Tíminn - 21.01.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminn
Fimmtudagur 21. janúar 1988 '
FRETTAYFIRLIT
ÚTLÖND
llllilll
Átökin á herteknu svæðunum:
PIETERMARITZBURG
- Átök blökkumannahópa
héldu áfram I hverfum þeirra
kringum Pietermaritzburg og
þrír menn í viðbót létu lífio, þar
á meðal fjórtán ára drengur.
Lögreglan sagði nítján manns
hafa látið lífið i þessum átökum
það sem af er vikunni.
NIKÓSÍA - íranar sögðust
hafa varist fjórum tilraunum
írakskra hersveita til að ná
aftur á sitt vald svæði í fiöllun-
um í Kúrdistan sem Iranar
hertóku í árás er stóð í fimm
daga.
ST-GERMAIN-EN-
LAYE, Frakkland - Nor-
odom Sihanouk prins og Hun
Sen forsætisráðherra Kam-
pútseu hittust í annað sinn tij
að ræða leiðir til að koma á f riði
í landinu. Búist er við aö fundur
þeirra nú verði átakameiri en í
desember þegar þeir hittust
fyrst.
KABÚL - Najibullah forseti
Afganistan sagði að ríkisstjórn
hans væri ekki marxísk og
myndi aðhyllast óháða utanrík-
isstefnu þegar sovéskir herir
sem hjálpað hefðu stjórnar-
hernum í baráttunni gegn
skæruliðum múslima væru
farnir á brott úr landinu. Forset-
inn sagði á blaðamannafundi <
að stjórn sín myndi þiggja i
aðstoð frá öllum ríkjum sem
væru reiðubúin aðveitahana.
WASHINGTON - Reag-
anstjórnin ítrekaði stuðning
sinn við Contra skæruliðana í
Nicaragua eftir að stjórn Dan-
iels Ortega tilkynnti að hún
myndi reyna að koma í veg
fyrir að bandarísk stjórnvöld
samþykktu nýja styrki til
skæruliðanna.
WASHINGTON - Verð á
neysluvörum í Bandaríkjunum
jókst aðeins um 0,1% í des-
embermánuði sem þýddi að
verðbólgan árið 1987 var1
4,4%. Þetta er engu að síðu^
mesta verðbólga í landinu á!
síðustu sex árum.
BRÚSSEL - Tilkynnt var í
höfuðstöðvum Norður-Atlants-
hafsbandalagsins (NATO) að'
leiðtogar stjórna þeirra sextán
ríkja sem aðild eiga að banda- j
laginu myndu halda með sér
fund í Brussel 2-3. mars.
STOKKHÓLMUR - Ingv-
ar Carlsson forsætisráðherra
Sviþjóðar sagði að samkomu-
lag Bandaríkjamanna og Sov-
étmanna um eyðingu meðal-
drægra og skammdrægari
kjarnorkuflauga kæmi að litlu
gagni yrði því ekki fylgt eftir
með frekari fækkun í vopna-
búrum risaveldanna.
Palestínumenn huga að
nýjum andspyrnuaðgerðum
Leiðtogar araba og
formælendur Palestínumanna
segja að mótmælin gegn
yfirráðum ísraelsmanna á
herteknu svæðunum muni halda
áfram, þó líklega taka á sig aðrar
myndir undir forystu nýrrar
andspyrnuhreyfíngar á
vesturbakka Jórdanár og
Gazastrandlengjunni.
Palestínumenn gætu tekið
upp á því að sniðganga ísraelskar
vörur og færa sig stað úr stað
með mótmæli sín og verkföll til
að rugla ísraelsher í ríminu og
halda athygli heimsins við
mótmælin sem staðið hafa nær
linnulaust síðustu sex vikurnar.
„Margir telja að nýstofnuð og
skipulögð andspyrnuhreyfing hafi
ákveðið að halda mótmælunum
áfram með því að dreifa þeim frá
einu svæði til annars og frá einum
hluta fólksfjöldans til annarra,"
sagði einn talsmanna Palestínu-
manna nú í vikunni. Hann bætti því
við að lítið væri vitað um foringja
þessa andspyrnuhóps annað en þeir
væru uppaldir á herteknu svæðunum
og væru hliðhollir Frelsishreyfingu
Palestínumanna (PLO).
Annar virtur Palestínumaður
sagðist hafa frétt að litlir hópar í
bæjum, þorpum og flóttamannabúð-
um á herteknu svæðunum hefðu
haldið með sér fundi og rætt um
leiðir til að finna pólitíska lausn. Þar
hefði verið talað um að fá PLO til að
setja upp palestínska útlagastjórn.
„Fólk okkar hvar sem er á her-
teknu svæðunum er hreykið af mót-
mælunum og mér virðist sem það
muni halda áfram að reyna að ná
athygli heimsins," sagði þessi
maður.
