Tíminn - 03.10.1987, Blaðsíða 18

Tíminn - 03.10.1987, Blaðsíða 18
18 Tíminn Laugardagur 3. október 1987 |*1 REYKJMJÍKURBORG III Aacwvt Stödun T Droplaugarstaðir, heimili aldraðra, Snorrabraut 58 Starfsfólk óskast í eftirfarandi störf: Hjúkrunarfræðinga, á næturvaktir. Allskonar vaktamunstur kom til greina, á 60% næturvaktir eru greidd deildarstjóralaun. Sjúkraliðar Þetta er orðsending frá félögum ykkar á Drop- laugarstöðum. Okkur langar til að benda ykkur á að hingað vantar sjúkraliða, til starfa. Hér er mjög góð vinnuaðstaða, skemmtilegt umhverfi, góður starfsandi og staðurinn er miðsvæðis í borginni. Hvernig væri að koma og skoða? Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 25811 milli kl. 9-12 f.h. virka daga. REYKJkMIKURBORG AcucteVi Stö^cci Seljahlíð, dvalarheimili aldraðra Staða forstöðumanns mötuneytis Seljahlíðar er laus til umsóknar. Æskilegt er að viðkomandi sé matreiðslumaður með meistararéttindi. Einnig vantar ófaglært starfsfólk í eldhús. Nánari upplýsingar um störfin gefur forstöðumaður í síma 73633 milli kl. 9-12 virka daga. Umsóknarfrestur er til 19. október. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. If| REYKJÞMÍKURBORG ||| NT JÍCUMCVl Stödíci Ártúnsholt Á nýtt dagvistarheimili, sem opnar innan skamms vantar fóstrur og annað uppeldislega menntað fólk. Um er að ræða störf á 17 barna dagheimilis- deild og blandaðri leikskóladeild e.h. Er ekki einhver sem hefur áhuga á að vera með frá upphafi að byggja upp nýtt dagvistarheimili. Sláið á þráðinn og kynnið ykkkur málin. Upplýsingar í síma 673199. Umsvifamikið þjón- ustufyrirtæki á Suðurlandi til sölu Um er að ræða vel þekkt og gróið fyrirtæki í eigin húsnæði og í fullum rekstri með mikla veltu. Reksturinn samanstendur af ferðamannaverslun, veitingabúð og dans og skemmtistað. Leitað er eftirtraustum kaupanda að öllum eignum félagsins. Til greina getur komið að leigja fyrirtækið allt, eða einstaka rekstrareiningar. Réttur áskilinn að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Þeir sem áhuga kynnu að hafa á nánari upplýsing- um sendi nafn sitt heimilisfang og símanúmer til Auglýsingadeildar Tímans merkt þjónustufyrir- tæki 4709 fyrir 10. okt. nk. Fjórhjól Til sölu Honda 350 4wd árg. 1987. Upplýsingar í símum 686172 og 51422. MINNING 111 Anna Sigurjónsdóttir Fædd 11. september 1900. Dáin 24. september 1987. Anna Sigurjónsdóttir Borðeyri andaðist í fjórðungssjúkrahúsinu á Akranesi 24. sept. síðastliðinn og fer útför hennar fram í dag frá Prestbakkakirkju. Anna fæddist í Laxárdal í Bæjar- hreppi aldamótaárið þann 11. sept- ember. Foreldrar hennar voru Dagmar Jónasdóttir og Sigurjón Guðmundsson bóndi þar. í Laxárdal ólst Anna upp og átti þar heima til 1922. Þann 7. maí 1921 giftist hún Ingólfi Jónssyni, móðurbróður mínum. Árið eftir flytja þau hjón að Prestsbakka og eru þar í hús- mennsku næstu þrjú árin. Þar fæðast tvö elstu börn þeirra. Vorið 1925 flytja þau að Gilhaga, innsta bænum í sveitinni. Þar hófu þau fyrst sjálfstæðan búskap. Búið var að sjálfsögðu lítið og efnahagur þröngur, eins og algengt var í þá daga. En með nægjusemi og dugnaði blessaðist þetta og börnunum fjölg- aði. En skyndilega dró ský fyrir sólu. Þann 11. júlí 1932 deyr Ingólfur úr heiftarlegri lunganbólgu. Frá Gilhaga, Boröeyri Um sama leyti fæddist yngsta barn þeirra hjóna. Nú stóð