Tíminn - 19.12.1987, Side 7
Laugardagur 19. desember 1987
Tíminn 7
GrcintdgartxSk u«t ídcwto fugb
fstek nátttíra iU
Porstóinn Einaisson
Úr hinni nýju verslun
Nýtt verslunarhús
byggt á 12 vikum
Fréttarítari Tímans f Fljótum: Öm Þóraríns*
son:
Það telst alla jafna ekki fréttnæmt
þótt bókaverslanir flytji í nýtt
húsnæði. Þó hlýtur bókabúð Brynj-
ars Pálssonar á Sauðárkróki að
teljast til undantekninga en hún
opnaði fyrir skömmu í nýjum og
glæsilegum húsakynnum sem reist
höfðu verið á ótrúlega skömmum
tíma. Frá því fyrsta skóflustungan
að húsinu var tekin og þar til
verslunin opnaði í því, liðu aðeins
13 vikur. Aðalverktaki var Bygg-
ingarfélagið Hlynur á Sauðárkróki.
Nýja verslunin sem er 270 fer-
metrar að stærð cr að Suðurgötu 1
á Sauðárkróki. Hún er aðeins hluti
af stórhýsi sem þar er nú í byggingu
og í mun verða lögreglustöð og
sýslumannsembætti Skagafjarðar-
sýslu.
Að sögn Brynjars Pálssonar bók-
sala stóðust allar áætlanir við bygg-
ingu verslunarinnar fullkomlega og
lauk hann miklu lofsorði á framist-
öðu verktakans við þessa
framkvæmd. Þá vildiBrynjarkoma
á framfæri sérstöku þakklæti til
þeirra fjölmörgu sem sendu blóm
og heillaóskir á opnunardagipn, sá
dagur yrði honum áreiðanlega óg-
leymanlegur.
Fyrsta íslenska
fuglahandbókin
Fyrsta greiningarbók um íslenska
fugla er nú komin út hjá Erni og
örlygi hf. og standa margir góðir
menn að baki þessari vönduðu út-
gáfu. Höfundur er Porsteinn Einars-
son. Hún er í þægilegu broti fyrir þá
sem hafa vilja hana með sér út í
náttúruna, enda kemur hún út f
ritröðinni Islensk náttúra. Oft hafa
verið gefnar út fuglabækur og er það
vel, en að athuguðu máli er þessi sú
sem virðist komast næst því að
kallast greiningarbók. Hún er sett
upp með það fyrir augum að hand-
hafinn geti í fljótu bragði skorið úr
um það hvaða fugla hann hefur séð
og jafnframt lesið ítarlegan og um
leið aðgengilegan texta um ættir,
einkenni og lifnaðarhætti. Helstu
einkennin eru dregin fram á einfald-
an hátt í máli og myndum.
Það sem er nýjast í gerð þessarar
bókar er að á smækkuðum myndum
til hliðar við aðalmyndir af hverjum
fugli, eru tölusettar örvar sem vísa á
hnitmiðaðan skýringartexta. í meg-
inmálstexta er auk sjálfra fuglalýs-
inganna lýst búsvæði fuglanna,
varpi, rödd og sérstæðum lifnaðar-
háttum. Á teikningum eru auk þess
sýnd einkenni fugla, sem duiist geta
á ljósmyndum, t.d. mynstur í væng
og stéli.
Þá er margt að finna í bókinni sem
vafalaust má telja til tímamóta í
Skáksamband (slands
sendir frá sér bók:
Skákstríð
viðPersaflóa
Skáksantband íslands hefur
gefið út bókina „Skákstríð við
Persaflóa" eftir Jón L. Árnason
stórmeistara. Bók þcssi greinir
frá Ólympíumótinu í skák scm
fram fór í Dubai fyrir rúmu ári
síðan, aðdraganda mótsins og
undirbúningi íslenska Ólympíu-
liðsins.
