Tíminn - 12.11.1987, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.11.1987, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 12. nóvember 1987 Tíminn 3 Á síðastliðnu ári runnu um 280 milljónir af ráðstöfunarfé jöfnunarsjóðs til Reykjavíkurborgar. Þettasvarar til 25% af ráðstöfunarfé sjóðsins SsBBð Jöfnunarsjóður sveitarfélaga í brennidepli: Byggðaröskunarsjóður eða byggðajófnunarsjóður? í síðasta tölublaði Dagskrárinnar, vikublaði útgefnu á Selfossi, ritar Brynleifur H. Steingrímsson bæjarráðsmaður harðorða grein um jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Þar heldur Brynleifur því m.a. fram að þessi sjóður hafi með tímanum breyst frá því að vera byggðajöfnunarsjóður í það að vera nú einskonar byggðaröskunarsjóður. Hann bendir á þessu til stuðnings að vegna alrangra úthlutunarrcgla úr sjóðnum hafi höfuðborgarsvæðið fengið langstærstan hluta þeirrar köku sem er til skiptanna. Þarna er vísað til þess að stærstum hluta sjóðsins er úthlutað samkvæmt svokallaðri höfðatölureglu, þ.e. úthlutað er ákveðinni upphæð á íbúa sveitarfélagsins. Um þetta segir Brynleifur: „Á sl. ári greiddi sjóðurinn á íbúa 3100 kr. en það er margfaldað meðíbúatölu Reykjavíkurca 90 þús., kr279 miljónir. Framlagjöfnunarsjóðs í þrjú ár dugar borginni til þess að reisa það ráðhús, sem nú er í undirbúningi. Það þarf ekki að nefna fleiri dæmi því til staðfestingar að sjóðurinn eykur á byggðaröskun sem átt hefur sér stað í landinu og hefur til margra ára stuðlað að henni". Og í lok greinarinnar segir Bryn- leifur: „Lengi hefur Reykjavíkur- borg farið með formannshlutverk hjá Samtökum islenskra sveitarfé- laga og haft þess vegna góða aðstöðu til þess að verja hagsmuni sína. Hér er um stóra fjármuni að tefla og því eðlilegt að þéttbýlið við Faxaflóa verji af kappi feng sinn“. Hér er óneitanlega tekið nokkuð sterkt til orða og sú spurning vaknar hvort fullyrðingin eigi við rök að styðjast að forsvarsmenn sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu verji „af kappi feng sinn“, eins og komist er að orði. Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi og formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga sagði þetta alls ekki vera tilfellið. „Það skýtur eiginlega skökku við að þessi grein skuli komin frá Selfossi því að eins lengi og ég man hafa þeir fengið aukaframlag úr sjóðnum vegna lágra tekna þannig að þeim er að fullu bætt upp sú tekjuskerðing sem þeir telja sig verða fyrir á landsmæli- kvarða. Hin svokallaða verkaskipta- nefnd, sem skipuð var af fyrrv. félagsmálaráðherra til þess að gera tillögur um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, hefur skilað tillögum um framtíð jöfnunarsjóðsins og þær eru reyndar nokkuð í þeim anda sem Brynleifur er að skrifa um, þ.e. að breyta úthlutunarreglum sjóðsins þannig að minni sveitarféíög og dreifbýlið fái þar aukna hlutdeild og vigt höfðatölureglunnar verði minni en undanfarin ár. Þá er einnig gert ráð fyrir því að jöfnunarsjóðurinn fari að úthluta til sérstakra verkefna sem einkum tengjast sveitarfélögum í dreifbýli“. Tekjujöfnun Til þessa hefur jöfnunarsjóðurinn ■ verið hreinn tekjujöfnunarsjóður sveitarfélaga, m.ö.o. einn af beinum tekjustofnum sveitarfélaga. Höfða- tölufjöldi sveitarfélaga hefur fyrst og fremst ráðið þessum framlögum úr sjóðnum og í því sambandi segir Sigurgeir Sigurðsson að beri að líta á það að sveitarfélög í þéttbýli veiti sínum borgurum meiri þjónustu heldur en sveitarfélög í dreifbýli. „Nú er ég alls ekki að dæma um hvort þetta sé rétt eða rangt, en það er staðreynd engu að síður“, sagði Sigurgeir. Breytt hlutverk jöfnunarsjóðs Við staðgreiðslukerfi skatta um Miklar deilur eru nú uppi í ráðgjafanefnd sjávarútvegsráð- herra um mótun fiskveiðistefnu næstu ára og sagði Matthías Bj arnason, formaður sj ávarútvegs- nefndar neðri deildar alþingis að síðasti fundur nefndarinnar hafi verið „einna líkastur sprengingu." „Það sem Matthías á við er áskorun 32 þingmanna sem lögð var fram á fundi nefndarinnar um áramótin verður sú breyting á, að sögn Sigurgeirs að útsvör verða verð- tryggð og taka þannig sveiflum sem verða hjá gjaldendum. Hlutverk jöfnunarsjóðsins ætti þannig að breytast úr því að vera tekjujöfn- unarsjóður í að vera gjaldajöfnunar- sjóður. Hlutverk jöfnunarsjóðs Það er rétt að staldra hér örlítið við lögboðið hlutverk jöfnunarsjóðs. í lögum frá 1980 um jöfnunarsjóðinn segir í 2.grein að hlutverk hans sé að greiða úr sérstökum fjárhagsörðug- leikum sveitarfélaga samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga. Sjóðnum er og m.a. ætlað að greiða svokallað