Tíminn - 03.10.1987, Blaðsíða 19

Tíminn - 03.10.1987, Blaðsíða 19
Laugardagur 3. október 1987 Tíminn 19 MINNING máltækið. Þetta eru orð að sönnu. Félagsandi og vinnuafköst í vinnu- flokkum geta bókstaflega farið eftir því hvernig viðurgjörningur er. Eins og áður segir eignuðust Anna og Ingólfur 5 börn sem öll eru á lífi og mikið dugnaðar- og myndarfólk. Þau eru: Sigríður Jóna, gift Rögn- valdi Helgasyni, Sigurjón, gifturSig- fríði Jónsdóttur, Dagmar, gift Pétri Björnssyni, Kristjana Halla, gift Grími Benediktssyni og Inga, gift Þorsteini Valdimarssyni. Barnabörnin eru 16 og barna- barnabörnin eru orðin 25. Ég hygg að segja megi að Anna hafi verið gæfumanneskja. Hún átti barnaláni að fagna. Slíkt er dýrmætt og ómetanlegt. Hún fékk vissulega að kenna á andstreymi og mótlæti í lífinu, en hún bjó yfir þeim sálar- styrk og innri ró sem öllu býður birginn og kunni að taka því sem að höndum bar. Anna var þrekmanneskja og dugnaðarforkur. Hún var sérstak- lega hraust og heilsugóð mestan hluta ævinnar. Það var fyrst er hún var komin á efri ár sem þrekið fór að gefa sig. Síðustu fimm árin dvaldi hún á Dvalarheimili aldraðra í Borg- arnesi. Þeim fækkar óðum sem fæddir eru um og fyrir síðustu aldamót. Alda- mótamenn eru þeir oft kallaðir. Þessi kynslóð lyfti grettistaki og við hana stöndum við í mikilli þakkar- skuld. Með Önnu eigum við á bak að sjá glæsilegri, dugmikilli aldamótakonu, sem aldrei mátti vamm sitt vita. Blessuð sé minning Önnu Sigur- jónsdóttur. Ættingjum og vinum sendi ég samúðarkveðjur. Þorsteinn Ólafsson. í dag laugardaginn 3. október er til moldar borin amma okkar Anna Sigurjónsdóttir. Amma var nýorðin 87 ára er hún sofnaði svefninum langa. Okkur systkinunum langar til að minnast hennar því hún var okkur mjög kær og góð amma. Margar skemmtilegar minningar koma fram í huga okkar er við lítum til liðinna ára, þegar við heimsóttum Ömmu á Borðeyri, þar var oft glatt á hjalla því hún amma var alltaf í góðu skapi og mikið að gerast í kringum hana. Hún var gestrisin mjög og hafði gaman af að gefa fólki góðgerðir og stinga mola upp í litla munna. Oft dvaldi amma hjá okkur í Borgarnesi, nutum við þá frásagna frá uppvaxtar- árum hennar í Laxárdal, þar sem hún ólst upp í stórum frændsyst- kinahóp. Til himins upp þig hef, mín sál, til himins fljúgi lofgjörð þín. Upp, upp, mitt hjarta, hugur, mál, með helgum söng, því dagur skín. Með þessum fátæklegu orðum viljum við þakka henni fyrir allt sem hún hefir gert fyrir okkur systkinin. Blessuð sé minning hennar. Helga, Björn Bjaki, Valur og Ingólfur. Fimmtudaginn 24. september s.l. lést á sjúkrahúsinu á Akranesi Anna Sigurjónsdóttir frá Borðeyri. Anna varfædd 11. sept. árið 1900 að Laxárdal í Bæjarhreppi. Foreldr- ar hennar voru Sigurjón Guðmunds- son og kona hans Dagmar Jónsdóttir er bjuggu þar. Þar óist Anna upp ásamt systur sinni Guðrúnu sem var 2 árum yngri. Guðrún er látin fyrir nokkrum árum. Árið 1921 giftist Anna Ingólfi Jónssyni frá Valdasteinsstöðum. Árið eftir fluttust þau að Prestbakka og voru þar til 1925. Þá fluttu þau á innsta bæ í sveitinni, Gilhaga. Þar