Tíminn - 21.01.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 21.01.1988, Blaðsíða 10
10 Tíminn Fimmtudagur 21. janúar 1988 - segir hertoginn af Edinborg, forseti World Wildlife Fund. - Sé börnum ekki kennt ungum aö virða umhverfið, verður brátt ekkert eftir til að vernda. Líta á niður á fólk, sem skreytir sig með afurðum dýra í útrýmingarhættu. Stór orð, en vel meint Sums staðar er lýðræðið svo mikið að ekkert má takmarka, ekki einu sinni tortímingu umhverfisins, seg- ir hertoginn, ómyrkur í máli. spillt, þannig að viðkomandi teg- und eigi ekki á hættu að þurrkast út, hvort sem um er að ræða simpansa, tígrisdýr, hvali eða mannapa. Hertoginn af Edinborg stikar inn í stofuna, sem eitt sinn var skrifstofa Georgs konungs V, fitjar eilítið upp f nefið og opnar síðan snarlega glugga til að hleypa inn frísku lofti. Þessi dagur var anna- samur eins og þeir eru flestir í bresku konungshöllinni, en hertog- inn mátti þó vera að því að fá tækifæri til að ræða um áhugamál sín: verndun náttúrunnar og friðun dýra í útrýmingárhættu. Eins og búast má við, beindist talið að ýmsum öðrum þáttum, því margt og mikið þarf að vernda, að áliti hertogans og eflaust fjölda annarra hugsandi manna í heiminum. Hertoginn er forseti World Wildlife Fund, alþjóðasamtaka um náttúru- og dýravernd, sem stofn- uð voru fyrir 26 árum. í tilefni aldarfjórðungsafmælis samtak- anna í fyrra var farin „pílagríms- ferð“ til Assisí. Staðurinn var val- inn með tilliti til að hann myndi draga að og sú varð raunin. Þangað kom fólk úr öllum heimshornum, af öllum trúarbrögðum og eins og hertoginn orðar það: - Ég vildi fá sem fjölbreyttastan hóp ráða- manna til að bera saman bækur sínar og marga hverja til að endur- skoða afstöðu sína varðandi verndun. Allir hafa einhverjar hug- sjónir varðandi þetta... en hættir til að gleyma þeim í daglegu ann- ríki. Svo sannarlega er ekki vandi að fá hertogann til að tala um það sem hann hefur áhuga á. Meira að segja hefur þessi áhugi hans á núttúru- 1 vernd verið kallaður sérviska. Honum var sama um það orð 1961, þegar hann var einn af litlum hópi sem stofnaði World Wildlife Fund og nú er hann hreykinn af því: - Nú orðið er þetta mál viður- kennt sem alvarlegt. Því miður er líka til fólk sem skýtur langt yfir markið og skapar þar með vand- ræði á hinn veginn, þykist berjast, jafnvel með vopnum, fyrir verndun einhvers sem þarfnast alls ekki slíkrar aðstoðar. Tvenns konar hvalavernd Annað vandamál er, að sann- færa fólk um að mikill munur er á, hvort verið er að vernda náttúruna, gamlar byggingar, almennings- garða, strendur eða dýrategundir. Sumir vilja setja allt undir einn hatt og berjast gegn öllum breyt- ingum. Það eru reginmistök. Vissulega kemur fyrir að þetta sameinast í einu máli. Varðandi hvalina verður að takmarka veið- arnar, því ef of mikið er veitt, fá dýrin ekki tíma til að fjölga sér. Ofstækismenn heimta hins vegar að allar hvalveiðar verði stöðvað- ar, af því þær séu grimmd við dýrin. Þarna er um tvo ólíka hluti að ræða, en almenningur í heiminum ruglar þeim gjarnan saman. