Tíminn - 12.11.1987, Blaðsíða 19

Tíminn - 12.11.1987, Blaðsíða 19
Tíminn 19 Fimmtudagur 12. nóvember 1987 SPEGILL Bók um Ricky Nelson Svarti Carrington- sauðurinn Gordon er 42 ára, en er svo unglegur, að hann leikur hæglega son Joan Collins, þó aðeins muni 12 árum á þeim. - Við Joan skemmtum okkur stundum kon- unglega yfir því, segir hann. t>ó Ættarveldið hafi veitt honum visst, fjárhagslegt öryggi, er langt frá því að hann sé orðinn auðkýfingur, en þó hefur hann fest kaup á litlu húsi í Hollywood, örskammt frá upp- tökuhverfinu. Bíllinn er ennþá dældóttur VW Golf. Annars er Gordon Thompson fæddur og uppalinn í Montreal í Kanada, þar sem faðir hans var endurskoðandi og hvergi í ættinni er vitað um einn einasta leikara eða skemmtikraft. - Pabbi leyfði ekki einu sinni sjónvarp á heimil- inu fyrr en ég var 12 ára, segir Gordon. - Mig hefur samt aldrei langað til neins annars en verða leikari, bætir hann við. Fyrsta hlut- verk hans var Jesús í söngleiknum Godspell. I Ættarveldinu var hann ráðinn til að leika í 13 þáttum, en nú virðist hann ætla að verða þar til frambúðar, þar sem áhorfendur beinlínis elska að fyrirlíta hann. Allt sem vantar nú í líf hans er Eftir að Gordon gerðist Adam Carrington, getur hann leyft sér að fara í sparifötin og skreppa á betri borgara staði. eiginkona. Hann var eitt sinn kvæntur í 17 ár, en segir að það hafi bara verið búið einn daginn. Hann skortir þó ekki aðdáun kven- fólksins, síður en svo, en Ættar- veldið á hann enn óskiptan, nema ef einhver samkeppni skyldi vera frá hundinum Lilly, sem Gordon býr með. Ricky Nelson var einn þeirra glæsilegu, ungu söngvara sem komu fram á sjónarsviðið í kjöl- far Elvis Presleys. Eins og svo margra annarra urðu örlög hans þau að verða fórnarlamb sterkra efna og lífi hans lauk í flugslysi ekki alls fyrir löngu. Aldrei náði Ricky því að verða neitt ofur- stirni, en hann var slæmilega vinsæll hérlendis fyrir margt löngu, til dæmis fyrir lög sín: Hello, Mary Lou og Trawellin Man. Einkum voru mæður ungra stúlkna hrifnar af Ricky. Hann var alltaf hreinn, vel greiddur og klæddur og var stundum kallaður draumur allra tengdamæðra. Nú er saga Rickys að koma í bókarformi og höfundurinn er eftirlifandi, fyrrverandi eigin- kona söngvarans, Kristin Nelson. Hún lofar að segja hreinskilnis- lega frá öllu, einkum fíkniefna- neyslu Rickys og öllum þeim vandræðum, sem hún orsakaði. Áhorfendur Ættarveldisins á Stöð 2 eru nú að kynnast nýjum meðlimi Carrington-fjölskyldunn- ar, Adam, sem rænt var úr barna- vagni á sínum tíma, en snýr aftur sem fullorðinn maður. Þegar frá líður verður ljóst, að hann er ekki beinlínis besta barnið og er haft á orði að hann slagi hátt upp í sjálfan J.R. að illgirni og slægð. Meðal afreka hans má nefna, að hann byrlar mági sínum eitur, kúgar fé af móður sinni, Alexis og nauðgar dóttur yfirþjóns fjölskyld- unnar. Ekki má gleyma að hann spillir hverju ástarsambandinu af öðru meðal ættingjanna. En utan sviðs hefur hinn hávaxni og glæsilegi leikari Gordon Thompson þó horfst í augu við enn verri hluti