Tíminn - 03.10.1987, Blaðsíða 14
14 Tíminn ,
FRÉTTAYFIRLIT
DUBAI — íranskir byssubát-
ar skutu aö olíuflutningaskipi
og var þetta fimmta árásin af
þessu tagi á þremur dögum.
Litlar skemmdir hafa þó veriði
unnar í þessum aögeröum ír-
ana og enginn hefur látiö lífiö.
Yfirvöld i írak sögöu lofther
sinn hafa skotið á enn eitt
íranskt skip í gær og var þetta
þrettánda árás Iraka á rétt
rúmri viku.
BRUSSEL — Stjórnarerind-
rekar sögðu aö viðskiptakerfi
Evrópubandalagsins, sem
plagaö er af miklum aukaafurö-
um frá landbúnaðinum, væri í
raun hruniö. Engu aö síður eru
ríki bandalagsins langt frá því
að koma sér saman um lana-
tíma aðgerðir. Utanríkisráð-
herrar EB munu koma saman
nú um helgina til aö ræöai
fjárhagsvandræði þau sem
bandalagið er í.
WASHINGTON - At
vinnuleysi í Bandaríkjunum
minnkaöi í septembermánuöi
niöur í 5,9% en var 6,0% í
ágúst og júlf. Atvinnuleysi hef-
ur ekki verið minna þar vestra
í átta ár.
TÚNIS — Bourguiba forseti
Túnis hefur greinileaa ákveðiö
hver á að taka við embætti
hans i framtíðinni. Þetta geröi
hann með því að tilnefna Zine
Al-Abidine Ben Ali innanríkis-
ráðherra sem hinn nýja for-
sætisráðherra landsins. Hinn
84 ára gamli Bourguiba til-
nefndi Ben Ali í embættið sem
Rachid Sfar hefur haft á hendi
síðustu fimmtán mánuðina og
átti Sfar því samkvæmt stjórn-
arskránni að taka við af Bourg-
uiba.
KAUPMANNAHÖFN -
Evrópubandalagið hefur form-
lega neitaö beiðni Marokkó-
stjórnar um að fá aðild að
bandalaginu og sagt að aðeins
Evrópuríki geti gerst aðilar.
Þetta var haft eftir dönskum
embættismönnum, Danir sjá
nú um stjórn bandalagsins en
þjóðir þess skiptast á að fara
með forystuna sex mánuði í
senn.
N'DJAMENA — Stjórnvöld
í Chad telja líklegt að bardagar
brjótist aftur út milli Chadhers
og Líbýuhers um yfirráðin yfir
umdeildu landsvæoi við landa-
mæri ríkjanna tveggja.
MADRÍD — Erlendir ferða-
menn flykktust til Spánar á
fyrstu átta mánuðum þessa
árs. Alls komu 35,7 milljónir
ferðamanna til landsins á
þessu tímabili og er um met-
fjölda að ræða.
ÚTLÖND
Laugardagur 3. október 1987
Væringar nokkrar hafa sett svip sinn á daglegt líf í Jerúsalem að undanförnu þar sem skorist hefur
oftar en einu sinni í odda með bókstafstrúarmönnum úr hópi gyðinga og þeirra sem ekki taka trúna
of alvarlega. Skærurnar hófust fyrir alvöru þegar bíóhúsin byrjuðu að sýna mvndir á hvíldardeginum
sjálfum. Hinir strangtrúuðu hafa mótmælt og á myndinni má sjá tvo úr þeirra hópi koma gangandi
framhjá hópi lögreglumanna.
skrif-
ræðis
Yfirbókhaldari norsku ríkisstjórn-
arinnar hvatti her landsins í vikunni
til þess að koma reikningum sínum
í lag eftir að hann hafði uppgötvað
að bókhaldið á þeim bæ var í miklu
óstandi.
Kjell Gjelstad heitir yfirmaður
bókhaldsskrifstofu ríkisins sem er
hluti af fjármálaráðuneyti landsins.
Hann er ósáttur mjög við bókhaldið
hjá hinum 325 þúsund manna her:
„Ósamræmið er svo mikið að ég
neyðist til að láta þingið vita,“ sagði
Gjelstad.
Reikningarnir stangast aðallega á ,
í sambandi við aðgerðir landhers og :
sjóhers í Norður-Noregi. Þar hefur j
verið mikið um æfingar ýmiskonar
og að sögn Gjelstad hefur áherslan I
verið lögð á æfingarnar sjálfar en ,
reksturinn hefur gleymst.
