Tíminn - 03.10.1987, Blaðsíða 20

Tíminn - 03.10.1987, Blaðsíða 20
20 Tíminn Laugardagur 3. október 1987 Keflvíkingar - Reyknesingar Hádegisverðarfundur verður með þingmönnum Framsóknarflokksins í Fteykjaneskjördæmi í Glóðinni laugardaginn 3. okt. kl. 12.00. Hádegisverður kr. 600.- Framsóknarfólk fjölmennið. Framsóknarfélögin í Keflavík Selfoss -félagsvist Framsóknarfélag Selfoss stendur fyrir þriggja * m kvölda spilakeppni þann 5. - 12. - 19. október kl. 20.30 öll kvöldin, aö Eyrarvegi 15. Góö verðlaun. Guðni Ágústsson flytur ávarp þann 5. október. Allir velkomnir. Reykjaneskjördæmi Kjördæmissamband framsóknarmanna Reykjanesi boða til for- mannafundar laugardaginn 3. okt. nk. kl. 13.30. í Félagsheimili Framsóknarfélaganna, Austurgötu 26, Keflavík. Stjórnin Selfoss Félagsfundur verður haldinn þann 6. október kl. 20.30 að Eyrarvegi 15. Dagskrá bæjarmálin.Grétar Jónsson flytur framsögu. Framsóknarfélag Selfoss. Suðurland Skrifstofa Kjördæmissambands Framsóknarfélaganna á Suðurlandi, Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin alla þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13-17 sími 2547. Heimasími starfsmanns er 6388. Framsóknarmenn eru hvattir til að líta inn eða hafa samband. Framsóknarfólk Austurlandi athugið 28.kjördæmisþing framsóknarmanna á Austurlandi, sem vera átti á Hótel Höfn, Hornafirði dagana 9. og 10. október nk. verður frestað til 30. og 31. október nk. og hefst kl. 20.00. Nánari upplýsingar í síma 97-11584. KSFA Framsóknarfólk Suðurlandi 28. Kjördæmisþing Framsóknarfélaganna á Suðurlandi verður haldið helgina 7.-8. nóv. n.k. á Kirkjubæjarklaustri og hefst kl. 14 laugardag. Nánar auglýst síðar. KSFS Viðtalstími borgarfulltrúa Sigrún Magnúsdóttir er með viðtalstíma á þriðju- dögum kl. 16.00-18.00. Viðtalstímarnir eru á skrifstofu Framsóknarflokks- ins að Nóatúni 21, síminn er 24480. Landssamband framsóknarkvenna auglýsir viðtalstíma Valgerður Sverrisdóttir, alþingismaður verður til viðtals og svarar í síma að Nóatúni 21, sími 91-24480, fimmtudaginn 8. okt. nk. kl. 10.00-12.00 Framkvæmdastjórn LFK Pelsjakki til sölu Til sölu ónotaður pelsjakki nr. 38. Upplýsingar í síma 91-43259 DAGBÓK Vetrarstarf Laugarneskirkju að hefjast Messað verður í Laugarneskirkju á hverjum sunnudegi í vetur, en sunnudags- guðsþjónustan verður kl. 11:00 og verður eina guðsþjónusta dagsins. „Sannkölluð fjölskylduguðsþjónusta, því hún er ætluð öllum aldurshópum", segir í fréttabréfi frá sóknarprestinum. Sá háttur verður hafður á, að við upphaf guðsþjónustunnar verða allir viðstaddir, en þegar kemur að predikun fara börnin í safnaðarheimilið með leiðbeinendum og fá fræðslu við sitt hæfi. Eftir guðsþjónustur verður heitt á könnunni, eða stundum heit súpa og brauð, svo fólk getur sest niður og spjallað saman áður en heim er haldið. Safnaðarstarfið að öðru leyti verður með svipuðu sniði og fyrr: Æskulýðsstarf- ið verður á mánudögum kl. 18:00. Kven- félag kirkjunnar hefur fundi fyrsta mánu- dag hvers mánaðar. Kirkjukórinn hóf vetrarstarf sitt í september, en 25. okt. kl. 17:00 verða tónleikar í Laugarneskirkju þar sem kórinn flytur Gloriu eftir A Vivaldi og Kóralkantötu eftir Buxtehude: Jesús heill míns hjarta. Þá er ákveðið að bjóða upp á helgi- stundir kl. 17:00 á sunnudögum, að jafnaði einu sinni í mánuði, með vandaðri tónlist, ritningarlestri og bænagjörð. Einnig verða fræðslukvöld, hjónanám- skeið og samkomur sem auglýstar verða hverju sinni. Jón Dalbú Hróbjartsson sóknarprestur Vetrarstarfið í Bústaðakirkju Með októbermánuði hefst vetrarstarfið í Bústaðakirkju. Barnasamkomur eru klukkan ellefu eins og í fyrra. Sömu umsjónarmenn sjá um þær. Börnin fá ýmis gögn sem nýtt verða í vetur við barnaguðsþjónustur. Einnig eru afmælis- gjafir veittar og öðru hverju sýndar myndir. Auk þess sjá börnin að hluta til um helgihaldið. Guðsþjónustur verða kl. 14:00, sú fyrsta nú á sunnudag. