Tíminn - 19.12.1987, Qupperneq 6
6 Tíminn
Laugardagur 19. desember 1987
Maðurinn og skáldið
Steinn Steinarr
Líksöngur með
almesta móti
Mjög mikið hefur verið að gera
hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur
síðustu tvær vikur og ekki sér fyrir
endann á þessum miklu önnum
fyrr en að þessu ári liðnu. Margir
prestarnir hafa haft ærinn starfa og
eru þeir vinsælustu ofsetnir og
farnir að vísa á aðra presta til að
sinna verkunum. f>ó er það svo að
mest hlýtur að mæða á starfsmönn-
um kirkjugarðanna þegar slíkar
annir eru að ganga yfir, „þar sem
endastöð allra er þar,“ eins og einn
starfsmaðurinn orðaði það.
Að sögn Ásbjörns Björnssonar
forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkur
virðast jarðarfarir sæta nokkrum
sveiflum og nú stendur ein slík yfir.
Pað sem auk þess bættist við núna
er að yfir hátíðirnar falla fáeinir
dagar úr, eins og t.d. aðfangadagur
og gamlársdagur að mestu leyti.
Tíminn ræddi einnig við útfara-
stjórann, Einar Jónsson, og tók
hann undir það sem Ásbjörn hafði
sagt. Sagði Einar að nú væru
miklar annir og allt upp í að vera
sjö jarðarfarir á dag. Það væri
reyndar meira en starfsmennirnir
geta annast með góðu móti, enda
alltaf talsvert um kistulagningar að
auki. Nýlega hafi reyndar bæst
góður liðsauki þar sem væri ein
kona og hafi það þegar komið vel
út. Núna eru starfsmennirnir sjö
talsins og reynir mikið á hvern og
einn.
Hjá kirkjuverði Dómkirkjunnar
í Reykjavík, kom fram að það væri
svo einkennilegt hvað haustið hef-
ur verið milt og lítið um andlát.
Það hafi síðan dunið á mikið af
jarðarförum síðan í síðustu viku
og ckkert lát virðist ætla að verða
á því, þvf miður. Annar prestanna
við sömu kirkju hefur ítrekað þurft
að vísa fólki á nágrannapresta
vegna mikilla anna, en hann hefur
verið með eftirsóttustu prestum til
þessara verka um langt árabil.
Hefur Tíminn fyrir því áreiðanleg-
ar heimildir að einnig hafi verið
mikið að gera hjá öðrum prestum
í þéttbýli, en samt sé það svo að
meira sé leitað til sumra þeirra og
hafi það lengi verið þannig. Er nú
talið að umsetnustu „líksöngs-
prestar" í Reykjavík séu þeir sr.
Þórir Stephensen við Dómkirkj-
una, sr. Árni Bergur Sigurbjörns-
son við Áskirkju og sr. Sigurður
Haukur Guðjónsson við Lang-
holtskirkju. KB
Þetta er heiti bókar sem listaskáld-
ið Sigfús Daðason hefur skrifað um
skáldbróður sinn Stein Steinarr og
bókaútgáfan Reykholt hefur gefið
út.
Steinn Steinarr nýtur sérstöðu
meðal íslenskra ljóðskálda. Ólíkt
ýmsum öðrum orti hann fyrst og
fremst af innri þörf en ekki til að
þóknast fjöldanum. En um leið tókst
honum að verða skáld fjöldans í
ríkari mæli en nokkur annar. Steinn
Steinarr var skáld hvers manns.
Hann er enn skáld hvers manns.
í bókinni er efni af ýmsum toga
sem ætla má að varpi Ijósi á manninn
og skáldið. Helstu þættir í ævi hans
eru raktir, birtar heimildir um hann
og skáldskap hans. í bókinni er úrval
texta eftir Stein, bæði í bundnu máli
og lausu, og hefur sumt ekki komið
á prent fyrr. Þá hefur tekist að afla
nokkurs magns ljósmynda af skáld-
inu frá ýmsum skeiðum ævi hans.
