Tíminn - 21.01.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 21.01.1988, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 21. janúar 1988 Tíminn 15 llllllll MINNING lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Ólafur Haukur Matthíasson Fæddur 19. mars 1898 Dáinn 28. desember 1987 Snyrtimennið sitjandi við skrif- borðið sitt þar sem allt er í röð og reglu, bækur í skinnbandi með gyllt- um nöfnum og röndum, óaðfinnan- lega raðað í háum vegghillum á þrjá vegu. Dauf birta lýsir upp stofuna en skrifborðslampi gerir nettri hendi fært að stýra lindarpenna í þaulæfð- um sveigum leikandi létt yfir mjall- hvíta örk. Þessi mynd kemur í huga mér nú er ég hugsa til baka. Sem barn dvaldi ég fyrst á heimili Óla og Ástu í Rvík, sveitastrákur frá Borgarnesi í höfuð- staðarferð. Móðurbróðir minn hann Óli Matt. er nýlátinn- og jarðsunginn 5. þ.m. frá Dómkirkjunni í Rvík. Vinskapur okkar Óla hélst alla tíð og árlega áttum við dagstund saman á heimili móður minnar en þau voru sérlega samrýmd, allt frá bernsku. Greiðvikni Ólafs var með þeim hætti að seint gleymist. Allt gert með glæsibrag. Höfðingi vestan frá Haukadal í Dýrafirði að sinna kalli samviskunnar. Systkini mín og vinir eru hluti af sjálfum mér, sagði hann eitt sinn. Glaðværðin var Óla í blóð borin og á góðra vina fundum, var hann hrókur alls fagnaðar. Sögur, söngur og leikur lét honum vel, ekki sakaði angan af góðum vindlum- og gullnu glasi, eðalvín dreypt í hófi. Kímnin er rík í þessari ætt og margar sögulýsingar kryddaðar eftir þörfum og tilefnum í það og það skiptið. Eftirfarandi lýsing segir sitt. Ölafur hefur orðið: Þetta var um sumarið þegar hitinn komst dag eftir dag í 18°. Ég var á heimleið, bjó hjá BÆKUR Holt og bolt Bókaútgáfan Letur hf. hefur sett á markað ljóðabók eftir Jón Þorleifs- son. Bókin heitir „Holt og bolt“. Áður hefur Jón skrifað útvarpssögu, leikrit, skáldsögur, sagnfræðirit og ljóðabækur. „Holt og bolt“ er tíunda bók Jóns Þorleifssonar. Þó að Jón Þorleifsson sé rösklega sjötugur njóta bækur hans nokkurr- ar hylli meðal ungu kynslóðarinnar. Yngri skáld hafa lesið úr verkum hans á samkomum og rokkhljóm- sveitir Sigurðar „Pönks“ Ágústsson- ar, Bítnecks, Garg & geðveiki o.fl., hafa fært verk Jóns í músíkbúning og flutt þau á tónleikum. Glöggir menn greina jafnvel áhrif frá Jóni í einstaka söngtextum rokkkonungs- ins, Bubba Morthens. Ljóð Jóns fjalla mörg um erfiða stöðu þeirra sem minna mega sín og viðskipti þeirra við yfirvaldið og spillta verkalýðsforingja, sem Jón kallar reyndar verkalýðsrekendur. I „Holt og bolt" fá þessir í síðastnefn- da hópnum nokkrar kaldar kveðjur. Öll ljóðin eru nafnlaus. Þau eru hátt í sjötíu talsins, allt frá stökum ortum í hefðbundnum stíl, til fimm blað- síðna órímaðra ljóða. „Holt og bolt“ er 71 bls. og kostar kr. 780.-. dóttur minni, tengdasyni og tveim börnum þeirra. Leið mín lá um Miklatorg, þar var lítill söluturn og hugðist ég kaupa munngæti handa litlu krílunum „hans afa“, hádagur var, ekki ský á himni, birtan því mikil. Sólgleraugun gleymdust heima svo ég keypti mér ódýr gler- augu. Annars var sjónin farin að dofna um þetta leyti, ég sá allt í móðu, en áfram skálmaði ég sem leið lá norður Rauðarárstíg með sælgætið í vasanum og gleraugun nýju á nefinu, með samanbrotinn frakkann á arminum og hattinn í hendinni. Sólargeislarnir og þýð haf- golan gældu við silfrað hárið og grænt laufið í trjágörðum húsanna. Teinréttur sprangaði ég, sveiflaði montprikinu og raulaði fyrir munni mér „Nú er sumar gleðjumst gumar“. Margir, bæði ungir sem aldnir urðu á leið minni og heilsaði ég óspart á báða bóga en mótkveðjur voru hálf snubbóttar, sumir meira að segja hlógu, hló ég bara á móti og fuglarnir í trjánum tóku undir. Sólskinið léttir allra lund. Það var dásamlegt að lifa og raulandi hélt ég göngunni áfram. Að Hlemmtorgi kom ég í tæka tíð og steig upp í