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti eftir messu. Þá mun Kvenfélagið einnig bjóða kökur og muni til sölu á haustbasar sínum. Einnig verður flutt tónlist. Æskulýðsfélagið starfar nú í tveim deildum: yngri deild hefur fund hvert þriðjudagskvöld, en eldri deildin annan hvern miðvikudag. Á hverjum miðvikudegi kemur gamla fólkið saman upp úr hádeginu og unir við föndur, lestur eða spil fram undir klukkan fimm. Einnig eru flutt erindi og mikið er um söng, auk þess sem ævinlega er helgistund. Þá kemur einnig leikfimi- kennari í heimsókn. Allt er unnið í sjálfboðaliðsvinnu. Þá er einnig fótsnyrt- ¥ÉP\1R& mayemHF Járnhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk. Pósthólf 10180 BILALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVIK:.. 91-31815/686915 AKUREYRI:.... 96-21715/23515 BORGARNES: ......... 93-7618 BLÖNDUÓS:...... 95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR: . 95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:...... 96-71489 HUSAVÍK: .... 96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: .......-97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: . 97-3145/3121 FASKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ... 97-8303 interRerrt ing á fimmtudagsmorgnum og hárgreiðsla á föstudögum fyrir eldra fólk í sókninni. Kirkjukórinn er að hefja vetrarstarfið, og gæti þegið fleiri raddir í kórinn. Nánari upplýsingar gefur organistinn og söng- stjórinn, Jónas Þórir, eftir messuna á sunnudaginn eða endranær. Kvenfélagið starfar sem áður. Fundir eru annan mánudag hvers mánaðar, og þá hefur Bræðrafélagið einnig sína fundi. Nýir félagar eru boðnir velkomnir í bæði félögin. Frekari upplýsingar eru veittar á skrif- stofu kirkjunnar í síma 37801 eða hjá sóknarprestinum. Ólafur Skúlason Keflavíkurkirkja Sunnudagaskóli kl. 11:00. Munið skólabílinn og verið með frá byrjun. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14:00. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra Þeirra- Sóknarprestur Leikhúsið í kirkjunni Arnar Jónsson leikur Kaj Munk Mánudaginn 5. október hefjast að nýju sýningar á leikritinu Kaj Munk í Hall- grímskirkju kl. 20:30 með Arnari Jóns- syni í titilhlutverkinu. Sýningar verða næstu vikur á sunnu- dögum kl. 16:00 og mánudögum kl. 20:30. Hallgrímskirkja-starf aldraðra Næstkomandi þriðjudag, 6. okt., hefst að nýju leikfimi við hæfi eldra fólks. Leiðbcinandi verður sem fyrr Hulda Ólafsdóttir sjúkraþjálfari. Nánari upplýsingar gefur Dómhildur Jónsdóttir f síma 39965. Kökubasar í Bústaðasókn Kvenfélag Bústaðasóknar heldur köku- basar í safnaðarheimili Bústaðakirkju sunnud. 4. okt. kl. 15:00. Tekið verður á móti kökum og öðrum basarmunum í dag, laugardag, kl. 13:00 - 15:00 og á morgun, sunnudag, eftir kl. 10:00 í safn- aðarheimilinu. Kaffidagur Bolvíkingafélagsins Bolvíkingafélagiö heldur hinn árlega kaffidag í Domus Medica viö Egilsgötu sunnudaginn 4. október kl. 15:00-18:00. Bo Carpelan í Norræna húsinu 1 dag, laugard. 