Tíminn - 21.01.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.01.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 21. janúar 19S8 UTVARP Rótfer í loftið á FM106,8: Borgara flokkur er þátt Frá fundi fslendinga og Færeyinga sem fram fór í gær, þar sem Færeyingar fóru fram á rýmri veiðiheimildir í íslenskri fiskveiðilögsögu. Tímamynd: Pjetur Vegna slæms ástands fiskistofna við Færeyjar: Beiðni Færeyinga um meiri veiði íhuguð Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, og Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra, áttu í gær rúmlega þriggja klukkustunda langan fund með Atla Dam, lögmanni Færeyinga, þar sem umræðuefnið var veiðiheimildir Færeyinga í íslenskri landhelgi. Færeyingar fengu árið 1976 heim- ild til að veiða 17.000 tonn af fiski í íslenskri lögsögu, en árið 1984 var tekin ákvörðun um, með tilliti til lélegs ástands fiskistofna, að minnka þessa heimild niður í 8.500 tonn. í þeim samningi stóð ennfremur að viðræður yrðu teknar upp að nýju milli þjóðanna, þegar að ástand fiskistofnanna yrði betra. Færeying- ar óskuðu eftir þessum fundi nú, þar sem ástand fiskistofna við Færeyjar er nú óvenju slæmt. Að sögn Halldórs Ásgrímssonar, er sérstaða Færeyinga í þessu máli alger og ekki verður krafist neins af þeim á móti. Auk Halldórs og Steingríms, sátu fundinn af hálfu íslands þeir Árni Kolbeinsson, Hermann Svein- björnsson og Kjartan Júlíusson, frá sjávarútvegsráðuneytinu og Helgi Ágústsson og Guðmundur Eiríks- son, frá utanríkisráðuneytinu. Af Færeyinga hálfu sátu fundinn, auk Atla Dam, þeir Árni Ólafsson og Kjartan Höjdal. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort Færeyingum verði veitt þessi heimild, en beiðni þeirra verð- ur íhuguð á næstu dögum. -SÓL takandi Útvarpsstöðin Rót hefur útsend- ingar á FM 106,8 kl. 13.00 á sunnu- dag, með því að Sveinbjörn Beint- einsson allsherjargoði kveðurrímur. Upp frá því verða rímur hans nýttar sem stef útvarpsstöðvarinnar. Of langt mál yrði að telja hér upp hverjir eða hvaða samtök munu sjá um þætti í útvarpi Rót, en það vekur athygli að auk þeirra stjórnmála- flokka, sem eru hluthafar í útvarp- inu; þ.e. Kvennalisti, Alþýðubanda- lag og Flokkur mannsins; sjá Banda- lag jafnaðarmanna, Samband ungra jafnaðarmanna og Borgaraflokkur um þætti. Borgaraflokkur sendir út annan hvern miðvikudag kl. 21:00. Hlutafé Rótar er hálf fjórða mill- jón og er ennþá óselt fyrir 500 þúsund. Hámarkshluti, sem heimilt er að einstaklingur eða samtök kaupi, eru 4%. Dagskrá Rótar endar dag hvern á draugasögu. þj Kærö árás og kynferöisleg misbeiting: Málið í rannsókn Engar frekari upplýsingar var að fá hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins um kærumál Dana á hendur tveimur íslendingum, sem er gert að sök að hafa ráðist á hann og misbeitt kynferðislega. íslendingunum tveimur var sleppt að yfirheyrslum loknum. Málið er í rannsókn og ekki vildi RLR segja hvort kæran hafi verið á rökum reist eða ekki. þj Kaupmenn óhressir með krata- ráðherra Félag matvörukaupmanna hefur harðlega mótmælt ásökunum, sem birst hafa að undanförnu í fjölmiðl- um í garð matvörukaupmanna vegna söluskattsbreytinga. í fréttatilkynn- ingu frá Félagi matvörukaupmanna, eru ummæli fjármála- og viðskipta- ráðherra um kaupmenn sérstaklega átalin og þeim vísað á bug. Tekið er fram að félagið telji það mjög alvar- legt ef ráðamenn þjóðarinnar ásaki „starfsstétt um óheiðarleika í því skyni að frýja sjálfan sig sök,“ eins og segir orðrétt í fréttatilkynningu matvörukaupmanna. í lok hennar segir að matvörukaupmenn hafi brugðist við söluskattsbreytingum „af fullum heiðarleika á þeim stutta fyrirvara, sem fjármálaráðherra veitti." óþh Akranes: Stillholt gjaldþrota Veitingastaðurinn Stillholt á Akranesi lokaði um miðjan síðasta sunnudag og lítur ekki út fyrir að hann opni aftur á næstunni. Eig- endurnir hafa nefnilega óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Sigurvin Gunnarsson, annar tveggja eigenda veitingastaðarins, sagði í samtali við Tímann, að það hefði orðið samkomulag milli eig- endanna að tala sem minnst um þetta mál. „Þetta var eina lausnin sem við sáum. Við áttum við mikla rekstr- arörðugleika að stríða og við lok- uðum á sunnudaginn. Ég vil ekki segja neitt meira um málið að þessu sinni,“ sagði Sigurvin. íbúar Akraness og nágrennis þurfa því að fara annað, vilji þeir fá sér í gogginn á næstunni. - SÓL Veitingastaðurinn Stillholt á Akranesi, sem eigendur hafa óskað eftir að verði tckin til gjaldþrota- Skipta. Tímamynd: Ó.A.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.