Tíminn - 03.10.1987, Page 4

Tíminn - 03.10.1987, Page 4
4 Tíminn Laugardagur 3. október 1987 Tilboð Óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til sýnis þriðjudaginn 6. okt. 1987 kl. 13.00-16.00 í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7, Reykjavík og víðar 1 stk. Tegundir Árg. Mitsubishi Pajero T urbo 4x4 diesel 1984 1 stk. DaihatsuTaft4x4 diesel 1982 1 stk. GMC pic-up m/húsi 4x4 diesel 1977 1 stk. Toyota Land Cruser4x4 (skemmdur) diesel 1984 1 stk. Toyota Land Cruser4x4 diesel 1982 2stk. Lada Sport 4x4 bensín 1984 4stk. Volvo Lapplander 4x4 bensín 1980-82 2stk. Mitsubishi L-200 pic-up 4x4 bensín 1981-82 2stk. Subaru 1800 pic up 4x4 bensín 1981-83 1 stk. Peugot 505 station bensín 1983 1 stk. Mazda 929 station bensín 1982 1 stk. Lada 1500 station bensín 1982 1 stk. VW Double cab diesel 1983 2stk. Toyota Hi Ace sendibifr. bensín 1982 2stk. Ford Econoline E-150 sendibifr. bensín 1979-80 1 stk. Dodge Sportman B200 7 farþ. bensín 1979 1 stk. Chevy Van sendibifr. bensín 1979 1 stk. Moskvitch IJ 2715 sendibifr. bensín 1981 1 stk. Chevrolet Suburban 8 farþ. bensín 1979 1 stk. Volvo N 87 fólks- og vörub. 10 f. Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins Grafarvogi diesel 1966 1 stk. Veghefill Caterpillar 12-E (ógangfær) Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins Akureyri 1963 1 stk. Vélskófla Bröyt X-2 1963 Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844______ RÍKISSPlTALAR LAUSAR STÖDUR Nýtt dagheimili Okkur vantar fóstru eða starfsmann á nýtt skóla- dagheimíli í Engihlíð. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 29000 - 641. Betra dagheimili Vegna stækkunar vantar okkur fleira starfsfólk í Sólhlíð 1, bæði fóstrur og starfsmenn. Þeir sem hafa áhuga hringi í síma 29000 - 591 eða heimasíma 612125. Auglýsing frá afgreiðslunefnd vegna styrkveitinga til bifreiða- kaupa. Umsóknareyðublöð liggja frammi í Trygg- ingastofnun ríkisins og hjá umboðsmönnum Tryggingastofnunar ríkisins um allt land. Einnig í heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum. Umsóknum skal skilað til greiðsludeildar Trygg- ingastofnunar ríkisins fyrir 31. október 1987. Afgreiðslunefnd Starfsfólk Óska eftir að ráða starfsfólk í stuðning eftir hádegi á leikskólann Seljaborg. Uppeldismenntun æskileg. Upplýsingar í síma 76680, Álfhildur Erlendsdóttir. Bókband/vélavinna Óskum eftir að ráða starfsmann til starfa sem fyrst. Möguleiki á námssamning. Mikil vinna. Prentsmiðjan Edda Smiðjuvegi 3, Kópavogi, sími 45000. Glenn Flaten og eiginkona hans Shirley Flaten, ásamt Inga Tryggvasyni fyrrverandi formanni Stéttarsambands bænda á fundi með blaðamönnum í gær Tímamynd Pjetur Forseti IFAP, alþjóöasambands bænda á íslandi: Bandaríkin eiga met í styrkjum til landbúnaðar Síðastliðna þrjá daga hefur Glenn Flaten, forseti IFAP, alþjóðasam- bands bænda verið í heimsókn hér á landi ásamt konu sinni. Heimsóknin er á vegum Stéttarsambands bænda, sem hefur verið aðili að IFAP síðan árið 1949 en IFAP var stofnað árið 1946. í þá þrjá daga sem þau hjón hafa dvalið hér á landi hafa þau m.a. heimsótt garðyrkjubónda, eggja- bónda, sauðfjárbónda og garðyrkju- skólann á Reykjum auk þess sem þau fóru í leikhús og sáu íslenska ballettinn. Glenn sagðist ekki treysta sér til að segja mikið um stöðu íslensks landbúnaðar eftir þessi stuttu kynni af honum, en sagði þó að eggjabú Jóns Gíslasonar á Hálsi í Kjós væri mjög nýtískulegt. Hann sagðist líka hafa tekið eftir því að félagskerfi bænda á íslandi væri sterkt og taldi það afar mikilvægt. Félagskerfi bænda í Kanada væri til dæmis því miður ekki eins öflugt, p.n rík ástæða væri fyrir bændur þar að standa saman, því þar væru um 35% bænda mjög illa staddir fjár- bagslega og þar af 10% þeirra að verða gjaldþrota. I Kanada væru nú fyrirhugaðar stórfelldar stjórnunar- aðgerðir í landbúnaði sem eiga að taka um 10 ár, sem svipa til.stjórnun- araðgerða í landbúnaði hér og áætl- að er að taki 5 ár. Hinsvegar eru forystumenn í landbúnaði þar í landi ekki eins bjartsýnir á að aðgerðirnar takist vel eins og forystumenn eru hér á landi. Hann nefndi þó að kjúklingaframleiðsla er háð tak- mörkunum í Kanada og hefur það fyrirkomulag þótt takast vel. Kjúk- lingabændur fengju