eitt sinn munaði minnstu að hann stytti sér aldur í örvænt- ingu. - Ég hafði tæpast ofan í mig og allt var sótsvart framundan. Eng- inn vildi veita mér vinnu og mér fannst ég alveg misheppnaður sem leikari, segir hann. - Einu sinni gerðist ég bréfberi fyrir smánar- laun, bara til að geta keypt mér mat. í>ó gætti ég þess að hafa alltaf tíma til að fara í reynsluupptökur, milli þess sem ég vann nánast við hvað sem var. Þar að kom, að ég ákvað að binda enda á allt saman. Þá hafði ég verið skrifaður út úr smáhlutverki í sápuóperu. Mjög auðvelt er að láta fólk hverfa úr slíku. Ég var skotinn í bakið. Þetta breyttist allt, þeg^ar höf- undur Ættarveldisins, Esther Shapiro, áttaði sig á að Gordon hafði fleira til brunns að bera en útlitið. - Hún spurði mig bara, hvort ég hefði nokkurn tíma leikið skúrk. Svo lýsti hún Adam lauslega fyrir mér og ég sló til. Adam er stórkostlega vondur maður. Gordon er ekki hið minnsta líkur Adam. Hann býr með hundinum sínum og berst lítt á, minnugur fátaéktarinnar áður. [■IIIIIIIIIIIIIIIIIIÍI UM stræti OG torg : ;';iinnnnnii!!: .:;::;iiiiiiiiiiiiiiiiii!!í:. ■;||||||||||||||||||||I!|:;. :;;!IIIIIIIIIIIIIII;',IIÍÍIIIIIIIIIIIII! .1,111111111111111:1;- ■;!iíiiiiiiiiiiiii: 1 .... Ferðamenn Það þarf víst engum blöðum um það að fletta, að ísland á að verða ferðamannaland. Hér á að verða paradís ráðstefnugesta, friðarvin og hér eiga malbiksbörn að komast í snertingu við óspillta náttúru. Friðarvinir svo sem ráðamenn stór- veldanna, ráðherrar NATO og hvalavinir hafa þegar gert okkur heimsóknir svo sem er kunnugt og Ólafur Ragnar er heima um þessar mundir. Af þessu öllu verður mikill gestagangur í borginni og stórauk- in umferð. Þessu fylgir einnig þungur straumur gesta á veitinga- hús borgarinnar, til viðbótar ann- ars líflegri mætingu landsmanna. Öllu þessu taka borgarbúar vel og fer vel úr hendi. Umferðin gengur sæmilega, afgreiðsla við bari, veit- ingaborð og í verslunum fer vel. Reyndar má segja að þetta sé allt gott og blessað nema stóru málin þrjú: Bjórinn, Bílamir og Böllin. Þar sem hér er fyrst og fremst fjallað um bíla og umferð er rétt að víkja fyrst að bílunum, þ.e.a.s. leigubílunum. f öllum þessum gestagangi verður hvergi vart hnökra í þjónustu leigubíla fyrr en um miðnætti föstudaga og laugar- daga. Um það leyti þyngist afgreið- sla þeirra og upp getur komið smá bið í síma og síðan eftir bílnum. Frá miðnætti og fram til klukkan þrjú þessar nætur er þjónusta leig- ubíla nokkuð þung en þó þolanleg. Klukkan þrjú gerist svo sá ill- skiljanlegi hlutur að öll dans og veitingahús loka á sömu mínútunni og nánast reka gesti sína út. Leigu- bílamir sem hafa verið að flytja fólkið frá klukkan sjö að kvöldi allt fram til klukkan hálf þrjú, á veit- inga og danshúsin, ráða vitanlega ekki við að koma þessum fjölda heim á skömmum tíma. Þegar fæst er á húsunum og minnst um að vera í bænum, þá lýkur þessu á tæpum klukkutíma, þ.e.a.s. fyrir klukkan fjögur en þegar mikið er um að vera getur þetta farið upp í nær tvo tíma, eða staðið fram undir klukkan fimm