Tíminn - 31.10.1987, Qupperneq 4

Tíminn - 31.10.1987, Qupperneq 4
4"Tíminn Laugardagur 31. október 1987 Launasjóður rithöfunda Auglýsing frá Launasjóði rithöfunda Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun fyrir árið 1988 úr Launasjóði rithöfunda samkvæmt lögum nr. 29/1975 og reglugerð gefinni út af menntamálaráðuneytinu 19. október 1979. Rétt til greiðslu úr sjóðnum hafa íslenskir rithöfund- ar og höfundar fræðirita. Heimilt er og að greiða laun úr sjóðnum fyrir þýðingar á íslensku. Starfs- laun eru veitt í samræmi við byrjunarlaun mennta- skólakennara skemmst til tveggja og lengst til níu mánaða í senn. Höfundur sem sækir um og hlýtur starfslaun í þrjá mánuði eða lengur skuldbindur sig til að gegna ekki fastlaunuðu starfi meðan hann nýtur starfs- launa. Slík kvöð fylgir ekki tveggja mánaða starfslaunum, enda skulu þau einvörðungu veitt vegna verka sem birst hafa næsta almanaksár á undan. Skrá um birt ritverk höfundar og verk sem hann vinnur nú að skal fylgja umsókninni. Umsóknum ber að skila á sérstökum eyðublöðum sem fást í menntamálaráðuneytinu. Mikilvægt er að spurningum á eyðublaðinu sé svarað og verður farið með svörin sem trúnaðarmál. Umsóknir skulu sendar fyrir 31. desember 1987 til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykja- vík. Reykjavík, 30. október 1987. Stjórn Launasjóðs rithöfunda Eric Ellen hjá Alþjóða Verslunarráðinu: „Hef það starf að vara við svikum“ „Ég hef unnið gegn fölsunum og svikum í fjöldamörg ár og víða um heim. Ekkert land er laust við svik af einhverju tagi, sérstaklega eru vöru- og flutningasvik algeng. Blekkingar í viðskiptum eru svo tíðar að nánast hver sem er getur orðið fyrir slíku einhvers staðar á lífsleiðinni,“ sagði Bretinn Eric Ell- en í samtali við Tímann í gær, en hann er stjórnandi tveggja alþjóð- legra stofnana sem rannsaka eftirlík- ingar og skjalafals. Ellen er kominn til landsins til að kynna hvernig staðið er að eftirlíkingum af vörum og skjalafalsi svo viðskiptamenn, lögregla og tollur geti verið á varð- bergi. Hann hefur víða drepið niður fæti í áralangri baráttu gegn við- skiptasvikum til að draga úr áhættu á eftirlíkingum og fölsun skjala og bréfa en hefur ekki áður komið til íslands. Kynning hans er á vegum Lands- nefndar alþjóða verslunarráðsins og fór fram fyrir fjölmenni í gær. Fimm- tíu og þrír hlýddu á fyrirlestur Ellen um hvort svikarar hafi gagntekið kerfið, en það eru ekki færri en sóttu kynningu hans í Stokkhólmi fyrir fáeinum dögum. Fundinn sátu full- trúar flutningsfyrirtækja, lög- fræðingar, rannsóknarlögreglu- menn, tollverðir og fulltrúar frá einstaka inn- og útflutningsfyrirtækj- um. Eric EUen, hjá Alþjóða verslunar- ráðinu. Tímamynd Pjetur Það vekur athygli að enginn full- trúi skreiðarframleiðenda og/eða út- flytjenda skyldi sitja fundinn, sem var gagnlegur í alla staði. „Mitt hlutverk hér er að vara við svikurum og gera grein fyrir hvernig hægt er að vera á varðbergi gagnvart þeim,“ sagði Ellen. „Framaröðru er ætíð mikilvægt að ganga úr skugga um hvern viðskipti eru við. Einnig að sitja ekki auðum höndum og berja lóminn þótt menn hafi verið beittir svikum heldur ganga jákvæðir til verks að uppræta þau. Það þarf snör handtök, því að annars geta svikin orðið manni enn dýrari, sem margoft hefur sýnt sig.