Tíminn - 21.01.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.01.1988, Blaðsíða 5
Tíminn 5 Fimmtudagur 21. janúar 1988 Laumuspil Jons B.?: Skápur hét hann f fyrradag en fylgi- hlutur í gærdag Afgreiðslumenn í hljómtækjaverslunum fengu óvænt skilaboð úr ráðuneyti fjármála í upphafi vinnudags í gær. Nú skyldi hækka hljómflutningstækjaskápa um 45% vegna tolla og vörugjalds. Fylgihlutir með hljómtækjum „Þessir herrar í fjármálaráðuneyt- inu boðuðu í morgun að nú ætti að breyta þessum skápum. Þeir hétu ekki lengur hljómtækjaskápar, held- ur „fylgihlutir með hljómtækjum". Og þessa fylgihluti hefur ráðuneytið ákveðið, eftir því sem ég kemst næst, að skattleggja með 30% tolli og 15% vörugjaldi. Þetta þýðir að tollalækkun á hljómtækjasamstæð- um um áramót, hverfur hægt og rólega. Þessir skápar voru áður undir EFTA, sem merkir að þeir voru ekki tollaðir. Núna kostar einn lítill hljómtækjaskápur um 11 þúsund krónur. Éf viðskiptavinurinn hefur áhuga á einum slíkum með hljóm- tækjasamstæðunni, verður hann að greiða þessi 11 þúsund að auki. Að okkar mati er þetta lúmsk leið ráðuneytis til að ná aftur þeim peningum í ríkiskassann, sem hann glataði með tollalækkuninni um ára- mót,“ sagði Eyjólfur Jóhannesson, verslunarstjóri í hljómtækjaverslun- inni Japis, í samtali við Tímann í gær. Rétt er að taka fram að Tíminn reyndi margítrekað í gær að leita skýringa ráðuneytis á umræddum hækkunum, en án árangurs. Geislinn farinn af spilurum Þær upplýsingar fengust í Japis í gær að mismikil lækkun á plötuspil- urum um áramót, hefði valdið veru- legum ruglingi í hljómtækjaverslun- um. Alþingi samþykkti að frá og með áramótum skyídu plötuspilarar með gamla laginu lækka mun minna en nýju geislaspilararnir. Rökstuðn- ingur fyrir þessari ákvörðun var sá að þetta drægi úr smygli á geislaspil- urum. Eyjólfur Jóhannesson, sagði að þetta væri ekki á rökum reist því að til þessa hefðu menn einungis smyglað svokölluðum ferðageisla- spilurum, sem væru einungis lítill hluti geislaspilara. Stærstur hluti þeirra væri tiltölulega stór tæki, og ekki minni um sig en gömlu gerðir plötuspilara, og því alls ekki auðvelt að smygla inn í landið. Myndbandstækin fljúga út Það var samdóma álit forsvars- manna þeirra hljómtækjaverslana, sem Tíminn hafði samband við í gær, að tolla- og vörugjaldslækkanir um áramót, hefðu valdið söluspreng- ingu á hljómtækjum og skyldum varningi. Einkum virðist myndbandstækja- æði hafa gripið landann. Þau bók- staflega renna í stríðum straumum út úr verslunum þessa dagana. Lækkunin er enda gífurlega mikil. Sem dæmi má nefna að myndbands- tæki sem kostaði rúm 43 þúsund fyrir áramót, fæst nú staðgreitt fyrir 32 þúsund. Að sögn afgreiðslufólks í hljómtækjaverslunum, var áber- andi fyrir áramót að fólk hélt þá að sér höndum með kaup á myndbands- tækjum og beið eftir lækkuninni. Geislinn hrapar í verði Hljómtækjasamstæður lækka og umtalsvert. Samstæða sem kostaði 59 þúsund krónur fyrir áramót, fór niður í 51 þúsund. Og önnur sem kostaði 56 þúsund lækkaði niður í 48 þúsund. Geislaspilarinn, sem nú er að sönnu tískufyrirbæri í heimi hljóm- tækjanna, fæst fyrir mun minni pen- ing en áður. Dæmi er um 5 þúsund króna lækkun, úr 25 í 20 þúsund. Jól fram í janúar og nóg af peningum En fleira hefur lækkað en hljóm- tæki og myndbandstæki. Skrifstofu- Dýrt er drottins orðið. Nú hefur þessi hljómtækjaskápur runnið sitt skeið á enda, a.m.k. sem skápur. Nú fæst hann gegn 11 þúsund króna greiðslu, sem „fylgihlutur með hljómflutningstækjum“, samkvæmt skilgreiningu fjármála- ráðuneytisins. (Tímlnn: PJetur) vélar ýmisskonar, t.d. reikni- og ljósritunarvélar, hafa lækkað um allt að helming. Svokölluð telefaxtæki lækkuðu í verði, úr tæpum 200 þúsundum í rúmar 100 þúsund krónur. „Jólin hættu ekki í verslun- inni þann 1. janúar. Þau héldu þvert á móti áfram, og standa enn. Og það er athyglisvert að fólk staðgreiðir það sem keypt er nú, þrátt fyrir að dýrasti mánuður ársins sé nýliðinn. Það er ekki að sjá að peningaskortur hrjái fólk. Ég er á þeirri skoðun að ef þetta lága verð helst áfram, verði salan jafnari en áður, m.