Tíminn - 21.01.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.01.1988, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 21. janúar 1988 Tfminn 7 Alltaf er nóg af tilkynningum um fljúgandi furðuhluti: Máfurinn var eins og hringsólandi stjarna Árið 1987 var viðburðasnautt ár fyrir áhugamenn um fljúgandi furðuhluti. Aðeins var tilkynnt um örfáar slíkar sýnir, og Þorsteini Sæmundssyni, prófessor, tókst að útskýra þá flesta. Mynd þessi var tekin ■ Bandaríkjunum og telja menn að hvíti, hringlaga flöturinn, sem örin bendir á, geti verið fljúgandi furðuhlutur. „Tilkynningar um fljúgandi furðu- hluti koma í bylgjum, þetta er eins og tískufyrirbrigði. Eitt árið koma hundrað tilkynningar, það næsta 5- 6. Annars fer þetta mest eftir veðri. Hér á landi er það mjög áberandi þegar að heiðskírt er, þá fara menn að sjá ýmsa hluti. Þá líta menn mikið til himins og sjá stjörnurnar og finnst þær óvenjulegar," sagði Þorsteinn Sæmundsson, prófessor, í samtali við Tímann, en fólk hringir gjarnan í hann þegar það sér, eða þykist sjá fljúgandi furðuhluti. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að gera átak í að auka framleiðni í atvinnulífinu á þessu og næsta ári. Friðrik Sophusson, iðnaðarráð- herra, hefur í því skyni skipað sérstaka verkefnisstjórn, sem ætlað er að stjórna og bera ábyrgð á framkvæmd verkefnisins. í verk- efnastjórninni sitja tveir fulltrúar frá ASÍ, Kristín Hjálmarsson og Bene- dikt Davíðsson og tveir fulltrúar frá VSÍ, Ágúst Elíasson og Ólafur Dav- íðsson. Formaður verkefnastjórnar er Páll Kr. Pálsson, forstjóri Iðn- tæknistofnunar íslands. Til þessa verkefnis hefur verið ákveðið að veita um 3.5 milljónum króna, og gert er ráð fyrir að í tengslum við verkefnið verði aflað jafnmikilla sértekna. í frétt frá Iðnaðarráðuneytinu seg- ir að á tímum vaxandi samkeppni á alþjóðamarkaði, sé mikilvægt að auka framleiðni í íslensku atvinnu- Byggðastofnun gefur út rit um: Fríiðnað á Suðurnesjum Byggðastofnun hefur nýverið gef- ið út ritið Fríiðnaðarsvæði á Suður- nesjum. Þetta rit er að mestu sam- hljóða skýrslu, sem unnin var árið 1986 fyrir forsætisráðuneytið, en í þingsályktun frá árinu 1984 var ósk- að eftir athugun á hagkvæmni fríiðn- aðarsvæða hér á landi, Ritið tekur til atvinnuástands og atvinnuhorfa á Suðurnesjum. Einnig er lýst ýmiskonar fríiðnaðarsvæðum erlendis og leitast við að meta að- stóðu íslands í samkeppni um er- lenda fjárfestingu. í lok ritsins eru kynntar tillögur um hugsanlegt skipulag fríiðnaðarsvæðis á Suður- nesjum. í frétt frá Byggðastofnun segir að nýútkomið rit sé framlag stofnunar- innar til umræðu um þróun atvinnu- mála á Suðurnesjum, en einnig inn- legg í umræðu um það hvernig heppilegast sé að auka aðild útlend- inga að atvinnurekstri hérlendis og gera tengsl hagkerfisins við erlenda markaði nánari. óþh Þorsteinn sagði það mjög mismun- andi hvað það væri sem fólk sæi. „Þetta geta verið bílljós, bæjar- ljós, ljós á skipi, gervitungl, loft- steinar eða flugvélar. Oft eru þetta líka reikistjörnurnar, sem fólk sér frá óvenjulegu horni. Reikistjarna sem er lágt á lofti, getur virst sem ljós í fjarska. Svo geta venjuleg ljós villt um fyrir fólki, því að þau geta virst koma ofan af himni vegna sérkennilegs ljósbrots. Það eru til sláandi dæmi um slíkt“ sagði Þor- steinn. lífi. Ennfremur segir að reynslan hafi sýnt, að þar sem framleiðni atvinnulífsins sé mest, hafi kaup- máttur og lífskjör vaxið einna mest. óþh Hann sagði miklar rannsóknir oft liggja að baki útskýringu á sumum fyrirbærunum. Þá þarf að fara yfir stöðu stjarnanna, möguleikum á gervitunglum, lofsteinum, skipa- ferðum, flugvélaferðum, ljósbrotum og