Tíminn - 21.01.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 21.01.1988, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 21. janúar 1988 Tíminn 19 Þau hafa valdið æði í Bandaríkjunum. Patrick Swayze og Jennifer Grey í djörfum dansi þrátt fyrir æðið sem hefur runnið á bandarískar konur í hans garð. Þó segist hann ekki leggja í að sjá myndina í kvikmyndahúsi, hann hafi einu sinni reynt það og minnstu munað að illa færi. í hlutverki ungu stúlkunnar er Jennifer Grey og henni þykir meira en nóg um allan gauraganginn. Hún neitar að lesa öll aðdáenda- bréfin, hvað þá svara þeim, og ber því við að öll þessi dýrkun sé „meira en lítið dularfull". En bandarískir áhorfendur hugsa gott til glóðarinnar að geta keypt myndina á myndbandsspól- um þegar loks verður hætt að sýna hana í bíó. Og enn meira tilhlökk- unarefni er þeim náttúrlega þegar framleidd verður framhaldsmynd, sem bandarískir kvikmyndafram- leiðendur eru vanir að gera þegar þeir hafa dottið niður á slíka gróða- lind. (djörfum dansi veldur æði í Bandaríkjunum - konur sitja í bíó heilu og hálfu dagana og gefa sér ekki tíma til aö borða! Bandaríska kvikmyndin í djörf- um dansi (Dirty Dancing) hefur verið sýnd hér á landi á þriðja mánuð við miklar vinsældir. Engar fréttir hafa þó borist af því að myndin hafi valdið slíku fári hér sem f Bandaríkjunum, en þar er engu líkara en að fjöldi fólks, einkum kvenna hafi ánetjast henni líkt og fíknilyfi! Nú er svo komið að konur eru að berjast við að „hætta“ að sjá mynd- ina og reynist mörgum það erfitt. 43ja ára kona í New York er handviss um að hún geti „hætt“ þegar hún vill og setur markið við að fara ekki í 26. skiptið. Hún er þegar búin að sjá hana 8 sinnum. Aðrar konur kæra sig ekkert um að „hætta“, halda því fram að það hafi ýmsa kosti í för með sér að vera ánetjaður myndinni. Ein þeirra, Mallory Longworth í Mich- igan, segist hafa lést um 20 kíló síðan hún fór að venja komur sínar í bíó til að sjá í djörfum dansi. Hún fer stundum tvisvar á dag og segist vera búin að sjá myndina 125 sinnum! Það er ekki von að hún hafi tíma til að borða líka. Ekki er vitað til að líf fólks hafi tekið miklum breytingum þó að það stundi kvikmyndasýningarnar af kappi, nema þá helst hjá Mar- lene Duffy sem vinnur í bíó í Brooklyn. Hún fer oft í vinnuna tveim tímum áður en hún á að vera mætt til að geta horft á myndina einu sinni enn og segist nú vera búin að sjá hana 108-109 sinnum. f stórverslunum má oft heyra á tal manna og kvenna sem ræða saman á tilvitnunum í myndina! Myndin í djörfum dansi þótti ekki líkleg til að vekja mikla at- hygli. Hún kostaði innan við 6 milljónir dollara en bandarískir áhorfendur hafa þegar skilað 50 milljónum dollara í kassann. Tón- listin í myndinni var vikum saman í efsta sæti vinsældalista og fór þar fram úr Michael Jackson og Bruce Springsteen. Alls seldust 3 milljón- ir eintaka af plötunni. Aðdáendur geyma riflingana af bíómiðunum sínum í skókössum og annars stað- ar og veggspjald með mynd af aðalleikaranum, sem gefið var út í 25.000 eintökum, seldist óðara upp. f stuttu máli er í myndinni sagt frá sumarástarævintýri stúlku, sem Mallory Longworth er mjög ánægð með það tómstundagaman sitt að horfa á í djörfum dansi. Hún er búin að sjá myndina 125 sinnum og hefur lést um 20 kíló! alin er upp í vernduðu umhverfi gyðingafjölskyldu, og veraldarvan- ari atvinnudansara á vinsælum sumarleyfisstað árið 1963. f hlut- verki atvinnudansarans er Patrick Swayze, 35 ára, velmenntaður dansari sem hefur m.a. starfað með Joffrey og Harkness ballettun- um. Hann ber sig karlmannlega iiif UMSTRÆTI OGTO.RG lllllflllllllllllllllllllllllllllllllllllllllflllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Kristínn Snæland::j|| TRYLLITÆKI Áður en ég vík að tryllitækjum f umferðinni og ökumönnum þeirra vil ég enn nefna áhuga og afskipta- leysi lögreglunnar af umferðaröng- þveiti við skemmtistaði þar sem skólafólkið skemmtir sér. Síðastliðinn þriðjudag héldu Fjölbrautaskólinn í Breiðholti og Menntaskólinn við Sund skóla- skemmtanir í Þórskaffi og Hollí- vúdd. Það bar til tíðinda að menntaskólanemarnir, sem skemmtu