ekki rakin. Hitt var ætlunin að benda aðeins á hvílíkur tímamótavið- burður þessi útgáfa varð. Lítið var um það áður að prentað var sér- stakt efni sem börnum var ætlað. Þó voru til barnalærdómskver í kristnum fræðum og einstakar námsbækur aðrar. Auk þess höfðu komið út einstakar bækur sem öðru fremur voru ætlaðar lesbækur fyrir börn og unglinga. Er þar fyrst að nefna Kvöldvökur Hannesar biskups Finnssonar og síðan ein- stök kver sem voru einkum eða eingöngu þýdd og ætluð að þjóna siðfræðinni, svo sem Stuttur siða- lærdómur fyrir góðra manna börn þar sem þeir Ærukær og Gottvill ræðast við. Það áttu ekki öll börn stafrófskver á þeirri tíð. Þegar Æskan kom kom til sög- unnar var áformað að einu sinni í mánuði kæmi út nýtt blað handa börnum að lesa. Og enn kemur Æskan út 90 árum síðar. Öll íslensk blöð sem út komu 1897 önnur en Æskan eru liðin undir lok. Enn koma út tímaritin Skímir og Andvari en þá munu líka upptalin þau rit sem staðið hafa af sér strauma tímans. Fyrir 90 árum var það talin skýlaus skylda allra uppalenda að innræta börnum góða siði. Þá datt víst engum í hug að öll innræting væri fjandsamleg persónulegum þroska. Og það er ekkert vafamál að Æskunni hefur verið ætlað í upphafi að hafa áhrif á lesendur sína. Þegar Sigurður Júlíus flýði land til Ameríku vegna sektardóms fyrir meiðyrði fól hann Ólafíu Jóhannsdóttur ritstjórn blaðsins og þriðji ritstjórinn var sr. Friðrik Friðriksson sem enn er talinn áhrifamesti æskulýðsleiðtogi á ís- landi. Svo vildi til að þegar ég settist niður á sunnudagsmorgni til að festa á blað nokkur orð í sambandi við afmæli Æskunnar fór þulur útvarpsins að lesa morgunfréttir. Mikil ölvun var í Reykjavík í nótt og annasamt hjá lögreglunni bæði á skemmtistöðum og heima- húsum. Sex voru fluttir á sjúkrahús vegna þess að ölvaður maður, sem misst hefur ökuréttindi, ók á mikl- um hraða aftan á kyrrstæðan bíl. - Slíkar fréttir rifja upp ýmislegt sem við höfum heyrt og vitum um. Við þekkjum svo mörg dæmi um dapurlega reynslu ölvaðra óhappa- manna. Þar er af miklu að taka og getur hver og einn rifjað upp með sjálfum sér það sem honum er minnisstæðast. En nú tengjast þessar hugleiðingar afmæli Æsk- unnar með einlægri þökk vegna þess að í fymdinni átti hún sinn þátt í því að sanna mér að bindindi borgar sig. Æskan var okkur ærinn gleði- gjafi jafnframt því að hún hefur jafnan glætt skilning lesenda sinna á ýmsu því sem er falslaust og hefur varanlegt gildi og þá um leið svipt falskri gyllingu af ýmsu sem ekki er treystandi eða trúandi á. Hún hefur glætt þá félagshyggju sem vekur til ábyrgðar og skuld- bindur til að taka þátt og duga þar sem góðum málstað liggur á. Nú viðurkenna allir að bama- bókmenntir eigi rétt á sér og heyri til sérhverju menningarþjóðfélagi. Þau eru orðin nokkuð mörg barna- blöðin sem út hafa komið á ævi- skeiði Æskunnar. Um það er sjálf- sagt allt gott að segja.En hvort sem þau em fleiri eða færri er Æskan aldursforseti þeirra og skipar þann- ig æðsta sessinn. Gott bamablað gerir sér far um að vera afþreying og dægradvöl. Það er ekki einskisvert að eiga tíð án lasta, segir hið fomkveðna og mörg dægradvölin reynir á hugsun og eftirtekt og er því þroskandi. Svo em sögumar. Börn vilja heyra sögur og lesa sögur. Og sögur hafa sín áhrif. Ég nefndi hér áður að góðar barnasögur glæða félags- hyggju og vekja til ábyrgðar. Og þegar alls er gætt er það fyrsta skilyrði mannlegs þroska og mann- legrar hamingju að vita sig bera ábyrgð og hafa hlutverk og skyldu sem enginn annar getur að fullu gegnt. Hér þarf ekki mörg orð um en á þessu afmæli Æskunnar vil ég óska henni þess að næstu 90 ár og alla tíð mæti henni þakklátir hugir gamalla lesenda sem meta og þakka að hún átti sinn þátt í því að glæða með þeim farsæla lífsskoðun sem að góðu gagni kemur í dimm- asta táradal þessarar aldar. Megi hún eiga hlut að því að ábyrgir menn standi saman um hugsjón heilbrigði og þroska og stefni að farsælu takmarki: Vímulaus þjóð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.