Tíminn - 12.11.1987, Blaðsíða 16
16 Tíminn
Fimmtudagur 12. nóvember 1987
Börnin
kynnast
vinnunni
Bókaútgáfan Forlagið hefur
sent frá sér litmyndabókina Við
sem vinnum verkin eftir Anne
Civardi og Stephen Cartwright.
Bókin er ætluð yngstu kynslóðinni
og þar er sagt frá þeim
margvislegu störfum sem menn
sinna.
Ábókarkápusegirm.a.: „Hvað
hefur fólk fyrir stafni mest allan
daginn? Flestir fara reyndar í
vinnuna. En hvað er fólkið svo að
gera þegar það er komið í
vinnuna? Hér getur þú séð
hvernig þetta er á Borghólmi - en
það er land sem ekki er á neinu
landakorti. Þar býr samt fjöldinn
allur af skemmtilegu fólki,
borgarstjórinn Ráðhildur Hólm,
Slorgeir Flakan sem selur fisk,
Dómharður Lagalín yfirdómari,
Bílgarður Pústmann og margir
margir fleiri. Hvað æltar þú svo að
starfa þegar þú verður stór?“
Við sem vinnum verkin er 37
bls. prentuð i Englandi. Bjarni Fr.
Karlsson íslenskaði.
I/] ID OG FLEIRI
r\mjlVjUri FYRIRBÆRI
fobucid SIGRÚNELDJÁRN
Kuggur
kominn
ábók
Bókaútgáfan Forlagið hefur
sent frá sér nýja bók eftir
myndlistarkonuna og
barnabókahöfundinn Sigrúnu
Eldjárn. Nefnist hún Kuggur og
fleiri fyrirbæri og þar segir frá
drenghnokka sem m.a. hefur gert
garðinn frægan í Stundinni okkar.
Sögur Sigrúnar hafa notið
vinsælda meðal barna og í sumar
hlaut bók hennar—B 2 - verðlaun
Fræðsluráðs Reykjavíkur sem
besta frumsamda bamabókin árið
1986.
í bókinni segir frá Kuggi og
kostulegum vinum hans, Málfriði
og mömmu Málfríðar — skrýtnum
kerlingum sem ekki kalla allt
ömmu sína þegar taka skal til
hendinni, Gerólfibónda á Grísatá,
að ógleymdum Mosa - glaðlyndu
og hrekkjóttu kríli sem býr yfir
ótrúlegum hæfileikum og leysir
vanda vina sinna eins og ekkert
sé.
Kuggur og fleiri fyrirbæri er
32. bls., prýdd rúmlega fjörutiu
litmyndum eftir höfundinn.
Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði.
Ljóðskáldið
Brecht
Bókaútgáfan Forlagið hefur
sent frá sér bókina Bertolt Brecht,
Kvæði og söngvar 1917-1956.
Brecht er eitt af mestu
ljóðskáldum þessarar aldar og í
bókinni gefst íslenskum
bókmenntaunnendum i fyrsta
skipti tækifæri til að kynnast stóm
úrvali ljóða hans i búningi sextán
íslenskra þýðenda. Einungis um
þriðjungur ljóðanna hefur áður
birst á prenti.
Þorsteinn Þorsteinsson
annaðist og þýðir mikinn hluta
ljóðanna i bókinni. Auk þess ritar
hann ítarlegan inngang um
Ijóðskáldið Bertolt Brecht. Af
öðmm þýðendum má nefna
skáldin Halldór Laxness, Sigfús
Daðason, Þorgeir Þorgeirsson,
Þorstein frá Hamri og Þórarin
Eldjárn. Úrvalið hefur að geyma á
annað hundrað ljóða, þ.á m. safn
söngva úr leikritum Brechts.
Á kápubaki bókarinnar segir
m.a.: „Öll mikil kvæði hafa
heimildargildi, “ sagði Bertolt
Brecht eitt sinn. - Ljóð hans em
eftirminnilegri vitnisburður um
nútímann en flest annað í
ljóðagerð tuttugustu aldar. Þau
em öðmm þræði átakanleg saga
styrjalda, útlegðar og
stéttabaráttu. Um leið vitna þau
um djarfmannlega leit gáfaðs
listamanns og þrotlausa baráttu
fyrir mannúðlegri og betri heimi. “
Ævintýri
á sjó
Hjá bókaforlagi Máls og
menningar er komin út bók fyrir
böm með ljóði Jóhannesar úr
Kötlum, Saga af Suðurnesjum,
myndskreyttu af Ragnheiði
Gestsdóttur.
í kvæðinu segir frá dreng sem
fer út á sjó að fiska í soðið og
steypist útbyrðis. En hin unga
aílakló dmkknar ekki aldeilis
heldur skyrpir saltinu út úr sér og
heimsækir son Faraós í kóralhöll
hans neðansjávar og haUarfrúna
fögm...
