Tíminn - 03.10.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.10.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavik. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.- Stórt skref í rétta átt Nýlega kynnti Jón Helgason landbúnaðarráð- herra nýja reglugerð um stjórn sauðfjárfram- leiðslunnar á næsta verðlagsári, svo og samkomu- lag ríkis og bænda um framkvæmd búvörusamn- ingsins. Við samning reglugerðarinnar tók landbúnaðar- ráðherra mið af samþykktum bændasamtakanna og þrátt fyrir að mörg atriði reglugerðarinnar feli í sér róttækar breytingar í stjórn búvörufram leiðslunnar náðist full samstaða milli ráðuneytisins og fulltrúa bænda um öll ákvæði hennar. Landbúnaðarráðherra er ljóst að forsenda nauð- synlegra breytinga í íslenskum landbúnaði er að bændastéttin sé höfð með í ráðum, og á þann hátt skynja bændur einnig mun betur þá ábyrgð sem á þeim hvílir vegna þess samnings sem við þá hefur verið gerður. Vinnubrögð sem þessi eru til fyrir- myndar og eru vænleg til árangurs. Meðal þeirra nýmæla sem ákveðin hafa verið er, að bændum er nú heimilt að flytja allt að 5% fullvirðisréttar í mjólk og sauðfjárafurðum milli ára, og fá greitt fyrir ónotaðan fullvirðisrétt. Færa má að því rök að fullvirðisréttarkerfið hafi verið framleiðsluhvetjandi en með þessari ákvörðun er komið í veg fyrir að svo sé. Þá þýða þessar ákvarðanir í reynd að búvörusamningurinn verður kostnaðarminni fyrir ríkið þar sem útflutningsbæt- ur sparast. Þá er nú þeim bændum sem náð hafa 67 ára aldri boðið að selja eða leigja fullvirðisrétt í sauðfé. Fyrir marga bændur gefst með þessu tækifæri til að draga úr eða leggja niður framleiðslu á sauðfjáraf- urðum sem þeir hefðu annars ekki átt kost á. Þar að auki heldur jörðin fullvirðisrétti sínum ef um leigu er að ræða sem er mikilsvert atriði fyrir þá sem treysta á að einhver taki við þeirra búskap. Framleiðnisjóður landbúnaðarins býður fækk- unarsamninga þeim bændum sem hafa bústofn umfram fullvirðisrétt og jafnframt er þeim aðilum sem engan eða óverulegan fullvirðisrétt hafa gefinn kostur á að leggja inn í afurðastöð allt sitt fé nú í haust gegn því að þeir hefji ekki framleiðslu að nýju. Þá er í fyrsta skipti tekin ákvörðun um skiptingu landsins í framleiðslusvæði. Þetta er atriði sem bændur, einkum á sauðfjárræktarsvæðunum hafa lagt áherslu á, án þess að það hafi komið til framkvæmda. Fullvirðisréttur sauðfjársvæðanna er nú skertur mun minna en annarra svæða og þar með viðurkennt í reynd að þau héruð sem fáa eða enga aðra kosti hafa í atvinnumálum en sauðfjár- búskap skuli njóta forgangs við þá framleiðslu. Auðvitað má deila um ýmis atriði þessa sam- komulags, ekki síst þar sem þau snúast um samdrátt í framleiðslu og tekjur bænda sem síst eru of háar. Sé hins vegar litið til allra þátta samkomu- lagsins er ljóst að með því hefur verið stigið stórt skref í þá átt að treysta stöðu íslensks landbúnaðar og framtíð þeirra sem við þá atvinnugrein starfa. Laugardagur 3. október 1987 AÐ MUN almenn og viöurkennd skoöun að Irland sé fagurt land, grænt af gróðri og veðursælt og að fólkið sem þar býr sé söngvið, Ijóðelskt og listrænt, en geti átt hvort tveggja til að vera angurvært eða ofsa- fengið í vísnasöng sínum allt eftir því hvert hugurinn reikar og hvert söngefnið er í það og það sinnið. Hlýjar móttökur íslenskir ferðalangar áttu leið um írland í síðustu viku og fengu að kynnast fegurð landsins, gestrisni fólksins og fjölskrúðugu þjóðlífi þar sem söngur og ljóð virtust í öndvegi. Þegar íslensku ferðamennirnir renndu í hlað hjá litlu veitinga- húsi á vesturströnd írlands þar sem hægur árstraumur endaði í ósi sínum við lygnan vog og nokk- urn spöl frá