Tíminn - 03.10.1987, Page 10

Tíminn - 03.10.1987, Page 10
10 Tíminn Laugardagur 3. október 1987 FÓLK Hún gengur með bamabörn sín Alveg á næstunni gerist heimssögulegur atburður í læknavísindum. Þá koma í heiminn í Suður-Afríku þríburar, sem 48 ára amma þeirra hefur gengið með fyrir dóttur sína og tengdason. Pat Anthony og Karen dóttir hennar, mæðgur og jafnframt mæður fyrstu þríbura, sem fæddir eru af ömmu sinni. Hún hefur að minnsta kosti jafn mikinn áhuga á meðgöngu sinni og allar aðrar verðandi mæður - og enginn yrði hissa þó hann væri jafnvel meiri. Hún leggur hendurn- ar á kviðinn og „hlustar" dreymin á svip, á nýja lífið innra með sér. Ef til vill ætti að segja „nýju lífin", því Pat Anthony gengur með þrí- bura, sem eiga að fæðast þann 14. október. Það sem er þó einstakt við þessa meðgöngu, er í fyrsta lagi að Pat á ekki börnin, sem hún gengur með, heldur verða þau barnabörn henn- ar, Þau hafa vaxið og dafnað vel, krílin þrjú og þegar er búið að ákveða nöfn þeirra. Utan um dag- setninguna er rauður hringur á dagatali fjölskyldunnar: 14. októ- ber gerist heimssögulegur atburður og það er sjúkrahús í Suður-Afríku sem fær heiðurinn af að bjóða þessa einstöku þríbura velkomna í heiminn. Áætluðu barnafjölda Pat Anthony er 48 ára og hún hefur af frjálsum vilja og með hinni mestu ánægju boðist til að gera dóttur sinni Karenu og manni henriar Alcino þann einstaka greiða að vera „líkamsfóstra" fyrir barn þeirra. Það eina, sem hún gerði ekki ráð fyrir í upphafi, var að um yrði að ræða þríbura í stað eins barns. Karen og Alcino kynntust fyrir tíu árum, hún þá 15 ára, en hann 23 ára. það var ást við fyrstu sýn. Bæði eru fædd og alin upp í smábænum Tzaneen og ekki tók langan tíma að koma sér saman um aðalatriðin varðandi sameiginlega framtíð. Eitt af því mikilvægasta voru börn, helst mörg. í fyrstu töluðum við um fjögur eða fimm, segir Karen og brosir, eilítið dapurlega. - Síðan ætluðum við að sjá til hvort við hefðum orku og efni aflögu til að bæta við hópinn. Fyrir fjórum árum varð Karen ófrísk og mikill fögnuður ríkti. Meðgangan var eðlileg, en fæðing- in sjálf kostaði hana næstum lífið. Læknum tókst með snarræði að bjarga bæði móðurinni og syninum Alcino yngri, en ljóst var að Karen mátti ekki eignast fleiri börn, hún lifði slfkt ekki af og þess vegna var móðurlíf hennar fjarlægt strax. Pat fær enn tár í augun, þegar hún hugsar um þessa þungu sorg, sem dóttir hennar varð fyrir. Börn eru mikilvægur hluti hjóna- bandsins, segir hún fastmælt. Það var grimmilegt að horfa upp á drauma hennar og vonir verða að engu á þennan hátt. Fyrst eftir að Karen kom heim af sjúkrahúsinu með soninn, var hún allt of niðursokkin í móðurhlut- verkið til að hafa áhyggjur af því, sem hún hafði orðið fyrir. En þegar frá leið, neyddist hún til að horfast í augu við að hún var ófrjó um aldur og ævi. Það er kaldhæðni örlaganna að hún starfar sem æf- ingaleiðbeinandi ófrískra kvenna Pat amma með eina bamabnarnið sitt ennþá, Alcino yngri. Innan skamins eignast hann þrjú systkini fyrir tilstilli hennar. Karen og Alcino urðu orðlaus, þegar Pat bauð þeim að ganga með barn handa þeim, en tóku strax boðinu. og er þannig daglega minnt á, hvers hún fer á mis. Að hún