“ Ellen sagði sömu sögu endurtaka sig í hvert sinn sem hann kæmi á nýjan stað. í samtölum við viðskipta- menn virðist í fyrstu allt vera með felldu, en sé gengið á þá geti hver og einn sagt frá atvikum, þar sem þeir hafa verið beittir svikum. „Menn verða að kynna sér hvar leita skal aðstoðar," segirhann. „Ég hef oft rekið mig á misjafnt gildismat lögreglu og viðskiptamanna. Við- skiptamenn vilja að fjármunum þeirra verði bjargað hið snarasta, áður en svikin velta meira tapi utan á sig, en lögreglan vill hafa hendur í hári glæpamannsins til að refsa honum. Þar er stór munur á og verða þessi svið að nálgast meira en nú er. Viðskiptamenn geta ekki ávallt reitt sig á tryggingar." Ellen nefndi í þessu sambandi dæmi um kaupanda sem kaupir vöru sem ekki er til nema á pappírum. Tryggingafélög benda í slíkum til- vikum á að vara sem ekki er til hefur aldrei verið tryggð. Kaupandinn stendur því óbættur eftir slík við- skipti. Þess vegna ríði á að frysta allt fé sem næst til og þar fram eftir götunum. „Það sem mestu skiptir er að gera eitthvað í málunum, en sitja ekki með hendur í skauti.“ þj t Eiginmaður minn Sigurjón Hallvarðsson lést í Borgarspítalanum í gærmorgun 30. október. Jarðarförin tilkynnt síðar Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna Gerd Hallvarðsson t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengda- móður og ömmu Lilju Ingveldar Guðmundsdóttur Vegamótum 2, Seltjarnarnesi Börn, tengdabörn og barnabörn t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu Guðbjargar Jónsdóttur Efri-Holtum, Vestur Eyjafjöllum Sigurjón Guðjónsson Jón Sigurðsson Unnur Jóna Sigurjónsdóttir Oddur Sæmundsson Kristbjörg Sigurjónsdóttir, Jóhann Bjarnason barnabörn og barnabarnabörn t Minningarathöfn um föður okkar, tengdaföður, afa og langafa séra Guðmund Benediktsson fer fram í Akraneskirkju þriðjudaginn 3. nóvember kl. 11.15. Jarðsett verðurfrá Barðskirkju í Fljótum miðvikudaginn 4. nóvemberkl. 14.00. Blóm og kransar eru afbeðnir, en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á líknarstofnanir Guðrun Guðmundsdóttir Helfried Heine, SignýGuðmundsdóttir ÁgústBerg, Jón B. Guðmundsson Ása Stefánsdóttir Guðmundur Guðmundsson Hildur Guðmundsdóttir Guðfinna Guðmundsdóttir Baldvin Jónsson börn og barnabörn Innflutningur á fötum jókst um tæp 50 prósent íslenskur fataiðnaður hefur átt í miklum erfiðleikum að undanförnu og fjölda starfsfólks í fataiðnaði hefur verið sagt upp störfum og fleiri munu bætast í uppsagnarhópinn á næstunni. Skemmst er að minnast samdrátt- ar í starfsemi Prjónastofu Borgar- ness og að fyrirtækin Dúkur hf í Reykjavík og Sunna á Hvolsvelli hættu starfsemi á þessu ári. Nú hefur starfsfólki í framleiðsludeild Karna- bæjar verið sagt upp frá og með næstu áramótum og saumastofa Hagkaups hættir þá einnig starfsemi í blaði íslensks iðnaðar, Á döf- inni, segir Víglundur Þorsteinsson það vera opinbert leyndarmál að mikið sé flutt til landsins af tilbúnum fatnaði sem framleiddur sé í Austur- Evrópu og Asíulöndum á fölskum upprunaskírteinum EFTA og EB til að komast hjá tolli á íslandi. Og vitnað er í Halldór Einarsson eig- anda Henson, þar sem hann segir að ísland sé eina landið í vestrænum heimi sem hafi engar hömlur á fatainnflutningi frá Asíulöndum. Ekki sé einu sinni