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að áróður fyrir rétti dýra sé smitandi. Enn sem komið er, berst þetta fólk einkum gegn tilraunum á lifandi dýrum á rannsóknarstofum og að þau séu eins kónar verksmiðjur. Ég virði tilgang baráttunnar, en ekki endilega aðferðirnar, sem beitt er. Varðandi það að sportveiði- og dýraverndunarhagsmunir stangist á, segir hertoginn: - Frá venjulegu sjónarmiði eru fiskveiðar og skot- veiðar ekki mikilvægt mál, eitt sér. Sá sem vill vernda, hugsar um að jafnvægi náttúrunnar verði ekki - Það er glysgimi okkar að kenna, ef fílar verða aldauða. Anna prinsessa hafa bæði mikinn áhuga á náttúruvernd og leggja nafn sitt iðulega við slíkt. Hertog- inn leggur áherslu á, að hann hafi aldrei lagt að þeim að kynna sér málin, að minnsta kosti ekki með vilja. - í þessari fjölskyldu er okkur auðveldast að starfa sem einstakl- ingar að málum, sem ekki tengjast neinni flokkapólitík, til dæmis náttúruvernd. Raunar á hver ein- asta manneskja með sæmilega skynsemi fyrr eða síðar að geta komið auga á eitthvað, sem vekur áhuga hennar og hún getur hugsað sér að vinna að. Ég er sannfærður um að barna- börn mín verða meðvitandi um, hversu áríðandi málið er, þau alast upp við þetta og ef svona heldur áfram, verður þeim það mjög svo viðkomandi í daglegu lífi. Þau hafa mikið búið í sveit, foreldrar þeirra vilja vera í náttúrlegu umhverfi og börnin vita frá upphafi, að viti vantar það meira ræktanlegt land til að lifa á. Á öðrum stöðum, til dæmis Barbados- og Fiji-eyjum, hafa ver- ið gerðar fjölskylduáætlanir, fólks- fjölgun helst þar af leiðandi í skefjum og lífið batnar hjá öllum þorra manna. Hertoginn talar gjarnan sem fjögurra barna faðir og afi. - Víða í Evrópu er fólksfjölgunin hætt og sums staðar er meira að segja farið að fækka, hvað sumir óttast að leiði til efnahagslegs hruns. Ég er viss um að efnahagslegt hrun verð- ur hins vegar án skipulagningar. Maður getur tæpast farið á fyllerí, án þess að gera ráð fyrir timbur- mönnum. Yfirvöld misjöfn Slíkt reynist oft með öfugum formerkjum, en verndarsvæði og þjóðgarðar eru nákvæmlega jafn mikils virði í Rússlandi, Bandaríkj- unum og Suður-Afríku. Takmörkun er vernd Á svæðinu þar sem sportveiðar tíðkast, samkvæmt lögum og reglum, er villt dýralíf yfirleitt fjölbreytt og í jafnvægi. Þar sem aðeins er búskapur og takmarkið að gera sem mesta peninga úr gæðum landsins, sjá menn ekki ástæðu til að vernda neitt. Tjarnir eru þurrkaðar upp, skógarnir höggnir og úðað eitri yfir allt til að uppskeran verði sem mest. Ef svo vill hins vegar til, að ráðamaður á tilteknu svæði hafi áhuga á sportveiðum, eru mun meiri líkur til að einmitt þar komist sjaldgæfar tegundir hjá útrýmingu. Einu sinni héldu mektarmenn fálka, hauka og slíka fulga sem eins konar stöðutákn, en nú orðið, þegar vitað er, hversu viðkvæm viðkoma slíkra fugla er, vilja að- dáendur þeirra heldur lofa þeim að vera frjálsum í náttúrunni. Fjölskylduáhugi? Alkunna er að tvö elstu börn hertogans, Karl prins af Wales og borið fólk kveikir ekki í trjám, stingur upp blóm og runna eða drepur dýr í tilgangsleysi. Þau læra að hver og einn ber ábyrgð á umhverfi sínu og þegar þau vaxa upp, verður þeim ljóst að heimurinn er sameign okkar allra. Umhverfisathuganir ættu að vera á námsskrá allra grunnskóla, annars hlýtur að koma að því að ekkert verður eftir til að vernda. Afríkuhjálp World Wildlife Fund hefur lagt nafn sitt við ráðgjöf til handa Eþíópíumönnum um að nýta ófrjótt land sitt. Um það segir hertoginn: - Okkur er oft legið á hálsi fyrir að gera