3. október kl. 16:00 efnir Norræna húsið til bókmenntakynn- ingar, sem helguð er finnlandssænska Ijóðskáldinu Bo Carpelan. Hann er nú staddur hér á landi í tilefni af því að Bókaútgáfan Urta hefur sent frá sér úrval ljóða hans í íslenskri þýðingu Njarðar P. Njarðvík, alls 52 ljóð undir heitinu Ferð yfir þögul vötn. Hjörtur Pálsson rithöfundur flytur er- indi um Bo Carpelan og skáldskap hans. Þá spjallar skáldið sjálft á persónulegan hátt um Ijóðagerð sína og loks lesa þeir Bo Carpelan og Njörður P. Njarðvík úr ljóðabókinni, fyrst Carpelan á sænsku og Njörður stðan sömu ljóð í íslenskri þýð- ingu. Bo Carpelan hlaut Bókmenntaverðla- un Norðurlandaráðs fyrir ljóð sín árið 1977. Auk Norræna hússins standa að bók- menntakynningunni Bókaútgáfan Urta og Finnlandsvinafélagið Suomi. Knut Hamsun-dagskrá í Norræna húsinu Á morgun, sunnudaginn 4. október kl. 16:00 talar norski málarinn Tore Hamsun um Knut Hamsun í Norræna húsinu. Tore Hamsun (f. 1912) er sonur rit- höfundarins fræga, Knut Hamsun. Hann er þekktur málari og teiknari, sem hefur haldið fjölda sýninga í Noregi, en hefur auk þess sent frá sér nokkrar bækur, sem fjalla að mestu leyti um föður hans. S.l. vor var húsfyllir á Hamsun-dagskrá Norr- æna hússins og er ekki að efa, að fengur er að því að heyra son hans spjalla um hann. Dagskráin hefst kl. 16:00 á laugard. og eru allir velkomnir. Félag harmonikuunnenda Félag harmonikuunnenda verður með sinn mánaðarlega skemmtifund í Templarahöllinni við Skólavörðuholt sunnudaginn 4. október. Boðið verður upp á veitingar sem konur félagsmanna sjá um. Harmonikuleikur og F.I. Allir eru velkomnir. Skemmtinefnd F.H.U. Gunnar Hjaltason sýnir í Listakrubbu 1 Listakrubbu Bókasafns Kópavogs stcndur yfir sýning Gunnars Hjaltasonar, en henni lýkur 30. október. Gunnar Ásgeir Hjaltason er fæddur að Ytri-Bakka við Eyjafjörð 1920. Hann nam teikningu, módelteikningu og. olíumálun hjá Birni Björnssyni og Marteini Guðmundssyni og sótti ýmis námskeið í Handíðaskólanum. Gullsmíði nam hann hjá Guðmundi Guðnasyni og Leifi Kaldal 1943-47. Gunnar hefur sýnt oft og víða, en fyrst í Hafnarfirði 1964, m.a. í Norræna húsinu og Bogasal. Einnig í Vestmannaeyjum, Kópavogi Hveragerði. Borgarnesi, Hvammstanga og víðar. Hann hefur líka tekið þátt í samsýningum, m.a. sýningu hafnfirskra málara í Uppsölum í Svíþjóð og á íslandssýningu í Vínarborg 1984. Þá hefur Gunnar myndskreytt bækur og tímarit, m.a. Árbók Ferðafélagsins frá 1975. Sýningin er opin á sama tíma og Bókasafn Kópavogs, þ.e. rnánud. til föstud. kl. 09:00-21:00 og laugardaga kl. 11:00-14:00. Hún er öllum opin gjaldfrítt og allar myndirnar eru til sölu. Ragnar Kjartansson myndhöggvari Sýning Ragnars Kjartanssonar í Hveragerði Nú stendur yfir sýning Ragnars Kjart- anssonar myndhöggvara á keramik- mál- verkum og höggmyndum í Heilsuhælinu í Hveragerði. Sýningin ersett upp í tilefni af 50 ára afmæli Náttúrulækningafélags íslands og gaf listamaðurinn félaginu verk eftir sig, keramikmálverkið „Parið“. Sýningin hófst sunnudaginn 20. septemb- er og stendur til 31. október. Kvikmyndasýning MÍR Á morgun, sunnud. 4. október kl. 16:00 verða sýndar tvær stuttar kvik- myndir í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Önnur myndin nefnist “Byltingaretýða", en hin fjallar um vísindi í Sovétríkjunum. Skýringar með báðum myndum eru á íslensku. Aðgangur öllum heimill. Gallerí Borg í Austurstræti: - -Hitt og þetta í Gallerí Borg í Austurstræti hafa nú verið hengd upp allmörg olíumálverk. Flestar eru myndirnar af minni gerðinni og hanga þar undir samhcitinu Hitt og þetta. Þarna er um að ræða verk eftir Hring Jóhannesson, Tryggva Ólafsson, Baltaz- ar, Ágúst Petersen, Elías B. Halldórsson, Kjartan Guðjónsson, Daða Guðbjarts- son, Jón Þór Gíslason. Temmu Bell og Karólínu Lárusdóttur. Einnig nokkrir skúlptúrar eftir Þórdísi Á. Sigurðardótt- ur. Verkin munu hana uppi fram í næstu viku og eru öll tíl sölu. Opið er frá kl. 10:00 og síðan á opnunartíma verslana til kvölds.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.