getur aldrei framar orðið eins og þær. Hetjuleg ákvörðun Ég varð óskaplega niðurdregin, segir Karen. Það við bættist svo, að ég hafði sjúklegar áhyggjur af að eitthvað kæmi fyrir Alcino litla. Ef ég skyldi nú missa hann! Þá yrði ég að lifa barnlaus til æviloka. Ég þorði ekki fyrir nokkurn mun að færa rúmið hans út úr svefnher- berginu okkar og ef hann svo mikið sem andvarpaði í svefni, glaðvaknaði ég um leið. Við fórum fram úr oft á nóttu til að sannfærast um að hann andaði ennþá, bætir Alcino við og tekur yfir axlir konu sinnar. Það reyndist Pat ofviða að sjá hvernig óttinn og þunglyndið náði tökum á dóttur hennar og tengda- syni. Að vísu hafði hún sjálf eitt sinn svarið þess hátíðlegan eið að eignast ekki fleiri börn. Seinasta fæðingin, þegar Colin, yngsti bróð- ir Karenar kom í heiminn, var nefnilega mjög erfið ög Pat áræddi ekki að taka áhættuna aftur. En þar að kom, að hún var reiðubúin að ýta sjálfsumhyggjunni til hliðar... Án þess að segja orð við nokk- urn mann, brá hún sér væna bæjar- leið til Jóhannesarborgar til að ræða þar við sérfræðing. Gæti hún orðið eins konar „útungunarmóð- ir“ fyrir dóttur sína? Læknirinn rannsakaði hana vandlega og hugs- aði málið frá öllum hliðum, áður en hann veitti samþykki sitt. Að áliti hans var ekkert, sem mælti gegn þeirri lausn. Pat bókstaflega sveif aftur heim til Tzaneen, fór beint heim til Karenar og Alcino og lagði fyrir þau hið mjög svo óvenjulega tilboð sitt: Ef þið viljið eignast annað barn, er ég fús til að ganga með fyrir ykkur. Karen og Alcino máttu vart mæla góða stund, en þau þörfnuð- ust ekki umhugsunartíma. Tilboð- inu var tekið eftir nokkrar mínút- ur. Óttast ekki vandamál Karen hafði þegar talað við margar vinkonur sínar um slíka lausn, heldur Pat áfram. Tvær þeirra höfðu meira að segja íhugað möguleikana á að fæða barn fyrir hana. Mín skoðun er samt sú, að þetta sé of áhættusamt. Ef með- göngumóðirin er utanaðkomandi, er sá möguleiki alltaf fyrir hendi, að viðkomandi skipti um skoðun og ákveði að halda barninu sjálf, þegar það er fætt. Sjálf er ég ekki hið minnsta hrædd um þetta. Ég veit að þríbur- arnir dafna vel innra með mér og ég neita ekki að ég nýt þess að finna þá hreyfa sig. Tilfinningalega hef ég fyrir löngu gert mér ljóst, að ég á ekki þessi böm sjálf, ég hugsa alltaf um þau sem börn Karenar og Alcinos. Læknarnir segja að annað en keisaraskurður komi ekki til greina og ég held að það muni vissulega auðvelda hlutina. Ég verð í djúp- um svefni, þegar bömin fæðast og sennilega steinsofandi enn, þegar Karen og Alcino fá þau afhent. Mikilvægustu tengsl móður og barns skapast þegar verið er að gefa bömunum að borða, mata þau og gæla við þau. Ég býst ekki við að gera slíkt varðandi þríbur- ana. Karen fær sérstaka meðhöndl- un, þannig að hún mun mjólka, þrátt fyrir að hún gengur ekki með eða fæðir bömin. Þannig er ég ekki í vafa um að hún fær á tilfinning- una, að hún sé hin eina, rétta móðirbarnanna, segirPat ogbrosir breitt... E,S. í gær I. okt. gerðust þau gleði- tíðindi að börnin þrjú fæddust öll heilbrigð og rétt sköpuð. Ekki fylgdi fréttinni hvort þau voru tekin með keisaraskurði eða fædd- ust með eðlilegum hætti.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.