Síðari hluti bókarinnar greinir
frá keppninni sjálfri, þar sem
atburðarásinni er lýst frá umferð
til umfcrðar. Greint er frá undir-
búningi og hernaðaráætlun hverr-
ar viðureignar. Liðsstjóri og
þjálfari Ólympíuliðsins, Kristján
Guðmundsson ritar um þennan
þátt enda öllum hnútum kunnast-
ur. Fjöldi skáka er birtur og skýra
keppcndur sínar skákir sjálfir.
Á baksíðu bókarinnar segir að
með útgáfu bókarinnar vilji for-
ráðamenn Skáksambands (slands
gera stórmerkum atburði í ís-
lenskri skáksögu verðug skil.
gerð slíkra bóka. Aftast eru t.d.
fuglanöfn á tungum nágrannaþjóð-
anna, yfirlitskort af helstu fugla-
björgum landsins ásamt tegunda-
samsetningu þeirra, umfjöllun um
fuglafriðun og margt fleira.
Alls sáu 37 aðilar um ljósmyndun
í bókina og teikningar á skýringar-
myndum. Fjöldi manns hefur auk
þess lagt gjörva hönd á útgáfu bóka-
rinnar og er útkoman eftir því. KB
Fyrsta bókin í athyglisverðri ritröð um íslenska iðnaðarmenn:
Iðnaðarmaðurinn er heiti á nýút-
kominni bók, sem Iðnskólaútgáfan
gefur út. Þetta er viðtalsbók þar sem
6 þekktir iðnaðarmenn rifja upp
ýmislegt sem á þeirra daga hefur
drifið í starfi. Þeir sem segja frá eru:
Bjarni Einarsson, skipasmíðameist-
ari, einn af stofnendum Skipasmíða-
stöðvar Njarðvíkur h.f., Björgvin
Frederiksen, vélsmíðameistari í
Reykjavík, Gísli Ólafsson, bakara-
meistari í Reykjavík, Guðgeir
Jónsson, bókbindari í Reykjavík,
sem lést síðastliðið sumar, Jón
Björnsson, húsgagnameistari og
byssusmiður á Dalvík og Sigurgestur
Guðjónsson bifvélavirkjameistari í
Reykjavík.
Með þessari bók er hleypt af
stokkunum ritröð um íslenska iðn-
aðarmenn, en til þessa hefur verið
áberandi eyða í þeim hluta atvinnu-
sögu íslands sem snýr að iðnaðinum.
I formála bókarinnar kemur fram
að ritnefnd, skipuð þeim Atla Rafni
Kristjánssyni framkvæmdastjóra
Iðnskólaútgáfunnar, Jóni Böðvars-
syni, ritsjóra Iðnsögu íslendinga og
Sigurði Kristinssyni, fyrrverandi
forseta Landssambands íslenskra
§
■■f ?
iðnaðarmanna, ritaði bréf til helstu
stéttarfélaga iðnaðarmanna og ósk-
aði eftir tillögum um viðmælendur.
Að því búnu var tekinn saman.listi
yfir 60 menn, konur og karla, en úr
honum voru síðan valin 6-7 nöfn.
„En frá því efnisöflun hófst hafa mál
skipast að ýmsu leyti á annan veg en
til stóð. Til dæmis reyndist hvorki
unnt að fá konu né iðnrekanda til
viðtals að þessu sinni“, segir síðan í
formálanum.
Það kom fram á fundi með frétta-
mönnum, sem efnt var til í tilefni
útkomu bókarinnar, að í henni væri
samankominn ýmiss athyglisverður
fróðleikur um atvinnulíf á fyrstu
áratugum þessarar aldar. Bjarni Ein-
arsson, einn viðmælenda í bókinni,
sagði m.a. að ritröð um íslenska
iðnaðarmenn væri mjög þarft verk,
ekki síst vegna þess að einmitt nú
væru að hverfa af sjónarsviðinu þeir
menn sem staðið hefðu í eldlínu
þessa atvinnuvegar á fyrri hluta
þessarar aldar. óþh
Jón Björnsson húsgagnameistari og
byssusmiður ó Dalvík.
Hafsjór fróðleiks
um upphaf iðnaðar