Tíminn - 03.10.1987, Blaðsíða 16
'16 Tíminn
Laugardagur 3. október 1987
MINNING llll
Ágúst B. Jónsson
Fæddur 9. júní 1892.
Dáinn 28. septembcr 1987.
Ágúst var fæddur að Giisstöðum í
Vatnsdal 9. júní árið 1892, en dó
þann 28. f.m. á Héraðshælinu á
Blönduósi.
Foreldrar Ágústs voru þau Val-
gerður Einarsdóttir skálds Andrés-
sonar í Bólu í Blönduhlíð og Jón j
Jónsson Jóelssonar í Saurbæ í
Vatnsdal. Standa ættir Ágústs djúp-
um rótum um Húnavatnsþing og
Skagafjörð þótt ekki verði rakið hér
frekar.
Ágúst Böðvar var einkabarn for-
eldra sinna er hófu búskap á hluta
Gilstaða vorið 1891 en fluttu þaðan
vorið 1896 að Hofi í Vatnsdal. t>au
Jón og Valgerður bjuggu á hluta
Hofs fyrstu árin en vorið 1901 fengu
bóndi Hofi í Vatnsdal
þau alla jörðina til ábúðar, en eign-
uðust hana alla síðar og bjuggu þar
æ síðan meðan kraftar entust. Bæði
voru þau Jón og Valgerður sterkir
persónuleikar, mótuð af harðri lífs-
baráttu fólks á síðustu áratugum 19.
aldarinnar. Fóru þau vel með efni og
búnaðist eftir því. Varð Hofsheimil-
ið fljótt eitt af máttarstólpum vatns-
dælsks samfélags á þessum árum.
Skipaði Jón á Hofi sér fljótlega í
forustusveit Vatnsdælinga, sat í
hreppsnefnd, þar sem hann þótti
nokkuð íhaldssamur, en mest lét
hann til sín taka fjallskilamál upp-
rekstrarfélagsins. í>ar sem hann hélt
mjög um stjórnvölinn meira en hálfr-
ar aldar skeið. Hann hafði mjög
ákveðnar skoðanir í pólitík, var
mikill spilamaður og veitti gestum
sínum brennivín á góðri stund.
Framkvæmdastjóri
Framkvæmdastjóra vantar aö Sjúkrahúsi og
heilsugæslustöð á Hvammstanga frá 1. janúar
1988.
Framkvæmdastjóri sér um daglegan rekstur stofn-
ana, annastfjármálaskýrslu og áætlanagerð, fram-
kvæmd ákvarðanastjórnar o.fl.
Allar nánari upplýsingar gefa framkvæmdastjóri í
síma 95-1348, heimasími 95-1629 og formaður
stjórnar í síma 95-1353, heimasími 95-1382.
Umsóknir sendist til stjórnar Sjúkrahúss Hvamms-
tanga 530, Hvammstanga.
Umsóknarfrestur um stöðuna er til 20. október
1987.
Stjórn Sjúkrahúss Hvammstanga
Læknastofa
Hef opnað stofu í Læknastöðinni hf., Álfheimum
74.
Tímapantanir í síma 686311 alla virka daga milli
kl. 9 og 17. Símatími þriðjudaga milli 8 og 9 og
föstud. milli 12.30 og 13 í síma 33569.
Guðmundur Ásgeirsson.
Sérgrein: barnalækningar.
Sjúkrahúsið Egilsstöðum
Hjúkrunarfræðingar
Bráðvantar í 2 stöður hjúkrunarfræðinga frá og
með 1. nóvember eða eftir samkomulagi.
Upplýsingar um kaup og kjör gefur hjúkrunarfor-
stjóri í síma 97-11631 / 97-11400 frá 8.00-16.00
Ibúð óskast
Einstæður faðir með 4 ára son óskar eftir 2
herbergja íbúð, helst í Kópavogi. Annars kemur
allt til greina.
Vinsamlegast hringið í heimasíma 45269 eða
vinnusíma 25000/295.
Upplýsingar gefur Stefanía.
Vantar íbúð til leigu
Vil taka íbúð á leigu í skamman tíma
helst með húsgögnum.