brimöldum Atlants- hafsins, kom aldurhniginn mað- ur út úr veitingahúsinu, kynnti sig sem eiganda staðarins og vísaði gestum til sætis í matsal þar sem aðeins var að finna eitt langborð með sætum handa 12- 14 manns og væri þó þétt setið. Við hliðina á þessum litla matsal var reyndar sýnu rýmri ölkrá, þar sem gestir gerðu sér gott af drykkjarföngum, en áttu þess einnig kost að snæða einfalda rétti og skemmta sér við spil og teningskast eða ámóta dægra- dvöl. Húsið var af þeirri gerð sem víða má sjá í sveitum landsins, lágt, fremur langt kalk- steinshús með stráþaki. Hús af þessu tagi geta verið aldagömul. Þegar íslensku gestirnir höfðu sest við borðið og biðu þess að matur yrði fram borinn, kom öldungurinn, eigandi veitinga- hússins, aftur hljóðlega inn í mat- stofuna og byrjaði að syngja með lágri en nokkuð brostinni röddu eins konar velkomanda- minni til heiðurs „frændum“ sín- um af íslandi. Unginn úr þessum angurværa söngtexta var eitt- hvað á þessa leið: Pig faðma heitar hendur, þér heilsar land og sær. Og þó að öldu þyngi og þokan færist nær, er von að vinda lægi, að vestrið Ijómi þar á meðan sólin sígur og sest í votan mar. Svo einlæg kveðja fer vel í matlystuga ferðamenn og virð- ingin fyrir gamla manninum, sem ber hana fram, minnkar ekki þegar upplýst er að veit- ingahúsið er meira en 200 ára og hefur gengið á milli kynslóða í sömu ætt mann fram af manni í marga ættliði. Af konungakyni íslendingar eru yfirleitt ætt- fróðir og hafa gaman af persónu- sögu. Okkur er gjarnt að rekja ættir okkar til stórmenna og jafnvel konunga, þegar fram í sækir og langt er til jafnað um ættgöfgina. Þeir íslendingar sem þarna voru á ferð höfðu ástæðu til að ætla að írar væru ekki síður ættfróðir og ættræknir. Enda mun það ekki ný frétt að segja frá því að írar eru sagna- , menn, sögufróðir og frásagnar- glaðir og lifa öðrum þræði „í fortíðinni", ef svo gáleysislega má til orða taka um fólk sem er meðvitað um uppruna sinn og sögu. Bílstjóri og leiðsögumaður Is- lendinganna hét O’Brien, fróður maður um alla hluti og brást aldrei svar við neinu sem hann var spurður. Hann gat upplýst samferðamenn sína frá Islandi um það að hann væri afkomandi Brjáns konungs, sem írar kalla Brian Boru, þess sem Brjánsbar- dagi er heitinn eftir og sagt er frá í Njálu. Ættarnafnið O’Brien merkir í rauninni „afkomandi Brjáns konungs“, og þeir sem það nafn bera fara ekki í laun- kofa með uppruna sinn. Brjánn konungur var uppi fyrir 1000 árum, samtíðarmaður Flosa á Svínafelli og Njálssona, en ætt hans lifir enn, eða því trúa a.m.k. þeir sem telja sig hafa blóð hans í æðum sínum og bera nafn hans. Slík er ættrækni íra, að lang- flestir þeirra ferðamanna sem flykkjast til írlands á ári hverju, eru Bandaríkjamenn af írskum uppruna, sem komnir eru til þess að vitja „gamla landsins". Á síðari árum hafa bæst í þenn- an hóp ættrækinna ferðalanga írsk-ættað fólk frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Bandaríkjamenn af írskum uppruna skipta tugum milljóna, afkomendur útflytj- enda sem streymt hafa frá ír- landi látlaust í u.þ.b. 150 ár. Svo undarlega vill til að ferða- þjónusta er nú annar aðalatvinnu- vegur íra, næst á eftir naut- gripa- og sauðfjárbúskap og öðr- um landbúnaði, og fjölmennustu gestahóparnir eru írsk-ættaðir Bandaríkjamenn sem fyrr segir og geta nú, þótt seint sé, launað uppeldið eða ættarupprunann með því að veita ferðaþjónustu- fólki í gamla landinu góða at- vinnu og þjóðarbúinu miklar gjaldeyristekjur. Þótt íslenskum ferðamanni þyki írland búsæld- arlegt og fagurt eins og þar drjúpi smjör af hverju strái, þá er staðreyndin sú að langa-lengi, a.m.k. meira en hálfa aðra öld, hefur landið