Tíminn - 03.10.1987, Blaðsíða 17

Tíminn - 03.10.1987, Blaðsíða 17
Tíminn 17 Laugardagur 3. október 1987 MINNING Gunnhildur Guðmundsdóttir Fædd 17. ágúst 1904 Dáin 24. september 1987 I dag verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum Gunnhildur Guðmundsdóttir, ömmusystir mín. Hún fæddist 17. dag ágústmánað- ar 1904 á Akrahóli í Grindavík, dóttir hjónanna Gyðríðar Sveins- dóttur (1862-1946) og Guðmundar Magnússonar (1867-1911), sjó- manns og síðar verkamanns. For- eldrar Guðmundar voru Magnús Magnússon f. um 1838 og Gunnhild- ur Pálsdóttir f. um 1842. Var Guð- mundur elstur barna þeirra en þau munu hafa verið 4 að tölu. Móðir Gunnhildar heitinnar, Gyðrfður, var komin af Jóni Stein- grímssyni prófasti, sem fyrir löngu er þjóðkunnur af merkri æfisögu sinni. Var hún dóttir Sveins Pálma- sonar (1816-1896) bónda f Björns- koti, hjáleigu frá Ásólfsskála undir Eyjafjöllum, og konu hans Gyðríðar Bjarnadóttur. Sveinn var sonur Pálma Jónssonar, hvers móðir var Guðný, dóttir Jóns „Eldklerks“. Systkini Gunnhildar voru: María Kristín Ágústa f. 1894. Dó ung af berklum. Guðmundur Max á Rangá, f. 1898, d. 1975. Svienbjörn f. 1901, d. um 1940. Petrína f. 1908 í Reykjavík en hin í Grindavík. Gyðríður eignaðist dóttur, Gróu Sesselju að nafni, áður en hún kynntist eiginmanni sínum. Foreldrar Gunnhildar fluttu með börnin til Reykjavíkur 1907. Bjuggu þau að Lindargötu 5, en það hús mun hafa staðið á auðu lóðinni milli Hæstaréttarhússins og íþróttahúss Jóns Þorsteinssonar. í byrjun aldar- innar hefur mikill uppgangur verið í atvinnulífi landsmanna og ekki síst í höfuðborginni. Skútuöldin svo- nefnda í algleymingi en nýir tímar í augsýn. Skúturnar höfðu gefið góð- an arð, „en ekki voru þær þó til þess fallnar að verða að almennri lyfti- stöng undir betri efnahag lands- manna,“ segir Agnar Kl. Jónsson í riti sínu um Stjórnarráðið. Eigi var hafin vinna við hafnargerð í Reykjavík fyrr en 1913 og mun það hafa verið mjög erfið vinna að ferma og afferma skip á þessum árum. Að sögn Björns Jónssonar, síðar ráð- herra, er lýsing aðalbryggju Reykjavíkur heldurólagleg:....við- gerðinni ... er lokið fyrir skömmu með þeim prýðilega árangri, að hálfklofinn er frá og siginn austur- jaðarinn á henni (bryggjunni) að framan alllangt uppeftir og hitt þó verra, að nú er fullyrt, að alls ekki sé við hana lendandi nema í blíðviðri og sjóleysu," (ísafold 5. tbl. 34. árg.) Svona var ástand hafnarinnar árið sem Guðmundur fluttist til Reykjavíkur. Margir hafa lýst hafnarvinnunni og eitt er víst að allt það strit við kolaburð, saltburð, útskipun á fiski o.fl. o.fl. hefur ábyggilega gert út af við margan alþýðumanninn á met- tíma. Vinnutíminn hlýtur að hafa verið bæði langur og strangur, að- stæður fyrir neðan allar hellur og engin tæki fyrir hendi að létta fólki vinnuna. Eftir 4 ára búsetu í höf- uðstaðnum fellur Guðmundur frá, sjálfsagt útslitinn um aldur fram. Hann hafði framfleytt fjölskyldu sinni þessi síðustu ár sín af þræl- dómnum við höfnina. Heldur hafa áttir verið óvissar hjá ekkjunni með barnahópinn, Gunnhildur 7 ára gömul. Þegar neyð- in er stærst er hjálpin næst. Ættfólk og vinir austur í sveitum munu hafa leyst sem best úr, eftir því sem aðstæður og efni hafa leyft. Eyja- fjöllin fögur og gróðurrík með „silf- urbláan Eyjafjalla tind“ eins og skáldið