Upplýsingar í síma 686300.
Hafði hann mjög í heiðri siði góð-
bænda um veitingar, en hafði þó hóf
á, svo að til gleðiauka var. Varð
Hofsheimilið á árum þeirra Jóns og
Valgerðar mjög samkomustaður
Vatnsdælinga þar sem fólk, bæði
eldri og yngri, naut lífsins og gerði
sér dagamun.
í þessu umhverfi ólst Ágúst upp.
Sem ungur maður var hann mjög
hlutgengur og mótandi í félags- og
skemmtanalífi sveitar sinnar og
sýslu.
Ágúst fór á bændaskólann á Hól-
um í Hjaltadal haustið 1911 og var
þar í tvo vetur. Varð námið á Hólum
honum mikil hvatning að taka til
hendi á þeim sviðum, sem honum
voru í blóð borin, en þau rúmuðust
mjög innan bóndastarfsins þótt fjöl-
mörg yrðu. Hefir sá er þetta ritar oft
sagt að Ágúst á Hofi væri fjölhæfast-
ur samtíðarmanna í Vatnsdal. Munu
ýmsir listrænir hæfileikar hans hafa
verið runnir í eðli hans frá móður-
feðrum sem margir höfðu þá í ríkum
mæli. Ágúst var þó ekki skáldmælt-
ur, svo vitað væri eða söngmaður, en
fegurðarskyn hafði hann fjölhæft og
tilfinningu fyrir hinni lifandi náttúru
og fólkinu, sem hann umgekkst.
Reyndist þessi eiginleiki Ágústs hon-
um sjálfum og mörgum öðrum, sí-
streymandi viðfangsefni og gleði-
gjafi lengst af. Fór hann ekki dult
með þessa hnergð sína. Hann talaði
um gróður jarðarinnar, fuglana, fén-
aðinn og fólkið í kring um sig af
miklu innsæi og þekkingu og tregaði
það fyrst og fremst er hann fékk þess
Íítið og síðast ekki notið undir lok
æfiskeiðsins, vegna sjóndepru og
þverrandi krafta.
Ágúst naut lystisemda lífsins í
ríkari mæli en allur þorri bænda.
Komþarmargt til. Hann vareftirlæti
vel stæðra foreldra í einni af góð-
sveitum landsins, einmitt á því tíma-
bili í lífi þjóðarinnar er bændastéttinni,
var að opnast sýn til nýrra framfara
en stóð þó föstum fótum í traustum
hefðum frá fyrri tíð. Heimilin voru
mannmörg og mikið félagslíf ungs
fólks heima í Vatnsdal. Hann naut
menntunar sem gaf honum góða
undirstöðu undir lífsstarfið og
glæddi eðlisþorið víðsýni hans.
Hann varð ræktunarmaður, bæði á
gróður og búfé. Ekki aðeins til arðs
heldur líka til yndis. Nýkominn úr
Hólaskóla tók hann að rækta kartöfl-
ur heima á Hofi og árið 1915 setti
hann niður fyrstu trjáplönturnar í
Vatnsdal í þann sama reit. Sextugur
gaf hann sveit sinni landsspildu úr
Hofslandi til skógræktar er nú prýðir
dalinn ásamt öðrum skógarlundum
á Hofi og víðar í Vatnsdal. Er
skógurinn á Hofi lifandi minnisvarði
um Ágúst. Hann tók mikinn þátt í
allri umsýslu sveitarmála í Vatnsdal
og bera sveitarbækur hreppsins þess
Ijósan vott. Mál héraðsins lét hann
einnig til sín taka s.s. samvinnumál
þar sem hann sat alllengi í stjórn
o.fl. Aðjafnaði lét hannstjórnmál til
sín taka, sem faðir hans en var mikið
frjálslyndari í þeim efnum. Sótti
Ágúst aldrei til metorða á hinu
pólitíska sviði en skemmti sér oft
„við að setja málin á svið“ eins og
hann orðaði það. í öllu þessu stillti
Ágúst hörpu sína og lét hana hljóma
á ýmsan hátt. Líkaði mönnum það
stundum misvel en Ágúst skemmti
sér og mörgum öðrum með orða-
leikjum sínum.
