Tíminn - 12.11.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Fimmtudagur 12. nóvember 1987
Útboð
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboöum í eftirfarandi:
RARIK-87008: Raflínuvír 180 km.
Opnunardagur: Fimmtudagur 10. desember 1987, kl. 14:00.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins,
Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og veröa
þau opnuð á sama staö að viðstöddum þeim bjóðendum er
þess óska.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins,
Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með fimmtudegi 12.
nóvember 1987 og kosta kr. 200,- hvert eintak.
Reykjavík 11. nóvember 1987
^RARIK
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
Laus staða
Dósentsstaða í byggingaverkfræði við verkfræðideild
Háskóla íslands er laus til umsóknar. Dósentinum er
ætlað að hafa umsjón með og stunda rannsóknir og
kennslu á einhverjum eftirtalinna sviða: Aðveitur-fráveitur;
byggðarskipulag; framkvæmdafræði; landmælingar;
samgöngumál; teiknifræði.
Rannsóknavettvangur verkfræðideildar er Verkfræði-
stofnun Háskóla íslands.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega
skýrslu um vísindastörf þau er þeir hafa unnið, ritstörf og
rannsóknir, svo og námsferil og störf. Jafnframt skulu þeir
láta fylgja eintök af vísindalegum ritum sínum, prentuðum
sem óprentuðum.
Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfis-
götu 6, 150 Reykjavík, fyrir 10. desember 1987.
Menntamálaráðuneytið,
10. nóvember 1987
Laus staða
Staða framkvæmdastjóra Menntamálaráðs og
Bókaútgáfu Menningarsjóðs er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og
starfsferil, sendistmenntamálaráðuneytinu, Hverf-
isgötu 6,150 Reykjavík, fyrir 10. desember 1987.
Menntamálaráðuneytið,
10. nóvember 1987
Frá æfinga og tilraunaskóla
Kennaraháskóla íslands
Starfsmaður óskast vegna fyrirhugaðrar tilraunar með
nám fatlaðra barna í almennum bekk. Til greina kemur
sérkennari, kennari með reynslu af kennslu fatlaðra
barna, þroskaþjálf i eða sérmenntuð fóstra. Um er að
ræða % úr starfi á yfirstandandi skólaári.
Viðkomandi þarf að geta hafið starf nú þegar. Upplýs-
ingar veitir skólastjóri Æfingaskólans í símum 84565
og 44837.
ÁSKRIFTARSÍMl 686300
t
Faðlr okkar
Björgvin Filippusson
Hjallavegi 23, Reykjavík
sem andaðist 6. nóvember verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudag-
inn 13. nóvember kl. 13.30.
Börn hins látna
Þingsályktunartillaga Guðna Ágústssonar o.fl.:
LEITAD LEIDA
TILAD NÝTA
KARTÖFLURNAR
Guðni Ágústsson (F.Su.) hefur
ásamt 5 öðrum þingmönnum lagt
fram þingsályktunartillögu um nýt-
ingu á kartöflum, þar sem ríkis-
stjórninni verði falið að kanna með
hvaða hætti hægt er að nýta þær
miklu kartöflubirgðir, sem til eru í
landinu.
í greinargerðinni er bent á að
uppskera kartaflna í ár hafi slegið öll
met og gera megi ráð fyrir að
umframbirgðir nemi 8000 til 10.000
tonnum. Hins vegar nemi markaður
fyrir ferskar kartöflur um 8000 tonn-
um á ári og þar fyrir utan hafi
kartöfluverksmiðjurnar tvær, í
Þykkvabæ og á Svalbarðseyri, unnið
allt að 2000 tonnum. Það bendi því
allt til að henda þurfi helmingi
kartöfluuppskerunnar í ár, ef ekkert
verður að gert.
Þá er minnt á að ekkert hafi verið
að gert til að koma í veg fyrir
innflutning franskra kartaflna er-
lendis frá, en ef innlendu verksmiðj-
urnar framleiddu nægar franskar
kartöflur fyrir innanlandsmarkað þá
væri þar um að ræða 2000-3000 tonn
í viðbót.
Guðni Ágústsson.
Bent er á að skilaverð til kartöflu-
bóndans sé 12-14 kr. fyrir kílóið, en
söluverð út úr verslun 40-45 kr. fyrir
kílóið. Telja flutningsmenn að þessi
munur á skilaverði til bóndans og
útsöluverði úr verslunum sé allt of
mikill.
Því sé kartöfluræktendum nú
mikilvægast að ná samstöðu um
skipulag í sölumálum ásamt því að
finna leiðir til að nýta umframupp-
skeruna. Telja flutningsmenn að
stjórnvöld geti lagt þeim lið hvað
síðara atriðið varðar með því að láta
kanna hvemig auka megi kartöflu-
neyslu landsmanna og hvort hag-
kvæmari leiðir til nýtingar finnist.
Benda flutningsmenn á fjórar leiðir.
í fyrsta lagi að vinna kartöflur og
nýta þær til fóðurs.
í öðm lagi að nýta kartöflur til
iðnaðar.
f þriðja lagi að framleiða úr kart-
öflum ýmsa rétti til manneldis.
f fjórða og síðasta lagi að kanna
hugsanlega möguleika á útflutningi,
t.d. til Norðurlanda. Þá er í þessu
sambandi hugsanlegt að athuga
hvort, vegna legu landsins, væri
hægt að stunda hér stofnrækt og
selja útsæði til útlanda. ÞÆO
Skip
á
korti
Gerð hafa verið kort eftir vatnslita-
myndinni „Skip“, eftir Jónas Guð-
mundsson, rithöfund og listmálara.
Kort þessi eru hugsuð sem jóla- eða
gjafakort. Unnt er að panta kortin í
síma 99-3448
Alþýðusamband Vesturlands:
Verður það lagt niður?
Stjóm Alþýðusambands Vestur- íð Alþýðusambands Vesturlands.
lands hefur ákveðið að efna til Þessi ákvörðun var tekin í sam-
allsherjaratkvæðagreiðslu um framt- ræmi við samþykkt 5. þings Alþýðu-
FERTUGS-
AFMÆLI
FLUGMÁLA-
STJÓRA
Pétur Einarsson flugmálastjóri,
varð fertugur nýlega, og mun hann
halda upp á það föstudaginn 13.
nóvember. Flugmálastjóri mun
taka á móti gestum í Fóstbræðra-
heimilinu frá kl 17-19 og 20-22.
sambandsins sem haldið var fyrr á
árinu og þar var samþykkt ályktun
um að leggja skyldi sambandið
niður. f þeirri atkvæðagreiðslu
greiddi 21 atkvæði með ályktuninni
en 19 voru andvígir en auk þess var
ákveðið að allsherjaratkvæðageiðsla
færi fram um framtíð sambandsins.
Atkvæðagreiðslan fer fram dag-
ana 19.-20. nóvember n.k. og spurt
verður einfaldlega. Viltu að Alþýðu-
samband Vesturlands starfi áfram?
Laugardaginn 28. nóvember verður
síðan haldið aukaþing Alþýðusam-
bands Vesturlands, þar sem úrslit
allsherj aratkvæðagreiðslunnar
verða kynnt og endanleg ákvörðun
verður tekin.
Aðildarfélög Alþýðusambands
Vestfjarða eru 12 talsins en sam-
bandi sjálft var stofnað árið 1977.
Núverandi formaður þess er Jón
Agnar Eggertsson í Borgarnesi.
ABS