ekkert, en hafa ber í huga að í 40 ár hafa auðugri ríki heims hreinlega ausið peningum til þró- unarlandanna og núna nemur aðeins Afríkuhjálpin 120 milljörð- um (IKR) á árinu. í stað þess að auðga lífíð fyrir íbúunum, hafa þessir peningar gert það eitt að halda sömu lifnaðarháttum fyrir þrisvar sinnum fleira fólk. Það er kaldhæðnislegt. Árangurinn sést ekki nema í fleira fólki og þá Oft ræðum við við lýðræðis- stjórnir, sem gera nákvæmlega ekkert, lýðræðið er svo allsráð- andi, að ekki er hægt að setja nein takmörk við neinu. Tökum Austurríki sem dæmi. Landinu er skipt í mjög sjálfstæð héruð og hvert sér um sína náttúruvernd. Hins vegar tekst engin samstaða á milli þeirra, þannig að verndar- svæði eða þjóðgarður er ekki til í landinu. Á hinn bóginn eru einræðisherr- ar í sumum öðrum löndum og hafi þeir áhuga á náttúruvernd, þá gerist eitthvað. Þannig er það ein- mitt í mörgum Afríkulöndum og er afar jákvætt. Kjarnorka og mengun Um það segir hertoginn: - Því miður veldur útblástur bíla og raforkuver hér súru regni, en það er viðkvæmt mál, því fæstir vildu afsala sér bíl eða rafmagni. Þeir sem eru á móti kjarnorku til fram- leiðslu á rafmagni, verða að viður- kenna, að hinn kosturinn er kol eða eldsneyti og slíkt veldur enn meiri loftmengun. Kjarnorkuverin eru vandamál, en tjónið sem þau valda á andrúmsloftinu er ekki nema örlítið brot af hinum kostun- um. Varðandi það að hreinsa til, þá er ekkert vit í að gera neitt, fyrr en vitað er hvað á að gera. Hreinsitæki og háir reykháfar hafa verið sett til að koma í veg fyrir að næsta umhverfi verðsmiðja mengist - en afleiðingin er sú, að mengunin berst langar leiðir eða upp á við og veldur skaða þar í staðinn. Með því að leysa vanda í næsta nágrenni, búum við til vanda fjær. Þá þarf að vera á verði gagnvart auðhringum, sem reyna aðfullvissa okkur um að þeir geri allt sem í þeirra valdi stendur til að takmarka mengun. Okkur er sagt þetta, en við vitum ekki, hvort það er satt. Svona risar geta keypt sig út úr alls kyns vandræðum, en mengun minnkar ekki, þó hækki í pyngju einhvers sem almenningur tekur trúanlegan. Stefnir til glötunar - Ég féllst á þetta viðtal til að reyna að leiða fólki fyrir sjónir að við erum á leið til glötunar, ef það fer ekki að hugsa, hver einstakling- ur fyrir sig. Það er aldeilis grátlegt, hvað vel menntaðar manneskjur, eins og við erum nú orðið, geta verið kærulausar um umhverfi sitt, það umhverfi sem gerir þeim kleift að lifa. Hvað hugsa ferðamenn, sem fara utan og koma heim með töskur fullar af minjagripum úr slönguskinni, krókódílaskinni, nashyrningshornum og fílabeini? Öll þessi dýr eru í útrýmingar- hættu, nema þessar vörur verði fordæmdar af almenningsálitinu. Það ætti að líta niður á þá sem mikla sig af beltum, armböndum, skóm og fleiru úr þessum dýrum. Ef fólk hætti að kaupa þetta, fengju dýrin frið til að tímgast án þess að vera ofsótt í heimkynnum sínum. Slík er ábyrgð einstaklings- ins á heiminum nú orðið. Hertoginn af Edinborg tók oftar en einu sinni fram, að þarna talaði hann ekki sem fulltrúi bresku kon- ungsfjölskyldunnar éða Philippus prins, heldur sem forseti World Wildlife Fund, virtustu náttúru- verndarsamtaka heimsins, að óhætt mun að segja. Ábyrgð einstaklingsins á heiminum fer vaxandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.