Líklega má telja að Ágúst sé sá
bóndi landsins, sem kynntist stærst-
um hópi bændafólks á því áratuga
skeiði, sem hann ferðaðist um landið
þvert og endilangt á svokölluðum
mæðiveikisárum. Undrunarvert er
að ólærðum bónda skyldi vera trúað
fyrir því af þekktum læknum að vera
trúnaðarmaður hins opinbera um að
dæma um útbreiðslu sauðfjársjúk-
dómanna. Ungur að árum tileinkaði
Ágúst sér dýralækningar, sem
leikmaður og varð um árabil hjálpar-
hella sveitunga sinna í því efni. Af
ferðalögum sínum varð Ágúst lands-
kunnur og mörgum eftirminnilegur.
Allt til þessa dags spyr eldra fólk
víðs vegar að eftir Ágúst á Hofi. Af
ferðalögum varð hann mjög fróður
um menn og málefni. Nýttist þá vel
sá hæfileiki hans að skoða viðbrögð
viðmælanda og hafði hann af því
mikla ánægju.
Einn var sá þáttur í skaphöfn
Ágústs á Hofi, sem var öðrum
flestum stærri, en það var hversu
hann unni alla tíð heiða og afrétta-
löndum sveitar sinnar og öllum þeim
störfum, sem notum þeirra eru
tengd. Hann fór ungur að árum í
göngur með föður sínum. Tók síðarj
við gangnastjórn og var það um fleiri
áratuga skeið. Talaði hann um heið-
arlöndin og smölum sauðfjár af meiri
tilfinningu en flestir aðrir og þekkti
þau gerla. Sést það vel í þætti hans
Göngum og réttum 2. bindi sem út
kom árið 1949.
Fleira er til í rituðu máli frá hendi
Ágústs. Árið 1970 kom út bókin
„Ágúst á Hofi leysir frá skjóðunni“
og ári seinna bókin „Ágúst á Hofi
lætur flest flakka“. Báðar munu
bækur þessar verða taldar gagn-
merkar fyrir heimilda sakir og því
meira, sem lengra líður frá.
f fyrsta lagi lýsa bækurnar sögu-
manninum sjálfum og hugðarefnum
hans.
í öðru lagi lýsa þær mannlífinu í
Vatnsdal á fyrri hluta 20. aldarinnar.
í þriðja lagi eru þær merkar póli-
tískar heimildir þó einkum um sögu
Bændaflokksins svo nefnda.
í fjórða lagi er svo í síðari
bókinni sögð saga mæðiveikinnar án
talna, af manni sem þreifaði á gangi
veikinnar vítt og breitt um landið og
skynjaði viðbrögð fjáreiganda við
þeim óhugnaði sem fylgdi því að
eiga dauðadæmdan bústofn.
Sjá má af framansögðu að Ágúst
á Hofi var langdvölum frá heimili
sínu og búrekstri. En hann bjó þar
ekki einn. Þann 9. júní á þrftugasta
afmælisdegi sínum árið 1922 kvænt-
ist hann Ingunni Hallgrímsdóttur
bónda í Hvammi Hallgrímssonar.
Var hún traustur persónuleiki og
búkona mikil. Fataðist henni hvergi
í bústjórninni eða brugðust ráð er
vanda bar að höndum og maður
hennar var víðsfjarri. Virti Ágúst
konu sína mikið og blómgaðist bú
þeirra vel. Dætur eignuðust þau
þrjár, Valgerði er varð húsfreyja í
Geitarskarði, Rögnu sem búsett er í
Hafnarfirði og Vigdísi húsfreyju á
Hofi. Hlúir Vigdís vel að skógarreit-
unum á Hofi og er meiri „blóma-
drottning" en almennt gerist um
sveitarkonur. Var það föður hennar
mjög geðþekkt og var hugur hans
bundinn heima á Hofi og við „heið-
arlöndin björt og breið“ til síðustu
stundar í lífi hans, en síðustu misser-
in allmörg dvaldi hann á Héraðshæl-
inu á Blönduósi. Ingunni konu sína
missti Ágúst 4. mars árið 1951 mjög
um aldur fram. Var hún jarðsett í
heimagrafreit á Hofi í skjóli trjánna
sem maður hennar gróðursetti nú
fyrir meira en sjö áratugum. Þar
verður Ágúst lagður til hinstu hvíld-
ar í dag við hlið konu sinnar. Lauf
trjánna munu falla á hvílubeð þeirra
hjóna og veita skjól fyrir haust og
vetrarvindum. En með nýju vori
munu skógartrén laufgastg aftur og
fuglar setjast á greinar þeirra og
endurnýjast það líf sem Ágúst á
Hofi dáði svo mjög og naut.