Margir áhrifamenn í hópi Palest-
ínumanna hafa að undanförnu hvatt
til þegnlegrar óhlýðni. Hefur t.d.
verið hvatt til þess að hætt verði að
kaupa ísraelskar sígarettur og þeir
Palestínumenn sem vinni fyrir ísrael-
ska herinn á herteknu svæðunum
verði beðnir að segja upp störfum
sínum. hb
Virgilio Barco forseti
Kólumbíu um eiturlyf:
Eftirspurn
ákveður
framboðið
Virgilio Barco forseti Kólumbíu
sagði í vikunni að nauðsyn væri á
alþjóðlegum aðgerðum í baráttunni
gegn eiturlyfjasölu, einangraðar að-
gerðir fárra ríkja dygðu skammt.
Barco sagði að baráttan gegn
neyslu eiturlyfja yrði ekki unnin fyrr
en stjórnir ríkja þar sem eiturlyfjan-
eysla er útbreidd tækju alvarlega við
sér. Forsetinn nefndi meðal annars
aðgerðir gegn sölu eiturlyfja á stræt-
um úti í þessu sambandi.
Þessi orð Barcos eiga mikinn
hljómgrunn í Kólumbíu og í fleiri
fátækum ríkjum þar sem eiturlyfjafr-
amleiðslan blómstrar og má túlka
þau í stuttu máli þannig að ekki væru
til eiturlyfjaframleiðendur ef eftir-
spurnin í vestrænum ríkjum væri
ekkisvomikilsemraunbervitni. hb
Hinum bannaða fána Palestínu veifað á herteknu svæðunum: Breytist grjótkastið og ofbeldið í skipulagða
borgaralega ólöghlýðni?
Yitzhak Rabin varnarmálaráðherra Israels:
„MÁTTUR.VALD
0G BARSMfDAR"
Palestínskir skæruliðar hafa haft
sig nokkuð í frammi við landamæri
Filippseyjar:
ísraelskir hermenn notuöu kylfur og meiddu illa meira en fímmtíu
Palestínumenn í flóttamannabúðum á Gazasvæðinu í gær. Ofbeldið
fylgdi í kjölfar orða Yitzhaks Rabin varnarmálaráðherra Israels að
ríki sitt myndi nota allan sinn „mátt, vald og barsmíðar“ til að berja
niður mótmælin á herteknu svæðunum. Þetta var haft eftir
embættismanni Sameinuðu þjóðanna í gær.
Angela Williams, yfirmaður
hjálpar- og atvinnustofnunar SÞ,
sagði að 52 Palestínumenn hefðu
leitað til heilsugæslustöðvar samtak-
anna í Jabalya flóttamannabúðunum
og hefðu nokkrir þeirra verið illa
meiddir eftir barsmíðar.
„Læknunum brá illa við að sjá
áhrif barsmíðanna, þar á meðal
beinbrot og opin sár,“ sagði Wil-
liams.
Svo virtist sem hér væri um skipu-
lagðar aðgerðir að ræða sem beitt
var víða. Fréttamaður Reuters sá
sjálfur ísraelska hermenn ganga um
flóttamannabúðir í Ramallah með
kylfur, sparka upp hurðir og draga
unglinga út úr húsunum og neyða þá
til að eyðileggja götuvígi.
Rabin varnarmálaráðherra sagði
á þingi á þriðjudag að betra væri að
berja á ungum mótmælendum og
koma á útgöngubanni til að lægja
mótmælaölduna heldur en að skjóta
þá.
ísraelskir hermenn hafa skotið 39
Palestínumenn til bana og sært meira
en 300 í mótmælaaðgerðum síðustu
* vikna á herteknu svæðunum.
Israels og Líbanons að undanförnu
og meðal annars var skotið á ísra-
elskan hermann nálægt bænum Ki-
ryat Shmona en þar drápu skærulið-
ar sex ísraelska hermenn í svifdreka-
árás í nóvembermánuði. ísraelski
hermaðurinn særðist og Rabin sak-
aði hryðjuverkahóp á vegum PLO
um verknaðinn. hb
Tekið fyrir út-
flutning á stúlkum
Ríkisstjórnin á Filippseyjum
skýrði frá því í gær að hún hygðist
banna konum að vinna erlendis
þangað til þau ríki sem tækju við
stúlkunum hefðu tekið upp
ákveðnar aðgerðir er vernduðu
þær fyrir kynferðislegri misnotkun.
Teodoro Bcnigno talsmaður
forsetaembættisins sagði að ríkis-
stjórnin hefði fallist á tillögur
vinnumálaráðuneytisins í þessu
sambandi. Stjórnvöld á Filippseyj-
um hafa lengi haft áhyggjur af
útflutningi vinnuafls og sérlega
stúlkum, sem ráðnar eru sem
vinnukonur á heimili en verða oft
að þola misnotkun af versta tagi.
Benigno sagði að bannið stæði'
þangað til ríkin sem urn ræðir
hefðu gert ráðstafanir tii að réttindi
filippseyskra vinnukvenna yrðu
virt.
Meira en 82 þúsund konur frá
Filippseyjum ráða sig sem vinnu-
konur í öðrum löndum ár hvert og
hefur straumurinn aðallega legið
til Hong Kong. Þar eru nú um
þrjátíu þúsund filippseyskar stúlk-
ur í slíkum störfum. hb