guð má vita hvað í viðbót. „Ég sá einu sinni sjálfur ljós, sem ég átti erfitt með að átta mig á. En mér tókst þó á endanum, eftir mikla leit, að finna út hvað væri á ferðinni. Þá höfðu einhverjir piltar sent upp loftbelg með ljósi neðan f og hann barst yfir bæinn og villti um fyrir mér. í annað skipti var um fugl að ræða. Fugl sem svífur yfir bæinn að næturþeli, t.d. máfur, getur litið út eins og stjarna sem er að hringsóla yfir bænum. Ef ég hefði ekki haft öflugan sjónauka, þá hefði ég ef til vill aldrei vitað hvað var á ferðinni," sagði Þorsteinn. Hann sagði að það hefði ekki verið mikið um tilkynningar upp á síðkastið, en þess væri ef til vill ekki langt að bíða að þær færu að koma. „Þetta er ekkert til að gera gys að. Það er ýmislegt á ferðinni sem oft er erfitt að skýra út, t.d. hnatteldingar. Það hefur komið fyrir að tekist hefur að sýna að þær hafi komið fyrir hér á landi. Það var t.d. kona hér niður í bæ sem sá slíka, það var ekki vafi, miðað við lýsingu hennar. Hnatteld- ing er hnöttur sem svífur um og gerir hundakúnstir og springur stundum í lokin. Þetta er eitthvert rafmagnsfyr- irbæri með töluverða orku. En þetta er mjög sjaldgæft. Ég veit ekki til þess að nokkur maður á íslandi hafi séð einhverjar verur. Fólk hefur séð loftsteina fara um himinhvolfið, og jafnvel séð glugga á hliðinni á þeim, en ljósbrot geta villt ótrúlega um,“ sagði Þor- steinn. Á síðasta ári var Þorsteini tilkynnt um nokkur tilfelli, en hann er nokk- uð viss um að hann hafi skýrt þau öll út. „En ef fólk sér eitthvað sem það kann ekki skýringu á, þá er best að fletta upp í almanaki, athuga hnatt- stöðu og þess háttar, en það er sjálfsagt að tilkynna þetta. Ég tek því vel ef fólk lætur mig vita,“ sagði Þorsteinn að lokum, en hægt er að ná í hann í síma 694300 á hverjum degi. -SÓL Frá Borgarskipulagi Reykjavíkur Tillaga að deiliskipulagí norðan Fossagötu á Tívolílóð er hér með kynnt skv. gr. 4.4. og 4..4.1. skipulagsreglugerðar 1985. Uppdráttur og greinargerð verða almenningi til sýnis frá og með 21. janúar 1988 til 18. febrúar 1988 hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, frá kl. 8.20 til 16.00 alla virka daga. Skriflegar athugasemdir sendist til Borgarskipu- lags Reykjavíkur fyrir þann 18. febrúar 1988. Evrópu ráðssty rki r Evrópuráðið veitir fólki sem starfar á ýmsum sviðum félagsmála styrki til kynnisdvalar í aðildar- ríkjum ráðsins á árinu 1989. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást í félags- málaráðuneytinu, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Umsóknarfrestur er til 18. febrúar n.k. Félagsmálaráðuneytið, 18. janúar 1988 Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Fyrirsæta Fyrirsætu vantar að myndlistar- deild Fjölbrautaskólans í Breið- holti. Dag- og kvöldtímar. FJöLBRAUTASKáUNN Upplýsingar á skrifstofu skólans, BREtOHOLTi sími 75600. Laus staða hjá biskupsstofu Starf skrifstofustjóra hjá biskupsstofu er laust til um- sóknar. Hér er um nýtt starf að ræða, en skrifstofustjóri á m.a. að hafa yfirumsjón með öllum fjármálum biskupsembættisins. Laun skv. kjarasamningum ríkisstarfsmanna. Umsóknir er greini nám og fyrri störf umsækjanda sendist dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Áður auglýstur umsóknarfrestur er hér með framlengd- ur til 5. febrúar 1988. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 19. janúar 1988 Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir desembermánuð 1987, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. febrúar. Fjármálaráðuneytið, 18. janúar 1988 Iðnaöarráðuneytið: Nú á að auka framleiðnina

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.