Tíminn - 03.10.1987, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.10.1987, Blaðsíða 9
Laugardagur 3. október 1987 Tíminn 9 vélbyssur vinni að vélritun á sögu mannkynsins, þegar svo strítt er sungið, svo að gripið sé til orða Gríms Thomsens og Jónasar E. Svafárs af öðru til- efni. Jafnvel þjóðsöngur íra er herhvöt og ekki bænarákall eða lofsöngur eins og Ó, Guð vors lands hjá okkur. Þegar fslend- ingar kyrja hægt og margendur- taka með orgelspili: „íslands þúsund ár, eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár sem tilbiður Guð sinn og deyr,“ þá berja írar bumbur og syngja hratt og hvellt: „ / styrjargný með stál og blý vér syngjum hermannssöng. “ írar og íslendingar Þegar íslendingur dvelst á ír- landi fer ekki hjá því að hann velti fyrir sér hver muni vera tengsl íra og íslendinga, hvort þessar þjóðir eigi einhverjar sameiginlegar minningar og hvort eitthvað sé líkt eða skylt með þeim. Ef litið er á nútíma- staðreyndir og horft til næstlið- inna alda eru samskipti íra og íslendinga næsta lítil. Verslun- arviðskipti þjóðanna geta naum- ast minni verið. Helst er að írar og íslendingar hafi átt nokkur menningarsamskipti á allra síð- ustu áratugum, en þar hafa ís-. lendingar fremur verið þiggj- endur en veitendur, t.d. á sviði leiklistar og tónlistar, jafnvel bókmennta, því að írar og írsk- ættaðir menn eru framúrskar- andi í bókmenntum og á lista- sviði yfirleitt og hafa áhrif um allan heim. Þess hafa íslending- ar notið. Hitt mun sjaldgæfara að írar hafi orðið fyrir íslenskum menningaráhrifum eða að ís- lensk menningarstarfsemi hafi Landslag á Irlandi er mjög fjölbreytt. Þótt sums staðar sé grunnt á grjóti, er víða gott til ræktunar og alls staðar er að sjá góð beitarlönd fyrir holdanaut og sauðfé, enda mun beitt allt árið því að snjó festir varla á írlandi, þar er græn jörð vetur og sumar. - Þessi mynd frá írlandi minnir að ýmsu leyti á ísland að sumarlagi. Jafnvel heysátumar með yfirbreiðslunum em dálítið „íslenskar“. mikið verið kynnt Irum yfirleitt. Þess vegna verður íslending- um á írlandi það eitt fyrir að minna á fornaldartengsl íra og íslendinga og rifja upp forn minni sem að þeim lúta. Ari fróði, sá merki sagnfræðingur, ritaði hina fyrstu íslandssögu, sem hefst með landnámi Norð- manna á síðari hluta 9. aldar (874 skv. kennslubókum). Ari segir í íslendingabók, svo að ekki verður um villst, að írskir einsetumunkar hafi verið fyrir á íslandi, þegar Norðmenn komu þangað til að setjast þar að. Af því er ljóst að að vom írskir menn sem fyrst fundu ísland og nýttu sér landið á sinn hátt. Þarf varla að ímynda sér annað en að norskir landnámsmenn hafi haft spumir af íslandi - sem þá var reyndar nafnlaust nema það hafi borið írskt nafn sem nú er gleymt - og sú vitneskja hafi vísað norrænum mönnum veg- inn til íslands. Hafi norskt land- nám byrjað á íslandi milli 870- 880 þá em liðin um 80 ár frá því að norskir víkingar fóru að heimsækja írland og kynnast ímm. íslandsferðir norrænna manna hafa í upphafi varla verið nein tilviljun, heldur sprottnar af því að írar gátu frætt þá um legu þessa ókannaða lands. Eða hvað er líklegra? Frásagnir Landnámu og íslendingasagna Þetta eitt nægir sögufróðum íslendingum og sagnhefðar- inönnum eins og írum að sam- lagast vel og eignast umræðuefni sem vekur gagnkvæman áhuga og endar með því að menn fara að velta því fyrir sér hvort íslendingar og írar eigi ekki fleira sameiginlegt. Og viti menn! Enn eru það íslensk sagnaminni sem koma að haldi. Samkvæmt Landnámu og ís- lendingasögum komu nokkrir ríkir og göfugir landnámsmenn, þótt norrænir væru, frá írlandi eða írskum yfirráðasvæðum, voru kristnir eða hálf-kristnir og e.t.v. undir írskum áhrifum að ýmsu öðru leyti. Með þessum landnámsmönnum kom írskætt- að fólk, oft ánauðugt, bæði karl- ar og konur, sumt af því stórætt- að að sagt er, þótt það hafi ratað í ógæfu ósigra og herleiðingar. Fyrir alla þessa sögulegu vitn- eskju geta Islendingar sagt írum að í íslendingum sé írskt blóð, og þar með eru írar og íslending- ar frændþjóðir. Ekki er því að neita að ýmsum finnst þessi frændsemiskenning - einkum í sinni afdráttarlausu mynd - fremur rómantísk en raunsæis- leg, en hún er viðkunnanleg svo langt sem hún nær. Hvort sem þessi blóðblöndun við íra var meiri eða minni á fyrstu árum íslandsbyggðar, þá má ætla að hún hafi orðið Islendingum til gagns en ekki tjóns. Hins vegar verður það að telj ast nokkuð langsótt að ætlast til þess að írar og íslendingar