ö.o. ekki eins árstíðabundin," sagði Halldór Halldórsson, verslunarstjóri í Hljómbæ. óþh Átak MODERN ICELAND og Skáksambandsins: Skilar Afrekssjóði SÍ hálfri milljón Steingrími Hermannssyni, utanríkisráðherra, afhent fyrsta eintak skákblaðs MODERN ICELAND. Við hlið Steingríms standa þeir Þráinn Guðmunds- son, forseti Skáksambands íslands, Magnús Ólafsson framkvæmdastjórí Forskots og Róbert Melik, ritstjóri MODERN ICELAND. Sameiginlegt átak tímaritsins MODERNICELAND og Skáksam- bands íslands skilaði Afrekssjóði Skáksambandsins rúmlega hálfri milljón króna. Steingrímur Her- mannsson utanríkisráðherra var verndari átaksins sem að sögn Þráins Guðmundssonar forseta SÍ gerði herslumuninn á að Jóhann Hjartar- son gæti undirbúið sig almennilega fyrir einvígið við Viktor Kortsnoi. í nýjasta hefti MODERN ICE- LAND er fjallað sérstaklega um íslenskt skáklíf í tilefni skákeinvígis- ins í Saint John í Kanada. Fjallað er í máli og myndum um sögu skáklist- arinnar á íslandi, rætt er við Jóhann Hjartarson um það hvernig sé að vera skákmaður á íslandi og birt er skák frá millisvæðamótinu í Ung- verjalandi síðastliðið sumar. Þá eru greinar um ráðstefnur og ferða- möguleika á íslandi, frímerki, efna- hagsmál og leiklistarlíf. Þúsundum eintaka af MODERN ICELAND verður dreift í Saint John þar sem einvígi Jóhanns Hjartarsonar og Viktors Kortsnois ve.ður haldið, en það hefst nú um helgina. Meðal annarra mun Hilton og Holiday Inn hótelin dreifa blað- inu meðal gesta sinna. Að sögn Þráins Guðmundssonar, forseta Skáksambandsins, standa skákmenn í mikilli þakkarskuld við þau fyrirtæki sem studdu íslands- kynninguna í Kanada með auglýs- ingum í MODERN ICELAND. Þessi fyrirtæki eru Útvegsbankinn, Flugleiðir, VISA, Landsbankinn, Búnaðarbankinn, íslenskir aðal- verktakar, iðnaðarráðuneytið, iðn- þróunarsjóður, SÍS og ÁTVR. Kemur upp á öllum fundum Borgaraflokks: Harðlega sóst eftir stórri flokksstjórn A fundi Borgaraflokks í Holiday Inn á þriðjudag gagnrýndi Guðjón Ó. Hansson, leigubílstjóri, forystu flokksins. Einu sinni sem oftar, segir Albert Guðmundsson, flokksformaður, því að Guðjón mun hafa haft stærð flokksstjórnar- innar á hornum sér frá upphafi og notað hvert tækifæri sem gefst til að vekja máls á því, að hún sé að sínu mati of fámenn. Fundarmaður ber að Guðjóni finnist vera klíku- stjórn á Borgaraflokki. Gagnrýni þessari svaraði Albert á þá leið, að ef almenn óánægja væri með forystu flokksins, væri hægt að fara fram á nýjan lands- fund og ganga til kosninga innan flokksins á ný. „Það er alltaf verið að reyna að búa til vandamál innan Borgara- flokksins,“ sagði Albert Guð- mundsson við Tímann í gær. „En vandamálin eru ekkert þar. Það verður að leita þeirra annað.“ Albert sagði að það væri sama hvar í flokki menn stæðu, flokks- menn gætu alltaf farið fram á nýjar kosningar innan flokks ef almenn óánægja væri með forystuna. Hann sagðist ekki hafa heyrt gagnrýni á forystu flokksins nema frá Guð- jóni. „Borgaraflokkurinn er opnari en allir aðrir flokkar. Landsfundur er fundur allra flokksfélaga, en ekki einhverra sérstakra fulltrúa. Það hafa allir aðgang," sagði Albert. „En það er bara kjaftæði að það hafi verið boðið upp á nýjan landsfund. Hið rétta er, að I Borg- araflokknum er hægt að fara fram á slíkt, rétt eins og í öðrum flokkum." Albert sagði Guðjón hafa átt sæti í nefnd, sem hefði samið Iög fyrir flokkinn. Þar hafi hann þegar verið á öndverðum meiði við aðra nefndarmenn og viljað fleiri en tuttugu stjórnarmenn. Aðrir vildu hafa þá níu talsins. Til að mæta Guðjóni, sagði Albert, var fallist á að hafa stjórnarmenn fimmtán og samþykkti landsfundur það. „Hann hefur bara aldrei sætt sig við þetta,“ sagði Albert Guð- mundsson. „Á öllum fundum talar hann um sama málið. Þetta hefur komið upp á þeim öllurn!" w

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.