Tíminn - 12.11.1987, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 12. nóvember 1987
Tíminn 9
VETTVANGUR
lllllllilltlllllll!
Illlllllllllllllllll
Níels Árni Lund, starfsmaður landbúnaðarráðuneytisins:
Fiskeldi er búgrein
Fáar atvinnugreinar hafa vaxið
jafn hratt á síðustu árum og fiskeldi
og fiskirækt. Frá 1984 til ársloka
1986 fjölgaði eldisstöðvum úr 40 í
102 og á þessu ári munu um 30 hafa
bæst við. (Sjá mynd 1). Jafnhliða
fjölgun fiskeldisfyrirtækjanna hef-
ur orðið gífurleg framleiðsluaukn-
ing.
Sem dæmi má nefna að 1985
voru alin 800 þúsund gönguseiði, á
þessu ári um 4 milljónir og á árinu
1988 er áætlað að framleiðslan
nemi um 8 milljónum gönguseiða.
í hafbeit var sleppt á þessu ári
um 950 þúsund gönguseiðum sem
er um 500% aukning frá því í fyrra
og áætlað er að sleppa um 2
milljónum seiða á næsta ári.
Á síðasta ári voru um 250 tonn
framleidd af matfiski, í ár nam
framleiðslan um 1000 tonnum og á
næsta ári má gera ráð fyrir að
framleiðsla á laxi og regnboga-
silungi verði milli 1500-2000 tonn.
(Sjá mynd 2).
í>að eru því miklar vonir bundn-
ar við fiskeldið og líklegt að það
verði ein af undirstöðum íslensks
efnahags haldi svo áfram sem
horfir.
Samkvæmt lögum nr. 76/1970
um lax og silungsveiði, heyra þessi
mál undir landbúnaðarráðuneytið.
t>ví er hins vegar ekki að neita að
stóraukin umsvif í fiskeldi kalla á
ýmsar nýjar reglur varðandi fisk-
eldi sem tök yrðu að setja ef lög nr.
76/1970 og önnur lög sem varða
fiskeldi yrðu endurskoðuð með
tilliti til hinna stórstígu breytinga
sem orðið hafa í fiskeldi á síðustu
árum.
Fyrir nokkru boðaði landbúnað-
arráðherra, Jón Helgason, til
kynningafundar um þátt landbún-
aðarráðuneytisins og stofnana þess
í fiskeldismálum. t þessari grein,
og annarri, sem m.a. byggja á
upplýsingum sem þar komu fram,
er sýnt fram á hversu nátengd þessi
atvinnugrein er landbúnaðinum,
og stofnunum sem honum eru
tengdar.
Fiskeldi hefur lengi verið á við-
fangsefnalista hjá landbúnaðar-
ráðuneytinu og má rekja það allt
til ársins 1932 er sett voru lög um
lax- og silungsveiði. Þá fór atvinnu-
málaráðuneytið með þennan mála-
flokk og allt til 1969 er landbúnað-
arráðuneytið var sett á fót. Lögin
voru síðan endurskoðuð 1970 og í
auglýsingu um Stjórnarráð íslands
frá þeim tíma er sérstaklega kveðið
á um að landbúnaðarráðuneytið
skuli „fara með mál er varða veiði
í ám og vötnum svo og önnur
veiðimál, er eigi ber undir annað
ráðuneyti".
í lax- og silungsveiðilögunum
1932 er það einstaka lagaákvæði
sem ekki þekkist hjá nokkru öðru
landi að laxveiði í sjó er bönnuð.
Þetta lagaákvæði hefur gjörbreytt
skilyrðum til fiskræktar í ám og þó
sérstaklega varðandi hafbeit, enda
augljóst að til lítils væri fyrir ein-
staklinga að ala upp seiði og sleppa
ef hver sem er mætti síðan veiða
laxinn úti fyrir ströndum.
Þá má nefna að í jarðalögum er
kveðið á um að jarðanefndir
þurfi að samþykkja allar ráðstafan-
ir lands utan þéttbýlissvæða og
þarf þannig samþykki þeirra fyrir
ráðstöfun lands undir fiskeldisfyr-
irtæki.
Þá skal þess einnig getið að
landbúnaðarráðuneytið hefur um-
sjón með flestum ríkisjörðum og
hefur það undanfarin ár stuðlað að
því að land ríkisins væri notað til
fiskeldis.