var tekið til hendinni við búskapinn, enda stækkaði fjölskyldan. Gilhagi var afskekkt og aðdrættir erfiðir, enginn akfær vegur og því varð að fara á hestum eða fótgangandi. Ekki fengu þau hjónin lengi að búa saman, dauðinn gerir ekki alltaf boð á undan sér. Ingólfur lést 11. júlí 1932. Þau eignuðust 5 börn, sem eru Sigríður gift Rögnvaldi Helgasyni lengi búsett á Borðeyri, nú í Borg- arnesi, Sigurjón bóndi í Skálholts- vík, kvæntur Sigfríði Jónsdóttur. Dagmar, gift Petri Björnssyni, bú- sett í Reykjavík. Kristjana Halla, gift Grími Benediktssyni bónda á Kirkjubóli og Inga gift Þorsteini Valdimarssyni, búsett í Borgarnesi. Það var erfitt fyrir ekkju með 5 börn að komast áfram á þessum árum. Yngsta barnið fæddist um sama leyti og bóndinn féll frá. Vissu- lega urðu ýmsir til að hjálpa, en allt valt á önnu og hún bilaði ekki. Hún bjó áfram í Gilhaga til 1943 að hún fluttist að Prestbakka og var þar til 1948. Gilhagi fór í eyði og hefur ekki byggst síðan. Árið 1948 fluttist Dagmar dóttir hennar ásamt manni sínum að Hrútatungu í Staðarhrepp og hófu búskap þav á hálfri jörðinni á móti foreldrum mínum og bjuggu þar til 1951. Anna dvaldi þar langtímum saman hjá þeim á þessum árum. Á þessum árum urðu mi'n fyrstu kynni af þessari góðu konu, en ekki þau síðustu. Það var ávallt tekið vel á móti stráksnáðanum þegar hann var að skjótast yfir í hinn endann á húsinu. Haustið 1951 gerðist Anna mat- ráðskona við heimavistarbarnaskóla sem settur var á laggirnar á Borð- eyri. Þarna hófst nýr þáttur í lífi hennar. Anna var meira en ráðskona barnanna, hún gekk þeim í móður stað þann tíma sem börnin dvöldu í skólanum hverju sinni. Húsmóðirin í skólanum fylgdist vel með, hefði einhver meitt sig, eða kom blautur inn eða leiddist einhverjum, þá var Anna ávallt tilbúin að aðstoða eða hugga og telja kjark í viðkomandi ef þess þurfti með. Vissulega siðaði hún okkur til þegar þess þurfti með og ekki vorum við ávallt hlýðin og stundum gat orðið hávaðasamt, en ég held að ég geti fullyrt að allir krakkarnir mátu hana það mikils að þeim þótti verulega miður ef henni var gert á móti skapi. Kennarar voru ekki margir við skólann oftast bara einn, en ég fullyrði að á milli þeirra og Önnu var ávallt hið besta samstarf. Og að þeim ólöstuðum þá hvíldi hið daglega starf fyrir utan kennslu ekki síður á henni en kenn- aranum. Anna hafði herbergi í skólahúsinu og varð hún að ganga í gegnum eitt herbergi barnanna til að komast í sitt. Það gat því verið ónæðissamt hjá henni ef kyrrð komst ekki á tilsettum tíma. Það kom því í hennar hlut að sjá um að gæta okkar þegar kennarinn yfirgaf húsið á kvöldin, eða ef hann varð að bregða sér frá. Matmóðir var hún með afbrigðum góð og fór vel með. Þegar ég lít til baka í dag er mér þakklæti efst í huga fyrir allt það sem Anna gerði fyrir mig bæði fyrr og síðar. Og hún var vinur vina sinna. Það þroskar ungling að kynnast fólki eins og henni. Anna var sköruleg í fasi og kvik á fæti og það var tekið eftir henni hvar sem hún var. Haustið 1974 var tekið í notkun nýtt skólahús á Borðeyri og þá hætti Anna