Talsmaður hersins viðurkenndi í
gær að óreiðan væri til staðar. Hann
sagði að lítið væri að fólki með
bókhaldskunnáttu og meiri yfirbygg-
ingar væri þörf ef koma ætti hlutun-
um í lag.
Reuter/hb
ÚTLÖND
UMSJÓN:
Heimir
Berqsson
BLAÐAMAÐUR L
Rafsanjani forseti íranska þingsins:
„Okkur vantar fleiri
sjálfboðaliða,“ sagði
Rafsanjani forseti íran-
ska þingsins í gær. Hér
er einn.
Noregur:
Her
án
Stríð við Kana er
skammt undan og
mun standa lengi
Ali Akbar Hashemi Rafsanj-
ani, forseti íranska þingsins og
einn helsti ráðamaður í Iran, lét
hafa eftir sér í gær að miklar
líkur væru á að stríð brytist út
milli írana og Bandaríkjamanna
á næstunni og myndi það standa
í nokkur ár.
Rafsanjani sagði á fjölmennri
bænasamkundu í Teheran að
Bandaríkjamenn hefðu í raun
þegar skotið fyrsta skotinu í
þessu stríði.
„Innan þriggja til fjögurra ára
mun öryggisráð SÞ vilja binda enda
á stríð írans og Bandaríkjanna en
Bandaríkjamenn ættu ekki að halda
því fram að þeir hafi ekki átt upptök-
in,“ sagði Rafsanjani.
Iranar hafa gagnrýnt veru banda-
rískra herskipa í Persaflóanum harð-
lega og hvatti Rafsanjani fleiri sjálf-
boðaliða til að ganga í herinn og
halda til stöðva írana við flóann „...
svo að við getum svarað Bandartkja-
mönnum á viðeigandi hátt“.
Bandarísk herskip hófu í júlímán-
uði að fylgja olíuflutningaskipum
frá Kúvait inn og út um Persaflóann
og tundurduflaleitarar erlendra ríkja
hafa einnig verið að störfum í flóan-
Stjórnin í Teheran hefur hótað að
hefna fyrir árás bandarískra herþyrla
á íranskt skip sem Bandaríkjamenn
sögðu að hefði verið að leggja tund-
urdufl á siglingaleiðir í flóanum.
Bandaríski sjóherinn sökkti síðar
skipinu og framseldi írönum 26 sjó-
menn og lík þriggja manna.
Rafsanjani sagði að hér hefði
verið um að ræða íranskt flutninga-
skip og Bandaríkjamenn hefðu
sökkt því til að þurfa ekki að sýna
fjölmiðlum hvers lags mistök þeir
hefðu gert.
Orð Rafsanjanis og reyndar at-
burðarásin öll í Persaflóanum sýna
svo ekki verður um villst að óopin-
bert stríð ríkir nú milli ríkjanna
tveggja.
Reuter/hb
Kína:
Pöndu-
dráparar
mega
vara sig
Kínversk stjórnvöld hafa
ákveðið harða refsingu til handa
þeim veiðimönnum sem drepa
risapöndur eða eru teknir við að
smygla skinnum dýranna úr
landi. Hin opinbera fréttastofa
landsins skýrði frá því í gær að
slíkir menn gætu átt von á langri
fangelsisvist og yrðu jafnvel tekn-
ir af lífi.
Fréttastofan hafði eftir dómara
í hæstarétti landsins að þungra
refsinga væri þörf til að koma í
veg fyrir að þessari dýrategund
yrði útrýmt. Dómarinn sagði að
innlendir veiðimenn störfuðu oft
með aðilum erlendis frá er vildu
kaupa skinn dýranna.
Kaupmenn í Hong Kong selja
hvert skinn fyrir upphæð sem
samsvarar milljón íslenskum
krónum og nokkrir Kínverjar
hafa því lagst í þá iðju að reyna
að smygla skinnunum þangað.
Kínverskur sjómaður var t.d.
gripinn við þessa iðju í júlímán-
uði.
Nú er álitið að aðeins um
þúsund pöndur séu eftirlifandi.
Þær halda allar til í skógarsvæð-
um í Suð-Vestur Kína en lífsbar-
áttan er hörð, bæði er að veiði-
menn ágirnast dýrin og að auki er
orðið minna um helstu fæðuteg-
und þeirra, bambusreyrinn.