Anna uppi með 5 ung börn á afskekktum afdalabæ, sem var án vegasambands, síma og ann- arra nútíma þæginda. Einhver hefði gefist upp við slíkar aðstæður. En það var fjarri skapgerð Önnu að leggja árar í bát. Hún hélt ótrauð áfram búskap og tókst að halda fjölskyldunni saman. Ekkert barn- anna lét hún frá sér og kom þeim öllum upp. Erfitt hlýtur þetta að hafa verið, en hún lét aldrei bilbug á sér finna. Þarna sýndi Anna óvenjumikinn kjark, dugnað og fórnfýsi sem aldrei veðrur metinn að verðleikum. Þess er skylt að geta, að hún naut góðrar aðstoðar skylduliðs, vina og góðra granna. í því sambandi nefni ég móður hennar og systur, Dagmar og Guðrúnu, og síðast en ekki síst Björn Þórðarson, sem Dagmar móðir Onnu tók í fóstur tveggja ára. Björn var um tvítugt þegar Anna missti mann sinn og næstu árin var hann heimilinu mikil hjálparhella. Börnin voru bráðþroska og dugmikil og urðu fljótt virkir þátttakendur í lífsbaráttunni. í Gilhaga bjó Anna í 18 ár eða til ársins 1943. Þá flytur hún að Prest- bakka og býr þar til 1948. Árið 1948 hættir hún búskap og flytur með Dagmar dóttur sinni og Pétri Björnssyni tengdasyni að Hrúta- tungu. 1951 flytur hún með þeim að Gilsstöðum. Árið 1951 hefst nýr kafli í lífi Önnu. Þá verður hún ráðskona barnaskólans á Borðeyri. Því starfi gegndi hún í nærri aldarfjórðung af miklum myndarskap. Þeta var þá heimavistarskóli og Anna var allan sólarhringinn í húsinu og margt sem á henni mæddi. Hún eldaði ekki aðeins matinn heldur var hún líka húsmóðir og reyndist börnunum eins og góð móðir. Ég veit að þau hugsa til hennar með hlýhug og þakklæti. I þrjú sumur var Anna ráðskona hjá undirrituðum f vegavinnuflokki í Strandasýslu. Hún var mjög lagin við alla matargerð og frábær ráðs- kona. Hvað henni tókst að gera mikið úr litlu var undravert. Enda var fæðið hjá henni ótrúlega ódýrt. En þrátt fyrir sparnað og nýtni, sem hún hefur oft þurft á að halda, var maturinn alltaf ljúffengur og snyrti- lega fram borinn. Það leyndi sér ekki að Önnu var það metnaðarmál að maturinn væri bæði góður og ódýr. „Matur er mannsins megin“, segir Pétur Sigfússon bóndi í Álftagerði Fæddur 28. janúar 1917. Dáinn 23. september 1987. Þegar ég fékk fréttir af láti Péturs í Álftagerði, rifjuðust upp þær mörgu ánægjustundir, sem ég átti í Álftagerði, þau sumur sem ég var þar í sveit sem barn. Pétri kynntist ég fyrst þegar ég var 5 ára gamall; páskana 1957. Þá hafði fjölskylda mín farið til dvalar á hótelinu í Varmahlíð. Hótelstjóri í Varmahlíð á þeim árum var Páll Sigurðsson, góðvinur Péturs. Hafði hann marga hesta á fóðrum og fengu hótelgestir sem fast sóttu að fara í útreiðartúra um nágrennið. Naut Páll við þetta aðstoðar Péturs heit- ins, sem þá rak tamningarstöð í Varmahlíð. Þar sem öll reiðhross Páls voru of viljug fyrir 5 ára potta, lánaði Pétur undir mig gamlan og spakan dráttarkiár, sem kallaður var Gamli-Gráni. Fór ég á honum í mína fyrstu útreiðartúra. Þær stund- ir gleymast mér aldrei. Fannst mér oft erfitt að fylgja fullorðna fólkinu eftir, en þá kom Pétur mér til hjálpar og reið með mér í rólegheitum á eftir þeim sem hraðar riðu. Var Pétur óþreytandi við að sinna mér, ókunnugum drengnum. Hefðu flest- ir fremur kosið að ríða í fjörugri reið fullorðna fólksins. Kynntist ég þar fyrst öðlingnum og barnagælunni Pétri í Álftagerði. Tveimur árum síðar