Tíminn - 12.11.1987, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 12. nóvember 1987
Tíminn 5
Hráolíuleiðsla hersins
sprakk í þrýstiprófunum
„Hráolíuleitin þráa“ á Suðurnesjum, sem staðið hefur frá
föstudegi í síðustu viku og greint var frá í gær, hefur tekið óvænta
stefnu. Nú er aftur farið að grafa niður á leiðsluna og nú er ætlunin
að grafa hana upp endanna á milli, eða um 350 metra. Yfirlýst
markmið varnarmálaskrifstofu er, að leitað skuli af sér allan grun um
leka, en talið er þó fullvíst að eftir síðustu þrýstiprófun hafi sprungið
göt á leiðsluna á stöðum, sem ekki finnast ofan jarðar.
Að sögn starfsmanns á varnar-
málaskrifstofu utanríkisráðuneytis-
ins voru gerðar þrýstiprófanir á
leiðslunni í gærmorgun og sett voru
rétt rúmlega 200 pund á kerfið. Við
þennan mikla þrýsting sprakk loki,
sem er staðsettur nálægt tönkunum.
Eftir að nýr loki var settur í staðinn,
var reynt að nýju. Þá náðist ekki upp
viðunandi þrýstingur og engin veila
fannst á leiðslunni þar sem hún
liggur ofan jarðar. Þykir því ljóst að
eftir þessar miklu prófanir hafi
leiðslan, sem komin er nokkuð til
ára sinna, loksins látið undan. Þessu
til samanburðar má geta þess að alla
jafna hefur leiðsla þessi verið þrýsti-
prófuð við 150 punda þrýsting.
Hvernig svo sem málin hafa staðið
fyrir viku síðan, er þó eitt orðið víst
að leiðslan er örugglega orðin lek og
trúlega stórskemmd að auki.
Strax í gærkveldi var hafist handa
við að grafa ofan af lögninni endi-
langri, en til þessa hefur aðeins verið
farið út í að grafa holur niður á
leiðsluna til sýnatöku úr jarðvegi.
Verður hvergi látið staðar numið
fyrr en leiðslan er öll orðin sýnileg
og hægt verður að ganga eftir henni
með klúta og tvist. Ekki liggur fyrir
hvort af þessu slysi hafi hlotist mikil
olíumengun, en búast má við að
fljótlega fáist úr því skorið.
Ekki vildi starfsmaður varnarmál-
askrifstofu tjá sig um afleiðingar
þessa, varðandi mengun af hugsan-
legum leka út í jarðveginn. Hann
staðfesti hins vegar að til þessa hafa
allar niðurstöður af rannsóknum á
sýnishornum úr vatnsbólum og jarð-
vegi, stutt þá kenningu að enginn
leki hafi átt sér stað til þessa.
Olíulekaleitartækin sem koma áttu
frá Bandaríkjunum í gær voru ekki
komin og var ekki ljóst hvenær þau
sæjust. Koma þau væntanlega að
góðum notum ef þau berast.
Nú óttast menn mengunarslys,
Tímamynd: Pjetur
m i II
;* 'T' T
Staðan hefur því versnað til muna
varðandi leitina miklu að hráolíu
hersins. Ekkert hefur fundist í sam-
bandi við leitina að bókhaldsskekkj-
unni eða neitt sem bendir til að um
þjófnað sé að ræða, og nú er orðið
ljóst að enginn mun nokkurn tíma
öðlast vissu í því hvort leki hafi átt
sér stað fyrir ítrekaðar þrýstiprófan-
ir. KB
Albert mun leiða Borgaraflokkinn í næstu borgarstjórnarkosningum:
Ég er fæddur í Reykjavík en
Davíð fæddist austan fjalls
Albert Guðmundsson hefur fullan hug á því að leiða sjálfur lista
Borgaraflokksins í næstu borgarstjórnarkosningum. Þetta kom fram
þegar Tíminn ræddi við Albert um aðild hans að þingsályktunartil-
lögu um rannsóknir á lífríki Tjarnarínnar í Reykjavík, en Albert er
mjög andvígur staðsetningu fyrirhugaðs ráðhúss.