Teikning og hönnun kápu var gerð
af Bjarna Jónssyni, listmálara.
Prenthúsið annaðist setningu, prent-
un og bókband. Búðarverð bók-
arinnar er kr. 2.150.
RÆDA Á TÁKNMÁLI
í BORGARSTJÓRN
Félag raftækjasala beinir orðum sínum til Alþingis:
Frímerki
1988
Póst- og símamálastofnunin hefur
nú tekið ákvörðun um hvaða íslend-
ingar skuli prýða fyrstu frímerki
ársins 1988, sem koma væntanlega
út í febrúar næstkomandi. Verða
það skáldin Davíð Stefánsson og
Steinn Steinarr sem koma á frí-
merkjum í flokknum „Merkir ís-
lendingar."
Evrópufrímerki í tveimur verð-
gildum munu koma út í maí og verða
þau hclguð flutninga- og samskipta-
tækni. Einnig munu koma út tvö
blóma- og fuglafrímerki.
í tilefni Olympíuleikanna í Seoul
í Suður-Kóreu á hausti komanda
hefur Póstur og sími tekið ákvörðun
um að gefa út frímerki með mynd-
efni úr handknattleik. Vcrður það
mikill fengur fyrir handknattleiks-
og frímcrkjaunnendur að fá slíka
gripi í safnið.
„Heilbrigði fyrir alla“ verður til-
einkun á frímerki, en þctta eru
einmitt einkunnarorð Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunarinnar 1988. Á
Degi frímerkisins kemur út smáörk,
jólafrímerkin verða í tvcimur verð-
gildum og er það Kjartan Guðjóns-
son sem teiknar þau að þessu sinni
og loks er í undirbúningi að gefa út
í hefti frímcrki með landvættunum,
með breyttu verðgildi. Ekki fleiri
frímerkjafréttir að sinni.
- SÓL
Siglufjörður:
Elliheimili á Siglufirði
að verða fokhelt
Fréltaritari Tímans í Fljótum örn Þórarins-
son:
Undanfarnar vikur hefur verið
unnið af fullum krafti við síðari
áfanga elliheimilisins á Siglufirði,
en fyrri áfangi þess var tekinn í
notkun síðastliðið vor.
Ráðgert er að uppsteypu hússins
ljúki nú fyrir jólin og þá verður
eftir að reisa austur og vesturhlið-
arnar á efstu hæðinni en þær verða
úr timbureiningum. Vonir standa
til að húsið verði tekið að fullu í
notkun árið 1989.
Byrjað var á elliheimilinu árið
1984. Það verður um 2600 fermetr-
ar að stærð á þremur hæðum. í því
verður pláss fyrir 36 vistmenn.
Nokkrir eru þegar fluttir í þann
áfanga sem lokið er við. Mikill
áhugi hefur verið fyrir byggingu
elliheimilisins á Siglufirði og hafa
fjölmargir einstaklingar og fyrir-
tæki lagt þessu máli lið á ýmsan
hátt, meðal annars gáfu Síldar-
verksmiðjur ríkisins lóðirnar sem
húsið er byggt á.
Elliheimilið á Sigluflrði, síðari áfangi í byggingu.
Tímamynd ÖÞ
VERIÐ AÐ BÆTA TOLLI
ÁINNFLUTT RAFTÆKI
Félag raftækjasala hefur skrifað
fjárhags- og viðskiptanefndum Al-
þingis bréf, þar sem bent er á, að
með nýjum tolla-, vörugjalds- og
söluskattslögum, sé vcrið að búa til
aukalegan toll á innflutt raftæki.
„Við getum alls ekki sætt okkur
við að þetta þýði að verið sé að jafna
út gjöldum og álögum. Á sama tíma
eru aðrar glys- og glingurvörur tekn-
ar úr 80% tolli og 30% vörugjaldi og
settar í 0% toll og 0% vörugjald.