að morgni. Þetta vandamál skapast af því að húsin loka öll á sama tíma og þrýsta á gestina að fara strax út úr húsunum. Fjölgun leigubíla til þess að mæta tveggja til fjögurra tíma álagi í viku er svo óhugsandi lausn. Rétt til þess að íbúar á Reykjavík- ursvæðinu geri sér grein fyrir því að fjölgun leigubíla er ekki lausnin, skal þess getið hér að íbúar í Reykjavík um hvern leigubíl eru nú um 209 talsins. í þeim borgum grannlanda sem við berum okkur helst saman við, eru 600 til 800 íbúar um hvern bíl. Til dæmis eru um 600 íbúar um bíl í Kaupmanna- höfn. Þar við bætist að í Reykjavík eru einkabílar hlutfallslega miklu fleiri en í hinum borgunum. Miðað við minni notkun almenningsfarar- tækja í Reykjavík, (strætisvagn- amir hafa fækkað ferðum vegna minni notkunar) væri rétt þróun að fækka leigubílum í borginni. Vandamálið við lokun dans og veitingahúsa, klukkan þrjú aðfara- nætur laugardaga og sunnudaga yrði því að leysa með því að skipuleggja mismunandi lokun þeirra. Annað hvort með valdi að ofan eða með samráði þeirra í milli. Einnig kæmi til greina að gefa lokunartímann frjálsan, þá væri málið þegar leyst af sjálfu sér. Þessu máli er gefið svo gott rúm hér að um talsvert umferðarvanda- mál er að ræða. í vondu skyggni og misjafnri færð hrekjast gestir út úr húsunum og leita út á göturnar eftir bílum. Þetta fólk fer ekki alltaf eftir gangstéttum né eftir umferðarreglum. Satt að segja er mesta mildi hversu fá slys verða á fólki við þessar aðstæður. Sem dæmi um hversu slæmt ástandið getur orðið, má nefna aðstæður gesta frá Hótel Sögu. Vegna þess að hótelið hefur látið eina bifreiða- stöð, Bifreiðastöð Reykjavíkur sitja fyrir um akstur frá hótelinu, hefur þróunin orðið sú að bílstjórar á öðrum stöðvum borgarinnar hafa sniðgengið hótelið á danskvötdum. Af þessu hefir orðið óvenju slæmt að ná í bíl við Sögu eftir danslciki. Gestir þaðan hafa því lent í því að ganga allt upp undir Miklatorg áður en þeir hafa náð sér í bíl. Gestir frá Þórskaffi ganga sjaldnast lenga en út á Miklubraut og frá Hollywood út á Kringlumýrarbraut svo dæmi séu nefnd. Þetta mál er stórvandamál í umferðinni og það verður ekki leyst nema með mis- munandi lokunartíma húsanna og jafnframt með því að gestir veit- inga og danshúsa sameinist í því að neita að yfirgefa húsin, fyrr en bifreið bíður tilbúin við dyrnar. Við sem stundum farþegaflutninga í borginni verðum gjarnan varir við þörf fýrir dansleiki utan þeirra föstu um helgar. Ferðafólk spyr gjarnan, er ekki hægt að komast á einhvem dansstað og hversvegna fæst ekki bjór, er öllum stöðum lokað klukkan eitt. Þetta eru í sjálfu sér eðlilegar spurningar og tunglulipmm manni vefst gjarnan tunga um tönn við að reyna að svara þeim, einkanlega þegar bætt er við, eruð þið ekki að reyna að gera landið að ferðamannalandi. Næturklúbbar, bjór, spilavíti og frjáls lokunartími hlýtur að fylgja því að gera landið að ferðamanna- landi og draumi ráðstefnumanns- ins. Þá er bara spumingin, er þetta það sem við viljum?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.