sér í Hollívúdd, héldu götunni framan við húsið algerlega færri. Báðar akreinar götunnar voru ávallt opnar og þetta unga fólk lagði bílum sínum í stæðin í kring. Stöku umferðarsóði ruddist á bíl sínum upp að tröppum skemmtistaðarins og varð þannig sú hvimleiða undantekning sem sannaði regluna. Reglan var sú að menntaskólanemar stilltu bílum sínum í stæðin í kring þannig að umferð um götuna gekk óhindrað og truflunarlaust. Heiður þeim sem heiður ber. Við Þórskaffi, hjá fjölbrauta- skólanemum var hinsvegar stöðugt umferðaröngþveiti. Brautarholtið framan við skemmtistaðinn rúmar á venjulegu ballkvöldi þrjár raðir bíla í einstefnu austur. Eina röð leigubíla sem bíða farþega, aðra röð bíla setji koma með farþega að skemnjtistaðnum og loks þá þriðju sem aðeins ekur hjá’án þess að stansa1' og , þannig gengur þetta þægilega og örugglega til. / Á skemmtikvöldi Fjölbrauta- skólans í Breiðholti tróðu nemar bílum sínum þversum beggja vegna götunnar og mynduðu loks tvær kyrrstæðar raðir bíla eftir endilangri götunni. Með þessu var algerlega komið í veg fyrir eðlilega umferð að eða frá skemmtistaðn- um. Fullkomið tillitsleysi réð ríkjum, fyrst og fremst nemum Fjölbrautaskólans í Breiðholti til skammar en einnig lögreglunni sem á skilyrðislaust að gæta þess að ryðja göturnar þegar svona stendur á. Á föstudags eða laugardags- kvöldi er afsakanlegt að slfkt gerist t.d. við Kasablanka, því þau kvöld eru verkefni lögreglunnar ærin. Aðra daga má ætla að kvöldin séu lögreglunni svo náðug að henni væri í lófa lagið að tugta umferðar- sóða eins og nema fjölbrautaskól- ans svolítið til og kenna þeim um leið lágmarks tillitssemi í umferð- inni. Tryllitækin Nokkuð hefur verið fjallað um nýliðana í umferðinni að undan- förnu og athyglisverð er sú niður- staða einhverrar könnunarinnar sem benti til þess að 17 ára stúlka væri ámóta þroskuð og hæf í um- ferðinni og 24 ára piltur. Sá sem fylgist með aksturslagi ungu pilt- anna og stúlknanna í umferðinni hér í Reykjavík er mjög líklegur til þess að trúa þessari niðurstöðu. Ef ekki væri um mismunun kynja að ræða, væri afar eðlilegt að piltar fengju t.d. ökuskírteini tvítugir en stúlkur sautján ára. Hvað sem því líður, er ljóst að fyrsta ár eða tvö fyrstu ár öku- manns, sér í lagi sé hann ungur að árum, þyrfti að setja akstri hans einhver mörk. Til greina gæti kom- ið að setja ökumönnum undir 25 ára aldri þau mörk að mega ekki aka bíl sem færi yfir tiltekin hestöfl miðað við eigin þyngd. Til þess að skýra þetta nánar er rétt að gera nokkurn samanburð á afli og eigin þyngd nokkurra þekktra bíla. Bifreið Hestöfl Ford Escort C 50 Ford Escort RS Turbo 130 Lada1200 65 Lada Samara 65 LadaLux2107 77 Skoda120 L 52 Peugeot205GR 65 Peugeot 205 GTI 130 Sé þessi tafla skoðuð, kemur í ljós að Escort RS Turbo og Peug- eot 205 GTI eru „tryllitækin“ í hópnum, annar með aðeins 6,5 kíló á hestafl og hinn með 7,1 kíló á hestafl. Slíkir bílar eru sam- kvæmt rannsókn í Noregi með afar hátt hlutfall dauðaslysa. Slíkir bílar eru samkvæmt rannsókn í Noregi með afar hátt hlutfall dauðaslysa. Reynsla Norðmanna og annarra þjóða, bendir eindregið til þess að rétt væri að takmarka rétt nýrra ökumanna undir 25 ára aldri við eitthvert mark sem miðaði við kíló á hestafl, til dæmis 12 kíló á hestafl sé einhver tala nefnd. Vissulega gæti önnur tala verið skynsamlegri en full ástæða er til þess að þetta mál sé rætt af alvöru, ekki síst þar sem ökukennsla og þjálfun öku- nema á fslandi er alls ófullnægj- andi. Reyndar er réttara að segja að ökukennslan sé ófullnægjandi en þjálfunin nánast engin. Miðað við það ófremdarástand er vissu- lega sjálfsagt og nauðsynlegt að setja nýjum ökumönnum, undir 25 ára aldri, til dæmis þau mörk fyrstu tvö árin að þeir megi ekki aka bíl Hámarks Kílóá Þyngd Hraði hestafl 845 kg 145 km 16,9 925 kg 206 km 7,1 970 kg 142 km 14,9 900 kg 152 km 13,8 1010 kg 152 km 13,1 875 kg 140 km 16,8 800 kg 164 km 12,3 850 kg 206 km 6,5 sem hafi meira afl en sem nemur einu hestafli á hver 12 kíló í þyngd bílsins. Þetta gæti fækkað slysum og þess er sannarlega þörf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.