Þegar Albert var spurður hvort
aðild hans að þingsályktunartillög-
unni um Tjörnina væri fyrsta skrefið
að framboði Borgaraflokksins til
næstu borgarstjórnarkosninga svar-
aði hann því á þessa leið:
„Við bjóðum fram hvernig sem
þetta ráðhúsmál fer. Það eru mörg
önnur mál en þetta og ég held að það
séu fáir sem þekkja vandamál Reyk-
víkinga, einstaklinganna og þær
þarfir sem fátækt fólk hefur, betur
en ég. Ég held það hafi komið fram
í störfum mínum sem borgarfulltrúi
og ég ætla mér að vinna að þeim
málum áfram með mínum flokks-
mönnum í Borgaraflokknum. Borg-
araflokkurinn býður fram í sveitar-
stjórnarkosningum hvernig sem
þetta ráðhúsmál fer.
Ég er búinn að vera í borgarstjórn,
borgarráði og forseti borgarráðs í
mörg ár, þannig að ég er búinn að
vera með tillögur um Tjörnina og
umhverfi hennar í mörg ár. Ég er
ekki aðeins þingmaður Reykvík-
inga. Ég er fæddur og uppalinn í
miðbænum í Reykjavík. Borgar-
stjóri er fæddur á Stokkseyri eða
Eyrarbakka svo ég er ekki að tala
um þetta sem þingmaður Reykvík-
inga, heldur sem innfæddur Reyk-
víkingur alinn upp í miðborginni."
Kemur til greina að þú leiðir
sjálfur lista Borgaraflokksins í borg-
arstjórnarkosningum?
„Já, það kemur mjög til greina.
Þau áhugamál mín sem snerta fólkið
í borginni og vandamál þess þau
verða ekki betur leidd af öðrum en
mér og á meðan ég hef krafta og vilja
til að starfa fyrir fólkið í borginni þá
geri ég það.“
Albert sagðist vera sammála borg-
arstjóra um að ráðhús þurfi að reisa
en ekki við Tjörnina.
Þegar Albert var spurður álits á
því kappi sem borgarstjóri legði á að
korna ráðhúsinu við Tjörnina sem
fyrst, svaraði Albert því til að borg-
arstjóri væri ekki kjörinn af borgar-
búum sem siíkur heldur væri hann
ráðinn borgarstarfsmaður af meiri-
hluta borgarstjórnar. Því þurfi
Davíð Oddsson að taka tillit til þess
að hann er borgarstjóri Reykvíkinga
allra og geti ekki vaðið áfram með
prívatskoðanir á móti þeim sem búa
í borginni. Það væri ekki bara verið
að reisa ráðhús fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn heldur borgarbúa alla.
- HM
Alþjóðlegt skák-
mót í Stapa:
í ham
Það var Hannes Hlífar Stefánsson
sem leiddi alþjóða skákmótið á
Suðurnesjum eftir fyrstu þrjár um-
ferðirnar. Hann hafði hlotið 2 1/2
vinning, en Björgvin Jónsson,
Weldon, Þröstur Þórhallsson og
Guðmundur Sigurjónsson voru með
2 vinninga. Þröstur á möguleika á
einum vinningi til þar sem hann á
inni biðskák gegn Helga Ólafssyni
sem hsfur 1 1/2 vinning.
Þeir Hannes Hlífar, Björgvin
Jónsson og Þröstur Þórhallsson
keppa allir að því að ná áföngum að
alþjóðlegum meistaratitlum á þessu
móti og þurfa þeir að ná 7 vinningum
af 11 til að ná því takmarki. Fjórða
umferð var tefld í gærkvöldi í Stapa,
en úrslit skáka lágu ekki fyrir þegar
Tíminn fór í vinnslu.
- HM
Tveir menn yfirheyrðir:
FANNST LÁTINN
Á ÍBÚÐARGANGI
Komið var að látnum manni þar
sem hann lá á gangi í íbúðarhúsi á
ísafirði aðfaranótt þriðjudags.
Tveir menn, sem voru f húsinu
ásamt hinum látna, voru teknir til
yfirheyrslu og haldið í einn sólar-
hring.
Ekkert hefur komið fram sem
bendlar þá við lát mannsins né
heldur með hvaða hætti dauða
hans bar að. Líkið hefur verið sent
til krufningar í Reykjavík.
Sá sem kom að manninum látn-
um kvaddi lögreglu þegar til.
Mennirnir tveir voru þá fyrir í
húsinu. Yfirlögregluþjónn segir þá
hafa verið vakandi, en ekkert
bendir til að til átaka hafi komið í
íbúðinni. Ætíð þegar menn finnast
látnir annars staðar en á sjúkrahúsi
fari fram ítarleg rannsókn á þennan
hátt og þurfi ekki að kvcikja neinar
grunsemdir um misjafnt athæfi.
þj