fór ég í sveit til þeirra hjóna, Péturs og Rúnu. Urðu sumrin hjá þeim hjónum, sjö alls, hvert öðru skemmtilegra. Áttu þau mikinn þátt í að móta lífsviðhorf mín á þessum árum. Hefur það reynst mér á allan hátt ómetanlegt veganesti. Heimilið í Alftagerði var einstak- lega skemmtilegur dvalarstaður. Óvenju gestkvæmt var þar, og ætíð voru móttökur frábærar, enda var gestrisni þeirra Péturs og Rúnu rómuð. Þau kvöld sem setið var yfir góðgerðum í eldhúsinu og spjallað, eða lagið tekið við undirspil harmó- nikku og gítars, voru mörg. Pétur f Álftagerði bjó yfir mörgum mannkostum. Auk þess að vera mikill fjölskyldumaður og félags- lyndur með afbrigðum, var hann mikill hestamaður, svo að aðra hef ég ekki séð lagnari. Man ég glöggt eftir því á hestamannamótum á Vall- arbökkum, er Pétur sýndi sína eigin hesta, eða var fenginn til að sýna fyrir aðra. Fylgdumst við strákarnir þá með honum, fullir af stolti, enda heyrði maður oft á tali manna að þeim þótti Pétur einstaklega laginn við að fá það besta út úr öllum hestum. Nú þegar komið er að því að kveðja góðan vin, sem lengi verður minnst, sendum við hjónin Rúnu og fjölskyldunni allri, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Óli Haukur. Sigurður Eyvindsson Fæddur 14. janúar 1900. Dáinn 3. ágúst 1987. Það var vor, þegar þau Bjartur og Rósa fluttust að Sumarhúsum. „Hér má leggja í bleyti saltfisk" varð Bjarti að orði, þegar þau áðu við lækinn í mýrinni. Það var líka vor, þegar þau ungu hjónin, Lilja Þorláksdóttir úr land- námi Helga magra og Sigurður Ey- vindsson úr landnámi Ingólfs, flutt- ust að eyðibýlinu Austurhlíð í Gnúp- verjahreppi snemma á kreppuárun- um. Ýmislegt kann að hafa verið sam- eiginlegt með aðstæðum þeirra Bjarts og Sigurðar, en þess er ég fullviss, að þegar þau hjónin óðu Kálfá í fyrsta sinn, silfurtæra við túnfótinn í Austurhlíð á leið til sinna Sumarhúsa, hvarflaði ekki að þeim, að hér mætti leggja í bleyti saltfisk. Báðir áttu þeir sér hugsjónir, Bjartur og Sigurður, og voru heils- Austurhlíö hugar og höfðu sigur, þótt þeir ættu í höggi við fjandann Kólumkilla og hans hyski. Vart gat þó ólíkari menn en þá Bjart og Sigurð. Ég var unglingur í Ásum, þegar þau hjónin komu með börn sín frumvaxta, Kristínu og Eyvind úr fjarlægð. Ég veit það nú, að það var ekki auðvelt að öðlast þegnrétt í aldagömlu rótgrónu og þröngu sam- félagi eins og þessi sveit var þá. Aðkomufólki var hafnað, einstöku maður öðlaðist þegnrétt. Sigurður var einn af þeim. Ágúst faðir minn í Ásum var vandfýsinn á nágranna, en ég held, að Sigurður hafi átt hug hans og hjarta frá fyrstu kynnum. Sigurður var orðvar, fátalaður hversdagslega, en góður heim að sækja, bóngóður og greiðvikinn og leysti hvurs manns vandræði án þess að hugsa um eigin hag. Hann var til þess búinn að ræða við bændur um kýr og jafnvel hrúta og feimnis- mál, svosem skáldskap og málara- kúnst. Hann var spakur maður að viti og smiður svo góður, að af bar. Þetta átti bara að vera kveðja til Sigurðar frá mér, með þakklæti til hans, Lilju, Kristínar og Eyvindar fyrir áratuga grannskap, sem aldrei bar skugga á. Sveinn Ágústsson, Ásum. Fagurs útsýnis get- ur ókumaður ekki notiö öðruvisi en aö stööva bilinn þar sem hann stotnar ekki öörum vegtarendum i hættu (eöa tefur aöra umferö). ||U^ERÐAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.