ekki getað borið og brauðfætt þá sem þar eru barn- fæddir og af því hefur stafað þetta sístreymi útflytjenda frá Irlandi, sem enn er við lýði. Enn er atvinnuleysið geigvænlegt. Meira en fimmti hluti verkfærra manna er á atvinnuleysisskrá, líklega meira en á sér stað í öðrum Evrópulöndum. Iðnað- arþjóðfélagi nútímans hefur ekki lánast nema síður sé að bæta úr gamla írska bölinu, atvinnuleysinu og fólksflótta úr landi. Langdreginn harmleikur Þegar tekið er tillit til þess hversu írska blóðtakan er mikil og langvarandi er aldrei nema eðlilegt að þeir hneigist til ang- urværðar og saknaðar í söngvís- um sínum og það því fremur sem þeir eru þjóðræknir og heimakærir og óeiginlegt að bæla tilfinningar sínar. En saga íra hefur um árhundruðin ekki gefið tilefni til þess eins að ala á angurværð og aðgerðarlausum söknuði. írsk þjóðarsaga er í rauninni langdreginn harmleik- ur, svo naumast á sér líka í öðrum löndum. Engin öld og varla nokkur áratugur í 1200 ár eða meira gæti kallast friðaröld á írlandi. Styrjaldir, orustur og mannvíg eru eins og svartur stimpill á írskri sögu og erlend áþján svo löng að langt er að leita dæma um þvílíkt. Ef borin er saman saga íra og íslendinga hvað erlend yfirráð og áhrif varðar er þar fáu saman að líkja nema grófum útlínum sögunnar. Yfirráð Dana á ís- landi eru eins og barnaleikur miðað við framferði Englend- inga og stjórn þeirra á Irlandi öld eftir öld. Má með réttu segja að Englendingar hafi beitt öllum þeim pólitíska fantaskap, sem hægt er að viðhafa til að undir- oka lönd og þjóðir, ekki aðeins stjórnarfarslegu ófrelsi og versl- unareinokun, heldur eignaupp- töku án dóms og laga, vinnu- þrælkun, sviptingu starfsrétt- inda, stöðubanni, víðtækri menningarkúgun og trúar- nauðung. Til að kóróna allt þetta höfðu Englendingar það ráð að flytja útlendinga til ír- lands í stórum skörum, láta þá setjast þar að og hefja þar rækt- un og búskap, einfaldlega með því að flæma innlenda menn og rétta eigendur landsins burt af bújörðum og fá þær í hendur skoskum og enskum land- hlaupurum, komnum úr allt öðru menningarumhverfi, mælandi á aðra tungu og með ólíka trúar- siði. Þessa gætti mest í þeim landshluta sem nú kallast Norð- ur-írland og vafalaust er undir- rótin að þeirri tvískiptingu þjóð- arinnar og klofningi sem nú er á írlandi og er eins og opið sár í þjóðarvitund íra. Þótt megin- þorri íra streittist við að halda fornri tungu sinni svo lengi sem stætt var, er nú svo komið að ekki eru nema fáeinir útskaga- menn og eyjabúar á Vestur-lr- landi sem eiga gelisku (írsku) að móðurmáli. írar fengu ekki reist rönd við kerfisbundinni menn- ingarkúgun Englendinga ofan á stjórnarfarslegt ófrelsi. Sjálf- stæðisbaráttan á þessari öld og þjóðræknisstefnan megnaði ekki að endurvekja þjóðtung- una og mun varla takast úr þessu, þótt öllum börnum í írska lýðveldinu sé skylt að læra gelisku í skólum og þannig sé fyrir mælt í stjórnarskránni að geliska sé þjóðtunga íra. Þetta stjórnar- skrárákvæði er í rauninni dauð- ur bókstafur, þótt segja megi að það hafi táknrænt gildi og e.t.v. einhverja þýðingu í uppeldis- og menntastefnu þjóðarinnar. En ekki mun þetta vera léttbær kvöð enskumælandi skólabörnum á írlandi nútímans. Vinna vélbyssur að vélritun... Svo margreyndri, söngvinni og ljóðelskandi þjóð sem írum er varla láandi þótt fyrir bregði öðrum tón í vísnasöng hennar en sakleysislegri angurværð einni saman. Enda má oft á síðkvöldum heyra íra hefja upp raust sína og syngja baráttuljóð og stríðssöngva. Er þá ekki laust við að friðsömum lslendingum, sem varla hafa séð banað flugu, finnist eins og blóð liti storð eða

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.