140-155% tolla- og vörugjaldsálögur
eru strikaðar út og engar álögur
settar á þessar vörur á meðan raftæki
eru hækkuð og álögur á þau auknar“
segir í bréfi raftækjasalanna.
Þeir benda á að vörugjaldið hafi á
sínum tíma verið sett á til að geta
lagt innflutningsgjöld á EFTA vörur
og þá á þeim forsendum að þetta
gjald yrði einnig lagt á innlenda
framleiðslu.
Sem dæmi um vörur sem lækkaðar
eru úr háum tollum og vörugjaldi og
settar í 0% álögur, nefnir félagið t.d.
varaliti, kveikjaragas, legghlífar,
sólhlífar, skrautvörur, bjöllur,
myndbandsleiktæki og duftpúða.
„Okkur raftækjasölum fínnst nú
að leggja hefði mátt 10, 15, 20 eða
30% toll á þessar vörur eins og
raftækji til heimilanna sem öll eru
með 15 og 30% toll auk hins rangláta
vörugjalds" segir f bréfinu.
Að lokum segja raftækjasalarnir
að þeim finnist tillögurnar ekki fag-
lega unnar og því ætti ekki að
samþykkja frumvarpið um vörugjald
og tollskrá óbreytt.
- SÓL
Fyrsta ræða sem fram fór á tákn-
máli í borgarstjórn var flutt á fundi
hennar í gær. Það var Vilhjámur
Vilhjálmsson varaborgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokks sem flutti ræðuna,
en hann er heyrnarlaus. Árni Sigfús-
son endurflutti ræðuna á mæltu máli.
Vilhjálmur flutti framsögu með
tillögu borgarfulltrúa sjálfstæðis-
manna um kaup á textasímum fyrir
heyrnarlausa til notkunar á þjón-
ustustofnunum Reykjavíkurborgar.
Tillagan var samþykkt samhljóða og
verður 120 þúsund krónum varið til
þessara tækjakaupa.
Tækin verða sett upp hjá Slökkvi-
liði Reykjavíkur, neyðarvakt lækna,
læknavakt, tannlæknavakt, nætur og
helgidagavörslu borgarstofnana, bil-
anavakt Rafmagnsveitu og síma-
þjónustu borgarskrifstofa.
- HM
Tölvuráðgjöf
og hlutleysi
Andi sf. Tölvuþjónusta er nýtt
fyrirtæki á sviði þjónustu, ráðgjafar
og verslunar og er yfirskrift þess
hlutlaus tölvuráðgjöf. Markmið þess
er fyrst og fremst að aðstoða smærri
fyrirtæki við tölvuvæðingu. Eigend-
ur Anda sf. eru Angela Rowney og
Halldór Gunnarsson en þau eru
bæði kunnir kerfisfræðingar og hafa
langa reynslu og fjölþætta notenda-
þjónustu. Eru þau að sögn gagn-
kunnug tölvumarkaðinum hér heima
og erlendis.
Benda eigendurnir á að flest stór
fyrirtæki hafi tölvudeildir á sínum
snærum til að sjá um tölvuvæðinguna
og aðstoða notendur. Þessa aðstöðu
hafi smærri fyrirtæki ekki og verði
því oftast að notast við ráðleggingar
sölumanna einstakra tölvufyrir-
tækja.
Andi sf. býður upp á aðstoð við
val á hentugasta tölvu- og hugbún-
aði, val á námskeiðum eftir þörfum
notenda, einkanámskeið sem sniðin
eru að sérþörfum notenda, aðstoð
við uppsetningu á tölvu- og hugbún-
aði og forritun.
Þá býður Andi sf. þjónustusamn-
inga, þar sem veitt er símaaðstoð ef
vandamál koma upp og einnig að
starfsmenn Anda sf. koma á staðinn.
í verslun Anda sf. á Hverfisgötu
105 í Reykjavík eru seldar hverskyns
þjónustuvörur fyrir tölvur og mikið
magn af hugbúnaði. Andi sf. flytur
einnig inn ýmsar tölvuvörur sem
ekki fást nema þar. KB