Vogavagninn en varð að standa upp á endann. Fljótt veitti ég því athygli að nærstaddir farþegar stungu saman nefjum hvísluðust á og nokkrir fliss- uðu. Ég fór að skima eftir tilefninu en sá ekkert. Á horni Skeiðarvogs og Lang- holtsvegar er verslun, þar yfirgaf ég vagninn, fannst vissara að ná mér í neftóbaksdós fyrir kvöldið. Háttalag afgreiðslustúlkunnar fannst mér all kindugt. Hlæjandi gaf hún mér til baka, takandi bakföll, og skellandi sér á lær slagaði hún frá borðinu. Ég feiddist þessari framkomu og hafði orð á því er ég hraðaði mér út úr búðinni. Smám saman á göngunni yfir holtið, rann mér reiðin, fór að gruna margt nam staðar og þuklaði mig hátt sem lágt en fann ekkert athuga- vert, fyrr en ég tók af mér gleraugun til að þurrka af þeim rykið. Þar var hláturefnið að finna. Á öðru glerinu var vörumerkið, á hinu verðmiðinn. Það dillaði í mér hláturinn er ég í huganum fór yfir ferðasöguna alla. Óaðvitandi hafði hálf blindur maður skemmt þorra Reykvíkinga svo um munaði. Ekki veitti af, þjóðin er þjökuð í villtum dansi kringum gull- kálfinn, og sljó af tilgangsleysinu. (Frásögn Ölafs lýkur). Það er aðalsmerki góðra lista- manna að sjá það spaugilega í eigin fari og gera því skil. Á leiksviði getur komið sér vel að búa yfir ýmsum hæfileikum, til að mynda söngrödd, réttri framsögn og leiktækni. Ólafur átti þetta allt í nokkrum mæli og var óspar, meðan heilsan leyfði, að miðla öðrum af þekkingu sinni. Fáguð persóna, æðrulaus ljúfling- ur hefur leikið sitt síðasta hlutverk í lífsleiknum. Vestfirðingurinn sem var hetja til hinstu stundar, uns tjaldið féll. Góður drengur, vinur bróðir gleymist ei meðan tórir gömul mey. Hinsta kveðja frá Hlíf systir! Hví skyldi sálin hræðast Hel þótt hverfum duftið í? Guðs náð er sífellt sólarhvel og sérhvern morgun ný. Hassi. Starísíræðslune í n d fiskvinnslunnar 150 REYKJAVÍK - SlMI 686095 Verkstjóranámskeið fiskvinnslunnar hefj- ast að nýju í Hótel Borgarnesi að morgni 28. janúar. Kenndar verða samtímis fyrri og seinni önn. Verkstjórar eru hvattir til að láta þessi námskeið ekki framhjá sér fara og skrá sig hjá skrifstofu Starfsfræðslunefndarinnar í síma 91- 686095 fyrir þriðjudaginn 26. janúar. m Félagsstarf 'V aldraðra hjá Reykjavíkurborg auglýsir eftirtalin störf: 1. Laus staða forstöðumanns í félagsmiðstöðina á Norðurbrún 1, æskileg menntun og reynsla á félags- og stjórnunarsviði. 2. Starfsmaður í aðstoð við böðun 60% starf í Furugerði 1. Allar nánari upplýsingar eru veittar hjá deildar- stjóra í símum 689670 og 39225 frá kl. 10-12. Umsóknarfrestur er til 26. janúar 1988. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannahaldi Reykjavíkurborgar í Pósthússtræti. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar TÖLVUNOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðír eyðublaða fyrir tölvuvinnslu. Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 BÆNDASKQLINN HQLUM Í HJALTAQAL Hólaskóli auglýsir! Starfsmaður óskast sem fyrst að loðdýrabúi Bændaskólans á Hólum. Búfræðimenntun æski- leg. Umsóknarfrestur til 31. janúar. Upplýsingar gefnar í síma 95-5961 - 95-5962. Bændaskólinn á Hólum í Hjaltadal 551 Sauðárkrókur t Faöir okkar, Brynjólfur Guðmundsson fyrrum bóndi, Sólheimum, Hrunamannahreppi lést 20. janúar á Sjúkrahúsi Suðurlands Selfossi. Guðrún Brynjólfsdóttir Erla Brynjólfsdóttir t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför Eyþórs Einarssonar Kambahrauni 8, Hveragerði Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 11A á Landspítalanum og starfsfólks Sjúkrahúss Suðurlands. Guðborg Aðalsteinsdóttir Emma Eyþórsdóttir Brynjólfur G. Brynjólfsson Einar Eyþórsson Gunn Randi Kristensen Arnheiður Eyþórsdóttir Gylfi Guðmarsson Aðalsteinn Eyþórsson Erla Einarsdóttir Lilja Guðrún Eyþórsdóttír Haraldur Benediktsson Sigurður Eyþórsson Ásgerður Eyþórsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.