Fyrir fáum árum sætti slík
ákvörðun landbúnaðarráðherra
harðri gagnrýni af nokkrum alþing-
ismönnum enda þótt flestir ef ekki
allir séu nú sammála um réttmæti
þeirrar ákvörðunar.
Stofnanir sem heyra undir land-
búnaðarráðuneytið og sinna fisk-
eldismálum eru margar. Þar má
nefna Veiðimálastofnun, Fisksjúk-
dómanefnd og dýralækni fisksjúk-
dóma, Rannsóknarstofnun land-
búnaðarins og Bændaskólana á
Hólum og á Hvanneyri. Auk þess
sinna Búnaðarfélag Islands, Stofn-
lánadeild landbúnaðarins og Fram-
leiðnisjóður mikilvægu hlutverki
gagnvart fiskeldi.
Enda þótt sjá megi á ofan-
greindu að fiskeldi tengist landbún-
aðarráðuneytinu á veigamiklum
sviðum er það samt þannig að
mörg önnur ráðuneyti hafa afskipti
af þessum málaflokki.
starfar undir stjórn Iðnaðarráð-
herra. Þar sem fiskeldi byggist
mikið á jarðhita verður ekki annað
séð en að vinnsla og nýting jarðhita
í þágu fiskeldis lúti stjórn iðnaðar-
ráðherra.
Deildarstjóri Rannsóknardeild-
ar fisksjúkdóma er skipaður af
menntamálaráðherra. Rannsókn-
ardeildin annast m.a. sjúkdóms-
greiningu og rannsóknir á fisksjúk-
dómum auk þess sem deildarstjóri
hennar er Fisksjúkdómanefnd til
ráðgjafar. Menntamálaráðherra
hefur því afskipti af fiskeldi.
Sjávarútvegsráðuneytið fer með
mál er varða Fiskveiðisjóð ísiands,
Hafrannsóknastofnun og Rann-
sóknastofnun fiskiðnaðarins. Fisk-
veiðisjóður hefur gengið í ábyrgðir
á erlendum lánum til fiskeldis svo
Þróun matfiskeldis á íslandi
(SPÁ)
Fyrri grein
í lögum nr. 109/1984 um holl-
ustuhætti og heilbrigðiseftirlit er
heilbrigðisráðuneytinu falið að
fylgjast með mengunarvörnum
fiskeldisstöðva og af þeim sökum
er staðsetning seiða- og fiskeldis-
stöðva háð samþykki heilbrigðis-
ráðherra.
Samkvæmt lögum um varnir
gegn mengun sjávar fer Siglinga-
málastofnun með umsjón þar að
lútandi og hún lýtur stjórn sam-
gönguráðherra.
Orkustofnun annast eftirlit af
hálfu ríkisins með jarðhitasvæðum
og jarðhitamannvirkjum. Hún
sem honum er heimilað skv. lögum
og þótt ekki hafi verið um beina
lánafyrirgreiðslu að ræða af hálfu
sjóðsins hefur hann á þennan máta
veitt fiskeldisfyrirtækjum verulega
aðstoð. Þá er Rannsóknastofnun
fiskiðnaðarins falið að annast rann-
sóknir á hráefnum og framleiðslu
fiskiðnaðarins þ.á m. fiskeldisfyr-
irtækja.
Af þessu má sjá að a.m.k. 5
ráðuneyti fyrir utan landbúnaðar-
ráðuneytið fara með mál sem
tengjast fiskeldi, þótt í misjöfnum
mæli sé og því hefur sú krafa orðið
háværari að skýrar verði kveðið á
um hvaða ráðuneyti skuli fara með
yfirstjórn þess til framtíðar.
Á félagsfundi Landssambands
fiskeldis- og hafbeitastöðva var í
haust samþykkt sú stefna félagsins
að „sjávarútvegsráðuneytið fari
með yfirstjórn fiskeldismála", og
færa rök helst því til stuðnings að
markaðsmálin séu ekki ólík og
gerist í sjávarútvegi. Hér skal ekki
lagður dómur á það hversu veiga-
mikil rök þau eru en víst er að
margir aðrir og ekki veigaminni
þættir tengja fiskeldið órjúfanlega
landbúnaði og ráðuneyti þeirrar
atvinnugreinar.
Landssamband veiðifélaga sam-
þykkti aftur á móti á aðalfundi
sínum í vor ályktun þess efnis að
„eðlilegt sé að yfirstjórn á veiði,
ræktun og eldi laxfiska og áls, heyri
undir landbúnaðarráðuneyti, eins
og verið hefur“.
