Tíminn - 12.11.1987, Blaðsíða 6
Félag framsóknarkvenna í Reykjavík
Fundur að Nóatúni 21, mánudaginn 16. nóvember kl. 20.30.
Gestir fundarins verða:
Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður, Sigrún Magnúsdóttir
borgarfulltrúi, Alfreð Þorsteinsson formaður FR, Hallur Magnússon
formaður FUF, Finnur Magnússon formaður fulltrúaráðsins.
Mætið vel.
Stjórnin.
Miðstjórnarfundur SUF
Miðstjórnarfundur Sambands ungra framsóknarmanna verður hald-
inn í Reykjavík laugardaginn 28. nóv. n.k.
Dagskrá nánar auglýst síðar.
Stjórnin.
Umhverfismál
Samband ungra framsóknarmanna boðar til umræðufundar um
umhverfismál, í Nóatúni 21. þriðjudaginn 17. nóv. 1987 kl. 20.00.
Framsögumaður verður Hermann Sveinbjörnsson aðstoðarmaður
sjávarútvegsráðherra.
Stjórnin.
í umræðunni
Ólafur Ragnar Grímsson, verður gestur SUF, LFK
og FUF i Reykjavík á hádegisverðarfundi sem
haldinn verður á Gauki á Stöng fimmtudaginn 12.
nóvember klukkan 12.00 til 13.00. Allir hjartanlega
velkomnir!
SUF, LFK og FUF Reykjavík
Hafnfirðingar
Opið hús að Hverfisgötu 25, mánudaginn 16. nóvember kl. 20.30.
Dagskrá:
Starfið framundan - Bæjarmálin - önnur mál - Kaffiveitingar
Stjórn Fulltrúaráðsins
Reykjanes
Skrifstofa kjördæmissambands framsóknarmanna í Reykjaneskjör-
dæmi er opin að Hamraborg 5, Kópavogi kl. 17-19 alla virka daga og
kl. 17-21 á þriðjudögum. Sími 43222.
Stjórnin.
Suðurland
Skrifstofa Kjördæmissambands Framsóknarfélaganna á Suðurlandi,
Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin alla þriðjudaga og fimmtudaga frá kl.
13-17 sími 2547.
Heimasími starfsmanns er 6388.
Framsóknarmenn eru hvattir til að líta inn eða hafa samband.
Happdrætti Suðurlandi
Drætti í skyndihappdrætti kjördæmissambands Framsóknarfélag-
anna á Suðurlandi hefur verið frestað til 17. nóvember n.k.
Upplýsingar í síma 99-2547 og 99-6388.
Bílarif Njarðvík
Er að rífa: Lancer '81, Mazda 929 '82, Honda
Accord ’80, Honda Accord ’85, Lada Canada '82,
Bronco 74, Daihatsu Charmant 79, Dodge Aspen
st. 79. BMW 320 ’80. Einnig varahlutir í flestaaðra
bíla. Sendum um allt land. S. 92-13106.
Er vegurinn háll?
Vertu því viðbúin/n að
vetrarlagi.
yUMFEROÁR
RÁD
Fimmtudagur 12. nóvember 1987
Landbúnaðarráðherra á aðalfundi FAO:
Alþjóðlegir staðlar
á gæði og hollustu
matvælaframleiðslu
Jón Helgason, landbúnaðarráð-
herra, lagði á það áherslu í ræðu
sinni á aðalfundi FAO, Matvæla- og
landbúnaðarstofnunar Sameinuðu
þjóðanna, að stofnunin ætti það
mikilvæga verk fyrir höndum að
koma á alþjóðlegum staðli í gæðaeft-
irliti matvæla. Avarpaði hann aðal-
fundinn á þriðjudaginn var og lagði
áherslu á að allt gæðaeftirlit yrði
hert til muna, ekki síst hjá þjóðum
sem byggðu á smáum framleiðslu-
einingum líkt og ísland.
Sagði hann að í fyrsta lagi yrðu
aukin gæði og hollustukröfur matar-
ins að hafa forgang í stefnu FAO og
hverrar þjóðar um sig. í öðru lagi
þyrfti að verja lönd og allt umhverfi
landbúnaðarframleiðslu. Þetta styð-
ur hann þeim rökum að nú sé
stöðugt meiri hætta á að útaf bregði
varðandi alla meðferð landbúnað-
arafurða gagnvart sýkingu eða eitr-
unum. Sagði hann að með aukinni
viðkvæmni í kjötframleiðslu væri
lausn þessa vandamáls orðið afar
aðkallandi. Sýklar og smitberar
hvers konar séu þegar farnir að taka
full stóran toll með veikindardögum
vinnandi stétta og það sem verst væri
af öllu, veikindum og jafnvel dauða
og ekki síst meðal barna. Sagði hann
þetta vandamál varða mjög alla
matvælaframleiðendur, hvort heldur
sem væri innan hverrar sveitar eða á
landsmælikvarða og í milliríkjavið-
skiptum með matvælaframleiðslu
landbúnaðarins. Minnti Jón einnig á
að þessu til viðbótar þyrfti landbún-
aðurinn að horfast í augu við hættu
af geislun og slysum við kjamorku-
vinnslu okkar mannanna sjálfra.
KB
Ferðaskrifstofan Terra:
Nýir eigendur
Ferðaskrifstofan Terra var seld
nýverið og tóku nýir eigendur við
rekstri hennar þann 2. nóvember
sl.
Kolbeinn Pálsson starfar þó áfram
sem forstjóri fyrirtækisins. Erling-
ur B Thoroddsen kemur nýr til
starfa sem framkvæmdastjóri inn-
flutnings- og rekstrardeildar.
í fréttatilkynningu frá Terru seg-
ir m.a. að boðið sé upp á ævintýra-
ferðir hérlendis fyrir erlenda ferða-
menn, siglingar á ám, jöklaferðir
og víðtækar skoðunarferðir frá
stöðum eins og t.d. Hellu, Mývatni
og Ólafsvík.
Hvað ferðum til fjarlægra landa
viðkemur þá er tekið fram að
næsta sumar verði boðið upp á
fjölbreyttar ferðir með nýjum
ferðamöguleikum en áhersla mun
sem fyrr verða lögð á leiguflugs-
ferðir til Costa Del Sol.
Tíminn
SIÐUMULA 15
686300
Haföu samband.
Ármúli 15-út
Síðumúli
Grensásvegur 2-16
Fellsmúli
Tjarnargata
Suðurgata
Háskólahverfi
Skúlagata
Borgartún
Bollagata
Flókagata
Kjartansgata
Tómasarhagi
Ægisíða 60-76
Ofanleiti
Miðleiti
Neðstaleiti
Gautland
Geitland
Giljaland
Goðaland
Grundarland
Hörðuland
Hulduland
Hjallaland
Helluland
Haðaland
Kvíslar í
Árbæjarhverfi
Stekkir í Breiðholti
Heiðarbær
Fagribær
Glæsibær
Hlaðbær
Ertu aö byggja upp
líkamann?