um að ræða kvöð um fullkomnar merkingar á fatnað- inum. Vegna afnáms verðlagsá- kvæða flytji menn inn það sem þeim detti í hug og séu vel í stakk búnir að keppa við innlenda framleiðslu. Víglundur Þorsteinsson sagði í samtali við Tímann að ríkisvaldið gæti látið kanna hvort erlendir aðilar sem sagðir eru framleiðendur á upp- runaskírteinum EFTA og EB séu í raun og veru framleiðendur. Komi í ljós að þeir séu það ekki sé ástæða til að athuga málin nánar, því röng upprunaskírteini séu búin til til þess að komast hjá 16% tolli. Víglundur tók það fram að innlendir innflytj- endur fatnaðar sem kæmi á röngum upprunaskírteinum þyrftu alls ekki að vera neinir vitorðsmenn í þessu. Á öllu árinu í fyrra var fluttur inn tilbúinn fatnaður fyrir CIF-verðmæti rúmlega tvo milljarða króna. Sé miðað við fyrstu sex mánuði ársins í fyrra og fyrstu sex mánuði ársins í ár, kemur fram að hvorki meira né minna en um 50% brúttóaukning hefur orðið á fatainnflutningi milli ára sem þýðir um 25% raunaukning á innfluttum fatnaði. Þetta gerist á sama tíma og mikill samdráttur er í sölu á íslenskum fatnaði hérlendis. Þessi 25% raun- auking finnst með því að bera saman opinberar tölur, en allur fatnaður sem kemur í ferðatöskum til landsins er vitanlega fyrir utan þessar tölur. Hins vegar hafa fataframleiðend- ur ákveðið að berjast fyrir íslenskum fataiðnaði og liður í því eru íslenskar tískusýningar í sjónvarpi svo og fræðsluþættir um íslenskan fataiðn- að. Tíminn hafði samband við Guð- laug Bergmann eiganda Karnabæjar hf, en Kamabær hefur sem fyrr segir sagt starfsfólki framleiðsludeildar upp frá og með næstu áramótum. Hvað verður um framleiðsludeild Karnabæjar, ætlar Karnabær að flytja inn föt í auknum mæli, jafnvel í ferðatöskum eins og dæmi em um í tískuverslunum? „Ég er ekki búinn að segja að ég sé að hætta, ég hef bara sagt upp fólki og er að endurskipuleggja hjá mér. Það er nú ekki alveg mín deild að gefast upp og hætta. Það eru sko hreinar línur að ég fer ekki að flytja inn í ferðatöskum, það er kotungs- búskapur sem fyrr eða síðar hættir að skila sér. Aðspurður um hvernig hægt væri að bjarga íslenskum fataiðnaði sagði Guðlaugur: „Við emm frumstæð fiskimannaþjóð og því verður ekki breytt nema breyting verði á hugsun- arhættinum. Þegar við gengum í EFTA fyrir 17 árum var ákveðið að byggja upp íslenskan iðnað og menn eins og ég vomm beðnir um það. Við fengum 10 ára aðlögunartíma og okkur var sagt að það yrði ekki miðað við fiskgengi. Okkur var líka sagt að hér yrði sett á kvótakerfi eins og gerist í löndum sem em í fríversl- unarbandalagi með okkur til að vemda vinnuna hér fyrir láglaun- asvæðunum. Okkur var sagt að við yrðum ekki skattlagðir og fleira og fleira. Núna 17 ámm seinna þá standa málin nú svona, það hefur ekkert verið gert af opinberri hálfu, nú er gengið fallið um 20 prósent og við höfum aldrei haft eins mikið mgl í kringum okkur varðandi fiskverð. Hér dansa allir í kringum gullkálfinn og falskan lifistandard. Honum þarf að bjarga með því að á okkur og reyndar alla þjóðina em lagðir skattar. Við stóðum við okkar, en þetta fáum við í staðinn. Ég er hins vegar ekki að gefast upp, ég bý í þessu landi og ber því skylda til að fá menn til að skilja þetta. ABS

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.