í sama streng hefur Búnaðarfé-
lag íslands gert. Á fundi stjómar
þess þann 23. október s.l. var gerð
eftirfarandi bókun:
„Vegna umræðna um skipun
fiskeldis í stjórnkerfi landsins og
ályktana um að fela sjávarútvegs-
ráðuneytinu að fara með fiskeld-
ismál í stað þess að þau heyri áfram
undir landbúnaðarráðuneytið, lýs-
ir stjórn Búnaðarfélag íslands því
yfir að hún styður það eindregið að
landbúnaðarráðuneytið fari með
fiskeldismál“.
í mörg ár hefur verið rætt um
fiskeldi sem nýbúgrein og víst er að
fiskeldi getur talist búskapur, enda
eldisfiskur í raun búpeningur.
í kandídatsritgerð sem Þuríður
Kristín Halldórsdóttir skrifaði á
þessu ári og fjallar um fiskeldisrétt
nefnir hún eftirfarandi rök því til
sönnunar, sem byggjast á upplýs-
ingum Árna Mathiesen, dýralækni
fisksjúkdóma:
1. Alinn fiskur vex hraðar en
villtur fiskur og minna er um afföll.
2. Eldisfiskur tímgast undir
manna höndum, rétt eins og annar
búpeningur. Erfðafræði og ræktun
er beitt á sama hátt og við búfé.
3. Eldisfiskur er fóðraður á sama
hátt og búfé.
4. Ekki ráði úrslitum við þessa
aðgreiningu, hvort dýr hafi heitt
eða kalt blóð.
Síðan segir Þuríður Kristín:
„Þeir sem aðhyllast þetta sjónar-
mið, telja því að landbúnaðarráðu-
neytið eigi að fara með stjórn
fiskeldismála. Jafnframt benda
þeir á að fiskeldi fari hérlendis
aðallega fram á landi, jafnvel langt
inn í landi. Síðast en ekki síst
lúti flest þau stjórnvöld, sem af-
skipti hafi af fiskeldismálum yfir-
stjórn landbúnaðarráðherra.“
Ofangreind rök hljóta að teljast
þung á metunum þegar ákvarða
þaf um staðsetningu fiskeldis í
stjórnkerfinu.
í síðari grein minni mun ég segja
frá starfi stofnana landbúnaðar-
ráðuneytisins sem hvað mest tengj-
ast fiskeldi.
BÓKMENNTIR
|||||j|||||||||j||||
lllllllllllllll
llllll
1
Færeyskur sagnaheimur
Wllliam Heinesen: Töfralampinn, nýjar
minningasögur, Þorgeir Þorgeirsson
þýddi, Forlagið, Þýöingaútgáfan, Rv.
1987.
Rithöfundurinn William Heines-
en er vel þekktur hér á landi,
kannski ekki síst fyrir margar þýð-
ingar á verkum hans sem Þorgeir
Þorgeirsson rithöfundur hefur sent
frá sér á liðnum árum. Að því er
segir á bókarkápu heitir bókin á
frummálinu Laterna magica. og mun
það vera heiti á myndsýningartæki,
eins konar fyrrennara kvikmynda-
vélarinnar, sem notað mun hafa
verið til að varpa kyrrmyndum af
glerplötu upp á vegg gegnum
sjóngler. Með því að hreyfa þetta
tæki mátti renna myndunum eftir
veggjum, og segir þarna að ráða
megi af frásögnum þeirra sem á
horfðu að það hafi verið öllu áhrif-
ameira að sjá kyrrmyndir æða upp
veggi, loft og gluggatjöld en nú að
sjá kvikmynd hreyfast í föstum
ramma.
Með þessari vísun til gamallar
myndsýningartækni, sem raunar er
álitamál hvort ekki hefði farið vel á
að halda einnig í heiti íslensku
þýðingarinnar, verður ekki annað
séð en að Heinesen sé að tengja
þessa síðustu bók sína við horfna
tíma í Þórshöfn í Færeyjum. Efni
hennar er frásagnir af mönnum og
málefnum þar svona á að giska í
kringum síðustu aldamót, en þó er
ekki hægt að segja að hér sé á
ferðinni dæmigert safnrit af sögnum,
og því síður af því sem oftast er
kennt við þjóðlegan fróðleik.