sem ráðskona og um sama leyti lagðist heimavistin af og dagleg- ur akstur skólabarna tók við. Anna dvaldi í nokkur ár á Borð- eyri en fór síðan í Borgarnes og fékk þar pláss á Dvalarheimili aldraðra. Síðustu mánuðina var hún á sjúkra- húsinu á Akranesi. Ég votta að- standendum samúð mína, en minningin um þessa mætu konu lifir áfram. Tómas Gunnar Sæmunds- Hin langa þraut er liðin Nú loksins hlaustu friðinn og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V.Br.) í dag laugardaginn 3. október 1987 verður lögð til hinstu hvíldar amma okkar Anna Sigurjónsdóttir frá Borðeyri. Amma var fædd f Laxárdal í Hrútafirði, 11. september 1900, eldri dóttir hjónanna Dagmar Jónasdóttur og Sigurjóns Guðmundssonar bónda þar. Guðrún systir hennar lést fyrir allmörgum árum. Amma giftist ung Ingólfi Jónssyni frá Valdasteinsstöðum. Voru þau fyrst í húsmennsku á Prestbakka en fluttust árið 1925 að Gilhaga, innsta bæ sýslunnar, og hófu búskap þar. Ingólfur afi lést árið 1932. Með óbilandi kjarki og dugnaði hélt amma áfram búskap á þessum af- dalabæ með stóran barnahóp. Lengst af naut hún aðstoðar Björns Þórðarsonar sem var vinnumaður hjá henni svo og móður sinnar. Einnig komu börnin fljótt til hjálpar. Oft var þröngt í búi og vinnudagur- inn langur á litla heiðarbýlinu. Amma fluttist að Prestbakka árið 1943 og bjó þar til 1948. Síðar varð amma ráðskona barnaskólans á Borðeyri t' fjölda ára með miklum myndarbrag. Þar vann hún mikið j starf og segja má að hún hafi verið börnunum á heimavistinni sem móðir. Einnig var hún ráðskona hjá vegavinnuflokki sýslunnar í allmörg sumur. Sfðustu æviárin var hún vist- maður á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi nema síðustu mánuði I þegar heilsu tók að hnigna, þá lá hún á Fjórðungssjúkrahúsinu Akranesi. Börn afa og ömmu eru 5, þau eru: Sigríður Jóna, gift Rögnvaldi |Helgasyni nú búsett í Borgarnesi, Sigurjón bóndi í Skálholtsvík, kvæntur Sigfríði Jónsdóttur, Dagmar, gift Pétri Björnssyni, búa í Reykjavík, Kristjana Halla, gift Grími Benediktssyni.búa á Kirkju- bóli í Steingrímsfirði og Inga, gift Þorsteini Valdimarssyni,búa í Borg- arnesi. Barnabörnin eru 16 og barna- barnabörnin 25 svo afkomendahóp- urinn er stór. Börnin voru ávallt gleðin hennar ömmu, hvort sem það voru hennar afkomendur eða börnin í barnaskólanum. Öll eigum við barnabörnin ljúfar minningar um góða ömmu með létta lund sem alltaf var tilbúin að gera okkur eitthvað til góða. Með þessum fáu línum viljum við kveðja kæra ömmu fullviss þess að henni hefur vel verið fagnað á næsta tilverustigi. Far þú í friði friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Br.) Barnabörn NOTAR | ÞÚ Opnunar- tilboð 3. 1000 vatta Panasonic PANASONIC kynnlr nýja áhrifamikla ryksugu í baráttunni við rykið. 1000 vött. Tvískiptur veltihaus. Hólf fyrir fylgihluti í ryksugunni. Inndraganleg snúra. Stiglaus styrkstillir. Rykmælir fyrir poka. Og umfram allt hljóðlát, nett og meðfæranleg. jhtm TILBOÐSVERÐ AÐEIIMS KR. 6.980. JAPISS BRAUTARHOLT 2 - KRINGLAN - SÍMI 27133

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.