komst að orði, urðu heim- kynni Gunnhildar. Þaðan er Björg- vin Pálsson sem Gunnhildi hefur verið traustur lífsförunautur í yfir 60 ár. Snemma fluttu þau til Vest- mannaeyja þar sem Björgvin starf- aði við verkstjórn í áraraðir. í Eyjum undu þau sér vel, börnin og síðar barnabörnin uxu þarskjótt úrgrasi. Það urðu mikil tíðindi er fréttist um eldgos svo að segja við bæjardyr Vestmannaeyinga aðfaranótt 23. janúar 1973. þau Björgvin og Gunn- hildur urðu sem aðrir að leita undan þessum hrikalegu náttúruhamför- um. Það hlýtur að hafa verið þeim erfið spor að slíta sig upp frá þeim stað sem þeim hafði lengi verið kær. í annað sinn settu þau saman heimili í Hveragerði, sem ætíð stóð vegmóð- um ættingja opið. Ómæld birta og ylur stafaði þaðan langt, langt, yfir fjöll og heiðar. Hjartagæskan og kærleikurinn ásamt regluseminni og látlausri lífsstefnu var hvarvetna í fyrirrúmi. Gunnhildi var ýmislegt til lista lagt. Hún setti saman vísur við hin ólíklegustu tækifæri. Má rétt ímynda sér hversu oft léttist fólki brún og brá, þegar Gunnhildur fór með vís- urnar sínar. En - „nú er skarð fyrir skildi, nú er svanurinn nár á tjörn“. Það eru góðar minningar tengdar Gunnhildi Guðmundsdóttur. Björg- vini, börnunum og barnabörnunum sem og öllum vandamönnum er vottuð innilegust samúð. Með þeirri einlægu ósk að góðar minningar um góða konu megi draga sem mest úr tárum og trega. Guðjón Jensson Mosfellssveit. Illlllllllllllllllllllll MINNING Illlllllllllllllllllllllllll Gyða Guðmundsdóttir húsfreyja Síöumúlaveggjum Fædd 20. febrúar 1928 Dáin 18. september 1987 Laugardaginn 26. september s.l. var kvödd frá Síðumúlakirkju í Hvít- ársfðu frú Gyða Guðmundsdóttir húsfreyja á Síðumúlaveggjum í sömu sveit. Útförin fór fram í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. Gyða var fædd í Reykjavík hinn 20. febrúar 1928, ein af 6 börnum þeirra hjóna Agnesar Erlendsdóttur og Guð- mundar Axels Jónssonar, sem bæði voru ættuð úr Reykjavík. Uppvaxtarár st'n dvaldi Gyða að mestu í Reykjavík en var þó á sumrum í sveit, eins og þá var algengt, dvaldi hún þá m.a. á Síðu- múlaveggjum. Gyða lauk skóla- göngu sinni með því að setjast í Iðnskólann í Reykjavík og ljúka þaðan námi í hárgreiðslu. En sveitin heillaði ungu stúlkuna, og árið 1950 gekk hún að eiga eftirlifandi eigin- mann sinn, Guðmund Þorgrímsson og tóku þau þá við búi á Síðumúla- veggjum af foreldrum Guðmundar, þeim Guðrúnu Guðmundsdóttur og Þorgrími Einarssyni. Guðrún lést árið 1964 en Þorgrímur hefur átt heimili á Síðumúlaveggjum og unnið þar að búi sonar síns. Á Síðumúlaveggjum er nú hið reisulegasta býli og auðséð að þar hefur samheldni setið í fyrirrúmi hvað varðar umgengni alla jafnt utandyra sem innan. Gyða og Guðmundur eignuðust 6 börn saman en áður hafði Gyða eignast eina dóttur, Ernu Einars- dóttur Júlíussonar frá Akranesi. Erna býr á Sveinsstöðum í Dala- sýslu. Nöfn barna Gyðu og Guð- mundar fara hér á eftir í aldursröð. Finnur, Guðrún Kristín og Guðjón sem öll búa á Akranesi. Þóra, býr á Selfossi, Agnes býr á Síðumúla- veggjum og Helga sem enn er í föðurhúsum. Allt er þetta hið mesta myndar og dugnaðarfólk. Barnabörnin eru nú orðin 12 að tölu. Það er erfitt að koma tilfinning- um sínum og hugsunum á blað þegar minningarnar um ástkæra tengda- móður líða um hugann. Gyða var hreinskiftin kona