Frásögnin er þess eðlis að ekki fer
á milli mála að farið er um með
listamannshöndum, og öll alúð við
það lögð að bregða upp svipmyndum
af atvikum og fólki. Efniviðurinn er
hins vegar síður en svo settur hér
fram undir yfirskini sannsögulegra
frásagna, heldur ber þvert á móti
allur stíllinn og frásagnarmátinn yfir-
bragð skáldsögunnar. Þó er efni
bókarinnar allt miklu fremur með
smásagnasvip; þetta eru tiltölulega
stuttir kaflar, og fjallar hver um
afmarkað efni, þótt víða liggi þræðir
frá einum til annars. Ef þess vegna
ætti að skilgreina þessa bók eftir
aðferðum bókmenntafræðinnar þá
lægi trúlega einna næst að tala um
hana sem safn af sögulegum smásög-
um.
Þama er annars nokkuð víða kom-
ið við, en einna eftirminnilegust og
átakamest má þó virðast frásögnin
þarna sem heitir Ballaðan um Bólu-
strákinn. Þar er okkur smátt og
smátt gefið hitt og þetta í skyn af
listrænu innsæi í vel saminni frásögn,
og loksins fáum við svo að vita að
það sem málið snýst um eru ástir
tveggja unglinga, sem komast ekki
að því fyrr en of seint að þau eru
systkini, og þá með hörmulegum
afleiðingum. Þar er á ferðinni vel
skrifuð og listræn frásögn af vand-
meðförnum atburðum.
Fleira er þarna áhugavert, svo
sem frásögnin Óskasteinn, þar sem
vel er til skila haldið heldur frum-
stæðum mannlýsingum tveggja at-
hafnamanna í plássinu. Ástin og
dauðinn eru líka viðfangsefnið í
þætti sem þarna er og heitir Synda-
fall. Hann sýnir að holdlegar freist-
ingar hafa ekki legið langt undan á
liðinni tíð í Færeyjum, frekar en
endranær og annars staðar. Þá má
ekki heldur gleyma þarna loka-
kaflanum sem heitir Glíman við
brunadæluna og er sá hluti bókarinn-
ar þar sem gamansemin nær hvað
ákveðnast yfirhöndinni.
Það liggur vitaskuld ákaflega beint
við að gera ráð fyrir að í þessari bók
William Heinesen ríthöfundur.
styðjist Heinesen meira og minna
við raunverulega atburði, en hér á
landi rennum við þó að sjáifsögðu
blint í sjóinn með það að hve miklu
leyti hann hefur breytt þeim yfir í
skáldskap í bókinni. Hins vegar fer
ekki á milli mála að hann beitir hér
skáldgáfu sinni af listfengi til þess að
draga upp myndir af fólki og atburð-
um í Færeyjum, og í heildina verður
ekki annað sagt en að honum farist
það ákaflega vel úr hendi. Þrátt fyrir
heldur smágert ytra form sitt er þessi
bók hin fróðlegasta, og dregur les-
anda sinn raunar býsna rækilega inn
í liðna tíma í þessu nágrannalandi
okkar.
Þýðing Þorgeirs Þorgeirssonar er
sem búast má við kjarngóð og hin
læsilegasta í alla staði. Þó er að því
að gæta að hann gerir dálítið af því
að nota í ritmáli sínu frávik frá þeirri
stafsetningu sem kennd er í íslenska
skólakerfinu. Þetta er honum að
sjálfsögðu heimilt, en ekki kann ég
þó að öllu leyti að meta það.
Sjálfur hef ég alltaf litið svo á að
stafsetning væri síður en svo nokkurt
sáluhjálparmál, heldur fyrst og
fremst samkomulagsatriði manna á
milli um tæki til að koma hugsunum
sem greiðast á milli sín. Persónuleg
sérviska í stafsetningu, líkt og hér er
beitt í talsverðum mæli, verður því
að mínu viti fyrst og fremst til að
tefja fyrir skilningi og þannig eigin-
lega verri en tilgangslaus.
Þó má segja að flest af þessu sé
smávægilegt og skipti þannig ekki
miklu máli. En þó mislíkaði mér
töluvert að sjá talað um „skelvingu“
á blaðsíðu 87. Ég hélt fyrst að þetta
væri prentvilla, en rakst svo aftur á
sama rithátt á blaðsíðu 93, sem mér
þykir sýna að svo sé ekki. Ekki get
ég að vísu sagt að ég hafi orðið
„skelfingu“ lostinn út af þessu, en að
ósköp kann ég þó illa að meta svona
lagað. -esig.