kvóta fyrir hverja tvo mánuði í einu og engum bónda væri heimilt að fara yfir ákveðið framleiðsluþak. Jafnframt þessari stjórn á kjúklingaframleiðslu hefði afkoma bændanna batnað og neysla aukist mjög mikið, aðallega með tilkomu veitingastaðakeðjanna sem selja gífurlega mikið af kjúkl- ingum, svo sem McDonalds og Kent- ucky fried chicken keðjanna. Aðra sögu er að segja af nautakjötsfram- leiðslu og kornframleiðslu. Kanada flytur út yfir 30 milijónir tonna af korni til 50 landa á ári og síðustu tvö ár hefur kornverð lækkað sem sam- svarar tæplega 40%. Ríkið greiðir gífurlegar útflutningsbætur með korninu á ári hverju. Menn tala gjarnan fjálglega um að hætta skuli niðurgreiðslum og út- flutningsbótum á landbúnaðarafurð- um og sömu menn tala gjarnan líka um að verð á matvælum eigi að vera háð framboði og eftirspurn. Glenn Flaten sagði að mikilvægt væri fyrir menn að gera sér grein fyrir því að aðeins lítill hluti matvælaframleiðslu heimsins væri á svokölluðum heims- markaði því öll lönd heims teldu það mikilvægt öryggisatriði að vera sjálf- um sér næg með mat og vildu helst eiga nokkurra mánaða birgðir af matvælum á hverjum tíma. Einnig ættu menn að muna eftir því að Reagan Bandaríkjaforseti boðaði afnám ríkisstyrkja á landbúnaðar- afurðir þegar hann tók við embætti, en þrátt fyrir forsetatíð hans er ekki neitt land í víðri veröld sem greiðir jafn hátt hlutfall með landbúnaðar- framleiðslu sinni, hvort heldur mið- að er við framleiðanda eða fram- leiðslueiningu. Nánar tiltekið voru styrkirnir í Bandaríkjunum á síðasta ári 26 milljarðar Bandaríkjadala. Glenn hefur verið forseti IFAP í um eitt og hálft ár en hefur verið varaforseti þess síðan 1984. Hann er svína-og kjúklingabóndi frá Regina í vesturhluta Kanada en er einnig með kornrækt. Glenn hefur heim- sótt um 60 lönd síðan hann fór að starfa fyrir alþjóðasamtök bænda, en hann er auk þess í hálfu starfi hjá kanadísku stjórninni við að sinna markaðsmálum landbúnaðarins. IFAP var sem fyrr segir stofnað árið 1946 í London í framhaldi af þróun áranna á undan. Samtök bænda í einstökum þjóðríkjum Framkvæmdastjóri Framleiðsluráðs: Gísli tekur við af Gunnari Framleiðsluráð landbúnaðarins hefur ákveðið að ráða Gísla S. Karlsson sveitarstjóra í Borgarnesi í starf framkvæmdastjóra ráðsins frá og nteð næstsu áramótum, en þá lætur Gunnar Guðbjartsson af störfum. Gísli er fæddur á Brjánslæk á Barðaströnd árið 1940, lauk kandí- datsprófi í búnaðarhagfræði frá Bún- aðarskólanum í Kaupmannahöfn og starfaði sem hagfræðiráðunautur á Jótlandi til ársins 1971. t>á gerðist hann kennari við Bændaskólann á Hvanneyri en hefur verið sveitar- stjóri í Borgarnesi frá árinu 1985. Um stöðu framkvæmdastjóra höfðu þá starfað áratugum saman og heimsstyrjöldin síðari og kreppuárin sannfærðu menn enn betur um nauð- syn þess að standa saman. Á heims- styrjaldarárunum höfðu samtök bænda verið lykilaðilarnir í því að tryggja fæðuframboð og skipulögðu og framkvæmdu matvælastefnuna í flestum löndum á árum þessum. Sú stefna að fela samtökum bænda veigamikil verkefni hélst því eftir stríðslok og á endanum voru al- þjóðasamtökin stofnuð. IFAP er alþjóðlegur samræðuvettvangur for- ystumanna bænda og matvælafram- leiðenda, annast upplýsingamiðlun um málefni matvælaframleiðslunnar í heiminum til samtaka bænda um heim allan, t.d. með útgáfu frétta- bréfa, tímarita og ráðstefnum. Alls- herjarþing IFAP er haldið á 18 mánaða fresti en það þing sækja um 200 fulltrúar. Aðalstöðvar samtak- anna eru í París en síðasta allsherj- arþing var haldið í Bonn í maí 1986. Mikið vantar þó á að samtökin verði heimssamtök, því t.d. er aðe- ins eitt land austan járntjalds með- limur í samtökunum, þ.e. Ungverja- land, Júgóslavía var um skeið í samtökunum en greiddi ekki tilskilin gjöld og var því vísað úr þeim af þeim sökum. Nú er unnið að því að Pólland verði meðlimur í samtökun- um. f Asíu er aðeins eitt ríki meðlim- ur, þ.e. Argentína en á næstunni er búist við að fleiri lönd í Asíu gerist meðlimir, t.d. Brasilía. ABS Gísli Karlsson Framleiðsluráðs landbúnaðarins sóttu auk Gísla þeir Björn Ástvalds- son og Pétur Ó. Stephensen. Fjórði umsækjandi dró umsókn sína til baka.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.