og sagði meiningu sína á hlutunum umbúðalaust. Hún var sannur talsmaður landbúnaðar- ins en var ekki alltaf sammála stefnu ráðamanna í þeim efnum. Við ræddum oft þessi mál, og þá sérstaklega nú hin seinni árin eftir að við hjónin fórum að starfa við land- búnað. Gyða var harðdugleg kona og þekkti nánast engin takmörk sér til handa í þeim efnum. Gyða veikt- ist nokkuð snögglega nú í byrjun sumars og kom þá í ljós að um illkynja sjúkdóm var að ræða og að ekkert yrði við hann ráðið. Er ég heimsótti Gyðu í síðasta sinn á sjúkrahúsið á Akranesi var mjög af henni dregið og tjáði hún mér þá að nú væri hún farin að þrá hvíldina, enda væri hún sátt við sitt hlutskifti í lífinu bæði gagnvart Guði og mönnum. Gyða lést í sjúkrahúsinu á Akra- nesi 18. septembersíðastliðinn. Égvil leyfa mér fyrir hönd aðstandenda að þakka læknum og hjúkrunarfólki á Akranesi fyrir góða umönnun henni til handa síðustu vikurnar. Gyðu Guðmundsdóttur mun ég ætíð minn- ast með virðingu og þökk fyrir þau ár sem hún gaf mér og mínum af lífi sínu. Hér skilja leiðir í bili. Samúð mína votta ég eiginmanni, öldruðum tengdaföður, börnum, barnabörnum og öðrum vanda- mönnum og vinum hinnar látnu. Blessuð sé minning Gyðu Guð- mundsdóttur. Guðbjartur A. Björgvinsson Línumenn - línumenn Aðalfundur félags íslenskra línumanna verður haldinn laugardaginn 10. okt. kl. 13.00 í Félags- miðstöðinni Háaleitisbraut 68. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kjaramálin 3. Kosning fulltrúa á 9. þing R.S.Í. 4. Önnur mál Stjórnin Laust starf Vita- og hafnarmálaskrifstofan óskar að ráða skrifstofumann í vélritun og bókhald. Umsóknir ásamt upplýsingum sendist fyrir 9. okt. Hlutastarf kemur til greina. Vita- og hafnamálaskrifstofan Seijavegi 32, Reykjavík Sími27733 Sumarhús til sölu Lítill sumarbústaður, 20 fm. + svefnloft til sölu, tilbúinn til flutnings. Hentugt fyrir ferðaþjónustu bænda. Upplýsingar í síma 91-38872 eftir kl. 17. Hjartans þakkir og kveðjur til fjölskyldu minnar, vina og frænda sem glöddu mig með góðum gjöfum, símskeytum, viðtölum og heimsóknum á 80 ára afmæli mínu 18. sept. sl. Sigrún Baldvinsdóttir t Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og jarðarför sonar okkar, dóttursonar, föður og bróður Péturs Þórs Magnússonar Ingibjörg Pétursdóttir Magnús Karl Pétursson Guðríður Kristjánsdóttir Pétur Sigurðsson börn og systkini t Innilegar þakkir færum við þeim fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa Eiríks Erlendssonar Leirubakka 12, Reykjavík Sérstakar þakkir til starfsfólks Vífilsstaðaspítala. Björg Jónsdóttir Katrín Eiríksdóttir, Sveinn Guðlaugsson Sigbjörg E. Eiríksdóttir, Pjetur M. Helgason og barnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, fósturföður, bróður, tengdaföður, afa og langafa okkar Friðþjófs Baldurs Guðmundssonar útvegsbónda fró Rifi Sérstakar þakkir færum við öllu starfsfólki á sjúkrahúsi Stykkishólms fyrir frábæra umönnun Halldóra Kristleifsdóttir Ester Friðþjófsdóttir Sævar Friðþjófsson Svanheiður Friðþjófsdóttir Kristinn J. Friðþjófsson Sæmundur Kristjánsson Hafsteinn Björnssson Guðbjörg Guðmundsdóttir Marfa Guðmundsdóttir Helga Hermannsdóttir Jóhann Lárusson Þorbjörg Alexandersdóttir Auður Grímsdóttir Steinunn Júlíusdóttir Katrfn Guðmundsdóttir Ásta Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.