séu „líkir“ sem kallað er, hvort sem er að útliti eða skapgerðarein- kennum. Hætt er við að 1000 ára ólík þjóðarvegferð og mann- fræðilegt hnjask, ekki síst á írlandj, geri slíkan samanburð að endileysu, hvað sem uppruna íslendinga kann annars að líða og írskri kynblöndun á íslandi í fornöld. írar nútímans eru mjög blönduð þjóð, fyrst og fremst Englendingum, en auk þess Normandí-Frökkum, norrænum víkingum og e.t.v. fleiri þjóðum. Þar fyrir gerist það stundum að mönnum finnst eins og þeir sjái tvífara einhvers íslendings, þar sem þeir eru staddir í útlöndum, ekki aðeins á írlandi, heldur í öðrum löndum. Sá sem þessar línur ritar minnist þess lengi að fyrir u.þ.b. 40 árum þjónuðu honum á veitingahúsi í enskri borg ekki ómerkari menn en „Sigurður Nordal“ og „Þórbergur Þórðar- son“. í þeirri sömu ferð rakst undirritaður auk þess á járn- brautarvörð norður í Skotlandi sem var á svipinn og að vaxtar- lagi eins og sveitungi hans einn á Austfjörðum auk þess sem báðir gengu með kaskeiti! Að ekki sé minnst á þann sæg af tvíförum nafngreindra íslend- inga sem fyrirhittast á Norður- löndum. Reyndar hefur undir- ritaður rekist á „íslendinga“ í Eistlandi, hvernig sem á því1 stendur! írland nútímans Þótt ferð íslendinga um írland hljóti ósjálfrátt að leiða til eins konar gandreiðar um liðnar aldir og fornar sögur, því að írland er ein allsherjar söguslóð, þá er ekki síður forvitnilegt að fylgjast með samtímamálefnum Ira og þeirri þjóðfélagsgerð sem smám saman hefur verið að myndast í landinu á þessari öld og þó með mestum hraða allra síðustu ára- tugi. írland nútímans er auðvit- að ekkert miðaldaþjóðfélag. írland hlaut fyrst stöðu „frí- ríkis“, eða sjálfstjómarrflds (líkt og Kanada) innan breska sam- veldisins árið 1921. Fram að þeim tíma lutu írar bresku valdi milliliðalaust og höfðu gert í 750 ár ef allt er talið. En sjálfstjórn- arstaða íra (fríríkið) 1921 kost- aði klofning landsins, þannig að Norður-írland tilheyrir enn Hinu Sameinaða konungdæmi á Bretlandseyjum (Lundúna- veldi). Sú staða hefur eðlilega verið fleinn í holdi þjóðrækinna íra og haft mikil pólitísk áhrif, ekki síst hvað varðar flokkaskip- an í landinu allt síðan írska fríríkið var stofnað 1921 gegn mikilli andstöðu lýðveldissinna, sem lutu forystu De Valera. Eftir að flokkur De Valera tók við völdum 1932 tók hann til við að breyta ýmsu í stjórnkerfinu í lýðveldisátt og sniðganga sem unnt var konungssambandið við Englendinga. Irland varð þó ekki formlega lýðveldi og með öllu laust úr tengslum við Breta- veldi fyrr en 1949, og þá höguðu atvikin því svo til að það voru hinir gömlu talsmenn fríríkis- lausnarinnar sem bundu enda- hnútinn á lýðveldisstofnunina, enda má segja frírfkismönnum það til hróss að þeir litu á fríríkið sem þróun í átt til lýð- veldis en ekki endanlegt stjórn- skipulag. Irska lýðveldið er nú eins og hvert annað evrópskt lýðræðis- land með þjóðþingi og þjóð- kjörnum forseta sem gegnir svipuðu hlutverki og forseti íslands. Meirihluti íbúanna býr í borgum og bæjum, sveita- byggðin dregst sífellt saman, og þó er landbúnaður talinn aðalat- vinnuvegur þjóðarinnar og land- búnaðarvörur mikilvægar út- flutningsgreinar. Útgerðin og Efnahagsbandalagið Hins vegar má ráða af tali írskra stjórnmálamanna að þeir telja verksmiðjuiðnað vera vaxt- arbroddinn í atvinnulífinu, ekki síst hátækniiðnað, sem hefur, fleygt mjög fram á síðari árum,: enda feikileg áhersla lögð á verkfræði- og tæknimenntun í háskólum landsins. írar gerðust aðilar • að Efnahagsbandalagi Evrópu 1973 og telja sig njóta mjög góðs af því nema ef vera skyldu útgerðarmenn og sjó- menn sem hafa áttað sig á því að það er neyðarkostur fyrir sjávar- útveg íra að láta útlendinga fiska í landhelginni upp að 12 mílum, en þá kvöð taka þær þjóðir á sig sem ganga í Efna- hagsbandalagið. Það þótti undirrituðum athyglisvert, án þess að það hafi komið á óvart, að írar voru ekki með neinar, meiningar um að allar þjóðir hlytu að vera undir sömu sök seldar um afstöðuna til Efna- hagsbandalagsins né að það væri einhver sérstök skylda eða örugg hagnaðarvon fyrir hvaða þjóð sem er að ganga í Efnahags- bandalagið. Verslunarviðskipti milli íra og íslendinga eru sáralítil og önnur samskipti geta ekki talist mikil. Hins vegar væri full ástæða til að kanna hvort ekki sé grundvöllur fyrir því að auka samskipti þjóð- i anna, jafnvel á sviði fisksölu, sem fljótt á litið virðist ekki, útilokað. 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.