fólksfækkunarframlag til sveitarfélaga þar sem íbúum hefur fækkað verulega' af einhverjum sökum. Miðað er við að þetta fram- lag skuli nema „allt að meðalútsvari á íbúa í landinu næstliðið ár margfaldað með íbúafækkunartöl- unni“. Gert er ráð fyrir að á þessu ári verði hlutfall þessara framlaga af tekjum sjóðsins um 2.6% Sveitarfélög sem skortir tekjur til greiðslu lögboðinna eða óhjákvæmi- legra útgjalda geta sótt um svokallað aukaframlag úr sjóðnum. Einnig þau sveitarfélög sem telja sig hafa orðið fyrir fjárhagstjóni vegna t.d. breytingar á mismuni á milli suður- og norðursvæðisins í sóknar- marki,“ sagði Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri sjávarútvegsráðu- neytisins og nefndarmaður í ráð- gjafanefnd ráðherrans í samtali við Tímann um málið. Á fundi nefndarinnar í gærmorg- un virtust sumir þó vera orðnir tvístígandi um málið, því einn þeirra sem skrifaði undir áskorun- vangreidds hlutar ríkis í kostnaði við rekstur skóla. Þessi framlög námu 6% af tekjum sjóðsins á sl. ári, eða 66 millj. kr. Áætlað er að sama hlutfall verði á árinu 1987. Af þessu má sjá að í raun er einungis gert ráð fyrir að um 9% af tekjum jöfnunarsjóðs þessa árs sé veitt til þess sem menn stundum kalla að hamla gegn byggðaröskun. Tekjur jöfnunarsjóðs Lögboðnar tekjur jöfnunarsjóðs eru þrennskonar: 8% af söluskatti, 5% af verðtollstekjum ríkissjóðs og landsútsvör. Útdeilingu landsútsvars úr sjóðnum er þannig háttað að þau sveitarfélög sem hafa innan sinna marka banka, olífélög og fyrirtæki ríkisins (skv. lögum eru þetta ÁTVR, Sölunefnd varnarliðseigna, Áburðarverksmiðjan, Sementsverk- smiðjan, Síldarverksmiðjur ríkisins, Landssmiðjan, Ríkisprentsmiðjan Gutenberg og Ferðaskrifstofa ríkis- ins) fá 25% af útsvarinu óskiptu. Margir gagnrýna þennan síðasta tekjulið harkalega vegna þess ein- faldlega að smærri sveitarfélög hafa alls ekki þessi fyrirtæki og stofnanir innan sinna marka og hafa því ekki minnsta möguleika á hlutdeild í landsútsvarinu. Menn benda á að t.d. höfuðborgarsvæðið með alla ina var síðan á öndverðri skoðun eftir ræðu andstæðings hennar, án þess þó að vilja taka nafn sitt af listanum. Breytingarnar sem áskorunin vísar til, kemur illa við Norðlend- inga og þó einkum Vestfirðinga, og það eru því aðallega menn úr þeirra röðum sem eru andvígir þeim. -SOL sína banka og olíufélög hljóti að njóta góðs af þessu ákvæði. Undanfarin ár hafa tekjur jöfnu- narsjóðsins rýrnað hlutfallslega ár frá ári og nema nú einungis um 2.2% af niðurstöðutölu fjárlaga. Árið 1983 var þessi tala 3% og árið 1981 3.2%. Reiknað er með 3-400 millj. kr skerðingu á þessu ári. Jón Baldvin lofar bót í fjárlagaræðu sinni á dögunum vék fjármálaráðherra m.a. að jöfn- unarsjóðnum. Hann sagði að til þess að greiða fyrir verkefnatilfærslu milli ríkis- og sveitarfélaga væri miðað við að til sjóðsins rynnu 1.485 mkr á næsta ári. Hann sagði það vera um 350 millj. kr hærri tekjur en ef um skerðingu væri að ræða eins og í ár. Þessi upphæð skiptist þannig að 250 millj. kr væri bein hækkun á tekjum sjóðsins en 100 millj. kr væri ætlað til sérstakrar deildar sjóðsins og varið til jöfnunar milli sveitarfélaga. í ræðu Jóns Baldvins kom og fram að tekjustofnalög sjóðsins þyrfti að endurskoða vegna brcytilegra tekna hans af aðflutningsgjöldum og sölu- gjaldi. í þessu sambandi upplýsti ráðherra að Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefði viðrað þá hugmynd að efla einskonar viðlag- adeild í sjóðnum umfram þær 100 milljónir sem áður er getið um. Endurskoðun sjóðslaga Endurskoðun á lögum jöfnunar- sjóðs hafa lengi verið á döfinni. Sigurgeir Sigurðsson formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga sagði sveitarstjórnarmenn hafa ályktað um þetta síðustu 20 ár. Nefnd sem Þorsteinn Pálsson fyrrv. fjármálar- áðherra skipaði á sl. ári til þess að gera tillögur um breytingar á fjár- hagslegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga, skilaði ýtarlegri grein- argerð þar sem m.a. er komið inn á málefni jöfnunarsjóðsins. Þessar til- lögur verða eflaust lagðar til grund- vallar við endurskoðun laga um sjóðinn, auk álitsgerðar frá nefnd sem félagsmálaráðherra skipaði ný- verið til að vinna að breytingum á lögum um sjóðinn. En hvenær er þá nýrra laga að vænta um jöfnunarsjóð sveitarfé- laga? Ógjörningur er að spá um það á þessu stigi málsins en líklegt má telja að menn hraði nefndarvinnu þannig að ný lög kunni að fæðast áður en mjög langt um líður. óþh Ráögjafanefnd um fiskveiöistefnuna: Fundur nefndarinnar sprengingu líkastur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.