Saga af Suðurnesjum var fyrst
prentuð í Ömmusögum sem
komu út árið 1933. Ragnheiður
Gestsdóttir hefur gert þrettán
klippimyndir í fullum htum við
ljóðið. Bókin er 25 bls.
Guðni Franzson klarínettleikari
Guðni Franzson klarinett-
leikari leikur með
Sinfóníuhljómsveitinni
4. áskriftartónleikar Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands verða haldnir í Háskóla-
bíói í kvöld, fimmtud. 12. nóvember. Þá
leikur Guðni Franzson klarinettleikari i
fyrsta skipti einleik með hljómsveitinni,
Klarínettkonsert nr. 2 eftir Weber. Auk
þess verður á dagskrá Vespurnar eftir
Vaughan-Williams og Sinfónía nr. 5 eftir
Tschaikovsky. Stjórnandi á tónleikunum
verður Frank Shipway. Hann stjórnaði
fyrstu tónleikunum í haust og verður nú
hér á Iandi fram í desember og mun
stjórna á fimmtu og sjöttu reglulegu
tónleikum hljómsveitarinnar.
Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 í kvöld í
Háskólabíói. Miðasala verður samdægurs
í skrifstofu hljómsveitarinnar í Gimli við
Lækjargötu og við innganginn.
Vegamái
Vegamál - fréttabréf 3. tbl. 10. árg. er
nýkomið út.
Vegamál er fréttabréf Vegagerðar
ríkisins. Það flytur fréttir af mönnum og
málefnum er varða vegagerð og er ætlað
öllum þeim sem áhuga hafa á vegamálum,
innan stofnunar og utan. Vegamál koma
út fjórum sinnum á ári. Áskrift er endur-
gjaldslaus, en sækja þarf um hana skrif-
lega og tilgreina ástæður fyrir áhuga.
Umsókn um áskrift, breytingar á heimilis-
fangi og efni í blaðið, á að senda til:
Vegagerð ríkisins c/o Viktor Ingólfsson,
Borgartúni 7, 105 Reykjavík.
Á forsíðu er mynd frá vegarlagningu í
Ljósavatnsskarði. Af efni í blaðinu má
nefna Bláskeggsá í Hvalfirði, en þar eru
sýndar gamlar og nýjar myndir af brú yfir
ána og umhverfi. Sagt er frá ráðstefnu
vegalögfræðinga, sem haldin var hér á
landi 23.-25. júní sl. og stjórnarfundi
NVF. Gamlar myndir frá vega- og brúa-
framkvæmdum eru í blaðinu, manna-
myndir vegna afmæla starfsmanna vega-
mála á íslandi og fleiri myndir. Kort er af
íslandi þar sem sýnt er hve langt er komið
að leggja bundið slitlag á vegakerfi
landsins. Ritstjóri er Viktor Ingólfsson.
Almanak Háskólans
komið út
Út er komið Almanak fyrir fsland
1988, sem Háskóli íslands gefur út. Þetta
er 152. árgangur ritsins, sem komið hefur
út samfellt síðan 1837. Dr. Þorsteinn
Sæmundsson stjarnfræðingur hjá Raun-
vísindastofnun Háskólans hefur reiknað
almanakið og búið það til prentunar.
Ritið er 96 bls. að stærð. Auk dagatals
með upplýsingum um flóð og gang himin-
tungla flytur almanakið margvíslegan
fróðleik. I heild er yfirbragð ritsins svipað
og undanfarin ár, en ýmsar töflur og
teikningar hafa verið endurskoðaðar með
hliðsjón af nýjustu upplýsingum. Af nýju
efni má nefna yfirlitstöflu sem sýnir
stærð, mannfjölda og höfuðborgir allra
sjálfstæðra ríkja í heiminum. Taflan er
sérstæð að því leyti, að tölur um stærð og
mannfjölda miðast allar við stærð íslands
og fjölda fslendinga. Þá er þama að finna
yfirlit um tímareikning á íslandi, þar sem
sjá má m.a., hvenær svonefndur sumar-
tími var í gildi.
Háskólinn annast sölu almanaksins og
dreifingu þess til bóksala. Almanakið
kemur út í 8500 eintökum, en auk þess
eru prentuð rúmlega 3000 eintök, sem
Þjóðvinafélagið gefur út sem hluta af sínu
almanaki með leyfi Háskólans.
Ný spænskukennslubók
HABLAM0S ESPAN0L
Út er komin hjá Vöku-Helgafelli ný
spænskukennslubók með sjónvarpsþátt-
unum, sem byggðir eru upp með þarfir
ferðamanna í huga.
Endursýning á þáttunum sem sýndir voru
í byrjun þessa árs hefur staðið yfir frá því
í september, en 31. okt. hófust sýningar
á nýrri þáttaröð, sem ekki hefur verð
sýnd áður.
1 nýju bókinni, Hablamos Espanol 2,
er fjallað áfram um efnið á sama hátt og
í fyrri bókinni. Bókin skiptist niður í
þrettán meginkafla.
