Tíminn - 12.11.1987, Blaðsíða 12
12 Tíminn
Fimmtudagur 12. nóvember 1987
ÚTLÖND
lllllllll
Bandaríkin:
Reagan tilnefnir Kennedy
Reagan Bandaríkjaforseti tiikynnti í gær að hann myndi tilnefna
Anthony Kennedy dómara til að taka sæti í hæstarétti landsins. Þetta
er þriðji maðurinn sem forsetinn tilnefnir í hið eftirsótta sæti sem laust
hefur verið síðan Lewis Powell lét af störfum í júnímánuði.
FRÉTTAYFIRLIT
„Kennedy dómari tilheyrir því
besta í bandaríska dómskerfinu...
hann hefur fengið á sig það orð að
vera réttlátur en harður dómari sem
virðir lögin“, sagði Reagan á blaða-
mannafundi í Hvíta húsinu þar sem
Kennedy var einnig mættur.
Reagan kallaði Kennedy „sannan
íhaldsmann" og sagði að yfirvöld
hefðu skoðað fortíð hans og emb-
ættisferil mjög vel.
Kennedy er 51 árs gamall og er
búist við að hann eigi nokkuð víð-
tækan stuðning, bæði meðal repúb-
likana og demókrata í öldungadeild-
inni. Tilnefning Reagans verður
formleg þegar hann er búinn að
leggja fram nafn Kennedys fyrir
öldungadeildina.
Nú eru í hæstarétti fjórir dómarar
sem taldir eru frjálslyndir og fjórir
hægrisinnaðir dómarar. Það er því
ljóst að það skiptir miklu máli hver
er níundi maðurinn í hæstarétt.
Reagan hefur ekki gengið vel til
þessa að koma manni að í hæstarétti,
fyrst tilnefndi hann Robert Bork
sem þótti of umdeilanlegur og var
felldur og síðan var það Douglas
Ginsburg sem sjálfur dró sig í hlé
eftir að ýmsir þættir í fortíð hans
komu upp á yfirborðið.
Reuter/hb
Pat Robertson sjónvarpsprestur vill komast í Hvíta húsið:
Beitir drottni í
atkvæðaveiðunum
Pat Robertson sjónvarpsprestur: Fylgið fer vaxandi.
sigur á þeim í Iowa myndi gera
LUNDÚNIR — Bandaríkja-
dalur varð stöðugri á pening-
amörkuðum í gær eftir að hafa
lækkað meira en nokkru sinni
áður í gildi gagnvart öðrum
helstu gjaldmiðlum heims á
þriðjudag. Hlutabréf féllu í
verði á Asíumörkuðum en voru
nokkuð stöðug á mörkuðum í
Evrópu.
JÓHANNESARBORG-
Stjórnin í Suður-Afríku sagði
að her sinn ætti í baráttu við
her Angólumanna í suðurhluta
þess ríkis og væri sá her vel
studdur af Sovétmönnum og
Kúbönum. Hernaðaryfirvöld í I
Suður-Afríku sögðust hafa
stutt við bakið á skæruliðaleið-
toganum Jónasi Savimbi til að
koma í veg fyrir að her Angólu- j
manna næði yfirráðum í Cu-
ando-Cubango héraði.
LUNDÚNIR — Flugfélögin
British Airways og British Cal-
edonian fengu leyfi frá bresku
stjórninni til að sameinast í eitt
fyrirtæki. Þessi sameining var
sögð vera nauðsynleg fyrir
British Caledonian annars væri,
rekstrargrundvöllurinn
brostinn.
TOKYO — Viðskiptajöfnuður
Japans var ekki eins hagstæð-
ur í októbermánuði eins og í
septembermánuði og var þetta
sjötti mánuðurinn í röð sem
Japanir minnka hagstæðan
vöruskiptajöfnuð sinn. Engu að
síður hefur munurinn á hag-
stæðum viðskiptajöfnuði Jap-
ana og óhagstæðum viðskipta-
jöfnuði Bandaríkjamanna
sjaldan veriö meiri en nú.
COLOMBO — Námsmenn
mótmæltu á Sri Lanka og
skæruliðar létu til sín taka.
Lögreglan tilkynnti um lát að
minnsta kosti 27 manna í nýj-
um átökum á eynni milli tamíla
og meirihlutahóps singhalesa.
*!- __________
SOUTHAMPTON, Enq
landi - Breskir tollverðir sögo-
ust hafa náð um 250 kílóum af
kókaíni úr flutningaskipi og er
þetta mesta magn eiturlyfsins
sem gert hefur verið upptækt.
Slíkt magn væri hægt ao selja
á götum Evrópu fyrir upphæð
sem samsvaraði rúmum þrem-
ur milljörðum íslenskra króna.
TOKYO — Tvö japönsk fyrir-
tæki kynntu nýja tegund raf-
hlaða í gær. Þær má nota í
heimahúsum og eru eins þunn-
ar og sveigjanlegar og pappír
og auk þessi minni og léttari en
venjulegu rafhlöðurnar.
Sjónvarpspresturinn Pat
Robertson, sem Ieitar eftir
útnefningu repúblikana sem
forsetaefni þeirra, er óhræddur
við að beita drottni í
kosningabaráttu sinni sem sumir
segja að líkist frekar krossferð
en stjórnmálum.