Að síðustu skulu svo Ágústi B.
Jónssyni færðar þakkir fyrir langt
samstarf og fjölmargar ánægjulegar
samverustundir bæði í byggð og
óbyggð, þeirra nutum við báðir og
eru mér hugþekkar og kærar. Eng-
inn harmur er við för aldraðs fólks
af okkar sýnilega tilveruskeiði, en
það eru þáttaskil, sem enginn fær
umflúið.
Við hjónin sendum dætrum
Ágústs á Hofi, mönnum þeirra, börn-
um og barnabörnum, samúðar-
kveðjur.
Grímur Gíslason
Árni Benediktsson:
Fölsun í frétt
Það myndi æra óstöðugan að birta
leiðréttingar við allt sem missagt er
í fréttum DV. En stöku sinnum
verður ekki hjá því komist, eins og
t.d. þegar birt eru innan tilvitnunar-
merkja orð, sem aldrei hafa verið
sögð, eða þau slitin svo úr samhengi
að merking þeirra snýst við. í DV
fimmtudaginn 1. október er vitnað í
orð, sem ég á að hafa sagt, á þann
hátt að ekki verður betur séð en um
vísvitandi fölsun sé að ræða. Undir
venjulegum kringumstæðum væri
réttast að biðja DV um Ieiðréttingu,
en ég hef ekki geð í mér til þess,
vitandi það að henni yrði misþyrmt
á einhvern hátt í birtingu.
Það, sem vitnað er í mig í DV er
eftirfarandi: „Á þessu þarf að finna
lausn með einhvers konar reglum. j
Ef okkur tekst það ekki verðum við
að hætta frjálsu fiskverði og setja
aftur á verðlagsráðsverð og má raun-
ar segja að það sé ákveðin regla út
af fyrir sig“. Þessi ummæli hef ég
ekki viðhaft í óslitnu máli í viðtali
við DV. Þessi ummæli endurspegla
heldur ekki viðhorf mín, sem eru
þau að finna þurfi nýjar samskipta-
reglur í sjávarútveginum. Þessi við-
horf komu greinilega fram í því sem
ég sagði við blaðamann DV. Blaða-
maður DV þráspurði aftur á móti
um hvað tæki við ef samkomulag
næðist ekki um nýjar samskiptaregl-
ur og gerir svar við því að einu
aðalatriði málsins og setur það í
rangt samhengi innan tilvitnunar-
merkja.
Nú efast ég um að hægt sé að
varpa allri sök á blaðamanninn fyrir
vinnubrögð af þessu tagi. í þessu
tilfelli er eins líklegt að ritstjórnin
hafi haft hönd í bagga. Ofannefnt
viðtal við mig var tekið klukkan hálf
níu að morgni fimmtudagsins. Ég
hef það fyrir satt að á þeim tíma
hafi verið búið að skila forystu-
grein blaðsins fyrir þann daginn í
prentsmiðjuna. Þessi forystugrein er
rakalaus þvættingur og með öllu
óskiljanleg nema sem viðbrögð við
viðtalinu við mig, sem er tekið síðar.
Það liggur því beinast við að ætla að
eftir að forystugrein var skrifuð hafi
þótt réttast að finna henni nokkurn
stað, þess vegna hafi verið gripið til
fréttamennsku af þessu tagi.
Bladamaður hefur nú beðið mig afsökunar á
sínum mistökum.