Bækurnar fást í flestum bókaverslunum
landsins og þættina er hægt að kaupa á
myndböndum hjá Sjónvarpinu eða leigja
út á þeim bókasöfnum sem bjóða slíka
þjónustu.
Kennslubókin Hablamos Espanol 2 er
138 bis. Guðrún Halla Tuliníus
menntaskólakennari þýddi íslenska texta
bókarinnar. Langenscheidt útgáfufyrirt-
ækið annaðist gerð bókarinnar, en það
hefur sérhæft sig í útgáfu orðabóka og
efnis á sviði tungumálakennslu. Prent-
smiðjan Oddi í Reykjavík annaðist prent-
un og bókband. Bókin mun fást í öllum
bókaverslunum landsins og kostar 1448
krónur með söluskatti.
Basar Verkakvenna-
félagsins Framsóknar
Verkakvennafélagið Framsókn minnir
félagskonur sínar á basarinn, sem verður
á laugard. 14. nóv. kl. 14:00 í húsi
félagsins Skipholti 50 A. Basarnefndin
Upplýsingamiðstöð ferðamála
Upplýsingamiðstöð ferðamála hefur
aðsetur að Ingólfsstræti 5. Þar eru veittar
allar upplýsingar um ferðaþjónustu á
lslandi og það sem er á döfinni í Reykja-
vík.
Opið er mánudaga til föstudaga kl.
10:00 - 16:00, laugardaga kl. 10:00-14:00,
en lokað er á sunnudögum.
Síminn er 623045.
Fundur í Sálarrannsóknar-
félaginu í Hafnarfirði
Fundur verður haldinn í kvöld,
fimmtud. 12. nóvember, í Sálarrannsókn-
arfélaginu í Hafnarfirði í Góðtemplara-
húsinu og hefst kl. 20:30.
Dagskrá: Úlfur Ragnarsson læknirflyt-
ur erindi, Jóhanna Linnet syngur við
undirleik Guðna Þ. Guðmundssonar og
upplestur - Hulda Runólfsdóttir.
Stjórnin
Félagsvist
Húnvetningafélagsins
Spiluð verður félagsvist hjá Húnvetn-
ingafélaginu í Reykjavík á laugardag, 14.
nóv.,kl. 14:00. Spilað er í félagsheimilinu
Skeifunni 17. Þriggja daga keppni að
hefjast. Allir velkomnir.
Ný sýning i Slúnkaríki
Georg Guðni opnar sýningu í Slúnka-
ríki á ísafirði laugardaginn 14. nóvember.
Hann mun sýna þar landslagsmyndir.
Sýningin verður opin til 1. desember.
Slúnkaríki er opið fimmtudaga, föstu-
daga, laugardaga ogsunnudaga kl. 16:00-
18:00.
'% rr ■>
JÖHANNA KRISTÍN YNGVADÓTTIR
Gallerí B0RG:
Sýning Jóhónnu Kristínar
Yngvadóttur
Jóhanna Kristín Yngvadóttir heldur
sýningu á nýjum olíumálverkum í Gallerí
Borg dagana 12.-24. nóvember.
Jóhanna útskrifaðist úr Myndlista- og
handíðaskólanum árið 1976. Að því námi
loknu hélt hún til Hollands og stundaði
þar listnám í fjögur ár.
Jóhanna Kristín hlaut starfslaun á síð-
asta ári og dvaldist þá um nokkurra vikna
skeið á Grænlandi, en hluti þeirra mynda
sem hún sýnir í Gallerí Borg eru einmitt
unnar þar og í framhaldi af þeirri dvöl.
Sýningin verður opnuð í dag, fimmtu-
daginn 12. nóvember og stendur til 24.
sama mánaðar.
Rúna Gísladóttir við eitt verka sinna á sýningunni á Kjarvalsstöðum.
Kjarvalsstaðir:
Sýning Rúnu Gísladóttur
Rúna Gísladóttir opnaði einkasýningu
að Kjarvalsstöðum laugard. 7. nóv. kl.
14:00. Þetta er fyrsta einkasýning hennar,
en hún hefur tekið þátt í nokkrum
samsýningum, m.a. FlM sýningum 1981
og ’83 o.fl.
Rúna Gísladóttir er fædd í Kaup-
mannahöfn 1940. Hún lauk kennaraprófi
frá Kennaraskóla Islands 1962 og stund-
aði kennslu í Reykjavík og á Vatnsleysu-
strönd um tíu ára skeið. Hún nam síðan
málun og myndvefnað í Noregi og var við
nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands
og útskrifaðist úr málaradeild 1982.
Rúna starfar nú sem listmálari á vinnu-
stofu að Selbraut 11 á Seltjarnarnesi, þar
sem hún stundar einnig myndlistar-
kennslu í námskeiðaformi. Á sýningunni
að Kjarvalsstöðum verða málverk og
collage-myndir sem hún hefur unnið á
undanfömum árum. Sýningin er opin
daglega kl. 14:00- 22:00 til 22. nóv.