„Margir stuðningsmanna hans
halda að hann hafi orð sín frá Guði“,
segir einn af æðstu mönnum Rep-
úblikanaflokksins í Iowafylki. Þar
fara fram forkosningar í febrúar-
mánuði sem þykja mikilvægar og
líklegar til að sýna hverjir standa
best að vígi til að hljóta útnefningu
repúblikana fyrir forsetakosningarn-
ar síðar á árinu.
George Bush varaforseti og Ro-
bert Dole öldungadeildarþingmaður
eru taldir eiga mesta möguleikann
að hljóta þessa útnefningu en Ro-
bertson gæti veitt þeim harða keppni
og hefur sýnt að undanförnu að
hann á vaxandi fylgi að fagna.
Robertson fær mest fylgi nú frá
fólki innan evangelísku kirkjunnar
sem trúir mjög á krossför hans fyrir
hægrisinnuðum gildum. Robertson
segist sjálfur hafa beint samþand við
Guð og einu sinni hafi honum tekist
með miklum bænum að bægja frá
hvirfilbyl.
Robertson er vinsæll í Iowa og
gæti jafnvel unnið sigur á Bush,
Dole, Jack Kemp þingntanni frá
New York, Alexander Haig fyrrum
utanríkisráðherra og Pierre du Pont
fyrrum ríkisstjóra í Delaware í for-
kosningunum í febrúar. Þessir menn
leita eftir útnefningu repúblikana og
Robertson að þjóðkunnum manni
sem hann er ekki nú. Reuter/hb
Lottómenn gera mistök
í Brasilíu:
Að eiga
áttatíu
milljónir
einn eftir-
miðdaginn
Það er ekki bara á íslandi sem
lottómenn gera mistök.
Lottófyrirtæki í Brasilíu hafði um
daginn tilkynnt að Jose Julio
Nogueira nokkur hefði unnið
upphæð sem svaraði tæpum áttatíu
milljónum íslenskra króna eftir að
hafa verið með allar fintni tölurnar
réttar.
Jose þessi býr í borginni Belo
Horizonte í höfuðborg Minas Gerais
héraðs í suðausturhluta landsins.
Hann var ekki heima hjá sér þegar
lottómennirnir hringdu. Það varhins
vegar kona hans og var hún að
sjálfsögðu himinlifandi. Bráðlega
komu fréttamenn á staðinn og réði
konan sér vart af kæti, sagðist ætla
að fara með Jose sinn í ferðalög til
útlanda, kaupa nýtt hús og eiginlega
hefja nýtt líf, langt í burt frá gránia
hversdagsleikans.
Grámi hverdagsleikans tók þó
fljótt yfirhöndina þegar maður henn-
ar snéri heim. Hann trúði ekki
orðum konu sinnar, leit á miðann og
uppgötvaði að hann hefði ekki verið
með allar tölurnar réttar.
Mistökin komu brátt í ljós, Jose
var ekki rétti maðurinn heldur 62
ára gamall maður sem heldur nafni
sínu leyndu öryggis síns vegna.
Reuter/hb
Blaöið Komsomoiskaya Pravda í Sovétríkjunum:
GEDLÆKNINGAR GROF
LEGA MISNOTAÐAR
Opinberir einbættismenn í Sovétríkjunum senda heilbrigt fólk
á geðsjúkrahús í samstarfi við geðlækna. Það var í dagblaði ungra
kommúnista í Iandinu sem greint var frá þessu í gær þar sem
misnotkun geðsjúkdómameðferðar var harkalega gagnrýnd.
Komsomolskaya Pravda sagði geðlækna gefa sjúklingum
gagnslaus lyf, skrifa upp á sjúkravottorð fyrir glæpamenn gegn
mútum og kynna sér ekki nútíma geðlækningar.
Blaðið minntist ekki beint á að geðsjúkdómar hefðu verið lognir
upp á pólitíska andófsmenn en gagnrýnin var harðorð og á sér
engan líka í fjölmiðlum þar eystra.
„Rammgerðar girðingar hafa í
mörg ár skýlt geðsjúkdómafræðum
og geðlækningum frá opnunar-
stefnunni (glasnost),“ sagði I
Komsomolskaya Pravda.
Blaðið sagði frá tuttugu ára gam-
alli verkakonu í Leníngrad, Mar-
inu að nafni. Hún kvartaði opin-
skátt um aðbúnað á vinnustað og
yfir framkvæmdastjóra sínum og
var stuttu síðar send á geðsjúkra-
hús og sjúkdómsgreind sem geð-
klofi þrátt fyrir að hafa aldrei sýnt
einkenni þessa sjúkdóms. „Hvað
varðar Marinu, þá var hún augljós-
lega heilbrigð“, sagði Komsomol-
skaya Pravda.
Blaðið gagnrýndi geðlækna sem
og aðbúnað á geðsjúkrahúsum.
Dæmi voru tekin um slæmt ástand
þessara mála í Moskvu en það var
samt sagður barnaleikur miðað við
marga staði í sumum lýðveldum
landsins. Sagt var frá geðlæknum á
sjúkrahúsi í þorpi einu á ónefndum
stað sem höfðu misnotað aðstöðu
sína á margvíslegan hátt t.d. dregið
gulltennur úr tveimur sjúklinga
sinna. Reuter/hb